Morgunblaðið - 04.05.1989, Blaðsíða 46
46
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. MAÍ 1989
Stjörnu-
speki
Umsjón: Gunnlaugur
Guðmundsson
I dag er það umfjöllun um
ástarlíf hins dæmigerða Hrúts
(20.. mars—19. apríl) og Nauts
(20. apríl—20. maí). Þessi
umfjöllun á ekki síður við um
stöðu Venusar og Mars í
merkjum.
Veiðimennska
Hinn dæmigerði Hrútur er
veiðimaður í ást og hefur sér-
stakan áhuga á tilhugalífinu
og spennunni sem fylgir því
að keppa að hylli ástvinarins.
Keppni og spenna æsir hann
upp og kyndir undir elda
ástríðunnar.
Fjör
Hrúturinn vill hafa líf og fjör
í ástamálunum. „Bless elsk-
an“ og koss á kynnina af
gömlum vana á morgnana og
kvöldin er lítt til þess fallin
að halda glóðinni lifandi.
Vanabinding á ekki við.
Hjónaband vegna öryggis, t.d.
af fjárhagsástæðum, er einnig
sjaldgæft þegar Hrútur er
annars vegar.
Sprengingar
Ef Hrúturinn er leiður í sam-
bandi verður hann óþolin-
móður og uppstökkur. Hann
á þá til að skella hurðum og
rjúka upp af minnsta tilefni
eða vera hvass í orðum og
æði. Þá er ráðlegt að fitja upp
á nýjum athöfnum og reyna
að hleypa nýju lífi í samband-
ið.
Hreinskilni
Helsti styrkur Hrútsins er
fólginn í hreinskilni hans og
einlægni. Hinn dæmigerði
Hrútur á ekki til í sér undir-
ferli eða óheiðarleika. Ef hon-
um mislíkar segir hann það
beint og umbúðalaust út.
Andrúmsloftið er hreinsað og
hægt er að byija upp á nýtt.
Það góða við Hrúturinn er að
við vitum hvar við höfum
hann.
Ástríðuhiti
Sem elskhugi er hinn dæmi-
gerði Hrútur heitur, kraftmik-
ill og ástríðufullur. Hann tek-
ur frumkvæði í ástarleikjum
og er óheftur, fijálsiegur og
laus við stress og bælingar.
Yfirleitt þarf lítið til að kveikja
funann.
Nautið
Nautið er líkamlegt merki og
laðast að fólki vegna lfkam-
legs aðdráttarafls, en síður
vegna t.d. samræðuhæfni við-
komandi. Líkamleg snerting
er Nautinu mikilvæg. Þar sem
Nautið lifir sterkt í heimi
skynfæranna skiptir t.d. lykt
töluverðu máli í ástarleikjum.
Rétt ilmvatn er því mikivaégt
sem og að umhverfið sé þægi-
legt.
Líkamlegur
næmleiki
Almennt iná segja að hið
dæmigerða Naut sé tiygglynt
og vi(ji varanleika í ástum.
Það er líkamlega næmt, en
að öllu jöfnu þolandi og gam-
aldags, þ.e. Nautið tekur ekki
frumkvæði eða breytir oft um
aðferðir. Það leggur áherslu
á gæði skynjunar frekar en
fjölbreytni. Þetta er gott í
sjálfu sér en stundum má
Nautið vera ævintýragjam-
ara, sérstaklega ef makinn er"
í eirðarlausara merki.
Rómantík
Hvað varðar rómantík er talað
um tvær gerðir, venusamaut-
ið og jarðarnautið. Það síðar-
nefnda á til að vera þumbara-
legt og órómantískt, er jarð-
bundið og raunsætt og ekki
mikið fyrir að láta tilfínning-
amar hlaupa með sig. Venus-
amautið er rómantískt, gefur
ástinni sinni blóm og á jafn-
vel til að yrkja eins og eina
eða tvær stökur þegar ást-
arbálið er sem mest.
GARPUR
GRETTIR
'úfMum I//D/1Ð Hsy/eA-
KVZN/téTT/IWlDAL U/H <3BUNN-
HyGOkll KABLMA/ZNA
Þe/R a&u e/us
OBUNH/B OS
POLLAB i
SAHARA,
LTÓFOK^
EN He/MSPEK/LEGAZZ VANSA-
UELTUB /t SLAÐ1 DSOkKK/A OFT /
-iFKéT-ru/M...-
&RENDA, HUAE> ,
VB/S.TU OAT S/ny<5L A - _ ^
BKUBLyr/TU/Ul'? /
)/d¥
LJOSKA
SMÁFÓLK
ACES ARE MlSMER THAN KINS5, RI6HT?
KIN65 ARE MI6HER THAN Q.UEEN5,
ANP aUEENS ARE HI6HER THAN J0E5..
Ásar eru hærri en kóngar, kóngar eru hærri en
drottningar og drottningar eru hærri en rosar ...
Gosar
Eða þannig
BRIDS
Umsjón: Guðm. Páll
Arnarson
Makker spilar út ás gegn
trompsamningi. Ef blindur á ein-
spil í þeim lit, fylgja margir
þeirri reglu að kalla í hliðarlit
með hæsta og lægsta spilinu.
Millispilin eru þá hlutlaus, eða
heldur hvetjandi eða letjandi í
sama lit. En þegar blindur á
tvíspil gegnir öðru máli. Þá er
reglan einfaldlega sú að kalla
eða vísa frá.
Austurgefur; enginn á hættu.
Vestur
♦ Á874
▼ 642
♦ 87654
♦ 8
Norður
♦ 96
▼ Á85
♦ KG
♦ KG9532
Austur
♦ KDG102
▼ 73
♦ ÁD32
♦ 104
Suður
♦ 53
▼ KDG109
♦ 109
♦ ÁD76
Vestur Norður Austur Suður
— — 1 spaði 2 hjörtu
2 spaðar 4 hjörtu Pass Pass
Pass
Útspil: spaðaás.
Spilið liggur upp í 4 spaða í
AV, enda er það frámunalega
lin sögn að segja aðeins tvo
spaða á hönd vesturs. En það
er annað mál. Vestur verður að
spila tígli í öðrum slag til að
hnekkja fjórum hjörtum. Og
spumingin er, hvemig á austur
að panta tígul?
Venjulega kallar maður eða
vísar frá í sama lit í stöðu eins
og þessari. En frávísun hjálpar
vestri lítið. Hann veit ekki hvor-
um láglitnum hann á að spila
og velur sennilega laufíð á þeirri
forsendu að þar gæti hann náð
í stungu.
Hins vegar liggur nokkuð ljóst
fyrir að þetta er eina tækifæri
vesturs til að spila í gegnum
blindan, svo líklega ættu báðir
spilarar að líta á afkast austurs
sem hliðarkall. Því gerir austur
best í því að láta spaðakónginn
og treysta því að makker túlki
hann rétt.
Spaðadrottningin er hug-
myndaríkt afkast, en hefur þann
galla að telja makker trú um
að vömin fái aðeins einn slag á
spaða. Og þá gæti hann freist-
ast til að spila austur uppá ÁDx
í laufí.
SKÁK
Umsjón Margeir
Pétursson
Á alþjóðlega mótinu í Wijk aan
Zee í Hollandi í janúar kom þessi
staða upp í skák stórmeistaranna
Granda-Zunjiga, Perú, sem hafði
hvítt og átti leik, og Van der
Wiel, Hollandi.
24. b3! - Bxd3 25. Dg3+ - Kf7
(Eða 25. - Kh8 26. Hc7 og vinn-
ur) 26. Hc7+! - Ke8 27. Dg7 -
Dxc7 28. Dxc7 - Be4 29. Dc8+
- Ke7 30. Dc5+ - Kf7 31. Da7+
- Ke8 32. Dxd4. Úrslit skákar-
innar eru nú ráðin, því hvítur hef-
ur unnið drottningu svarts fyrir
biskup og hrók. Það tók Perú-
manninn þó 32 leiki til viðbótar
að innbyrða vinninginn.