Morgunblaðið - 04.05.1989, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 04.05.1989, Blaðsíða 48
48 MORGUNBLAÐÍÐ FIMMTUDAGUR 4. MAÍ 1989 rrr-----------------------------------------------.,, . — r-rr—rmi—h-i—i 1------r—— BOSCH GERÐU VERÐSAMANBURÐ Það borgar sig Minning: Petrína Þorvarðar- dóttir hjúkrunarkona BRÆÐURNIR (©) ORMSSON HF Lágmúla 9, sími: 38820 snyrtivörur fyrir ofnæmisgjarna Vörugæði, mikið úrvai og gott verð Pantið sumarfötin núna Listinn er ókeypis Ég kynntist Petrínu hjúkrunar- konu fyrst er ég átti að mæta með drengjunum okkar í læknisskoðun. Var hún þá skólahjúkrunarkona í Vogaskóla. Mér þótti hún heldur köld við fyrstu kynni, en það fór nú fljótt af. Við nánari kynni þótti mér mjög gott að leita til hennar ef eitthvað bjátaði á um heilsufar bamanna. Hún var mjög næm á hvað að væri. Ég held hún hafi kunnað vel sitt fag. Það var gott fyrir okkur foreldrana að hafa þau í heilsugæslunni, Petrínu og Ófeig J. Ófeigsson lækni. Þau unnu vel saman og voru svo hress t.d. við ungar mæður sem leituðu til þeirra. Svo atvikaðist það síðar að við Petrína urðum samtíðis í Vogaskóla þegar ég fór að vinna þar. Urðu kynni okkar þá náin, þar sem ég þurfti oft að leita til hennar vegna nemenda. Ég sagði þá stundum við hana að hún væri lifandi spjald- skrá. Hún var ótrúlega rösk að fínna út úr þeim gögnum sem á þurfti að halda. Á þessum fyrstu árum mínum í skólanum voru þar um 1600 nemendur, og það getur hver séð hversu geysilegt starf það var að hafa heilsugæslu í góðu lagi. Petrína hafði enga aðstoðarstúlku og því síður tölvu til að létta störfín. En svo kom þar að Petrína hvarf úr skólanum þegar aldursmörk sögðu til. Það var sjónvarsviptir að henni. Það gustaði af henni í hvíta, fína sloppnum sínum þegar hún gekk eftir göngum skólans. Það var alltaf reisn yfír Petrínu. Hún sagði oft við mig að hún ætlaði að njóta lífsins þegar eftirlaunaaldurinn væri kominn. Meðal annars hugðist hún ferðast og heimsækja skyld- menni sín er hún átti mörg í Vestur- heimi. En það fór öðruvísi. Þá fór heilsuleysi að sækja að henni og hún varð því oft að dvelja á sjúkra- húsi. En þegar bráði af henni og hún var aftur komin heim á nota- lega heimilið sitt var hún full af áhuga að snyrta í kringum sig og láta fara sem best um sig. Oft þeg- ar ég kom til hennar eða hringdi svaraði hún hressilega þótt sárveik væri og gerði jafnvel grín að sér og „aumingjaskap sínum“ eins og hún orðaði það. Annars var Petrína fámál um sína hagi fyrr og seinna. En hún varð hörð við sjálfa sig og vildi standa sem lengst óstudd. Hún var samt þakklát þeim sem réttu henni hjálparhönd og þar held ég hún hafí metið mikils hjálp Helgu, mág- konu sinnar. Ég sakna Petrínu. Hún var sér- stakur persónuleiki. Fór ég oft margs vísari af fundi hennar, eink- um um sjúkdóma. Þar var hún vel heima af langri reynslu og las sér mikið til á íslensku og erlendum tungum. Hafí mín Petrína þökk fyrir sam- fylgdina. Gunnþóra Petrína Þorvarðardóttir skóla- hjúkrunarkona, andaðist 1. febrúar sl. og var að eigin ósk jarðsett í kyrrþey 8. sama mánaðar. Hún var fædd í Reykjavík 21. ágúst 1914. Æviskeið hennar varð viðburð- arríkt, en hér verður fátt eitt rakið. Þótt starfsferill okkar lægi saman nær aidarijórðung varð henni ekki tíðrætt um eigin hag og ævi. Foreldrar Petrínu voru Þorvarður Björnsson yfirhafnsögumaður og kona hans Jónína Ágústa Björns- dóttir. Petrína lauk gagnfræðaprófí frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1931 og tíu árum síðar lauk hún hjúkrunarnámi í Birmingham á Englandi. Síðan starfaði hún þar og í London við sjúkrahús allt til loka heimsstyijaldar. Um lífsreynslu sína þessi skelf- * Olafíir Þorgríms- son - Kveðjuorð Ég minnist Ólafs Þorgrímssonar sem hjálpsams og ráðagóðs manns og hve vinsamlega hann veitti mér aðstoð sína. Ég veit þó að þar naut ég félagsins sem ég var formaður fyrir, Lúðrasveitar Reykjavíkur. Frá stofnun lúðrasveitarinnar var hann sá sem oftast var leitað að- stoðar hjá um úrlausn mála og allt til hins síðasta veitti hann fúslega þá hjálp sem í hans valdi stóð og aldrei var krafist greiðslu. Vegna áhuga hans á tónlist og vilja til að auka og auðga tónlist- arlífið varð hann samstarfsmaður lúðrasveitarmanna og þeirra ann- arra sem sama áhugamál áttu. Það samstarf leiddi síðar til stofnunar Tónlistarskólans, en starfsemi hans fyrstu árin var í húsi lúðrasveitarinnar, Hljómskál- anum. Nú á kveðjustund þökkum við heiðursfélaga Lúðrasveitar Reykjavíkur starf hans okkur til heilla. Aðstandendum votta ég samúð. Halldór Einarsson Olafiir Þorgríms- son — Leiðrétting ÞVÍ MIÐIJR féllu niður nokkrar línur í minningargrein Jóns Þór- arinssonar um Ólaf Þorgrímsson í blaðinu í gær. — Umræddur kafli átti að vera: „Hann var í skólanefnd og síðar skólaráði Tónlistarskólans í Reykjavík frá stofnun hans 1930. Hann var meðal stofnenda Tónlist- arfélagsins 1932, sat í stjórn þess frá upphafi og var formaður þess nú síðustu árin eftir fráfall Ragnars Jónssonar í Smára. Hann var einn- ig formaður Tónlistarfélagskórsins á þeim árum þegar mest kvað að honum, en þá réðst félagið í flutn- ing margra stórvirkja með þátttöku kórsins og Hljómsveitar Reykjavík- ur sem einnig var á vegum Tónlist- arfélagsins.“ Blaðið biðst velvirðingar á þess- um mistökum. ingarár, er loftárásir Þjóðverja voru sem harðastar, var hún ætíð fá- mál, a.m.k. við starfsfélaga. En víst er að sú reynsla mun mjög hafa mótað ýmis viðhorf hennar, þekk- ingu og glöggskyggni sem gætti svo víða í störfum hennar. Er heim kom að stríði loknu gegndi Petrína hjúkrunarstörfum víða eftir því sem heilbrigðisyfirvöld töldu þá biýnast hveiju sinni, þar á meðal á Isafírði, Keflavíkurflug- velli, Seyðisfírði, Vestmannaeyjum og Hafnarfirði. Síðan réðst hún að Heilsuverndarstöð Reykajvíkur, sem m.a. annast heilbrigðiseftirlit í skólum borgarinnar. Frá 1956 var henni falin sú gæsla við Langholts- skóla og einnig við Vogaskóla frá byijun 1959 til ársins 1984, er hún lét af störfum fyrir aldurs sakir. Á þessum víðfeðma starfsferli öðlaðist Petrína hjúkrunarkona glögga sýn yfir mannleg mein, líkamleg og andleg, allt frá því hún var við fæðingardeild 1 Birming- ham, svo á herspítölum, þessu næst við héraðssjúkrahús hér heima, á Kleppsspítala og loks við heilbrigð- iseftirlit barna og unglinga við tvo af stærstu grunnskólum landsins í tæpa þijá áratugi. Þess má og geta, að Petrína Var mannþekkjari góður. Sá hæfíleiki nýtist mörgum vel í vandasömum og viðkvæmum störf- um. Petrína lét ekki mikið af þekk- ingu sinni og hvergi fór hún með háreysti. Hún var þó hvorki skaplít- il né skoðanalaus. Hún gat verið snögg og allhvöss í svörum. Það var þó ekki ætlað til að særa neinn, en kannske hafði viðburðarík ævin hert hana og kennt henni að flíka ekki tilfínningum sínum við hvern sem væri. Minni Petrínu og glöggskyggni um nemendur og fjölskyldutengs voru með ólíkindum. Gott var því að leita til hennar varðandi ný- nema, eigi síst þegar neinendafjöld- inn um langt árabil nam meira en hálfu öðru þúsundi. Hinu var einnig gott að mega treysta að aldrei brást hún neinum trúnaði, en nemendur þurftu vitanlega stundum að leita til hennar með viðkvæm vandamál. Hún skildi vel og virti þá þagnar- skyldu sem skólamenn, prestar, læknar og hjúkrunarfólk þurfa svo oft að gæta í starfi sínu. Skólalæknunum var gott að hafa Petrínu sér til hægri handar. Öll skjöl og önnur gögn voru til reiðu er þeir komu til skoðunarstarfa. Lengst og nánust varð sú samvinna milli hennar og dr. Ófeigs J. Ófeigs- sonar, skólanum mjög gagnleg og ánægjuleg. Bæði voru þau merkir og sérstæðir persónuleikar, ólík um margt, en minnisstæð öllum er unnu með þeim. Á þessu voru, þegar minnst er þriggja áratuga starfs Vogaskóla, hvarflar hugurinn í þakklæti til allra nemenda, kennara og annarra starfsmanna er áttu þar sín spor, mótuðu skólann og efldu, hvert á sinn hátt. Ýmsir úr þeim hópi eru nú horfn- ir af sjónarsviði. Þeirra síðust kvaddi Petrína Þorvarðardóttir hjúkrunarkona. Þökk sé henni og þeim öllum fyrir samhjálpina. Helgi Þorláksson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.