Morgunblaðið - 04.05.1989, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 04.05.1989, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. MAÍ 1989 Skipulagsstjóri ríkisins: Viljum flýta hlutiausri könnun sem mest Matsatriði hvaða framkvæmdir teljast heimilar STEFÁN Thors, skipulagsstjóri ríkisins, segir að skipulagsstjórn ríksisins vijji láta hlutlausan aðila vega og meta áhrif Fossvogs- brautar, annars vegar á umferð og hins vegar á umhverfí með tilliti til mengunar, hávaða og fleira. Báðir þættir séu að ýmsu leyti lítt kannaðir, og skipulagsstjórnin vilji flýta slíkri könnun eins og unnt sé til þess að skýr gögn um áhrif brautarinnar liggi fyrir. „Stefán sagði að verið væri að kanna hug bæði Kópavogs og Reykjavíkur til þess að gera könnun á svæðinu. Það lægi hins vegar ekki ljóst fyrir hvenær hún gæti farið af stað. Aðspurður hvort gerð útivistar- svæðis eða framkvæmdir við íþróttasvæðið, sem íþróttafélagi Kópavogs hefur verið úthlutað í Fossvogsdal, myndu teljast óheimil- ar, sagði Stefán það vera mats- atriði í hvert sinn. „Það er fyrst og fremst mannvirkjagerð, sem við teljum að óheimilt sé að ráðast í á svæðinu, en það verður svo að vega og meta í hvert sinn hvað teljist til varanlegrar mann virkj agerðar, “ sagði hann. Stefán sagði að þegar búið væri að vinna skipulag, sem viðkomandi sveitarfélag og skipulagsstjóm hafa samþykkt, væri það sveitarfélags- ins að veita byggingarleyfí. Á svæði, þar sem ekki væri fyrir hendi skipulag, sem hefði hlotið þessa hefðbundnu málsmeðferð, væri ekki heimilt að veita byggingarleyfí. Kópavogur mun sækja fast yfirráð á umdeilda svæðinu: Höftium því að hægt sé að gera hlutlausa könnun - segir Heimir Pálsson, forseti bæjarstjórnar HEIMIR Pálsson, forseti bæjarstjóraar Kópavogs, segir að er endur- skoðun á aðalskipulagi bæjarins verði lokið í sumar muni bæjaryfir- völd sækja það stíft „með öllum aðferðum og af öllum mætti“ að fá yfírráðarétt yfír Fossvogsdal að lögsögumörkum Reykjavíkur og Kópavogð. Heimir segir að bæjarstjórnin hafíii því að hægt sé að gera óháða könnun á áhrifiim Fossvogsbrautar. Heimir sagði að bæjarstjóm í Fossvogsdal, en við höfum fulla Kópavogs hefði vitað allt, sem fram kæmi í samþykkt skipulagsstjómar. „Allt þarf sinn undirbúning, og okkur er fyllilega Ijóst að við höfum ekki leyfí til að he§a framkvæmdir heimild til að láta undirbúa skipulag og velta fyrir okkur hvemig málum verði bezt komið í framtíðinni í dalnum," sagði Heimir. Aðspurður um afstöðu bæjar- VEÐURYFIRLIT Á HÁDEGI í GÆR ÞETTA kort er byggt á veðurlýsingu gærdagsins, sent frá Englandi í gegn um gervihnött og tekið af veðurkortarita hjá Radíómiðun, Grandagarði Reykjavík. Vegna verkfalls Félags, íslenzkra náttúru- fræðinga eru ekki gerðar veðurspár hjá Veðurstofu íslands og verða lesendur Morgunblaðsins því sjálfír að spá í veðrið, eins og þeim er lagið. VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma Staður hiti veður Staður hltl vaður Akureyrí kl.18 Genf 18 Reykjavík kl. 18 6 Hamborg Bergen Kairó Helsinki Kanarí 21 Kaupmannah. 16 London 21 Narssarssuaq Madrid 23 Nuuk Malaga 20 Osló 18 Mallorca 20 Stokkhólmur 20 Marseille Þórshöfn Moskva 13 Aþena 17 París 20 Amsterdam 18 Prag 15 Berlín 16 Róm 20 Belgrad Briissel 14 Varsjá Vín 18 16 Frankfurt 20 Ziirich 19 stjómarinnar til hlutlausrar könn- unar á áhrifum Fossvogsbrautar sagði Heimir að bæjarstjórnin hefði hafnað tillögu um slíka könnun áður og hún hefði ekki skipt um skoðun. „Alveg eins og ekki er hægt að reikna meðaltal af 1 og A er ekki hægt að búa til neitt sam- komulag milli svokallaðra umhverf- isþarfa og þarfa umferðarinnar, sem reyndar á fyrst og fremst að þjóna íbúum,“ sagði Heimir. „Mað- ur hlýtur að taka annan kostinn og fylgja honum. Ef Fossvogsbraut verður lögð er það umferðin, sem verður látin ráða, og það skiptir engu máli hvort hún verður grafín niður, hálfgrafín eða ekki, hún verð- ur þama og þá verður svæðið ekki útivistarsvæði. Ef hins vegar verður farið að okkar tillögum verður svæðið útivistarsvæði og þá liggur ekki vegur í gegn um það.“ Heimir sagði að bæjarstjómin hefði ævinlega hafnað þeirri hug- mynd að hægt væri að láta óháðan aðila kanna áhrif brautarinnar. „Hann hlýtur að byggja mat sitt á þeim upplýsingum sem hann fær. Ef hann er fenginn til að meta þörfína umferðarlega fær hann að sjálfsögðu upplýsingar um umferð- arþunga og fleira slíkt, og kemst að þeirri niðurstöðu að það eigi að Ieggja eins margar götur og hægt er. Ef hann á að meta umhverfis- áhrifin, fær hann slíkar forsendur og kemst að þeirri niðurstöðu að það sé ekki glóra í því að leggja braut um svæðið.“ Skákmótið í MUnchen; Margeir með 2,5 vinning' MARGEIR Pétursson er með 2,5 vinninga og biðskák á al- þjóðlegu skákmóti í MUnchen í Vestur-Þýskalandi en 5. umferðin á mótlnu var tefld í gær, miðvikudag. Skák Margeirs og ungverska stórmeistarans Groszpeters fór í bið í gær og er Margeir með mjög slæma stöðu, að eigin sögn. Hollendingurinn Piket er efstur á mótinu með 4 vinninga. í öðru sæti er Hollendingurinn Van Der Sterren með 3,5 vinn- inga. Séð yfír Fossvogsdal. Afellisdómur yfir bæj ar slj órninni - segir Davíð Oddsson borgarstjóri „Þetta er fullkomlega eðlileg samþykkt," sagði Davíð Oddsson borgarsljóri, spurður um álit á ályktun skipulagsstjórnar ríkisins. „Þetta er staðfesting á því, að könnun verði látin fara fram á svæð- inu, sem áður hafði verið ákveðið." Borgarstjóri sagði að ályktun skipulagsstjómar væri jafnframt áfellisdómur í garð bæjarstjómar Kópavogs fyrir að úthluta íþróttafé- lagi svæði í Fossvogsdal með þeirri meðferð, sem hefði verið viðhöfð. „Sú úthlutun er alls ekki í samræmi við skipulagsforsendur. Jafnframt hefur bæjarstjómin með íjárfram- lögum hvatt fólk til frarnkvæmda í dalnum, sem samkvæmt þessu eru gersamlega óheimilar. Það kemur reyndar ekki á óvart,“ sagði borgar- stjóri. Hægt að spila fót- bolta við hraðbraut - segir formaður ÍK MAGNÚS Harðarson, formaður íþróttafélags Kópavogs, segist ekki hafa áhyggjur af því að framkvæmdir við íþróttasvæði félagsins, sem því hefur verið úthlutað í Fossvogsdal, muni tefjast eða starf- semi þess verða hindruð þrátt fyrir samþykkt skipulagsstjórnar ríkis- ins um að framkvæmdir á hinu umdeilda svæði í dalnum séu óheimil- ar. Félagið hafí fengið svæðið með því loforði að það gengi eftir að það fengi að koma upp aðstöðu sinni þar, og hann eigi ekki von á öðru en að við það verði staðið. „Við höfum þegar fengið úthlut- að þremur milljónum króna frá bænum til framkvæmda, en það dugar auðvitað skammt. í sumar verðum við aðeins með starf fyrir börn og unglinga á flötunum í Foss- vogsdal. Það þarf í sjálfu sér ekki annað en að slá þessar flatir og laga til þess að það sé hægt að fara þar í fótbolta. Ef skipulags- stjórn eða einhveijir aðrir hafa áhuga á að stoppa fótboltann, verði þeim þá bara að góðu,“ sagði Magn- ús. Magnús sagði að það væri að sjálfsögðu fyrirhugað að reisa ýmis mannvirki á svæðinu í framtíðinni. „Lóðin undir félagsheimilið okkar er reyndar klipin af skólalóðinni, þannig að hún getur varla komið skipulagsstjóm eða Reykvíkingum við. Það er þess vegna hugsanlegt að við byijum á því. Það er líka í sjálfu sér vel hægt að spila fótbolta við hraðbraut, ef út í það er farið," sagði Magnús. „Við erum íþróttafélag og viljum fyrst og fremst byggja upp okkar aðstöðu. Við höfum fengið þetta svæði með því loforði að þetta gangi allt eftir og verði í lagi, þannig að ég er ekkert hræddur við þetta mál. Ég vona að menn skilji að okkar nánasta umhverfi skipti máli fyrir alla,“ sagði Magnús. Sjá ennfremur viðtal við Sigurð Grétar Guðmundsson á bls. 34.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.