Morgunblaðið - 04.05.1989, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 04.05.1989, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐŒ) IÞROTTIR MIÐVIKUDAGUR 4. MAÍ 1989 63 ENGLAND Reuter Stewe McMcMahon sést hér leika á Pat Nevin í gærkvöldi. ! Liverpool , að missa af iestinni? LIVERPOOL og Everton gerðu markalaust jafntefli á Goodisonvelli í Liverpool í 1. deild ensku knattspyrnunnar í gærkvöldi. Liverpool er nú fimm stigum á eftir Arsenal í toppbaráttunni og á leik til góða — Arsenal á fjóra leiki eftir en Liverpool fimm, þar af fjóra heima. Þetta var fyrsti leikur Liverpool síðan slysið varð í Sheffield 15. apríl ef frá er talinn minningar- leikurinn gegn Celtic í Glasgow á sunnudag. Mínútu þögn var á vellin- ( um áður en leikurinn hófst og í ' hálfleik horfðu 46.000 áhorfendur á 10 stuðningsmenn gestanna j ganga inn á leikvanginn með 95 1 félagstrefla beggja liða til að minn- ast þeirra er létust í Sheffield. Gestimir áttu meira í leiknum í fyrri hálfleik án þess að skapa sér umtalsverð færi, en eftir hlé jafnað- ist leikurinn og Bruce Grobbelaar. markvörður Liverpool, varði tvíveg- is- vel. Nottingham Forest fékk Millwall í heimsókn og sjötti sigurinn í jafn mörgum leikjum leit dagsins ljós hjá heimamönnum, 4:1. Tony Gayn- on, Gary Parker og Steve Hodge skoruðu fyrir Forest, en annað mark þeirra var sjálfsmark. Newcastle tapaði 2:1 heima gegn botnliði West Ham og féll þar með 1 2. deild. Liðið er í næst neðsta sæti með 30 stig eftir 36 leiki, en t Charlton er í þriðja neðsta sæti með 1 36 stig. HANDKNATTLEIKUR Viggó tii Tenerife? Félagið hefur einnig áhuga á Sigurði Gunnarssyni FORRÁÐAMENN spænska félagsins Tenerife Tres de Mayo hafa nú augastað á Viggó Sigurðssyni - sem næsta þjffara félagsins. Einn- ig vilja þeir ólmir að Sigurður Gunnarsson, sem lék áður með liðinu ásamt Einari Þor- varðarsyni, markverði, komi aftur til Kanaríeyja og leiki með liðinu. Forráðamenn Tenerif Tres de Mayo hafa mikinn hug á að gera miklar breytingar i herbúð- um sínum, en félaginu hefur ekki gengið vel í vetur. Vann ekki leik í forkeppninni og er nú í fallbar- áttu. Það veltur allt á því hvort að félagið haldi sæti sínu í 1. deild - hvert framhald verður. Ef Tenerif heldur sæti sínu þá eru • forráðamenn félagsins ákveðnir að fá erlendan þjálfara og er Viggó efstur á óskalista félagsins. Þá ætlar félagið að fá tvo erlenda leikmenn og gæti svo farið að það yrðu íslendingar. Einn útlendingur leikur nú með félaginu - Finninn Rönneberg, sem hefur verið aðalmarkaskorari Tenerife. „Ég hef fengið skilaboð frá Tenerife, en engar viðræður hafa íarið fram. Deildin er ekki búin á Spáni, þannig að málið er 5 bið- stöðu,“ sagði Viggó, þegar hann var spurður um áhuga forráða- manna spænska félagsins. Viggó er ekki ókunnugur á Spáni. Hann lék með Barcelona á árum áður. Viggó SigurAsson. KORFUKNATTLEIKUR / NBA-DEILDIN Boston úr leik Detroit, New York, Phoenix og Golden State komin í aðra umferð í FYRSTA SINN SÍÐAN 1956 hefur Boston Celtics verið slegið út úr úrslitakeppnninni ífyrstu umferð. Á þriðjudags- kvöld tapaði Boston á heima- velli gegn Detroit, 100:85. Detroit vann því þrjá fyrstu leikina sem dugðu liðinu til að komast í aðra umferð. Detroit mætir annaðhvort Atlanta eða Milwaukee í næstu umferð. Boston lék vel framan af í leikn- um og hafði fjögurra stiga for- ystu um miðjan þriðja leikhluta. Detroit tók þá mikinn kipp og átti ekki í vandræðum að innbirða sigurinn í síðasta leikhlutan- um. Larry Bird lék ekki með Boston í leiknum eins og margir reiknuðu með. Hann taldi sjálfan sig ekki í nægri leikæfingu til að hjálpa liðinu. Baridey vonsvikinn New York er einnig komið í aðra umferð eftir góðan útisigur á Gunnar Valgeinsson skrifar NBA-úrslit New York - Philadelphia.... ...116:115 (New York vann 3:0) Detroit - Boston Ccltics ...100: 85 (Detroit Pistons vann 3:0) Milwaukee - Atlanta ...117:113 (Milwaukee Bucks er yfír 2 1) Golden State - Utah Jazz.... ...120:106 (Golden State Warriors vann 3:0) Phoenix Suns - Denvcr (Phoenix Suns vann 3:0) Philadelphia 76ers, 116:115, í fram- lengdum leik. Staðan eftir venjuleg- an leiktíma var 106:106 eftir að Charles Barkley hafði jafnað fyrir heimaliðið á síðustu sekúndunum. J6= $ gardag jur kl. 13:45 ÍÍIÍÉÍKV SðÉ é. Kia 11989 ili m 2 Leikur 1 Charlton - Wimbledon Leikur 2 Derby - Aston Villa Leikur 3 Middlesbro - Arsenal Leikur 4 Newcastle - Millwall Leikur 5 Norwich - Everton Leikur 6 Southampton - Man. Utd. Leikur 7 West Ham - Luton Leikur 8 Barnsley - Portsmouth Leikur ð Briqton - Ipswich Leikur 10 Leicester - C. Palace Leikur 11 Swindon - Stoke Leikur 12 W.B.A. - Sunderiand Símsvari hjá getraunum á ■augardogum eftir kl. 16:15 er 91-84590 og -84464 ■ Islah Thomas og félagar i Detroit fognuðu sigri gegn Boston. Mm FOLK ■ ROGER Ljung, sænski lands- liðsbakvörðurinn sem leikur með Malmö FF, hefur gert þriggja ára samning við svissneska liðið Young Boys í Bern. Kaupverðið er um 20 milljónir íslenskar krónur. Ljung er þriðji Svíinn sem kemur til með að leika með Young Boys, en fyrir eru miðvallarleikmaðurinn Anders Limpar ogsóknarmaðurinn Björn Nilsson. ■ ÞRÓTTUR sigraði Ármann, 3:0, í leik um 7. sætið í Reykjavík- urmótinu í knattspyrnu í fyrra kvöld. ■ PSV Eindhoven í Hollandi hefur fest kaup á Michel Bo- erebach frá Roda JC í stað Ron- ald Koeman sem hefur verið seldur til Barcelona. Boerebach, sem er 25 ára miðvallarleikmaður, gerði tveggja ára samning við Evrópu- meistarana og mun hefja æfingar með liðinu í júní. Kaupverðið er talið vera um 470 þúsund dollarar, eða um 25 milljónir íslenskar. Kanadíski landsliðsmaðurinn, Að sögn forráðamanna PSV verður kanadíski Iandsliðsmaðurinn.R- andy Samuel, líklega seldur til Sporting Lissabon í Portúgal eft- ir þetta keppnistímabil. Það var hinsvegar Gerald Wilkins sem skoraði sigurkörfu New York þegar 5 sekúndur voru eftir af framlengingunni. Barkley átti síðan skot fyrir heimaliðið stuttu seinna, en það geigaði. Barkley var mjög vonsvikinn á blaðamannafundi eftir leikinn. „Ég vil aldrei aftur þurfa að líða eins og mér líður núna,“ sagði hann. New York mætir ann- aðhvort Chicago eða Cleveland í næstu umferð. Milwaukee sigraði Atlanta í ann- að sinn í röð og hefur nú 2:1 for- ystu í keppni liðanna. Milwaukee vann á heimavelli, 117:113, ogget- ur slegið út Atlanta með sigri í kvöld. Ricky Pierce átti stórleik fyrir heimaliðið og skoraði 35 stig. Phoenix klifrar enn Phoenix Suns halda enn áfram að koma á óvart í Vesturdeildinni. Liðið vann Denver í miðjum Kletta- íjöllunuin, 130:121, eftir að heimal- iðið hafði haft 23 stiga forystu í þriðja leikhluta! Phoenix mætir Golden State Warriors í næstu umferð. " Golden State tók á móti Utah í Oakland Coliseum og vann í þriðja leiknum í röð, nú 120:106. Árangur Warriors er athyglisverður þar sem Utah var talið mun sigurstrang- legra liðið. Don Nelson hefur enn einu sinni sannað hve snjall þjálfari hann er. Það var „nýliði ársins" í NBA-deildinni, Mitch Richmond, og Chris Mulling sem áttu stórleiki með Warriors í leikjunum þremur gegn Utah. KNATTSPYRNA Atll EAvaldsson Atli skor- aði aftur VALUR vann Baden, liðið sem Guðmundur Þorbjörnsson lék með, 2:0 í góðum æfingaleik í Ðaden í gærkvöldi. Leikurinn var jaf n og skemmtilegur í fyrri hálfleik en Valur tók völdin eft- ir hlé og gaf Svissurunum fá tækifæri. Halldór Áskelsson braust í gegnum vömina á 55. mínútu og setti fyrsta mark leiksins. Atli Eðvaldsson, sem kom Val yfir gegn Luzem í fyrrakvöld, komst inn fyrir vöm heimamanna um 10 mínútum seinna og lyfti knettinum yfir markmanninn. Valsmennimir halda heim um helgina. Það verður ekki af fyrirhuguðum æfingaleik þeirra gegn Solothum í dag af því að sviss- neska liðið þarf að keppa í deildar- keppninni. Baden er í fímmta sæti í annarri deild. Liðið þótti leika álíka vel og betri liðin heima í fyrstu deild. Anna Bjamadóttir skrifar fráSviss Á döfinni Tjamarboðhlaup Fijálsíþróttadcild KR og Miðbæjarsamtökin efna til götuboðhlaups á laugardag. Hlaupið hefst kl. 16 við Kolaportið og verða hlaupnir 10 mislangir sprettir; fyrst um Lækjar- götu, síðan Vonarstræti og umhverfis Tjörnina, aftur Lækjargötu og cndað við Kolaportið. Búnings- og sturtuaðstaða fyrir og eftir hlaupið verður [ KR-heimilinu við Frostaskjól. Skráning stendur yfir (s. 71679), en frestur til að tilkynna þátttöku rennur út á morgun. Sund Garpamót Garpamót sunddeildar KR fer fram á sunnudag í Sundhöll Reykjavíkur og hefst kl. 15. Allir 25 ára og eldri geta tekið þátt, en skráning fer fram á sundstöðum borgannnar og hjá Axel Ámasyni (s. 16409). Golf Opna golfmótinu, sem halda átti hjá Keili í Hafnarfírði á laugardag, hefur verið frestað um óákveðinn tíma. Einherjar Allir, sem fóru holu í höggi á siðasta ári, verða sérstaklega verðlaunaðir á laugardag. Athöfnin fer fram að Sfðumúla 35, 2. ha-ð, og hefst kl. 17. Flaggkeppnin Fyrsta golfmótið hjá GR fer fram á laugardaginn á Korphússtaðarvellinum. Þetta er Flaggkeppnin. Leiknar cru 18 holur með fullri forgjöf. ÞingÍBH 36. þing ÍBH verður haldið laugardaginn 6. ma! í Álfafelli, samkomusal fþróttahússins við Strandgötu og hefst stundvíslega kl. 10. Ráöstefna um íþróttir bama og unglinga Unglinganefnd ÍSÍ verður með ráðstefnu um íþróttir barna og unglinga f íþróttamiðstöð- inni, Laugardal, á sunnudag kl. 10 - 16. Áhugamenn um bamaíþróttir eru hvattir tíl að mæta, én tilkynna þarf þátttöku til skrifstofu ÍSÍ fyrir kl. 12 á morgun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.