Morgunblaðið - 04.05.1989, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 04.05.1989, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. MAI 1989 43 Örn VE-244. Bergvík VE-505. Þijú ný skip til Vestmannaeyja: Andvari kominn frá Póllandi Vestmannaeyjum. FISKISKIPUM í Vestmannaeyj- um heldur áfram að fjölga. A undanförnum mánuðum hefiir Ijölgað um nokkur skip í flotan- um og virðist ekkert lát vera á þeirri þróun. Nýlega bættust þrír nýir bátar í Eyjaflotann, Andvari VE 100, Bergvík VE 505 ogÖrn VE 244. Andvari, sem er í eigu hjónanna Jóhanns Halldórssonar og Aðal- bjargar Bernódusdóttur, var smíðaður í bænum Tczew, sem er um 35 km suður af Gdansk í Pól- landi. Smíði á bátnum hófst í júní á síðasta ári og var báturinn sjósett- ur 22. desember sl. Báturinn var nánast fullbúinn fyrir um miðjan febrúar en ýmsar ófyrirséðar bilan- ir töfðu afhendingu hans þar til nú. Andvari er 24 m á lengd og 7 m breiður. Hann er búinn 900 ha. Yanmar-vél og 105 kw Yanmar- ljósavél. Spilbúnaður er frá Rapp og í skipinu eru öll nýjustu sigl- inga- og fiskleitartæki. Níu manna áhöfn verður á And- vara. Skipstjóri er Jóhann Halldórs- son, 1. stýrimaður Pétur Sveinsson og 1. vélstjóri Þorsteinn Sigtryggs- son. Bergvík er 137 tonna yfir- byggður stálbátur. Báturinn sem var allúr endurbyggður fyrir 2 árum er búinn 850 ha. Caterpillar-vél og öllum nýjustu siglinga- og fískleit- artækjum. Bergvík VE hét áður Fönix og var gerður út frá Njarðvík. Sigurð- ur Ingi Ingólfsson, úgerðarmaður, keypti Bergvík til Eyja, en Sigurður Andvari VE-100 kemur til Vestmannaeyja í fyrsta sinn. Ingi gerir jafnframt út Sigurvík VE. Skipstjóri á Bergvík verður Magnús Ríkharðsson og mun bátur- inn verða gerður út til togveiða. Öm VE, sem er 113 brúttó- lesta stálbátur, var smíðaður í Svíþjóð 1984. Hann var keyptur hingað til lands árið 1986 og hefur verið gerður út frá Stykkishólmi. Bergur hf. keypti bátinn til Vest- mannaeyja og mun hann verða gerður út á togveiðar. Skipstjóri á Erni, verður Grétar Sævaldsson. Grímur Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson Jóhann Halldórsson, skipstjóri og eigandi Andvara, með dóttur sinni Birgit. Garðyrkjufélag Islands xígir nýtt félagsheimili Frá vígslu nýja félagsheimilisins föstudaginn 31. mars sl. Garðyrkjufélag íslands tók formlega í notkun félagsheimili sitt á Frakkastíg 9 föstudaginn 31. mars. Húsið sem er báru- jámsklætt timburhús á hlöðnum grunni er byggt skömmu eftir aldamótin. Áður en það var tekið í notkun þurfti húsið ýmissa lagfæringa við og kom þá í ljós sem oftar sá vel- vilji sem Garðyrkjufélagið nýtur víða. Málning hf. gaf félaginu alla utanhússmálningu, Kaupfélag Ár- nesinga veitti meiri afslátt en venja þess er af húsgagnakaupum og blikksmiðjan Glófaxi hefur heitið félaginu vandaðri útihurð. Pjöl- margir félagar gáfu vinnu sína við húsið og aðstoðuðu við flutning. í félagsheimilinu verður bókasafn GÍ og lítill fundasalur, fræbankinn og skrifstofán. Við þetta tækifæri skýrði Sigríð- ur Vernharðsdóttir frá því að erf- ingjar Einars Vernharðssonar hafi ákveðið að gefa Garðyrkjufélagi Islands 220 þúsund krónur til minn- ingar um Einar. Einar Vernharðs- son sem lést árið 1987, var félagi í GI um langt árabil og starfaði mikið að ræktunarmálum og fyrir félagið. Sigríður Hjartar formaður GÍ þakkaði gjöfina fyrir hönd stjómar og sagði að minningargjöfinni yrði varið til að búa bókasafnið hús- gögnum og yrði það herbergi nefnt Einarsstofa. Garðyrkjufélag íslands telur nær 5.000 félaga víðs vegar um landið og hafa deildir verið stofnaðar á 19 stöðum. Það nýtur engra opin- berra styrkja og er öll starfsemi félagsins svo og húsakaupin fjár- mögnuð með félagsgjöldum og sjálfboðavinnu. Félagsgjald 1989 er 100 kr. Innifalið í því er m.a. ársritið Garðyrkjuritið en það er um 300 síður. Auk þess fréttabréfið Garðurinn, sem flytur fréttir og fundaboð og pöntunarlista, haust- og vorlaukalista og frælista, en fé- lagar safna miklu af fræi í eigin görðum og leggja í sameiginlegan sjóð. Enn fremur fá félagar stað- greiðsluafslátt gegn framvísun fé- lagsskírteinis hjá ýmsum fyrirtækj- um sem selja garðyrkjuvörur. Skrifstofa félagsins er opin á mánudögum og fimmtudögum kl. 14.00—18.00 og á fimmtudags- kvöldum kl. 20.00—22.00 (Fréttatilkynning) Sími 685111. Upplýsingasímsvari 681511 Góðan daginn! ii TVOFALDUR 1. VBNNINGUR álaugardag handa þér, ef þú hittir á réttu tölumar. Láttu þínar tölur ekki vanta í þetta sinn! •
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.