Morgunblaðið - 04.05.1989, Page 43

Morgunblaðið - 04.05.1989, Page 43
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. MAI 1989 43 Örn VE-244. Bergvík VE-505. Þijú ný skip til Vestmannaeyja: Andvari kominn frá Póllandi Vestmannaeyjum. FISKISKIPUM í Vestmannaeyj- um heldur áfram að fjölga. A undanförnum mánuðum hefiir Ijölgað um nokkur skip í flotan- um og virðist ekkert lát vera á þeirri þróun. Nýlega bættust þrír nýir bátar í Eyjaflotann, Andvari VE 100, Bergvík VE 505 ogÖrn VE 244. Andvari, sem er í eigu hjónanna Jóhanns Halldórssonar og Aðal- bjargar Bernódusdóttur, var smíðaður í bænum Tczew, sem er um 35 km suður af Gdansk í Pól- landi. Smíði á bátnum hófst í júní á síðasta ári og var báturinn sjósett- ur 22. desember sl. Báturinn var nánast fullbúinn fyrir um miðjan febrúar en ýmsar ófyrirséðar bilan- ir töfðu afhendingu hans þar til nú. Andvari er 24 m á lengd og 7 m breiður. Hann er búinn 900 ha. Yanmar-vél og 105 kw Yanmar- ljósavél. Spilbúnaður er frá Rapp og í skipinu eru öll nýjustu sigl- inga- og fiskleitartæki. Níu manna áhöfn verður á And- vara. Skipstjóri er Jóhann Halldórs- son, 1. stýrimaður Pétur Sveinsson og 1. vélstjóri Þorsteinn Sigtryggs- son. Bergvík er 137 tonna yfir- byggður stálbátur. Báturinn sem var allúr endurbyggður fyrir 2 árum er búinn 850 ha. Caterpillar-vél og öllum nýjustu siglinga- og fískleit- artækjum. Bergvík VE hét áður Fönix og var gerður út frá Njarðvík. Sigurð- ur Ingi Ingólfsson, úgerðarmaður, keypti Bergvík til Eyja, en Sigurður Andvari VE-100 kemur til Vestmannaeyja í fyrsta sinn. Ingi gerir jafnframt út Sigurvík VE. Skipstjóri á Bergvík verður Magnús Ríkharðsson og mun bátur- inn verða gerður út til togveiða. Öm VE, sem er 113 brúttó- lesta stálbátur, var smíðaður í Svíþjóð 1984. Hann var keyptur hingað til lands árið 1986 og hefur verið gerður út frá Stykkishólmi. Bergur hf. keypti bátinn til Vest- mannaeyja og mun hann verða gerður út á togveiðar. Skipstjóri á Erni, verður Grétar Sævaldsson. Grímur Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson Jóhann Halldórsson, skipstjóri og eigandi Andvara, með dóttur sinni Birgit. Garðyrkjufélag Islands xígir nýtt félagsheimili Frá vígslu nýja félagsheimilisins föstudaginn 31. mars sl. Garðyrkjufélag íslands tók formlega í notkun félagsheimili sitt á Frakkastíg 9 föstudaginn 31. mars. Húsið sem er báru- jámsklætt timburhús á hlöðnum grunni er byggt skömmu eftir aldamótin. Áður en það var tekið í notkun þurfti húsið ýmissa lagfæringa við og kom þá í ljós sem oftar sá vel- vilji sem Garðyrkjufélagið nýtur víða. Málning hf. gaf félaginu alla utanhússmálningu, Kaupfélag Ár- nesinga veitti meiri afslátt en venja þess er af húsgagnakaupum og blikksmiðjan Glófaxi hefur heitið félaginu vandaðri útihurð. Pjöl- margir félagar gáfu vinnu sína við húsið og aðstoðuðu við flutning. í félagsheimilinu verður bókasafn GÍ og lítill fundasalur, fræbankinn og skrifstofán. Við þetta tækifæri skýrði Sigríð- ur Vernharðsdóttir frá því að erf- ingjar Einars Vernharðssonar hafi ákveðið að gefa Garðyrkjufélagi Islands 220 þúsund krónur til minn- ingar um Einar. Einar Vernharðs- son sem lést árið 1987, var félagi í GI um langt árabil og starfaði mikið að ræktunarmálum og fyrir félagið. Sigríður Hjartar formaður GÍ þakkaði gjöfina fyrir hönd stjómar og sagði að minningargjöfinni yrði varið til að búa bókasafnið hús- gögnum og yrði það herbergi nefnt Einarsstofa. Garðyrkjufélag íslands telur nær 5.000 félaga víðs vegar um landið og hafa deildir verið stofnaðar á 19 stöðum. Það nýtur engra opin- berra styrkja og er öll starfsemi félagsins svo og húsakaupin fjár- mögnuð með félagsgjöldum og sjálfboðavinnu. Félagsgjald 1989 er 100 kr. Innifalið í því er m.a. ársritið Garðyrkjuritið en það er um 300 síður. Auk þess fréttabréfið Garðurinn, sem flytur fréttir og fundaboð og pöntunarlista, haust- og vorlaukalista og frælista, en fé- lagar safna miklu af fræi í eigin görðum og leggja í sameiginlegan sjóð. Enn fremur fá félagar stað- greiðsluafslátt gegn framvísun fé- lagsskírteinis hjá ýmsum fyrirtækj- um sem selja garðyrkjuvörur. Skrifstofa félagsins er opin á mánudögum og fimmtudögum kl. 14.00—18.00 og á fimmtudags- kvöldum kl. 20.00—22.00 (Fréttatilkynning) Sími 685111. Upplýsingasímsvari 681511 Góðan daginn! ii TVOFALDUR 1. VBNNINGUR álaugardag handa þér, ef þú hittir á réttu tölumar. Láttu þínar tölur ekki vanta í þetta sinn! •

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.