Morgunblaðið - 04.05.1989, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 04.05.1989, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. MAI 1989 9 HUGVEKJA Á uppstigningardegi eftir SR. SIGURÐ GUÐMUNDSSON VÍGSLUBISKUP Hólar í Hjaltadal „Þegar nú Drottinn Jesús hafði talað við þá, var hann upp numinn til himins og settist til hægri hand- ar Guði. Þeir fóru og predikuðu hvarvetna, en Drottinn var í verki með þeim og staðfesti boðun þeirra með táknum, sem henni fylgdu.“ (Mark. 16, 19-20). Þessa er minnst á uppstigninga- degi. Sá dagur hefur löngum verið hátíðisdagur í kirkju okkar. Hin síðari ár hefur þó dregið úr þeirri hátíðiskennd sem áður var. Og í hávaða nútímans hefur lítið farið fyrir deginum. Reynt hefir verið að efla gengi hans t.d. með því að helga hann sérstaklega hinum öldr- uðu. Víst skal þeirra minnst og þeim þakkað þeirra mikla starf fyrir niðjana. Það er allt við hæfí. En alla daga skal það gert en ekki aðeins á sérstökum hátíðisdögum. Uppstigningardagur er minning- ardagur í lífí og starfi kirkjunnar, eins og hinir mörgu hátíðisdagar árið um kring. Hér er sérstaklega minnst þess er Jesús hvarf sjónum lærisveina sinna í Betaníu forðum. Þegar við minnumst þess í þökk, koma orð hans okkur í hug. Þau er hann sagði síðast áður en hann hvarf þeim sjónum: „Allt vald er mér gefið á himni og jörðu. Farið því og gjörið allar þjóðir að lærisveinum, skírið þá í nafni föður, sonar og heilags anda, og kennið þeim að halda allt það, sem eg hefi boðið yður. Sjá, eg er með yður alla daga allt til enda veraldar." Þetta eru hvatningarorð og huggunarrík. Við erum aldrei ein og yfirgefin, hvað sem á dynur. Hann sem á mestan kærleika og máttinn er okkur nær. Jesús hvetur okkur til starfa. Hann sagði: Þér eigið að vera vott- ar mínir. — Það er mikilsvert verk- efni. Hann hefir kennt okkur að biðja, að vilji Guðs verði ríkjandi jafnt á jörðu sem á himni. Við eig- um að gera bænarorðin að veru- leika með lífi okkar og breytni. Það þýðir, að við eigum að færa Guðs kærleika inn í annarra líf. Sá kær- leikur þarf að koma fram í starfinu. Það er ekki orðmælgi heldur athöfnin sem leiðir í ljós hvað er kærleikur. Að skilningi Jesú er kærleikur ekki aðeins að tala fag- urlega heldur breytnin í lífi öllu — kærleikur til náungans. Hér kemur hin gullna regla Jesú til, sem okkur ber ávallt að minnast og rækja. „Allt sem þér viljið að aðrir menn gjöri yður skulið þér og þeim gjöra.“ Einnig er okkur þörf að muna tvöfalda kærleiksboðorðið. Að elsa Guð og elska náungann eins og okkur sjálf. Erfitt er það. Kröfur Jesú eru strangar og afar erfitt að framfylgja þeim. Oft spyijum við. eins og spurt var forðum: Hver er náungi minn? Æði oft er spurt einnig til þess að víkjast undan skyldum sem kalla að. Kristinn dómur segir okkur að náungi okkar sé sérhver sá, sem þarfnast okkar. Svo einfalt er það. Skyldu menn alltaf muna það í deilum um þjóðfélagsmál, kjara- mál, Qölskyldumál og annað er snertir okkar daglega líf? Kirkja Krists predikar náunga- kærleika. Boðar að við eigum að vera gjörendur orðsins. Þess orðs sem Jesús boðaði — um synd og náð — um kærleikann til náungans. Kirkjan hefir verið minnug orð- anna sem eru í kristniboðs- og skímarskipun Jesú: „Kennið þeim að halda allt það sem eg hefi boðið yður.“ Það er að predika trúna á Guð, kenna alit það sem má til heilla og blessunar og starfa að því að líkna þeim er þjást. í öndverðu voru öll líknarmál á vegum hinna kristnu, sem leituðust við að vera gjörendur orðsins. Og enn vill kirkjan vinna af alhug að því að líkna og græða þá sem særð- ir eru andlega og líkamlega og hugga þá sem í sorgarranni búa. Hún gerir það ekki síst með því að boða trúna á Drottin Jesúm, sem er með okkur alla daga. Og munum að bænin er lykill að Drottins náð og nauðsyn er að rækja hana fyrir okkur — fyrir aðra. Sérhver verður að meta hlutverk sitt í lífinu og reyna að starfa vel til að auka veg lands síns og þjóð- ar, efla gengi þess og heiður. Það megnar þó enginn til fulls nema hann eigi í hjarta sér trú — trú á landið sem agar okkur hart eins og í ár, en er samt gjöfult og fóstrar okkur og elur. En fyrst og fremst trú á þann Guð sem gefur okkur þetta land, á þann Guð sem gefur okkur lífið og er með okkur alla daga í svalviðri og sólskini og í húmi nætur, alltaf. Muna megum við að kristin kenning hefir ætíð leitast við að hefja manninn á það stig þroska, að friðarboðskapur Krists megi sín meir í mannheimi en grimmd og tortíming. Kristur er enn að boða, að okkur ber að skapa hinum minnimáttar það lífsöryggi sem nauðsynlegt er. í dag, uppstigningardag, skulum við öll líta okkur nær og muna að við verðum að standa trúan vörð um það sem okkur er helgast og dýrast og okkur hefir verið falið að varðveita. Það er tunga okkar og land. — Minnug þess að yfir okkur er máttug hönd, föðurleg og kærleiksrík, sem vill leiða okkur fram til meiri þroska, meiri mann- dóms og ekki síst til starfs og frið- ar til blessunar fyrir land og þjóð. Jesús er með okkur alla daga. • Við megum gleðjast og fagna. Höfundur er vígslubiskup á Hól- um íHjaltadal. SUMARVÖRURNAR KOMNAR léttur & leikandi lífstíll Ljúffengur þríréttaður kvöldverðurborinnfram. Húsið opnað kl. 19. Miðasala og borðapant anir í síma 687111 frá kl. 9-19 daglega.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.