Morgunblaðið - 04.05.1989, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 04.05.1989, Blaðsíða 64
SAGA CLASS í heimi hraða og athafna FLUGLEIDIR fflflfttuiWfifeife FIMMTUDAGUR 4. MAI 1989 VERÐ I LAUSASOLU 80 KR. Nauðlending í Noregi: Tveir íslenzkir flugmenn bjargast TVEIR íslendingar, Gunnar Þorvaldsson og Stefán Árnason, björguð- ust er íslenzk tveggja hreyfla einkaflugvél nauðlenti á sjónum við Kristianssand í Noregi um klukkan hálfátta í gærkvöldi að stað- artíma. Flugvélin átti nokkur hundruð metra ófarna að flugbrautarend- anum er hana brast afl á báðum hreyflum og flugmaðurinn sá þann kost vænstan að nauðlenda á sjónum. Að sögn varðstjóra hjá lögreglunni í Kristianssand er slysið í rannsókn, og taldi hann ómögulegt að segja til um orsakir þess. Gunnar Þorvalds- son, sem flaug vélinni, sagðist í sam- tali við Morgunblaðið í nótt telja að eldsneytisþurrð hefði valdið slysinu. Gunnar er hjá Arnarflugi, en Stefán, sem var eigandi vélarinnar, er áhuga- ‘flugmaður. Mennimir komust strax út úr flug- vélinni og var bjargað úr sjónum um borð í tvo báta, sem fljótlega bar að. Þeir voru fluttir á sjúkrahúsið í Krist- ianssand og voru óðum að ná sér eftir volkið er Morgunblaðið náði tali af þeim um klukkan hálf eitt í nótt að íslenzkum tíma. Sjá bls. 34: „Höfðum engan tíma til að vera hræddir." Skipulagsstjórn ríkisins um Fossvogsdal; Oheimilt að veita leyfi til framkvæmda JTelur ekkert skipulag í gildi Skipulagsstjórn ríkisins hefur einróma ályktað að hún telji að ekkert staðfest skipulag sé fyrir hendi á svæðinu, sem Kópavogur og Reykjavíkurborg deila um í Fossvogsdal. Því sé óheimilt að veita þar leyfi til framkvæmda. Skipulagsstjóri segir að það verði að vega og meta í hvert sinn hvort um varanlega mannvirkjagerð sé að ræða. Í ályktun skipulagsstjórnar er vitnað til þess að árið 1985 hafi hún samþykkt tillögu að aðalskipu- lagi Kópavogs með þeim fyrirvara að ekki yrði tekin ákvörðun um skipulag í Fossvogsdal fyrr en reynt hefði verið að ná samkomulagi um skipulag á svæðinu. Þá vitnar stjómin til þess, að skipulagsstjórn hafi samþykkt aðalskipulagstillögu frá borgarstjórn Reykjavíkur með fyrirvara um skipulag í dalnum. Félagsmálaráðherra hafi síðan staðfest aðalskipulag borgarinnar með þeirri breytingu að staðfesting- in nái aðeins til marka lögsagnar- umdæma Reykjavíkur og Kópa- vogs. Þá segir í ályktun skipulags- stjómar að síðan á miðju síðasta ári hafi hún unnið að því að gerð verði athugun á svæði því í Foss- vogi sem frestun skipulags tekur til og muni þar af leiðandi ekki heimila neinar framkvæmdir á því meðan sú athugun stendur yfir. Sjá ummæli á bls. 4 og 34. Reuter Aldís er „alveg draumur“ Seattle. Frá Valgerði P. Hafstað, fréttaritara Morgjunblaðsins. „HÚN er alveg draumur“, sagði Jón R. Steindórsson, yfirflug- stjóri Flugleiða, þegrar Morgunblaðið ræddi við hann á Boeing - flugvellinum í gær um TF - FIA, nýja Boeing 737 - 400 þotu Flugleiða, sem heldur heim á leið aðra nótt og á að lenda á Keflavíkurflugvelli klukkan 10 á laugardagsmorgun. Jón verður flugstjóri í þeirri ferð og Ami G Sigurðsson aðstoðarflugmaður. Farþegar verða fimmtíu og fimm, boðsgestir og flugmenn. Það hefur margt breytzt frá því Jón lærði flugið fyrst. Þá voru loftskeytamaður, siglingafræð- ingur, vélamaður og tveir flug- menn í flugstjórnarklefanum. Nú hefur tæknin leyst alla af hólmi, nema flugmennina tvo. „Við velt- um því stundum fyrir okkur, hve margir verði í áhöfninni eftir 30 ár,“ sagði Jón og brosti. Á mynd- inni standa hjá nýju vélinni Leifur Árnason, flugmaður, sem verður í varaáhöfn heimferðarinnar, Vernon B. Jeremica, flugmaður Boeing - félagsins, og sést nafn vélarinnar, Aldís, fyrir ofan höfuð hans, Óskar Sigurðsson, flugmað- ur í varaáhöfn heimferðarinnar, hjónin Auður Albertsdóttir og Jón R Steindórsson, yfirflugstjóri, og Árni G Sigurðsson flugmaður. Bráðvantar sjófryst þorsk- flök á Bandarflgamarkaðimi Salan þegar orðin jafiimikil og allt síðasta ár, segir Indriði H. ívarsson hjá SH MIKIL eftirspurn er nú vestan hafs eftir sjófrystum þorskflökum. „Okkur bráðvantar þessi flök fyrir Bandaríkin, en þar er veruleg söluaukning á sjófrystum þorskflökum. Við höfiim selt jafnmikið fyrsta fjórðung þessa árs vestur og allt árið í fyrra. Ennfremur höfum við aukið hlutdeild okkar á brezka markaðnum. Þrátt fyrir mikla aukningu á sjófrystingu, sjáum við fram á verulegan skort á flökum með haustinu," sagði Indriði H. ívarsson, sölusljóri fyrir sjófrystar afurðir hjá SH, í samtali við Morgunblaðið. Veruleg aukning hefur undanfar- in ár verið í afla og framleiðslu frystiskipanna hér við land. Á síðasta ári nam framleiðsla þeirra 10.770 tonnum en 8.130 árið áður og jókst því um rúman fjórðung. Skýringin liggur í mikilli fjölgun frystiskipanna. Fjölgun þeirra, bæði Vetrarvertíðin: Alg-eng- yfirborgrin verka- fólks í söltun er um 20% Gert til að jaftia tekjumöguleika í söltun og frystingu YFIRBORGUN um 20% á launataxta verkafólks í saltfiskverkun hefur verið algeng í verstöðvum landsins sunnan lands og vestan á vetrarvertíðinni. Að sögn verkenda er það gert vegna samkeppni um vinnuafl og til að jafha þann mismun, sem er á mögulegum bónus í söltun og frystingu, en hann er verulegur frystingarfólki í hag. í einstaka tilfellum heftir verið um enn meiri yfirborganir að ræða, en þar heftir verið um að ræða sérstök tilfelli. Ævar Agnarsson, framleiðslu- stjóri í Meitlinum í Þorlákshöfn, sagði aðspurður, að 20% yfirborgun ^altfiskinum væri við lýði hjá öllum ^írkendum þar um sióðir. Það væri jert þar sem möguleikar á bónus i saltfiskverkun væru mun minni en í frystingu. Hvað Meitilinn varðaði, hefði verið gripið til þess ráðs um tíma að greiða að auki sérstakt vertíð- arálag í söltuninni. Skýringin væri sú, að vegna slæmrar stöðu fyrir- tækisins hefði verið reynt til hins ýtrasta að ná aukinni hagkvæmni í verkuninni. Meðal annars hefði verið ákveðið að vinna aðeins dag- vinnu, leggja niður mötuneyti, sem greiddi niður fæðið fyrir starfs- fólkið og hætta ókeypis akstri fyrir starfsfólk úr Hveragerði og af Sel- fossi. Með þessum aðgerðum hefði hagkvæmni í verkuninni aukizt, en laun og sporslur starfsfólksins dregizt saman. Til að bæta fólkinu það upp, meðal annars til að missa það ekki allt til annarra verkenda, þar sem unnnin hefði verið bullandi næturvinna, hefði vertíðarálagið, 16%, verið ákveðið ofan á aðrar yfirborganir. Nú væri að líða að lokum vertíðar og álagið fallið nið- ur, en það hefði á sínum tíma ekki leitt til útgjaldaaukningar miðað við fyrra ástand. „Það var búið að taka þetta af fólkinu. Það átti álagið því eiginlega skilið og auk þess vildum við ekki missa gott fólk frá okkur,“ sagði Ævar. hér og í öðrum löndum, varð á tíma- bili til þess að sala á sjófrystum afurðum gekk erfiðlega og verð á þeim lækkaði meira en á hefð- bundnum afurðum frystingarinnar. Indriði sagði, að undanfarin misseri hefði brezki markaðurinn verið nokkuð þungur svo og megin- landsmarkaðurinn. Því væru innan SH nokkrar birgðir fyrir þessa markaði, en sala á þeim hefði aukizt og gengið á birgðirnar. Þvf hefðu menn ekki teljandi áhyggjur af þeim markaði. Þá hefði sala á karfa og grálúðu til Asíu aukizt og nú vantaði karfa fyrir Kóreu. Indriði segir að verð fyrir sjó- frystar afurðir sé allgott um þessar mundir. Verð sé stöðugt vestan hafs og verði um breytingar á því að ræða, telji menn þær fremur verða til hækkunar en lækkunar. Verð í Evrópu sé sveiflukenndara, breytist kannski tvisvar á misseri, en sé viðunandi nú. Verð fyrir karfa í Japan hafi hækkað nokkuð síðan verðið hrundi í kjölfar offramboðs í fyrra. Ágætt verð fáist fyrir rauð- an karfa, en við lækkun þess megi búast, þegar austantjaldsþjóðirnar komi með framleiðslu sína inn á markaðinn. Þá hafi japanskir kaup- endur borgað mjög vel fyrir grá- lúðu, en undirboð frá ýmsum keppi- nautum okkar geri erfitt um vik. „Umfram allt vantar okkur þorsk- flök fyrir Bandaríkin og karfa fyrir Kóreu," sagði Indriði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.