Morgunblaðið - 04.05.1989, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 04.05.1989, Blaðsíða 52
52 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. MAÍ 1989 Jón Gunnar Arna- son - Kveðjuorð í nýbyggingu á bak við Mennta- skólann í Reykjavík var haldin skúlptúrsýning 1967 sem var um margt merkileg og trúlega sú eina sinnar tegundar á íslandi til þessa, haldin af listafélagi skólans. Þess- ari sýningu var þannig komið fyrir að í myrkvuðum sal voru ljóskastar- ar látnir lýsa upp verkin, og þannig reynt að skapa stemmningu af ein- hveq'um toga, kannski rómantíska eftirsjá, jafnvel af nýjungagimi, _ hver veit, en það sem ég man bezt i ’ frá sýningunni em skúlptúrar Jóns Gunnars Amasonar. Það var vegna þess að þeir vom hreyfanlegir og breytanlegir innan vissra marka, skoðandinn hafði leyfi til þess að hrófla við þeim, reyna svolítið á tjáningarþörf sína: fikta, prófa nýtt, uppgötva. Fram kom ný afstaða, nýtt skipulag, öðmvísi skuggar á veggina á bak við verkin, uppsetn- ing sýningarinnar riðlaðist. Því mið- ur var enginn á staðnum til að miðla upplýsingum um höfundinn, og gesturinn gekk út, kannski dá- lítið mglaður í kollinum, en með nýja sýn á heiminn. Smám saman fór þó að skýrast myndin af lista- manninum, s.s. á sýningum á Skóla- vörðuholti og í Gallerí SUM. Það fer trúlega bezt að taka það strax fram að tæknileg útfærsla verk- anna og verklagið sjálft, hand- bragðið, sem var fullkomið, hafði mjög sterk áhrif og vakti upp ýms- ar spumingar, sumar ekki ýkja merkilegar í augum fullgilds lista- manns en vom tímamótandi í huga þess sem hafði hugsað sér að taka þátt í leiknum. Þegar ég lauk forskólanámi við Myndlista- og handíðaskóla íslands 1971 sótti ég um inngöngu í skúlpt- úrdeild, sem þá var ekki til (!), og olli þar með yfirvöldum nokkmm áhyggjum og vandræðum, sem Hörður Ágústsson, skólastjóri, leysti úr með glæsibrag. Hann tjáði mér að ekki væri fé til að fastráða kennara við þessa nýju deild, en það væri jafnvel betra að útvega tvo menn til að kíkja inn einu sinni í viku, og hefði hann rætt við Ragn- ar Kjartansson og Jón Gunnar Árnason um þetta hlutverk. Nokkm áður en Jón Gunnar átti að koma til mfn hafði ég farið yfír skissubækumar mínar og dregið út úr þeim það sem mér fannst helzt koma til greina að útfæra í 'þrívítt form. Þegar Jón hafði blaðað í bókinni fékk hann sér kaffi, kveikti í sígarettu, horfði lengi á mig óræð- um augum, sagði svo: „Þú býrð ekki til verk nema hafa hugsað það frá granni. Hvað liggur að baki verkinu? Hvað ætlarðu að tjá: Reynslu, skoðanir, átök, ást eða hatur, reiði, gleði, sorg, hamingju, spennu o.s.frv. Búðu til líkan í ákveðnum mælikvarða, reiknaðu út efnið, taktu ákvörðun um vinnuað- ferð.“ Síðan rétti hann mér bókina og sagði að ég gæti ekkért að því gert þótt skólinn væri allur á tvívíðum fleti. Námið hjá Jóni Gunnari var einn samfelldur fyrir- lestur um hagnýt atriði: massa og stærðir, línu í formi, hlutföll, stöðu, opið og lokað rými, eðli, hörku og mýkt, sveigjanleika, stöðugleika, áferð, samspil ólíkra forma og stærða, efnisbreytingu í kopar við glóðun, logsuðu, draghnoð, pússun o.fl. Þarna talaði Jón Gunnar af ( reynslu sinni og lærdómi sem fæst með eftirtekt, tilraunum og næmu Leiðrétting í kveðjuorðum um Áma Markússon hér í blaðinu miðvikudaginn 26. apríl, slæddist inn orðið „seinni", en það átti þar hvergi heima, en af því mátti álykta að hann hafi verið tvíkvæntur. Svo var ekki. [ Kona hans Sigríður Benjamínsdótt- [ ir lifir mann sinn. Beðist er velvirð- ingar á þessum mistökum. i noanaoaioriT coiijtnM gtöjdignl i auga, en þó umfram allt skipulegri hugsun, ótvíræðum gáfum. Hann hafði það fyrir reglu að leita upplýs- inga hjá verkfræðingum og tækni- fræðingum, t.d. um burðarþol og endingu, hvemig skúlptúr stendur af sér veðurálag og tæringu. Þessi vinnubrögð vöktu að vonum at- hygli og vora honum falin mörg verkefni er kröfðust langvinnra rannsókna, sem síðan oft leiddu til nýstárlegra niðurstaðna, s.s. verk hans við húsið á horni Rauðar- árstígs og Stórholts þar sem nota- gildið er partur af myndhugsuninni og felst í loftræstibúnaði. Annað verk í þessum flokki er handrið sem hann smíðaði úr römm og hann kom fyrir við tröppumar í Gallerí SÚM, það er á hjömm þannig að flutning- ar á stómm hlutum inn á aðra hæð geta farið fram óhindraðir. Þetta handrið fylgir öðmm munum SÚM inn í geymslur Nýlistasafnsins. Haustið 1976 vom þeir að hengja upp myndir á samsýningu í Gallerí SÚM, þeir Jón Gunnar, Magnús Tómasson og Magnús Pálsson. Þeg- ar ég kom með verkin mín vom þeir að ræða hið bágboma og dap- urlega ástand sem þá ríkti í inn- kaupum opinberra aðila á myndlist, og sáu enga skynsamlega leið til nýrrar skipunar. Þá um vorið hafði ég skrifað_ grein í Þjóðviljann um Listasafn íslands og bent á hversu óheillavænleg stefna væri rekin þar, sérstaklega hvað varðaði kaup safnsins, og benti á ýmsar gloppur sem þyrfti að fýlla. í framhaldi af þessu skrifí fór ég að gæla við þá hugmynd að myndlistarmenn sjálfír starfræktu einhvers konar safn sem geymdi verk þeirra og sýndi þróun íslenzkrar myndlistar ár frá ári. Þegar ég nú hlustaði á samræður þeirra ákvað ég að láta slag standa: „Greyin mín, hættiði þessum barlómi, við stofnum okkar eigið safn, Nútímalistasafn íslands!" Það var eins og ský hefði dregið frá sólu, og allir urðu ákaflega kátir og spenntir. Jón Gunnar tók hugmyndinni um nýtt listasafn fegins hendi og studdi hana af krafti, fyrst á fjölmennum undirbúningsfundi í kennarastofu MHÍ sumarið eftir og á stofnfundi 5. janúar 1978 og alla tíð síðan talaði hann máli Nýlistasafnsins hvar sem hann fór, einkum í Skand- inavísku löndunum. Hann tilkynnti strax að hann ætlaði að gefa safn- inu verk eftir sjálfan sig (Blómið), Dieter Roth, Ferdinand Krivet og Gábor Attalai. Jón Gunnar var kosinn í fyrstu stjórn Nýlistasafnsins og var þar óþreytandi að telja kjark í menn, örva þá til dáða, rýna fram í tímann og sjá fyrir viðbrögð manna, og hugsa upp leiðir til að styrkja þessa metnaðarfullu stofnun. Það átti vel við Jón Gunnar að vera í baráttuhópi og ryðja braut- ina. Hann var einn af stofnendum SÚM-hópsins og Gallerí SÚM, Myndhöggvarafélagsins í Reykja- vík, Nýlistasafnsins eins og áður segir, og Experimentál Environ- ment (sem fulltrúi íslands ásamt Rúrí), þá var hann í óformlegum hópi listafólks sem ræddi stíft um stofnun samtaka allra myndlistar- manna og studdist við hugmyndir Sigurðar Guðmundssonar sem skrifaði frá Amsterdam um rétt- indamál þeirra. Þessar umræður leiddu síðan beinlínis til stofnunar Hagsmunafélags myndlistarmanna og samstarfs þess við önnur félög um stofnun Samtaka íslenzkra myndlistarmanna, SÍM. Fyrir störf sín í þessum málaflokkum og á list- rænum vettvangi hlaut hann margs konar viðurkenningar, síðast þáði hann heiðursnafnbót í Myndhöggv- arafélaginu. Það hefur lengi verið haft fyrir satt að ferill Jóns Gunnars hefjist með SÚM, ekkert er fjarri sanni. Hann sýndi með FÍM 1959, en var tveim ámm síðar kominn á fleygi- ferð um Evrópu með Zero-hópnum og öðmm og átti verk á sýningum í Louisiana í Humlebæk rétt fyrir utan Kaupmannahöfn, Stedelijk Museum í Ámsterdam og Modema Museet í Stokkhólmi, en þessi list- hús vom þá í miklum uppgangi, með frægari söfnum í Evrópu. Sýn- ingarferill Jóns Gunnars hélzt síðan óslitinn til síðasta dags, sérsýningar hans urðu sextán, samsýningar á milli sextíu og sjötíu, enda afköst hans með ólíkindum. Jón Gunnar innleiddi hreyfing- una í íslenzkan skúlptúr, oftast með nærvera skoðandans í huga, þó ekki til að hann stæði álengdar ein- ungis til að virða fyrir sér verkin, heldur til að snerta, vera þátttak- andi, fínna til, vera ógnað, skelf- ast, vakinn til umhugsunar, snort- inn nýrri reynslu, nýrri hugsun á gömlum sannindum, viðburðum í mannkynssögunni: valdi, kúgun, stríðsleik, mengun. Og áhrifunum náði hann fram með ógnvægilegum hlutum, flug- beittum hnífum á fálmumm ókenni- legra kvikinda, með rafmagni og titringi, síðustu árin sólargeislun- um. En kjarninn í verkunum er hreyf- ing, tími, orka. Jón Gunnar hafði næmt auga fýrir hinu sérkennilega og sérvizkulega, dæmi um það: Þegar hann kenndi við Listaháskól- ann í Kaupmannahöfn hringdi hann í mig og bauð mér að koma til sín í heimsókn, og dvaldi ég hjá honum í níu daga í góðu yfírlæti. Nema hvað, eitt af því fyrsta sem Jón vildi að ég gerði væri að vökva lífsblómið á ákveðinni krá í Nýhöfn- inni. Þegar við vomm búnir að sitja þama góða stund hafði ég orð á því að þarna væm bara gamlir karl- hlunkar. Þú tókst þá eftir því! Það er af því að hingað hefur engin kona komið innfyrir dyr í rúmlega tvö hundmð ár, utan ein sem labb- aði sig inn án eftirtektar karlanna, en þegar það uppgötvaðist var hún rekin á dyr í hvínandi hvelli, vertinn fékk aðsvif því staðurinn var saurg- aður. Gólfið var sópað og þvegið og hreinsað alveg út í göturæsi, gólfmottur hristar duglega. Og síðan hafa allir nýir gestir verið litn- ir homauga. Þetta fannst Jóni Gunnari aldeilis kjörið umhverfi, sérvizkan í þessu heillaði hann upp úr skónum. Síðan lítil saga um húmor: Það var laugardagsmorgun, ég sat við skriftir í Nýlistasafninu þegar Jón Gunnar leit inn til að spjalla. En því miður hafði ég eng- an tíma aflögu og tók því óljóst eftir hvað hann var að bauka í kringum mig, sagði bara já og nei þegar við átti. Þegar ég kom heim í hádeginu lagði ég töskuna frá mér á eldhúsborðið og fékk mér kaffi. Skyndilega hreyfðist taskan, hvít mús gægðist undan lokinu og hoppaði niður á borðið. Þegar ég hitti Jón Gunnar næst sagðist hann hafa frétt að það hefði fjölgað á Skeggjagötunni! Jón Gunnar kom mörgum fyrir sjónir sem töffari, harður nagli, kaldranalegur í tali, stundum glannalegur, en þó ávallt stutt í brosið. En þetta var bara ytra byrð- ið, loðhúfan og leðrið, bakvið skil- vegginn sló hjarta hins góða drengs sem bræddi önnur kaldari hjörtu þegar svo bar undir. Hann ræktaði vináttuna að því marki sem hún er þolanleg, hélt nauðsynlegri Ijar- lægð, hvarf aldrei úr augsýn, verð- ur ætíð innan seilingar. Með þessu skrifí fylgja samúðar- kveðjur til fjölskyldu Jons Gunnars Árnasonar frá vinum og félögum í Nýlistasafninu. Níels Hafstein Kaffibolli á Mokka og æði oft var hægt að ganga að Jóni Gunn- ari vísum þar, í hópi myndlistar- manna eða annarra fastagesta og alltaf var pláss fyrir skólastelpu eins og mig sem líka hafði ánetjast Mokka. Jón Gunnar var einn af þessum mönnum sem hafa engan aldur og hafði jafnvel áhuga á því hvað rúmlega tvítug skólastelpa var að gera og hvað henni fannst. Hann gat spjallað um alla heima og geima og auðvitað talaði hann líka um myndlist. Hann var einn þeirra sem vakti áhuga minn á nútímamyndlist og verkin hans hrifu mig. Þessi kraftmiklu og stundum dálítið svakalegu verk úr grófum málmi þar sem hárbeittir hnífar ógnuðu gjaman áhorfandanum. Krafturinn og harkan í verkum hans hrifu mig, heilluðu mig upp úr skónum. Óblíð náttúra íslands kom á sinn sérstaka hátt fram í verkum Jóns Gunnars en hann átti líka til annan streng í sínu hljóðfæri. Þess vegna er mér það alltaf minnisstætt þegar harjn sýndi mér lítinn „concept-skúlptúr" sem hann hafði gert úr „sellófan-pappír“ og pappahólki. Samankrypplaður „sellófan-pappírinn" var dreginn út úr papphólknum og síðan hlustuð- um við á hjóðið þegar pappírinn rétti úr sér. Það að sitja steinþegjandi, bíða átekta og hlusta, bara hlusta, var hinn tónninn í Jóni Gunnari. Sá tónninn sem margir heyrðu ef til vill aldrei. Sá tónn sem gerði það að verkum að mér hefur þótt vænt um Jón Gunnar öll þau ár sem við höfum þekkst. Sendi aðstandendum samúðar- kveðjur frá mér og fjölskyldu minni. Sigrún Ragnarsdóttir Kveðja frá Myndhöggvara- félaginu í Reykjavík Island kveður nú einn sinna bestu sona, smiðinn sem varð að mynd- höggvara, róttækan framúrstefnu- listamann, mikinn áhrifavald og lærimeistara yngri myndhöggvara. Fram á sinn síðasta dag stjórn- aði Jón Gunnar Ámason mynd- höggvari smíði á stóram og glæsi- legum höggmyndum sem eiga eftir að gleðja um ókomna framtíð. Hugmyndalistin var Jóni Gunnari hugleikin og hann kunni þann gald- ur að fá myndverk til þess að óma, hreyfast og taka við geislum og ljósi himinsins. Heimsókn okkar þriggja úr stjórn Myndhöggvarafélagsins til Jóns Gunnars aðeins tveim sólarhringum fyrir andlát hans verður okkur ógleymanleg, en þá gaf þessi mynd- snillingur og máttarstólpi félagsins okkur góð ráð vegna málefna fé- lagsins. Ef til vill hefur Jón Gunnar nú þegar tekið sér far með sérsmíðuð- um sólvagni inn í víðáttur hins óþekkta heims. Fyrir hönd Myndhöggvarafélags- ins í Reykjavík em Jóni Gunnari Árnasyni þökkuð ómetanleg störf í þágu félagsins. Dætmm og fjölskyldu em sendar samúðarkveðjur. F.h. stjórnar MHR, Öm Þorsteinsson form. Kveðja frá Myndlistaskólan- um í Reykjavík Skammt er stórra högga á milli þegar okkar ágæti vinur Jón Gunn- ar Árnason myndhöggvari kveður svo skömmu eftir fráfall Ragnars Kjartanssonar. Jón Gunnar var um tíma við nám undir handarjaðri Ásmundar Sveinssonar í Myndlistaskólanum í Reykjavík. Trúlega hefur það orðið kveikjan að lífsstarfi hans. Ætíð síðan minntist Jón Ásmundar sem hins mætasta vinar og kennara. Jón var síðan tengdur skólanum um árabil og sat m.a. í stjórn skóla- félagsins um skeið sem ritari. Seinna fylgdist hann með starfi höggmyndadeildar skólans og kom iðulega til skrafs og ráðagerða. Var Jón kröfuharður og íhugull og benti á það, sem honum þótti betur fara. Jón Gunnar vann verk sín fyrst og fremst í málma. Hann hafði ungur numið jámsmíði og vann við þá iðju hjá Sindra. En hugurinn stóð í fijálsari áttir og þar kom að hann fór til náms í listsköpun við Honsey College of Art í London 1965—66 og aftur 1967. Sinnti hann síðan eingöngu list sinni og gerði þar miklar kröfur. Jón stund- aði kennslu m._a. við Mjmdlista- og handíðaskóla íslands og Listahá- skólann í Kaupmannahöfn. Jón Gunnar var framúrstefnumaður í myndlistinni og fmmkvöðull á mörgum sviðum. Hann var einn af stofnendum SÚM, sem barðist hetjulega fyrir tilvemrétti sínum og hélt uppi sýningarsal hinna nýju viðhorfa. Hann var einnig einn af atkvæðamestu stofnendum Nýlista- safns á þeim tíma. Ásamt með Ragnari Kjartanssyni var Jón aðal- hvatamaður að stofnun Mynd- höggvarafélagsins en segja má að forsaga að stofnun þess hafí verið höggmyndasýningar á Skólavörðu- holti settar upp í samvinnu við Myndlistaskólann í Reykjavík í lok sjöunda áratugarins. Skólinn var þá til húsa í Ásmundarsal og hafði til umráða nokkurt svæði fyrir norð- an hann, sem var autt og því tilval- ið til sýninga á þrívíðum verkum. Verk Jóns Gunnars em um margt sérstæð, hugmyndafræðin að baki þeim svo og útfærslan. Má þar af mörgu nefna Sólvagninn, sem beisl- ar orku sólar, svo og skipin og mikið safn hinna furðulegustu hnífa, sem segja má að hver um sig hafi verið tvíeggjaður. Jón Gunnar var ríkur að tilfinningu og næmi, hann var stórbrotinn og hug- vitssamur, kátur, skemmtilegur og sannur. Mörgum smámyndum bregður fyrir af því, sem hann sagði og gerði. Jón vann að list sinni til síðasta dags, þar sem hann dvaldist á Borgarspítalanum vegna veikinda sinna og lauk þar undirbúningi að miklu verki. Er það von okkar að síðasta myndlistarverk Jóns Gunnars Áma- sonar muni rísa við aðalinngang Borgarspítalans og bera stórbrot- inni hugsun hans vitni. Við kveðjum góðan vin með sökn- uði og vottum aðstandendum hans okkar dýpstu samúð. Stjóm Myndlistaskólans í Reykjavík. Kveðja frá skúlptúrdeild Myndlista- og handiða- skóla íslands. Nú er skarð fyrir skildi í röðum íslenskra myndlistarmanna vegna andláts Jóns Gunnars Ámasonar myndhöggvara. Jón var þar ætíð fremstur í fylkingarbijósti sakir mannkosta og mikilla listrænna hæfileika. Jafnframt myndsköpun vann hann ötullega að hvers kyns félags- málum. Hagsmunamál myndlistar- manna vom jafnan ofarlega í huga hans, enda vildi hann framgang list- arinnar sem mestan. Myndlista- og handíðaskóli ís- lands átti þess kost að njóta starfs- krafta Jóns um nokkurt skeið. Var hann kennari í skúlptúrdeild í nokk- ur ár eftir 1980, þar af var hann deildarstjóri í tvö ár, 1982 til 1984. Það var mikill fengur fyrir skólann og þó einkum fyrir deildina sem var að stíga sín fyrstu skref. í raun má orða það þannig að Jón hafí opnað glugga skúlptúrdeildar upp á víða gátt til austurs og vest- urs fyrir nýjum hræringum og straumum í myndlist. Jón umgekkst nemendur sína jafnt sem kennari og félagi. Af viskubmnni hans teyguðu menn fijómagn nýrra hugmynda til list- sköpunar. Hann hafði afar mótandi áhrif á nemendur sem þeir munu búa við um ókomin ár. Ég votta aðstandendum Jóns Gunnars mína dýpstu samúð. Sigrún Guðmundsdóttir, yfírkennari í skúlptúrdeild MHÍ.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.