Morgunblaðið - 04.05.1989, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 04.05.1989, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. MAI 1989 Utgerðarmenn innan EB: Tollfijáls innflutn- ingur verði bund- inn veiðiheimildum Brussel. Frá Kristófer M. Kristinssyni, fréttaritara Morgnnblaðsins. SAMTOK útgerðarmanna inn- an Evrópubandalagsins, EUROPECH, hafa í bréfi til Manuel Marin, framkvæmda- stjóra sjávarútvegsmála EB, krafist þess að fyrir tollftjálsan innflutning á sjávarafúrðum til EB komi aðgangur að fiskimið- um innflutningslandanna. í bréfi sínu mótmæla útgerðar- mennirnir jafhframt því sem þeir kalla skefjalausan áróður gegn útgerð innan EB og vísa til fúllyrðinga um að fiskveiði- flotinn sé allt of stór og krafiia um 3—25% niðurskurð á hon- um. Fulltrúar útgerðarmanna lögðu bréfíð fram á fundi með Marin í Brussel í síðustu viku þar sem þeir fóru fram á að hann kallaði hið snarasta saman ráðgjafanefnd EB í fískveiðimálum. Útgerðar- mennirnir lögðu áherslu á að toll- fijáls innflutningur á sjávarafurð- um til bandalagsins án þess að nokkuð kæmi í staðinn væri óþol- andi. Vinna yrði að því að fá veiði- heimildir í staðinn og sömuleiðis að hækka tollana jafnvel þó svo að það kostaði ágreining vegna GATT-samkomulagsins. Þá hvöttu fulltrúar EUROPECH sér- staklega til þess að hlutdeild EB- flotans á alþjóðlegum veiðisvæð- um verði aukin, sérstaklega á svo- kölluðu NAFO-svæði í Norður- Atlantshafí. Sömuleiðis lögðu þeir sérstaka áherslu á að veiðiheim- ilda yrði aflað við strendur Banda- ríkjanna, Kanada, íslands, Chile og Argentínu. Til að draga úr vandkvæðum vegna of stórs fiski- skipaflota lögðu útgerðarmenn til að tekin yrði upp tvenns konar skráning fískiskipa innan EB. Annars vegar yrðu skráð skip til veiða innan lögsögu EB-landanna og hins vegar yrðu skráð skip sem skuldbyndu sig til veiða á miðum utan bandalagsins. Ráðgjafanefnd EB hefur ekki verið kölluð saman í þijú ár eða allt frá inngöngu Spánar og Portúgals í bandalagið vegna deilna um skipan nýrra fulltrúa. í nefndinni eiga m.a. sæti fulltrú- ar útgerðarmanna, fiskvinnslu og neytenda. Marin hét útgerðar- mönnum að kalla nefndina saman fyrir sumarið. Sovétríkin-Kína; Reyndum að berja þá til hlýðni Moskvu. Kcuter. EFTER tvær vikur fer Míkhaíl Gorbatsjov Sovétleiðtogi í opin- bera heimsókn til Kína og verð- ur það fyrsta heimsókn æðsta ráðamanns Sovétmanna til landsins í 30 ár. Deilur ríkjanna tveggja hófust í upphafi sjö- unda áratugarins og náðu hám- arki 1969 er tugir manna féllu í landamæraátökum við Uss- uri-fljót í Síberíu. Á valdatima Leóníds Brezhnevs var sökinni ávallt skellt á Kinveija en nú blása nýir vindar í þessum sem öðrum efhum í Kreml. Kenningunni um óskeikulleika ráðamanna í Sovétríkjunum, er ekki lengur hamþað. Alexej Fa- ingar, sem hóf nám í kínversku 1949 er Mao Tsetung tók völdin í Kina, segir að Sovétmenn hafi átt nokkra sök á að deilumar urðu svo hatrammar. „Eftir klofn- inginn 1961 reyndum við af sífellt meiri ákefð að beija þá til hlýðni. Að sjálfsögðu brugðust þeir illir við og átökin mögnuðust enn,“ segir Faingar. „Við gerðum ýmis hræðileg mistök," segir Dr. Alexej Zhe- loktovtsev, sérfræðingur í málefn- um Kína við rannsóknarstofnun í Moskvu og telur stolt Kremlveija hafa orðið til að auka á klofning- inn. 1969 var hann sendur til Ussuri-fljóts vegna átakanna á landmærunum þar sem 71 Sovét- maður féll. Kínveijar höfðu kraf- ist þess að landmærin fylgdu miðju fljótsins en ekki bakkanum þeirra megin. „En þá var opinber stefna okkar sú að Sovétríkin létu aldrei af hendi neitt landsvæði, sama hve sterkum röksemdum var beitt." Reuter Hlynntað fórnarlambi efhavopnaárásar Læknasveitir ísraelshers æfðu í gær hvemig bregðast skuli við efiiavopnaheraaði á sjúkráhúsi skanunt frá Tel Aviv. Hér sjást starfsmenn sjúkrahússins sprauta vatni á eitt af fóraarlömbum efiiavopnaárásar. Jerúsalem: Myrti tvo ísraela og særði þrjá í nafiii Allah Jerúsalem. Reuter. Palestínumaður stakk tvo Israela til bana og særði þijá aðra á helstu verslunargötu Jerúsalemborgar um leið og hann hrópaði „Guð er mikiir, að sögn israelsku lögreglunnar í gær. Vegfarend- ur, sem urðu vitni að atburðinum, stöðvuðu árásarmanninn og börðu hann og félaga hans þar til lögregla skarst í leikinn. Þetta eru alvarlegustu árásirnar í vesturhluta Jerúsalemborgar allt frá því að uppreisn Palestínumanna á herteknu svæðunum hófst í desember 1987. Annar hinna látnu var níræður maður sem hlaut hnífstungu í brjóstholið en eiginkona hans særðist lífshættulega, að sögn lækna. Árásarmaðurinn, sem er 25 ára að aldri, er frá bænum Ramallah á Vesturbakkanum, en þar hefur oft- sinnis slegið í brýnu á milli ísrael- skra hermanna og Palestínumanna. Israelinn Roni Shimon var staddur á kaffíhúsi skammt frá og sagðist hann hafa orðið vitni að morðunum. Hann kvaðst hafa króað árásar- manninn af ásamt félögum sínum inni í blómabúð í grenndinni. „Við sátum í makindum á kaffi- húsinu þegar heimskur arabi byij- aði skyndilega að hrópa „Allahu Akbar“ (Guð er mikill),“ sagði Shimon við fréttamenn. Allt að 3.000 gyðingar söfnuðust saman fyrir utan aðalpósthúsið í Jersúsalem eftir atburðinn og hróp- uðu: „Dauða yfír aröbum“. Sjónar- vottar sögðu að sumir hefðu reynt að ráðast á Palestínumenn sem áttu leið hjá. Þá þurfti lögreglan að grípa til skotvopna og táragass gegn stuðn- ingsmönnum hægriöfgamannsins og rabbíans Meirs Kahane, sem er yfírlýstur hatursmaður araba, þeg- ar þeir söfnuðust saman í vestur- hluta borgarinnar og hétu aröbum hefndum. Kahane og sex fylgis- menn hans voru handteknir þegar þeir virtu að vettugi skipanir lög- reglunnar um að hafa sig á brott. Flokksfélögum Kahane í Kach- flokknum var bannað að bjóða fram í kosningunum í ísrael á síðasta ári á þeim forsendum að þeir væru kynþáttahatarar. Frá því Margaret Thatcher varö forsætisráðherra fyrir tfu árum hafa Bretar skipað sór á bekk með þeim þjóðum, sem búa viö mestan hagvöxt, eftir hnignunar- og niðurlægingartímabil á áttunda áratugnum. SKOTLAN Glasgow lewcasd«k|||pl englanB' .^Liverpool Noröursjór Sheffield Birmingham Oxford • WALE: o London Southampton ’lymouth £rrnarsun<t HHIMILDIR: Broaka Ijármálaráöunoytia, OECD, og breska atvlnnumálaráftuneytlð. Efnahagsleg velgengni á Bretlandi Verg þjóöarframleiðsla Verg þjóðarframleiðsla Breta hefur aukist jafnt og þétt eftir að hafa minnkað öriltið fyrstu árin eftir að Thatcher tók við embætti 120 110 100 Framleiðsla Mikil breyting varð á samskiptum aðila vinnumarkaöarins eftir sigur Thatcher f námaverkfallinu 1984-85. Tapaöir vinnudagar vegna vinnudeilna, í milljónum 78 80 82 84 86 88 9 /NORÐUR i samanburði við helstu iðnríki heims er gijjgfö' Bretland i fimmta sæti hvað varðar , J||É® * f 06,(05 4%[—------------------------ meðaltalsaukningu vergrar þjóöarfr: leiðslu á öllum valdatíma Thatcher. . . Aukning í %, 1980 87* ] ....Wi en f öðru sæti ef miðað er við árin eftir samdrátt og endur- skipulagningu á árunum 1981-82. Aukning f%, 1982-87 ^1984: |27,275,000 82 84 86 I Sigurinn á verkalýösfélögunum gerði hagræðingu í framleiðslu mögulega ) og hefur framleiðslan aukist verulega. 1 i : 114.1 | 76 78 80 82 84 86 88 90 ' . en hlutur Breta í heims- jramleiðslunni hefur minnkað. ^•% af heimsmarkaði- V| 1988:6.5%! KRTN París: Leysir vatna- vag-n umferð- arvandann? París. Reuter. Vatnavagn hóf á þriðjudag áætlunarferðir á Signu og er tilgangurinn að létta með þess- um hætti á umferðarþunganum í Parísarborg. Samgöngur af þessu tagi voru lagðar niður árið 1934. Til að byija með verða níu ár- vagnar í áætlunarferðum á ánni. Meðal annars munu bátamir, sem taka allt að 150 manns í ferð, sigla á 45 mínútna fresti frá Eiffeltum- inum að ráðhúsi Parísar með við- komu hjá Musee d’Orsay, Louvre og Frúarkirkjunni (Notre Dame). Þar hafa verið byggðar sérstakar bryggjur vegna áætlunarferðanna. Daglega fara tugir skipa með ferðamenn í útsýnissiglingu á Signu en sérstakar áætlunarferðir með farþega hafa legið þar niðri í 55 ár. Gefist tilraunin vel verður þjónustan aukin með fjölgun skipa og viðkomustaða. -
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.