Morgunblaðið - 04.05.1989, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 04.05.1989, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. MAÍ 1989 „Höfðum engan tíma til að verða hræddir“ - segir Gunnar Þorvaldsson, flugstjóri „BÁÐIR hreyflamir drápu samtímis á sér óvænt og fyrir- varalaust þegar við áttum skammt ófarið til lendingar. Þegar séð varð að við næðum ekki að svífa inn á flugvöllinn var ekki um annað að ræða en nauðlenda á sjónum," sagði Gunnar Þorvaldsson, flugstjóri, sem bjargaðist ásamt félaga sínum Stefáni Ámasyni er tveggja hreyfla flugvél þeirra, TF-AFM, sem var af gerðinni Aero Commander-680, nauðlenti á sjó 3-500 metra frá flugvellin- um í Kristiansand í Noregi í gærkvöldi. Gunnar sagði að þeir Stefán hefðu verið á leið frá Svíþjóð til Kristiansand. „Við vorum með elds- neyti til fímm tíma flugs og höfðum verið rúma þijá tíma á lofti þegar óhappið varð. Það gerir þetta hvað óskiljanlegast. Mælamir sýndu að 30-40 gallon væru eftir í tönkunum þegar drapst á hreyflunum. Þetta líktist helzt eldsneytisleysi og tel ég núna að um eldsneytisleka hafí verið að ræða,“ sagði Gunnar er Morgunblaðið náði tali af honum á sjúkrahúsi í Kristiansand. Þeir Stef- án sluppu með skrámur og smá- vægileg meiðsl. „Atburðarásin var mjög hröð eft- ir að drapst á hreyflunum og ég geri mér ekki fyllilega grein fyrir því hvað langur tími leið þar til við lentum á sjónum, líklega hálf til ein mínúta. Alltjent var Iítill tími til að hugsa um annað en gera ráðstafan- ir fyrir nauðlendingu og við höfðum engan tíma til að verða hræddir. Eftir skamma stund komu bátar að flugvélinni, við vorum teknir um borð og siglt með okkur til Iands,“ sagði Gunnar. Vélin var ekki sokk- in þegar þeir Stefán yfirgáfu hana og taldi hann að hún hefði verið dregin til lands í gærkvöldi. Kom hún niður á grunnsævi. „Ég efast um að vélinni verði bjargað þar sem hún var ekki það verðmæt en við- gerðarkostnaður væntanlega gífur- legur," sagði Gunnar. Að sögn Gunnars var vélin af árgerð 1969 og því 20 ára gömul. Keyptu þeir hana nýlega til einka- nota. Höfðu þeir Stefán viðkomu í Hönefoss í Noregi á leiðinni til Kristiansand vegna bilunar, sem hann sagðist þó telja að tengdist á engan hátt hreyfilstöðvuninni. Gunnar Þorvaldsson er flugstjóri hjá Amarflugi en Stefán Ámason er búsettur í Svíþjóð. Hann er einn- ig með flugmannspróf. Flugvél af gerðinni Rockwell Aero Commander, nánast eins og sú, sem fórst við Kristiansand. Samningarnir og fískvinnslan: Til að veg*a á móti 10% tapi þarf 13% gengisfall ÉG HEF enga trú á að stjómvöld fari að búa til nýtt millifærslu- kerfi hvað varðar kjarasamning- inn þannig að i öllu falli hlýtur hann að verða bættur vinnslunni í gegn um tekjumar," segir Arnar Sigurmundsson formaður Sam- taka fiskvinnslustöðva. Hann seg- ist ekki sjá til þess aðra leið en að gengið verði látið síga og telur líklegast að á þann hátt verði einn- ig önnur tekjuskerðing vinnslunn- ar bætt, það er vegna lækkunar verðbóta til frystiiðnaðarins og vegna minni endurgreiðslu upp- safiiaðs söluskatts. Heildarvægi kjarasamningsins til kostnaðar- auka vegur 3%, þar af koma 1,5% strax. A öllu samningstímabilinu Fossvogsdalur: þarf að vega upp 7% til 10% tap- rekstur. Samkvæmt forsendum Þjóðhagsstofiiunar þarf gengið því að lækka um 9% til 13%, ef sú leið verður farin til að vega tapreksturinn upp. Taprekstur í greininni er 3% fyrir kjarasamninga, að sögn Amars. Samningamir hafa í för með sér kostnaðarauka fyrir fískvinnsluna upp á 1,5% til að byija með og þeg- ar þeir hafa gengið fram til fulls hafa bæst við önnur 1,5%. Þetta gerist á næstu átta mánuðum. Eftir einn mánuð lækkar endurgreiddur uppsafnaður söluskattur sem nemur 1% og síðan lækka líka verðbætumar að öllum líkindum sem nemur 1 % fyrsta júní eða fyrsta júlí og meira síðar. Samkvæmt forsendum Þjóð- hagsstofnunar er almennt gert ráð fyrir að hvert prósentustig sem geng- ið fellur, vegi upp þijá fjórðu hluta úr prósenti í taprekstri fiskvinnslunn- ar og er þá tekið mið af verðhækkun- um á aðföngum vegna breytinganna. Það þýðir að til að vega upp 10% taprekstur þarf ríflega 13% gengis- sig_ eða gengisfellingu. I þessum forsendum er ekki reikn- að með nýju fískverði, sem verður ákveðið um næstu mánaðamót. Amar segist enga leið sjá aðra færa, heldur en að gengið verði látið síga, þar sem ekki sé hægt að gera ráð fyrir verðhækkunum á erlendum mörkuðum. Málsmeðferðin háskaleg* hagsmunum Kópavogs - segir Signrður Grétar Guðmundsson fyrrv „ÉG tel málsmeðferð bæjarstjórnar Kópavogs á Fossvogsdal vera, vægt til orða tekið, óskynsamlega og háskalega fyrir hagsmuni Kópavogs," sagði Sigurður Grétar Guðmundsson í samtali við Morgunblaðið, en hann var fulltrúi Alþýðubandalagsins í bæjarstjórn Kópavogs á árunum 1966 til 1974, þegar samningurinn milli Reykjavíkur og Kópavogs um Fossvogsdal var gerður. Sagði hann einn af homsteinum í uppbyggingu bæjarins vera góð samskipti við nágrannasveitarfélögin og þá ekki síst Reykjavík. Allir samningar sem gerðir hafa verið við Reykjavíkurborg hafi verið Kópavogskaupstað ákaflega hagstæðir. Sigurður sagði að engu máli skipti hvaða skoðun menn hefðu á því hvort Fossvogsbraut ætti rétt á sér eða ekki. „Það hefur ekki verið rætt neitt um Fossvogsbrautina á vitrænum grunni í Kópavogi. Málið hefur verið rekið eins og trúboð af hálfu bæjar- stjómar Kópavogs og menn einróma um að ekki komi til greina að ræða um Fossvogsbrautina öðruvísi en að hún verði ekki lögð,“ sagði Sigurður. „Ég vil sjálfur ekki Iáta uppi hver mín skoðun er, en vil benda á að aldr- ei hefur verið rætt um hvaða afleið- ingar það hefur ef brautin verður lögð og ekki síður hvaða afleiðingar það hefur fyrir byggðina í kring, ekki síst í Kópavogi, ef brautin verð- ur ekki Iögð. Það má benda á að það eru fleiri umhverfismál en gras og grænar grundir. Umferðin og um- ferðarkerfíð á höfuðborgarsvæðinu er ekki síður mjög mikilvægt um- hverfismál. Þá er ógeðfellt hvemig bæjar- stjómin beitir íþróttafélagi Kópavogs fyrir sig, sem nokkurskonar bryn- . bæjarfiilltrúi Abl. vöm. Heldur mikla hátíð og úthlutar þeim landi á þessu umdeilda svæði og afhendir eina milljón króna til framkvæmda. Ef óbreytt stefna verð- ur í þessu máli af hálfu bæjarstjómar þá sé ég ekki að íþróttafélag Kópa- vogs geti nýtt sér þetta land, jafnvel næsta áratuginn, ef allt fer í logandi málaferli. Ég skil ekki hvað hefur komið yfir menn að efna til styijaldar við Reykjavík. Menn verða að setjast nið- ur og semja og hætta að haga sér eins og smákrakkar í sandkassa eíns og bæjarstjómin gerir nú og gerast þess í stað virtir bæjarfulltrúar. Ég ætlað að vona, að sem flestir mæti á þennan borgarafund og að hann verði ekki eingöngu einhver samkoma, þar sem menn hrópa húrra fyrir málsmeðferð bæjarstjórnar, sem er fyrir neðan allar hellur," sagði Sigurður. Laugarásbíó hefúr tekið til sýninga myndina „Martröð á Álm- stræti“. Laugarásbíó sýnir „Martröð á Almstræti“ LAUGARÁSBÍÓ hefúr tekið til sfyninga myndina „Martröð á Álmstræti". Þetta er 4. myndin í kvik- Félag Snæfellinga og Hnappdæla í Reykjavík: Kaffiboð fyrir eldri héraðsbúa EINS og undanfarin ár eftiir Snæfellingafélagið til kaffi- boðs fyrir eldra fólk úr hérað- inu sunnudaginn 7. maí nk. klukkan 15 í Sóknarsalnum, Skipholti 50a. Aðalfundur félagins hefst síðan klukkan 17.30. Auk venjulegra aðalfundarstarfa verður þar rætt um kaup á húseign fyrir félagið. Þá er hafinn undirbúningur undir sólarlandaferð félagsins í haust og þeim sem áhuga hafa fyrir því veittar upplýsingar þar um. (Fréttatilkynning) Dráttarvéla- námskeið NÁMSKEIÐ í akstri og með- ferð dráttarvéla er að hefjast og standa þau til 7. maí. Nám- skeiðin eru annars vegar fyrir unglinga fædda árin 1974 til 1976 og hins vegar fyrir ungl- inga sem orðnir eru 16 ára, og taka þeir próf sem veitir rétt- indi til að aka dráttarvélum á vegum. Innritun á námskeiðin fer fram í Dugguvogi 2 í dag, fimmtudag, frá kl. 10-12, en allar nánari upp- lýsingar eru veittar hjá Umferðar- ráði, Búnaðarfélagi Islands og hjá Bifreiðastjóranámsekeiðunum að Dugguvogi 2. Vorferðalag barnastarfs- Seltjarnarnes- kirkju Laugardaginn 6. maí verður farið í árlegt vorferðalag barnastarfs kirkjunnar á Sel- tjarnaraesi. Fyrirhugað er að fara suður með sjó og aka sem leið liggur út á Reykjanestá. Þar verður vorið skoðað í fjörunni og farið í ýmsa útileiki. Helgistund verður í Hvalsneskirkju, þar sem sóknar- presturinn, sr. Hjörtur Magni Jó- hannsson, tekur á móti hópnum. Þar verður börnunum veitt viður- kenning fyrir góða mætingu í barnastarf kirkjunnar í vetur. Hressing verður síðan í gamla prestssetrinu að Útskálum, þar sem börnin borða pylsur í boði myndaröðinni um Fredda, morð- ingjann sem kemur sér inn í drauma fólks og hrellir það. Seltjamarnessafnaðar, áður en haldið verður heim á leið. Foreldrar, systkini, afar og ömmur em hjartanlega velkomin með í þessa ferð, en lagt verður af stað frá Seltjarnarneskirkju laugardaginn 6. maí kl. 13.00. Ráðgert er að koma til bæjarins aftur um kl. 18.00. (Fréttatilkynning) Kabarett Inferno 5 INFERNO 5 mun standa fyrir kabarett á veitingahúsinu 22 á Laugavegi 22, í kvöld fimmtu- dagskvöld og á morgun fiistu- dagskvöld. Kabarettinn inniheldur meðal annars tónlist oggerninga í nýfút- úrískum dadaanda kabaretthefð- arinnar. Einnig munu skáldin Bragi Ólafsson, Einar Melax og Þorri heiðra Inferno með upp- lestri sínum. Að lokum mun hljómsveitin Inferno 5 leika fyrir dansi. Þann 7. maí mun fjöllistahópurinn In- ferno 5 síðan halda til Kaup- mannahafnar og setja upp sjón- leikina „Rykdjöfla“ og „Klumbu- dansinn“ á hátíðinni „Fremtidens rums“ þar í borg. Skagfirska söngsveitin heldur tónleika SKAGFIRSKA söngsveitin heldur á uppstigningardag, fimmtudaginn 4. maí, tónleika í Víðistaðakirkju í Haftiarfirði og heljast þeir klukkan 20.30. Sunnudaginn 7. maí lýkur starfsári söngsveitarinnar með tónleikum í Árnesi klukkan 16 og í HveTagerðiskirkju klukkan 21. Einsöngvarar með kómum em: Fríður Sigurðardóttir, Guðmund- ur Sigurðsson og Halla S. Jónas- dóttir. Stjórnandi er Björgvin Þ. Valdimarsson og píanöleikari Vio- leta Smid. Tónleikar í Tunglinu HLJÓMSVEITIN Rikshaw heldur tónleika í. Tunglinu á morgun fostudaginn 5. maí og laugardaginn 6. maí. Hljómsveitin mun kynna nýtt efni af væntanlegri hljómplötu en Rikshaw heldur til Bandaríkjanna innan fárra vikna til hljóðritunar á nýrri breiðskífu. Hljómsveitina skipa þeir Ric- hard Scobie, Sigfús Örn Óttars- son, Dagur Hilmarsson, Ingólfur Sverrir Guðjónsson og Sigurður Gröndal. Hljóðmaður er Bjarni Friðriksson. Einnig kemur fram gestahljóm- sveit og Glaumar frá Akureyri leika fyrir gesti í Bíókjallaranum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.