Morgunblaðið - 04.05.1989, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. MAÍ 1989
Minning:
ÁsgeirH. Guð-
mundsson frá Bjargi
Fæddur 27. desember 1907
Dáinn 23. mars 1989
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tið.
Margs er að minnast,
margs er að sakna
Guð þerri tregatárin strið.
(Vald. Briem.)
Elsku afi minn, Ásgeir Helgi
Guðmundsson frá Bjargi í Búðar-
dal, lést aðfaranótt sunnudagsins
23. apríl.
Hann afi var búin að vera svo
veikur og var orðinn svo þreyttur
og ég veit að honum líður vel þar
sem hann er núna.
Það er margs að minnast um
hann afa, svo margar góðar og hlýj-
ar minningar. Þó eru minnisstæð-
astar kvöldstundimar okkar saman
þegar ég var barn, þau ófáu skipti
sem hann las fyrir mig ævintýra-
söguna hans Lofts Guðmundssonar
„Síðasti bærinn í dalnurn". Aldrei
þreyttist hann á því að lesa sömu
söguna fyrir hana Boggu sína aftur
og aftur. Þetta er sagan okkar,
sagði hann.
Afi minn var fróður maður um
sögu íslands. Þó var Grettis saga
í miklu uppáhaldi. Kannski þeir
hafí átt eitthvað sameiginlegt, afi
og Grettir, því ófáir gullpeningar
áskotnuðust afa fyrir fimi hans í
íþróttum. Til er sú saga að honum
hafí ekki munað um á yngri ámm
að labba á höndum íþróttavöllinn
þveran og endilangan.
Þegar ég komst á skólaaldur
voru einkunnir mínar til fyrirmynd-
ar í íslandssögu, því hann afi minn
hafði sagt mér þær á mínu tungu-
máli, sem gerði þær miklu minnis-
stæðari og skiljanlegri. Ég dvaldist
hjá ömmu minni og afa til fjögurra
ára aldurs og 16 sumur vestur í
Búðardal. Átti ég mér búkofa sem
ég hafði svona nokkurn veginn erft
frá frænda mínum og frænku. Þar
dvaldist ég tímunum saman. Kom
þá afí í „heimsókn“ til að gá hvort
dytta þyrfti að einhverju í húsinu
mínu og jú, jú, það þurfti nú að
negla nagla hér og þar og upp var
afí kominn með hamar og nagla
því ekki mátti nú húsið „hrynja“.
Sérstök hefð var þegar var verið
að svíða svið. Þá áttum við lappirn-
ar og einungis voru þær borðaðar
ef vasahnífur var við höndina. Ég
passaði mig alltaf að hafa hann til-
búinn og svo var maður svo roggin
og talaði með kallahreim og beygði
sig alla og sveigði, ó, jú, jú, maður
var nú að borða lappir með honum
'afa.
Ég get haldið endalaust áfram,
minningarnar eru svo ótalmargar.
Þessi fallegi og reisti maður lifir í
minningum hjá mér alla ævi. Það
góða veganesti sem hann gaf mér
geymi ég og varðveiti. Ég þakka
þær góðu stundir sem ég átti með
honum.
Ég kveð hann og vitna í orð hans
úr bréfi til mín: „Þakka þér fyrir
allar yndislegu samverustundimar
sem við áttum saman og aldrei
gleymast.“
Elsku amma mín, guð styrki þig
og varðveiti. Mamma, Hilmar og
Huldís, Guð blessi ykkur öll.
Með friði.
Borghildur
Það er erfítt að trúa því að afi
sé dáinn. Eri nú líður honum vel
hjá guði. Við systkinin munum
ávallt eiga góðar minningar um afa
sem okkur þótti svo vænt um. Það
voru ekki fá skiptin sem hann kom
við heima og sótti mig þegar ég
var lítil til að fara í hesthúsin að
gefa hestunum sem voru líf hans
og yndi. Ég var aðeins tveggja ára
þegar ég fór fyrst að fara með
honum. Þá setti hann mig upp á
heyið og ég horfði á hann meðan
hann gaf þeim. Ávallt fór ég með
honum þar til við fluttum til
Reykjavíkur. Eftir að við fluttum
suður fórum vð saman í útreiðar-
túra. Bróðir minn var það lítill þá
að hann gat ekki komið í heimsókn
og þá var oft stungið nammi í lítinn
munn þegar spilið var búið og feng-
inn koss í kaupbætir.
Árið 1986 lamaðist afi vinstra
megin og var í sjö mánuði á spítala,
en afi var duglegur og gat byrjað
að ganga aftur með staf og fór
hann tvisvar í viku í dagvistun í
Hátúni 12, þar fékk hann mjög
góða umönnun hjá starfsfólkinu og
eiga þau þakkir skildar. Afi giftist
ömmu 1937 og reyndist hún honum
alveg sérstaklega vel í hans veikind-
um. Það voru ekki ófá sporin sem
hún þurfti að stíga þegar hann
þarfnaðist hjálpar hennar, var hún
ólöt við að annast hann og lagði
sig alltaf fram við að hvetja hann
áfram til framfara í veikindunum.
Honum hrakaði allt í einu og 5.
apríl var hann fluttur mikið veikur
á Borgarspítalann og saknaði ég
hans mikið þegar hann gat ekki
verið hjá okkur á fermingardaginn
minn 9. apríl. Sunnudaginn 23.
apríl dó svo hann afí minn, nú hef-
ur hann öðlast hvíld og líður vel.
Elsku amma, guð blessi þig og
styrki í framtíðinni.
Með þessum fáu orðum ljúkum
við systkinin þessari grein og geym-
um minninguna um góðan afa sem
þótti svo vænt um barnabörnin sín
og barna sem sakna afa síns. Við
kveðjum með þessari bæn.
Bænin má aldrei bresta þig
búin er freistingin ýmislig
þá líf og sál er lúð og þjáð
lykill er hún að drottins náð.
(H. Pétursson)
Brynhildur og Ásgeir Helgi
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
(V.Br)
Elskulegur faðir minn er dáinn.
Hann lést 23. apríl eftir reynslu
erfiðs sjúkdóms, sem hann hafði
borið með stillingu og þolinmæði
um árabil.
Þegar góður faðir er kvaddur
hinsta sinn hér í heimi, er sannar-
lega hægt að taka undir með sama
skáldi og hér að framan:
Margs er að minnast
margt er hér að þakka.
Faðir minn var mér innilega góð-
ur. Hann lætur mér nú eftir marg-
ar fagrar og ógleymanlegar minn-
ingar frá samverustundunum á liðn-
um árum. Þær eru verðmætasti
arfurinn, sem hann gefur mér svo
verðmætur er sá arfur, að hann
eyðist aldrei. Hvernig ætti ég að
geta gleymt því, að hjá honum fékk
ég alltaf skjól og styrk, þegar eitt-
hvað amaði að, á hvaða aldurs-
skeiði sem ég var. Og dæturnar
mínar þijár áttu hjartarúm hjá hon-
um, alltaf tók hann á móti þeim
með bros á vör, þær senda afa
sínum ástar þakkir fyrir samveru-
stundirnar sem þeim voru svo dýr-
mætar.
Ég skal gæta mömmu uns þau
hittast á ný. Ég flyt föður mínum
þökk fyrir allt og allt.
Huldís
Á meðal þess góða fólks, sem
ég endur fyrir löngu kynntist í
Dölum vestur, voru ágætishjónin
Borghildur Hjartardóttir og Ásgeir
Guðmundsson, Bjargi, Búðardal, en
á heimili þeirra dvaldi ég langdrægt
tvo vetur og þann síðari með konu
og ungbarn.
Nú er Ásgeir fallin fyrir sigð
þess slynga sláttumanns, sem völl-
inn slær öllum betur. Hann lést í
Borgarspítalanum í Reykjavík hinn
23. apríl sl. eftir skamma legu þar,
en hafði lifað við heilsubrest um
3ja ára skeið. Ætla má, að dauðinn
hafí verið honum líknsamur eins
og heilsu hans var komið. Starfs-
dagurinn var líka orðinn langur og
strangur á köflum, því oft lá honum
fjall í fang allt frá æskudögum.
Fyrst þegar ég sá Ásgeir, þá
datt mér í hug listamaður, enda
munu slíkar hneigðir ekki hafa ver-
ið fjarri eðli hans. Hann var maður
dökkur á hár, bjartur yfirlitum,
grannur og léttur í hreyfíngum.
Snyrtimennskuna bar hann utan á
sér hvar sem hann fór og allt lék
í höndum hans, þá hafa vildi. Glað-
ur var Ásgeir í öllu viðmóti og hafði
næmt skopskyn, en fór vel með það
sem kyrrt mátti liggja, þá var lund-
in kvikunæm og hjartað gott, sem
undir sló. Kjör lítilmagnans voru
honum hugstæð, enda maður þeirr-
argerðar, sem illa þoldi aumt að sjá.
Ekki naut Ásgeir neinnar skóla-
göngu í æsku utan bamaskóla, en
mannkostir og góðir hæfileikar
reyndust honum haldgott veganesti
á lífsins leið. Oft gat hann gert
hluti, sem ekki vom á annarra færi.
Ég minnist þess að eitt sinn, þegar
ég var hjá honum, þá tók hann að
byggja hús yfir smá kindahóp, sem
hann átti, en nokkurt skepnuhald
fylgdi honum löngum, enda lét hon-
um öðmm betur með þær að fara.
Eitthvað greip ég á nefndri hús-
byggingu með honum, en vissi ekki
hvernig hús mætti verða úr því efni,
sem hann hafði í höndunum. En
upp kom húsið og sem meira var,
að það var svo smekklega og vel
úr garði gert að undmn sætti, þeg-
ar hugsað var til ruslahrúgunnar,
sem úr var byggð. Þegar ég svo
lauk lofsorði á húsasmíðina bar að
nágranna hans og sagði: „Það er
sem ég segi. Það er eins og hann
Geiri geti stundum gert hlutina úr
engu.“
Asgeir fæddist að Sælingsdal í
Hvammssveit þann 27. desember
árið 1907, sonur hjónanna Stein-
unnar Sigurðardóttur og Guðmund-
ar Sæmundssonar, sem búskap
hófu í Ljárskógaseli á hörðu vori
og þurfti þá að ganga 14 snjótröpp-
ur niður í lágan og lekan torfbæinn
þar. Sjálf sagði Steinunn mér, að
þá hefði sér þótt nóg um. Að öðm
leyti þekki ég lítið til búskaparsögu
þeirra hjóna, en hitt er víst, að
Guðmundur féll frá þegar Ásgeir
var aðeins 10 ára gamall og hlaut
hann þá að fara til vandalausra um
skeið, líklega í tvö ár.
Sú lífsreynsla varð honum mjög
minnisstæð og mun hafa mótað
lífsviðhorf hans að nokkm, enda
erfítt að vera maður næmra tilfínn-
inga í hörðum heimi. Þann 31. júlí
1937 steig Ásgeir það heilla spor
að ganga að eiga Borghildi Hjartar-
dóttur frá Bjarnastöðum í Saurbæ,
hina mestu myndar konu og fork
að dugnaði. Þau höfðu þá þegar
hafið búskap á Skerðingsstöðum í
Hvammssveit og bjuggu þar í 3 ár,
en þar eftir í 3 ár á Kambsnesi í
Laxárdal. Á síðasta ári þeirra þar
fauk af þeim íbúðarhúsið til ónýtis,
sem til þess varð, að þau fluttu til
Búðardals. Þar byggðu þau sér
hús, sem hlaut nafnið Bjarg, og þar
stóð heimili þeirra lengst. Ásgeir
stundaði löngum þá vinnu, sem til
féll, en upp úr 1950 tóku þau hjón-
in að stunda veitingasölu, fyrst í
félagsheimilinu Sólvangi og síðar í
skála, sem þau byggðu við íbúðar-
húsið. Sá skáli brann svo til kaldra
Guðmundur Guð-
laugsson
Fæddur 14. október 1900
Dáinn 23. apríl 1989
Er voraði, eftir langan og erfiðan
vetur, barst mér lát Guðmundar
Guðlaugssonar, sem eftir stutta
legu, lézt á Borgarspítalanum. Árið
1963 fór ég til Los Angeles í boði
amerískra vina og dvaldist einnig í
þó nokkuð langan tíma hjá Guð-
mundi og eiginkonu hans, Borghildi
Pétursdóttur, sem þar voru búsett í
einni af útborgum þessarar stóru
borgar, þar sem bæði var fagurt og
rólegt að vera. Frú Borghildur og
fyrri eiginmaður hennar voru góð-
vinir okkar hjóna, en við skilnað
þeirra fluttist Bebba, eins og við
kölluðum hana, til L.A., þar sem hún
átti skyldfólk, og þar kynnist hún
og giftist seinni eiginmanni sínum
Guðmundi Guðlaugssyni, sem þá
starfaði við þarlent tryggingafélag.
Guðmundur hafði þá búið vestanhafs
í Qölda mörg ár.
Víst er, að Bebba hafði fengið
góðan og umhyggjusaman eigin-
mann, og dvölin á heimili þeirra var
verulega ánægjuleg. Margir íslend-
ingar eins og ég hafa notið fyrir-
greiðslu og gestrisni þeirra ágætu
hjóna. Ekkert var sparað að sýna
manni sem bezt borgina og farið á
sem flesta staði. Oft keyrði Guð-
mundur okkur, konu sína og mig,
til fallegra staða og sérkennilegra,
sem fengur var að sjá, enda var
hann þaulkunnugur borginni og bú-
inn að vera þar lengi. Sama var að
segja um konu hans. Þó við Bebba
færum oft í bíltúr með Guðmundi,
fórum við stundum í strætisvagni.
- Kveðja
Og mikið var gaman að þeysa með
Bebbu í strætisvagninum og horfa
yfir þessa fallegu og stórfenglegu
borg, því margt var þar að sjá og
heyra. Þetta var eins og að koma í
nýjan heim, fullan af sól og góðu
veðri, fjölskrúðugu lífi, mikilfengleg-
um verklegum framkvæmdum og
iðandi tilbreytingu. Þegar hitabylgj-
an kom, stóðum við Islendingarnir
okkur ekkert síður en innfæddir.
Einnig voru ættingjar Bebbu heim-
sóttir, og var okkur þar vel fagnað
og tekið á móti okkur með mikilli
gestrisni. Sama var að segja um
gestaboð hjá þeim hjónum. Þar var
glatt á hjalla og allir skemmtu sér
vel.
Árið 1965 fluttu þau hjón frá L.A.
heim til Reykjavíkur og hafa búið
þar síðan. Eiginmönnum okkar varð
strax vel til vina, enda báðir músí-
kunnendur, sem höfðu óperusöng í
hávegum. Hittumst við oft og nutum
góðra samverustunda með þeim á
Laugateignum, en þar fór saman
fagurt og vel búið heimili, myndar-
skapur húsmóðurinnar í matreiðslu
og húshaldi, og tónlistar- og söng-
þekking húsbóndans, enda var hann
lærður söngvari, hafði numið söng
árum saman, fyrst í Kaupmannahöfn
og síðar í Chicago, og var hann
kunnugur ýmsum stórum nöfnum í
þessum árum, s.s. Tito Scipa og fleir-
um. Hefur hann ritað endurminning-
ar sínar um þessi ár, og eru þær
mjög skemmtilegar, enda hafði Guð-
mundur þá frásagnargáfu, sem unun
var á að hlýða. Nutum við þess öll
að hlusta á Guðmund segja frá og
spila valdar plötur úr sínu stóra og
dýrmæta plötusafni, en þar munu
53
kola 1962, en þau létu ekki undan
síga, heldur byggðu upp aftur og
bættu við gistirými. Síðan ráku þau
veitinga- og gistihúsið Bjarg í Búð-
ardal þar til þau fluttust til Reykja-
víkur árið 1983, þar sem þau
bjuggu sér fagurt heimili og mynd-
arskapur Borghildar naut sín vel.
Reyndar held ég, að undir niðri
hafi Ásgeir alltaf langað til að vera
bóndi, því meira að segja eftir að
hann flutti suður gat hann ekki
hestlaus verið. Sú æð, sem tengdi
hann dýrunum og Dölunum vestra,
hætti aldrei að slá. Gæfumaður var
Ásgeir í fjölskyldulífi sínu, enda
umhyggjusamur heimilisfaðir og
stóð faðmur hans jafnan opinn
börnum hans og barnabörnum.
Hjónaband hans og Borghildar var
byggt á undirstöðum, sem aldrei
skulfu, hvað sem í skarst. Heimili
þeirra var öllum góður áningarstað-
ur og ekki hallaði á með gestrisnina
hjá þeim, því bæði voru með gest-
risni Dalamanna í blóðinu og höfð-
ingslund, sem oft var um efni fram.
Barnalán höfðu þau að öðru en
því að frumburð sinn, Hilmar Sæ-
berg, misstu þau í ungbemsku.
Eftirlifandi börn þeirra em Elísabet
Ásdís, Hilmar Sæberg og Huldís,
allt mannkostafólk, sem fest hefur
ráð sitt og er búsett hér í Reykjavík.
Barnabömin em orðin sjö.
Það var nú reynar aldrei meining
mín að skrifa ævisögu Ásgeirs vin-
ar míns, enda ekki gert í einni
blaðagrein að skrifa ævisögu þess
sveitafólks, sem barðist frá allsleysi
til allsnægta yfir krepputíma, þegar
skæðar pestir heijuðu búsmalann
og hlaut auk þess barnsmissi, hús-
fok og húsbrana. Meiningin var
aðeins sú nú við leiðarlok, að þakka
Ásgeiri samfylgdina, kærar stundir
og kynni góð.
Þótt hann sé nú horfinn fyrir
feigðarbrún, þá ber ekki um hann
að óttast, því lífsskoðun hans var
slík, að hann hafði landsýn yfir hið
bráða haf, sem aðskilur lifendur og
dauða.
Eftirlifandi konu hans, frú Borg-
hildi Hjartadóttur, bömum og
bamabömum ásamt öðram að-
standendum sendum ég og kona
mín hugheilar samúðarkveðjur.
Vigfús B. Jónsson,
Laxamýri.
vera plötur, sem enginn annar á hér
á lándi.
Guðmundur starfaði í mörg ár í
Húsgagnaverzluninni Víði, eftir
heimkomuna til íslands, og naut
hvers manns virðingar, sem honum
kynntust. Hann var stór og karl-
mannlegur maður, sviphreinn og
laglegur og ákaflega unglegur og
alltaf í góðu skapi, þannig að fólk
áleit hann minnst vera tuttugu áram
yngri en hann var í raun og veru.
Heilsuhraustur var hann allt sitt líf
að mestu, enda hógvær í mat og
drykk, hlýlegur í framkomu, en þó
hvorki óframfærinn né óákveðinn.
Hann var sem sagt traustvekjandi í
framkomu og hvers manns hugljúfi.
Léttur var hann í spori, einnig í
vetur, eins og færðin var slæm. Ég
þakka honum fyrir góð og elskuleg
kynni, bæði fyrr og síðar, og allt
skemmtilegt, og börn mín minnast
hans með virðingu og þökk.
Elsku Bebba, Guð styrki þig og
styðji. Guð blessi minningu Guð-
mundar Guðlaugssonar.
Ingibjörg Dórothea Thorarensen