Morgunblaðið - 04.05.1989, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 04.05.1989, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDÆGtJlí 4;. MAÍ 1989 AF ERLENDUM VETTVANGI eftir GUÐMUND HEIÐAR FRÍMANNSSON Margaret Thatcher, forsætisráðherra í 10 ár; Áratugiir sannfæring- ar en ekki málamiðlana í DAG hefur Margaret Thatcher, forsætis- ráðherra Breta, setið samfellt í 10 ár á valdastóli. Enginn forsætisráðherra Breta á þessari öld hefur haldið völdum svo lengi. Hún hefur einnig sett svo mark sitt á brezkt þjóðlíf að jafna má til byltingar. Thatcher er þannig stjórnmálamaður að annað hvort hafa menn óbeit á henni eða fyllast aðdáun. Það er engum sama um hana. Þessi viðbrögð fara iðulega ekki eftir flokkslínum. Til dæmis hafa sennilega fáir jafn mikla fyrirlitningu á Thateher og Ed- ward Heath, fyrrum leiðtogi íhaldsfiokksins, og hann setur sig sjaldan úr færi að láta lítilsvirðingu sína í ljós. Það var ekkert í uppvexti og viðgangi Thatcher innan íhaldsflokksins, sem benti til þess, sem á eftir fór. Hún gekk venjulega langskólagöngu og lauk prófi í efnafræði frá Oxford árið 1946. Þá hófst þátttaka hennar { íhaldsflokknum. Hún kemst síðan á þing 1959 fyrir Finchley Iqordæmið í norður Lon- don, en í millitíðinni hafði hún lokið prófí { lögfræði. Vegur hennar óx innan Ihalds- flokksins smám saman vegna dugnaðar og hæfíleika og sjálfa dreymdi hana um að verða fjármálaráðherra. Þegar hún varð leiðtogi Ihaldsflokksins erfði hún skuggaráðuneyti frá Heath og flestir þeir, sem þar sátu, tor- tryggðu hana og áttu ekki von á að valda- seta hennar yrði löng. Það setti nokkuð mark sitt á Thatcher í upphafi leiðtogaferils hennar að hún var kona. Hún var öryggislaus, treysti illa samstarfs- mönnum sínum í skuggaráðuneytinu. Þetta öryggisleysi er rótin að því að hún lét út á við hvergi bilbug á sér fínna og vann alveg óheyrilega mikið, setti sig vandlega inn í hvert mál í smáatriðum og átti í stöðugum deilum við samstarfsmenn sína. Því er löngum haldið fram að hún sé einstrengingsleg úr hófi fram. En flestum sem til þekkja hins vegar, ber saman um að hún sé reiðubúin að taka tillit til sjónarmiða annarra og njóti þess að prófa eigin sjónarmið í hörðum rök- ræðum. En hún hafði djúpt vantraust á þeim mönnum í íhaldsflokknum, sem hún taldi að væru ævinlega reiðubúnir að sætta sig við málamiðlanir, sem leiddu ekkert annað af sér en frekari hnignun Bretaveldis. Hún hefur verið kölluð stjómmálamaður sannfæringar en ekki sátta, sem er mikil einföldun. En hún Margaret Thatcher. gerði sér þegar í stað ljóst, að hún þyrfti að breyta heybrókunum í eigin flokki og lét ekk- ert tækifæri ónotað. James Callaghan, leiðtogi Verkamanna- flokksins þá, heyktist á því að boða til kosn- inga sumarið 1978 og ákvað að reyna að sitja til vors. Það reyndist honum örlagarík ákvörð- un. Verkalýðshreyfíngin greip til mjög harka- legra verkfalla til að knýja fram launahækk- anir um veturinn, rusl hlóðst upp á götum, ekki var hægt að grafa látna vegna verkfalls grafara, almennt stjómleysi virtist á næstu grösum. Þessi vetur lagði gmnninn að sigri Ihaldsflokksins í kosningunum 3. maí 1979. Hann reyndist einnig mikilvægur sem áróð- ursvopn flokksins við að koma lögum yfír verkalýðshreyfínguna á fyrsta kjörtímabilinu. Síðan 1979 hefur Thatcher sigrað í tvennum kosningum og ekkert enn, sem bendir til að hún geti ekki sigrað í þeim fjórðu árið 1991 eða 92. Þegar Thatcher komst til valda einbeitti hún kröftum sínum að efnahagsmálum, eins og eðilegt var. Hún beitti peningamagnskenn- ingu við stjórn efnahagsmála og taldi sig geta náð verðbólgu niður með því að draga úr því magni peninga sem var í umferð. Hún neitaði að eiga samráð við verkalýðshreyfíng- una um launahækkanir og sagði sem svo að launþegar og vinnuveitendur semdu um kaup og kjör og það væri ekki ríkisstjómarinnar að skipta sér af því; og hún lét þetta sama gilda um þjóðnýtt fyrirtæki og önnur. Hún skar mjög harkalega niður fjármagn í opin- bera geiranum. Þessar aðgerðir hlutu að verða sársaukafullar og ekki bætti úr skák að kreppa reið yfir á sama tíma vegna hækkun- ar á verði olíu. Þessar aðgerðir höfðu þær afleiðingar að atvinnuleysi jókst, fyrirtæki fóru unnvörpum á hausinn og brezkur iðnaður átti í miklum erfiðleikum. í efnahafskerfínu var innbyggð verðbólga, þegar stjórnin tók við og hún fór yfír 20% árið 1981 og grunnvextir voru þá 17% og höfðu aldrei verið hærri. Mikil átök urðu innan flokksins fyrir fjárlögin, sem lögð voru fram 1982 og vildu margir áhrifamenn í flokknum að nú yrði látið af niðurskurði og farið að veita fé í uppbyggingu. En Thatcher hafði sitt fram og fjárlögin voru í sama anda og áður. Þessi fjárlög sannfærðu landsmenn endanlega um að henni var alvara. Þessi ein- drægni hennar kostaði það meðal annars að hún var gífurlega óvinsæl á miðju fyrsta kjörtímabilinu og fylgi íhaldsflokksins var í skoðanakönnunum komið niður undir 20%. Á fyrsta kjörtímabilinu hófs sala ríkisfyrir- tækja á smáum stíl. Sú stefna hefur haldið áfram fram á þennan dag og nú stendur fyr- ir dyrum einkavæðing allra vatnsveitna í landinu síðar á þessu ári og allra rafveitna á næsta ári. Einkavæðingin hefur verið nánast óslitin sigurför og haft þær afleiðingar að nú eru eigendur hlutabréfa yfir níu milljónir en voru árið 1979 innan við tvær. Stjórnin hefur einnig stuðlað að sölu á íbúðum í opin- berri eigu til þeirra leigjenda, sem í þeim búa. Peningamagnskenningin reyndist ótraustari áttaviti en talið var í upphafi og efnahagsstjórnin hefur sífellt mótazt meir af hefðbundnu aðhaldi í ríkisrekstri með stjóm vaxta og gengis. Afdrifaríkustu lög, sem Thatcher stjómin hefur sett og jafnframt þau, sem bezt hafa heppnazt, em lög um verkföll og vinnudeilur. í upphafi fór stjórnin sér hægt og vildi ekki styggja foiystu launþegahreyfíngarinnar um of. En þegar á fyrsta kjörtímabilinu vora sett lög um að halda þyrfti almenna bréflega atkvæðagreiðslu til að verkfall væri löglega boðað. Síðar vora samúðarverkföll bönnuð og verkfallsvarzla annars staðar en á eigin vinnustað. Þessi löggjöf hefur gerbreytt valdahlutföllum í samskiptum vinnuveitenda og verkalýðsfélaga. Verkföllum sem vora eitt helzta einkenni „brezku sýkinnar" á síðasta áratug, hefur fækkað mjög. Raunar er það svo að allt efnahagslífíð hefur gerbreyzt og mikill vöxtur hefur verið í því síðustu árin og meira að segja atvinnuleysið, sem var lengi vel helzti vandi stjómarinnar, stefnir nú hrað- byri niður á við og er nú þegar á svipuðu stigi og annárs staðar í Evrópu. Framan af tóku utanríkismál ekki mikinn tíma við stjórnarstörf Thatcher. Á fyrsta kjörtímabilinu leysti stjómin Ródesíuvandann, sem var reyndar mest verk Carringtons, lá- varðar og utanríkisráðherra. En mikilvægast var þó Falklandseyjastríðið. 1. apríl 1982 tók argent ínski herinn Falklandseyjar, sem lúta brezkri stjórn. Thatcher ákvað þegar í stað að senda flotann þangað og Bretar unnu þá styijöld. Sá sigur gerbreytti í einni svipan stöðu Thatc- her í breskum stjómmálum. Hún hefur einnig beitt sér hart fyrir hagsmunum Breta innan Evrópubandalagsins, oft við litlar vinsældir annarra leiðtoga. Og svo átti hún náið sam- starf við Ronald Reagan, Bandaríkjaforseta. Eitt lánið, sem leikið hefur við Thatcher er sundurlyndi andstæðinga hennar. Framan af þessum áratug geisaði nánast borgarastyij- öld innan Verkamannaflokksins. Árið 1981 klofnaði flokkurinn og stofnaður var jafnaðar- mannaflokkurinn. Einmenningskjördæmafyr- irkomulagið, sem Bretar búa við, sér til þess að mjög erfítt er fyrir aðra en tvo stóra flokk- ana að hasla sér völl í stjómmálum. Þótt Jafnaðarmannaflokknum hafi verið spáð jniklu gengi framan af, er hann nú hverfandi og gengi miðjuflokkanna lítið. Verkamanna- flokkurinn er höfðuandstæðingur íhalds- flokksins og mun að líkindum verða það um ófyrisjáanlega framtíð. Andstæðingar Thatcher segja hana hafa aukið afskipti ríkisins á valdatíma sínum: Til dæmis gæti sífellt ríkari tilhneiginga til rit- skoðunar á fjölmiðlaefni um öryggismál. Þeir segja hana sjálfa og ráðríka og afskiptas- ama. Þeir benda einnig á að efnahagslífið sé ekki eins traust og af er látið, mikill halli sé á viðskiptum við útlönd og vextir hafí ekki verið hærri síðan á áranum eftir Napóleons- styijaldimar í upphafí síðustu aldar. Þeir stað- hæfa einnig að hinir ríku hafi orðið ríkari og hinir fátæku orðið fátækari. Skoðanakannan- ir benda eindregið til þess að elmenningur sé lítt hrifínn af fyrirhuguðum breytingum á heilbrigðiskerfinu og raunar af breyxingum á velferðarríkinu yfírleitt, þótt hann styðji lögin um verkalýðshreyfinguna. Á þessari stundu er ekki hægt ða meta til hlítar frammistöðu Thatcher. En enginn for- sætiráðherra hefur setið lengur á veldisstóli síðan Liverpool lávarður var forsætisráðherra á fyrrihluta síðustu aldar og enginn forsætis- ráðherra eftirstríðsáranna hefur breytt jafn miklu og hún, síðan Attlee leið. Höfundur er fréttaritari Morgunblaðsins í Bretlandi. Kírkjulístahátíð í Hallgrímskirkju eftir Þór Jakobsson Á föstudaginn hefst kirkjulista- hátíð í Hallgrímskirkju á vegum Listvinafélags Hallgrímskirkju. Þann dag verður opnuð sýning á gullfallegum vatnslitamyndum Kar- ólínu Lárusdóttur. Á laugardag verð- ur flutt hin mikla óratóría Elia eftir Mendelssohn. Tugir hljóðfæraleik- ara og söngvara flytja, þar á meðal nokkrir erlendir gestir úr fremstu röð söngvara. Á sunnudag verður hátíðarmessa þar sem hinn nýkjömi biskup íslands, sr. Ólafur Skúlason, mun prédika, en daginn þar á eftir, mánudagskvöldið, verður framsýn- ing leikþátta eftir dr. Jakob Jónsson þar sem nokkrir mætustu leikarar þjóðarinnar koma fram. Fleira mark- vert mætti nefna. Kirkjulistahátíð 1989 er hin önnur í röðinni, en ætlunin er að halda slíkar kirkjulistahátíðar annaðhvert ár, þ.e.a.s. þau árin sem hlé er á hinum meiri, „veraldlegu" listahá- tíðum. Vel var af stað farið fyrir tveimur áram, á vígsluári Hallgríms- kirkju. Ekki hefur verið dregið úr ferðinni að þessu sinni, fjölbreytnin hefur aukist og þannig munu æ fleiri listgreinar festast í sessi smám saman næstu hátíðir. En framtíðin veltur á undirtektum nú. Að baki er linnulaus vinna fjöl- mennrar skipshafnar listamanna og sjálfboðaliða, en í brúnni hefur stað- ið og stýrt milli skers og báru Hrólf- ur Ólvisson framkvæmdastjóri Lista- hátíðar 1989. Er það nú von þeirra allra, að þeir eigi erindi sem erfiði og Islendingar og erlendir gestir kunni gott að meta og sæki Kirkju- listahátíð 1989. Margs má vissulega njóta fyrir- varalaust á væntanlegri listahátíð og teldu sennilega margir óþarft að {jolyrða um annað en listaverkin og viðburðina eina sér. En í dagskrá hátíðarinnar er minnt á, að kirkjulist er hagnýt list á borð við húsagerðar- list. Kirkjulist mótast ekki einvörð- ungu af fagurfræðilegum sjónarmið- um. Hún hefur fyrst og fremst að „En hvað sem torskildu samhengi líður, ættu allir að geta notið þeirr- ar stundar sem þeir kjósa sér á Kirkjulista- hátíð í Hallgrímskirkju. Verið velkomin.“ leiðarljósi kristna boðun og til- beiðslu. Ný viðhorf hafa ratt sér til rúms í náttúravísindum undanfarna ára- tugi. Þau opna leiðir til nánara sam- starfs, jafnvel samruna, húman ískra fræða og náttúruvísinda, nátt- úrafræða í víðustu merkingu. Löng- um hefur ríkt sú skoðun í vísindum, að maðurinn væri hlutlaus rýnir ut- anveltu við náttúrannar gang. Sam- kvæmt hinni nýju hugmynd er hann óijúfanlega samtvinnaður náttú- ranni, hluti eigin umhverfis. En hin nýja heimspeki vísindanna hefur einnig til vegs ólíka heima mannlegrar skynjunar. Einn er heimur athafna, annar vísinda, þá list, þá trúarlegrar skynjunar, hver með sínu sniði og í sínum rétti við túlkun á tilveranni. Hver slíkur heimur á sína ríku aldagömlu sögu. En í hverri sögu er kafli um hin síbreytilegu samskipti við aðra heima mannlegrar skynjunar, um samræmi og misræmi milli þeirra, sættir og klofning á víxl. Á tilteknum stað í landslagi menningarinnar eru svo landamærasvæði tveggja ólíkra heima, svo sem athafna og lista, en annars staðar tengjast heimar lista og vísinda, og þar fram eftir götun- um. Á einum snertifletinum skarast list og trú. Kirkjulist, öðru nafni helgilist, segir frá því sem þar ber fyrir. Nútíminn er heillandi á margan hátt, þrátt fyrir grimmd harðstjóra, offjölgun og hervæðingu, aðalat- vinnuveg mannkynsins. Geimöld er rannin upp. Sá maður er nú þegar fæddur austur í Sovétríkjunum sem fyrstur mun stíga fæti á Mars eftir á að giska aldarfjórðung og líta um öxl heim til tindrandi Jarðar í óra- fjarska. Á hinn bóginn leysa forn- leifafræðin og önnur vísindi gátur um forsögulega tíma og upphaf menningarinnar. Þrisvar hef ég staðið við elsta leik- svið Evrópu suður á Krítey í Miðjarð- arhafí þar sem stóð vagga evróp- skrar menningar. í fyrstu hefur svið- ið verið vettvangur helgiathafna, en smám saman hófst þar frásagnarlist með látbragði, leiklist, þúsund áram fyrir daga hinnar fomgrísku há- menningar. Oft síðan, þessi árþús- und, hafa trú og list átt samleið, því að maðurinn heldur áfram að beita hugmyndaflugi sínu og leika sér við að átta sig á heiminum. En hvað sem torskildu samhengi líður, ættu allir að geta notið þeirrar stundar sem þeir kjósa sér á Kirkju- listahátíð í Hallgrímskirkju. Verið velkomin. Ilöfundur er formnður Listvinafé- lags Hallgrímskirkju.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.