Morgunblaðið - 04.05.1989, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 04.05.1989, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. MAI 1989 13 Frá fyrsta fundi framkvæmdastjórnar „Málræktarátaks 1989“. Sýningar á Tann- hauser felldar niður Reynt að setja upp óperuna á næsta ári SÝNINGAR á óperunni Tann- hauser hafa verið felldar niður. Sýningunni sem halda átti á laug- ardag varð að aflýsa þar sem staðgengill Norbert Orth komst ekki í tæka tíð til landsins. Ákveðið hefur verið að reyna að selja þessa óperu upp aftur hér- lendis í febrúar á næsta ári. Orth veiktist og varð að hætta söng sínum með Sinfóníuhljóm- sveitinni á fimmtudagskvöld. Var þá haft samband við bandaríska söngvarann Richard Versalle, einn eftirsóttasta hetjutenór heimsins í dag. Hann var staddur í Þýskalandi og féllst á að taka við hlutverki Orths. Gunnar Eyjólfsson skrifstofu- stjóri Sinfóníunnar segir að Ver- salle hafi ekki náð til landsins í tæka tíð sökum þess að flug hans frá Dusseldorf til Kaupmannahafn- ar seinkaði um tvo tíma. Við það missti hann af fiuginu frá Kaup- mannahöfn til íslands og því varð að aflýsa sýningunni á laugardag. Gunnar segir að haldinn hafi verið fundur með söngvurum óper- unnar á laugardag. Varð það niður- staða þess fundar að reyna á að setja verkið upp aftur hér á landi í febrúar á næsta ári. Fyrsti fimdur haldinn í „Málræktarátaki 1989“ Framkvæmdastjórn „Málrækt- arátaks 1989“ kom saman í fyrsta sinn mánudaginn 24. apríl sl. í henni sitja: Guðrún Halldórs- dóttir, skólastjóri, Heimir Pálsson, deildarstjóri, Hrönn Hilmarsdóttir, nemi í HI, Kristján Ámason, dósent og formaður íslenskrar málnefndar, Kristín Jóhannesdóttir, kvikmynda- gerðarmaður, Margrét Vallý Jó- hannsdóttir, fóstra, Matthías Jo- hannessen, ritstjóri, Ólína Þorvarð- ardóttir, fréttamaður, Ólöf Þor- valdsdóttir, auglýsingahönnuður, Sigurður Konráðsson, málfræðing- ur, Steingrímur Þórðarson, fram- haldsskólakennari, Þórdís Móses- dóttir, grunnskólakennari og for- maður Samtaka móðurmálskennara og Þómnn Blöndal, framhalds- skólakennari. Verkefnisstjóri er Guðmundur B. Kristmundsson, yfirkennari. Hlutverk verkefnisstjómarinnar er fjórþætt; að gera tillögur um helstu verkefni átaksins, að veita ráðgjöf um framkvæmd átaksins, að sam- ræma hugmyndir sem verkefnis- stjórn kunna að berast og að að- stoða verkefnisstjóra við fram- kvæmd verksins. Á fundinum vom ræddar fjöl- margar ábendingar og tillögur sem borist hafa frá einstaklingum og fyrirtækjum. Þótti stjómarmönnum viðbrögð benda til þess að áhugi á íslenskri tungu væri síst minni en menn hafa talið og vilja hvetja alla til að hugsa vel um mál sitt og vanda það í ræðu og riti. Verkefnisstjórn væntir góðs sam- starfs við alla þá sem áhuga hafa á íslensku máli og tekur fúslega við tillögum sem til bóta horfa. (Fréttatilkynning) Þjónustusamband íslands stofiiað; Sameiginlegur vettvang- ur í hagsmunabaráttu STOFNAÐ hefur verið Þjónustusamband íslands. Að því standa Qög- ur stéttarfélög með samtals um 1500 félagsmenn. Félögin eru Félag starfsfólks í veitingahúsum, Félag framreiðslumanna, Félag íslenskra kjötiðnaðarmanna og Félag hárgreiðslu-og hárskerasveina. Þjónustusambandinu er ætlað að vera sameiginlegur vettvangur í hagsmunabaráttu þessara félaga. Hugmyndin um stofnun sérstaks landssambands starfsfólks í þjón- ustugreinum hefur lengi verið til umræðu innan þeirra stéttarfélaga sem á því sviði starfa. Undirbúning- ur hófst svo fyrir alvöru í nóvember 1987 er haldinn var fundur hjá ASÍ um samstarf félaga í hótel-og ferða- þjónustu. Uppúr áramótum í ár fóru síðan þrjú af fyrrgreindum félögum af stað og skipuðu laganefnd til að gera uppkast að stefnuskrá. Sjálfur stofnfundurinn var síðan haldinn 1. maí. Meðal verkefna sambandsins fyrsta kastið geta fljótlega orðið samningamál auk stefnumörkunar í öðrum baráttumálum svo sem vinnuvemdarmálum, ferðamálum, fræðslu-og útgáfumálum. Á stofnfundinum var kosin fjög- urra manna aðalstjóm og skipa hana þau Sigurður Guðmundsson FSV, Kolbeinn Arngrímsson FF, Arnþór Sigurðsson FIK og Hrefna Guðnadóttir FHHS. Mun þessi stjóm starfa þar til framhaldsstofn- fundur verður haldinn í haust en á honum eiga fleiri félög, á þessu sviði, kost að ganga í sambandið. Flugdagur Vesturfhigs Það sem allir geta allir tekið þátt í: Þyrluflug Fallhlífarstökk Listflug Kennslufíug Útsýnisflug Kaffi, veitingar, myndasýningarog upplýsingar. Opið í dag frá kl. 10.00-18.00. Allir velkomnir. Flugskolinn Vesturfluo hf., Skerjafjarðarmegin (norðan við innanlandsflug Flugleiða). BMW OG RENAULT á Akranesi 6. og 7. mcri Bílaumboðið hf. tekur þátt í bílasýningunni sem haldin er í Tþróttahúsi ÍA á Akranesi um helgina. Þar sýnum við BMW 3-línuna og BMW 5-línuna auk nokkurra Renault bifreiða. Við vekjum sérstaka athygli á Renault 5, Renault 9 og Renault 11, sem eru á tilboðsverði. Við tökum notaða bíla í góðu ástandi upp T nýja. Verið velkomin í reynsluakstur á Akranesi. AFBORGUNARKJÖR í ALLT AÐ 24 MÁNUÐI. Bílaumboðið hf Krókhálsi I, slmi 686633, Reykjavlk. Sýningarsalurinn að Krókhálsi 1 I Reykjavík, verður opinn á laugardaginn ftá kl. 13—17.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.