Morgunblaðið - 04.05.1989, Blaðsíða 33
32
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. MAÍ 1989
AlTUTMMl'9 fllOÁ. I8/íUORÐM
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. MAI 1989
Útgefandi Árvakur, Reykjavík
Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson.
Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson.
Aðstoðarritstjóri Björn Bjarnason.
Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen.
Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson.
Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar:
Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033.
Áskriftargjald 900 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 80 kr. eintakið.
Hugviti beitt í
Jámblendiverksmiðju
Heldur fer lítið fyrir því hjá
þeim sem nú halda um
stjómvöl þjóðarskútunnar, að
þeir vilji beina henni til nýrrar
áttar. Þeim er ekki ofarlega í
huga sá boðskapur, að menn
komast ekki á ókunna staði
nema þeir þori að leggja inn á
nýjar brautir. í hásetahópi
stjórnarliða og jafnvel meðal
þeirra sem í brúnni eru mega
þær skoðanir sín meira að segja
nokkurs að varasamt sé að nýta
óbeislaða orku í þágu stóriðju-
fyrirtækja, sem reist eru af út-
lendingum og í eigu þeirra. Er
það eitt af tundurduflunum sem
stjómin óttast, að útlendingar
lýsi ótvírætt yfir áhuga á að
reisa hér nýtt álver. Þótt undar-
legt sé kynni slík yfirlýsing
hreinlega að splundra stjómar-
samstarfinu.
Saga stórvirkjana og stóriðju
er eitthvert gleggsta dæmi
síðari tíma um það, hve fljótir
við epim að tileinka okkur ný
vinnubrögð og nýja tækni. Nú
efast enginn um getu innlendra
aðila til að hanna og reisa orku-
ver við hinar erfíðustu aðstæð-
ur. Fyrir 25 árum kom slíkt
ekki til álita nema með aðstoð
erlendra aðila og þátttöku út-
lendra verktaka.
Skýrasta dæmið um hverju
menn fá áorkað í nýjum at-
vinnugreinum fái þeir tækifæri
til að takast á við verðug verk-
efni em frásagnir af hagnaði
Járnblendiverksmiðjunnar á
Grundartanga. Þegar ákvarð-
anir vom teknar um að ráðast
í framkvæmdir við verksmiðj-
una taldi fámennur hópur sér
sæma að reisa henni níðstöng.
Fyrirtækinu var fundið allt til
foráttu. Þær hrakspár hafa sem
betur fer ekki ræst. Á síðasta
ári skilaði það tæplega 500
milljóna króna hagnaði og telur
Jón Sigurðsson, forstjóri Jám-
blendiverksmiðjunnar, að
250-300 milljónir hagnaðarins
megi rekja til hugvits og vinnu-
bragða starfsmanna verksmiðj-
unnar.
í umræðum um atvinnumál
okkar ber alltof lítið á því, að
gildi hugvits og skipulegra og
markvissra vinnubragða sé
haldið á loft. Mest er rætt um
kaup og kjör og með hvaða
hætti stjórnvöld eigi að aðstoða
þessa eða hina atvinnugreinina.
Ef þeir sem með stjórn lands-
mála fara gerðu þó ekki væri
nema stutt hlé á stundarsvipt-
ingunum og veltu því fyrir sér
með hvaða hætti þeir gætu
skapað atvinnugreinum viðun-
andi almenn starfsskilyrði og
beittu til þess nokkru hugviti
kynni árangurinn að koma í ljós
fyrr en nokkum óraði. Sú stjóm
sem nú situr hefur það því mið-
ur ekki á stefnuskrá sinni að
taka á málum með þessum
hætti. Hún hefur kosið ríkisaf-
skiptaleiðina og horfið jafnvel
áratugi aftur í tímann. Ráð-
herrar hafa ekki sýnt það áræði
að hverfa inn á nýjar brautir.
í ræðu á aðalfundi íslenska
jámblendifélagsins komst Barði
Friðriksson, stjómarformaður
þess, meðal annars þannig að
orði: „Merkum áfanga hefur
verið náð. Járnblendifélagið
hefur loks sýnt og sannað hvaða
afkomu slíkur atvinnurekstur
getur skilað í góðu ári. Þessi
árangur næst nú, þegar miklir
erfiðleikar steðja að aðalat-
vinnuvegi landsmanna, sjávar-
útveginum, og sýnir svart á
hvítu hvílík nauðsyn er að auka
íjölbreytni í atvinnustarfsemi
landsmanna.“
Um leið og undir þessi orð
er tekið skal því fagnað að vilji
stjómar Jámblendifélagsins
stendur til þess að ráðast í aðr-
ar greinar atvinnurekstrar sem
hún metur arðvænlegar.
Áhættufé frá jafn öflugu og vel
reknu fyrirtæki gæti víða kom-
ið að góðum notum.
Göng undir
HvalQ örð
Hreyft hefur verið hug-
myndum um að Járn-
blendifélagið standi að því í
samvinnu við Sementsverk-
smiðjuna að leggja jarðgöng
undir Hvalijörð og sýna út-
reikningar að slíkt mannvirki
gæti orðið arðbært enda
greiddu menn vegatoll. Slík
göng yrðu mikil samgöngubót
og á að vinna markvisst að
undirbúningi þeirra. Á hinn
bóginn hlýtur að vera álitamál,
hvort fyrirtæki eigi einmitt á
þessu sviði að taka fram fyrir
hendur á ríkinu. Væri það ekki
skynsamlegri verkaskipting að
ríkið héldi áfram að leggja vegi
og léti arðsemina ráða en fyrir-
tækin létu þeim mun meira að
sér kveða almennt í atvinnu-
rekstri? En kannski eigum við
hiklaust að „einkavæða“ vega-
gerðina?
Dr. Jóhannes Nordal á ársfundi Seðlabankans:
Opnir markaðir
o g virk samkeppni
- forsenda árangursríkrar efiiahagsstarfsemi
Hér fer á eftir meirihluti
ræðu þeirrar, sem dr. Jóhannes
Nordal Seðlabankastjóri, flutti
á ársfúndi Seðlabanka Islands
í síðustu viku.
Þegar skoðaðar eru þær tölur,
sem ég hef nú rakið um þróun
þjóðarbúskaparins á síðasta ári,
er ekki að furða þótt henni hafi
fylgt sviþtingar og átök um mótun
og framkvæmd stefnunnar í efna-
hagsmálum. í upphafi ársins var
ljóst, að við tvö meginvandamál
var að etja: annars vegar verð-
bólgu og eftirspurnarþenslu, sem
hafði í för með sér vaxandi við-
skiptahalla við útlönd, en hins veg-
ar versnandi afkomu atvinnuvega
vegna mikillar hækkunar innlends
launakostnaðar samfara óhag-
stæðri verðþróun margra útflutn-
ingsafurða. Miðaðist efnahags-
stefnan í upphafí árs við það að
draga úr innlendri eftirspum með
aðhaldi í fjármálum ríkisins og
peningamálum, jafnframt því sem
reynt yrði að halda gengi sem
stöðugustu. Margt fór hér þó á
annan veg en vonir stóðu til.
Þrátt fyrir versnandi afkomu
atvinnuveganna var enn samið um
verulegar kauphækkanir, sem
enginn fjárhagslegur grundvöllur
var fyrir. Leiddi þetta til tveggja
gengisbreytinga, í febrúar og maí,
en í kjölfar þeirrar síðari greip
ríkisstjómin til lögbindingar launa,
sem gilti fram á þetta ár. Niður-
staða alls þessa var tiltölulega lítil
breyting til hins betra á sam-
keppnisstöðu atvinnuvega, en þar
kom á móti veruleg aukning verð-
bólgu, sem hækkaði nafnvexti á
innlendum lánum um leið og geng-
islækkanimar þyngdu greiðslu-
byrði þeirra fyrirtækja, sem skulda
í erlendum gjaldeyri, en það em
einmitt sérstaklega fyrirtæki í
sjávarútvegi og útflutningsgrein-
um. Færði þessi reynsla mönnum
heim sanninn um, að lausnar á
vandanum yrði að leita í öðm en
gengislækkunum. Komu jafnvel
fram hugmyndir um að vandi at-
vinnuveganna væri bezt leystur
með niðurfærslu launa og verð-
lags, og hlutu þær meiri hljóm-
gmnn en flestir höfðu búizt við.
Svo langt var þó ekki gengið að
sinni, en í stað þess var sett á
verðstöðvun, sem gilda átti í alls
sex mánuði. Hafði hún í för með
sér, að árshraði verðbólgunnar
lækkaði úr hátt í 40% um mitt ár,
niður fyrir 5% á síðasta ársfjórð-
ungi. Yfír árið í heild hækkaði
verðlag þó um nálægt 20%, sem
var litlu minni hækkun en árið
áður.
Veruleg spenna var á lánsfjár-
markaðnum framan af árinu. Mik-
il eftirspum var eftir lánsfé bæði
vegna árstíðabundinna þarfa ríkis-
sjóðs og frá fyrirtækjum, jafn-
framt því sem lausafjárreglur
Seðlabankans veittu vemlegt að-
hald að útlánastarfsemi bankanna.
Átti allt þetta ásamt þeirri óvissu
um þróun verðlags og gengis, sem
ríkti á fyrra helmingi ársins, þátt
í því að markaðsvextir fóm hækk-
andi og náðu hámarki um mitt
árið.
Þegar líða tekur á þriðja árs-
fjórðunginn fara hins vegar að
koma fram greinileg merki um
hjöðnun eftirspurnar. Við rekstr-
arvanda fyrirtækja, sem stafaði
af almennt erfiðum rekstrarskil-
yrðum, bættust nú fjárhagsvanda-
mál hjá fjölda fyrirtækja, sem lagt
höfðu í ógætilega fj árfestingu á
undangengnu þensluskeiði. Varð
af þessum og öðram ástæðum
býsna snögg breyting á viðhorfum
stjómenda fyrirtækja og neyt-
enda. Gætni, jafnvel svartsýni,
hélt innreið sína, þar sem áður
hafði ríkt bjartsýni og fjárfesting-
argleði. Þótt þessi þróun vekti
fljótt upp hjá mönnum ótta við
kreppu og allsheijar þrengingar,
er þó hitt sönnu nær, að hér vom
að koma fram merki óhjákvæmi-
legrar aðlögunar að breyttum
efnahagsskilyrðum. Er reyndar
óhætt að fullyrða, að án þessarar
hjöðnunar eftirspumar og þeirrar
hugarfarsbreytingar, sem henni
fylgdi, hefði árangur verðstöðvun-
arinnar ekki orðið svo mikill
síðustu fjóra mánuði ársins og
raun ber vitni.
Ekki tókst þrátt fyrir þetta að
treysta undirstöðumar nægilega
til þess, að árangur verðstöðvunar-
innar yrði varanlegur. í fyrsta lagi
komu fram vaxandi veikleikar í
fjárhagsstöðu ríkissjóðs, er á árið
leið, og á síðasta ársfjórðungi
blasti við stórfelldur greiðsluhalli,
sem leysa varð úr með skuldasöfn-
un í Seðlabanka og erlendum lán-
tökum. Dró þetta fjárstreymi úr
því peningalega aðhaldi, sem var
undirstaða verðstöðvunarinnar.
Jafnframt var gripið til vemlegrar
hækkunar óbeinna skatta í byijun
þessa árs í því skyni að bæta
rekstrarstöðu ríkissjóðs, en verð-
lagshækkanir, sem af þeim leiddu,
hlutu um leið að veikja sálræn
áhrif verðstöðvunarinnar. í öðm
lagi var enn talið nauðsynlegt að
grípa til aðgerða til þess að bæta
rekstrar- og fjárhagsstöðu sjávar-
útvegs og annarra útflutnings-
greina. Var þetta að nokkra gert
með beinni fjárhagslegri fyrir-
greiðslu, sem fjármögnuð var með
lánsfé og hafði því svipuð efna-
hagsleg áhrif og hallarekstur ríkis-
sjóðs. Jafnframt taldi ríkisstjórnin
nauðsynlegt að lækka gengi krón-
unnar frekar á síðustu mánuðum,
en því hafa fylgt óhjákvæmileg
verðhækkunaráhrif. Þegar við
þetta allt bætist, að nokkrar verð-
hækkanir hlutu að koma fram
undir lok verðstöðvunar, er ekki
að undra þótt verðbólga hafi
aukizt að nýju eftir áramótin, en
á mælikvarða lánskjaravísitölunn-
ar nam árshraði verðbólgunnar
yfir 20% á fyrsta fjórðungi þessa
árs.
Ekki væri þó réttmætt að draga
þá ályktun af þessari aukningu
verðbólgunnar, að ekkert hafí
áunnizt. Verðhækkanir síðustu
mánaða stafa fyrst og fremst af
aðgerðum, sem bæði hafa bætt
afkomu ríkissjóðs og styrkt sam-
keppnisstöðu atvinnuveganna.
Kæmu ekki frekari innlendar
kostnaðarhækkanir til mætti því
búast við ört hjaðnandi verðbólgu
á næstu mánuðum. Sannleikurinn
er sá, að við núverandi afkomuskil-
yrði atvinnuveganna og þjóðarbús-
ins í heild, geta launahækkanir
eingöngu leitt til frekari verð-
bólgu, en engra raunvemlegra
kjarabóta. Svo hefur reyndar virzt,
að menn væm almennt famir að
gera sér grein fyrir þessu, ekki
sízt eftir hagstæð áhrif verðstöðv-
unartímabilsins á síðasta ári. Því
miður virðast nú önnur sjónarmið
vera að ná yfirhöndinni, fyrstu
kauphækkanirnar hafa þegar orð-
ið og alvarlegar kjaradeilur standa
yfir. Á meðan úrslit þeirra era enn
óráðin, er ekki auðvelt að spá um
framvindu efnahagsmála hér á
landi næstu mánuði, né meta
hvemig við skuli bmgðizt.
Þróun
fjármagnsmarkaðar
í stað þess að fara frekar út í
þá sálma, mun ég nú snúa mér
að þróun fjármagnsmarkaðarins,
en málefni hans hafa verið mjög
ofarlega á baugi að undanfömu.
Óþarfi er að tíunda hér þær
miklu breytingar, sem orðið hafa
á fjármagnsmarkaðnum, síðan
fyrstu skrefin vom tekin í átt til
fijálsrar vaxtamyndunar á árinu
1984. Hefur þessari þróun fylgt
aukin fjölbreytni í fjárhagslegri
þjónustu peningakerfisins, jöfnun
lánskjara á milli lántakenda og
greiðari og jafnari aðgangur allra
að lánsfé. Með betri ávöxtun og
fjölbreyttari spamaðarformum
hefur innlend fjármagnsmyndun á
vegum lánakerfisins aukizt hröð-
um skrefum. Þannig jókst pen-
ingalegur spamaður úr 62% af
landsframleiðslu árið 1984 í 86%
í lok síðasta árs, en það jafngildir
nærri 40% raunaukningu í hlut-
falli við landsframleiðslu. Á sama
tímabili hefur notkun erlends láns-
fjár lækkað um nálægt 20% mælt
á sama kvarða. Aukinn innlendur
spamaður hefur því gert kleift að
ná tveimur markmiðum í senn, að
stórauka heildarframboð fjár-
magns, en draga jafnframt úr
hlutfallslegri notkun erlends láns-
fjár.
Þótt jákvæður árangur af au-
knu frjálsræði á fjármagnsmark-
aðnum sé bæði mikill og ótvíræð-
ur, hafa svo örri þróun óhjákvæmi-
lega fylgt ýmis vandamál og
bamasjúkdómar. Nýjar stofnanir
hafa sprottið upp á markaðnum
og brotið hefur verið upp á margs
konar nýjungum, sem oftast hafa
gefið góðan ávöxt, en þó stundum
reynzt byggðar á of veikum
gmnni. Við slíku er reyndar ætíð
að búast, þegar breytingar ganga
hratt yfir, enda hafa menn verið
misfljótir að læra af reynslunni
og leiðrétta mistök áður en í óefni
væri komið. Það hefur einnig vald-
ið vandkvæðum í þessum efnum,
að engin almenn, viðunandi lög-
gjöf hefur gilt um mikið af þess-
ari nýju starfsemi, og hefur því
bæði skort almennar öryggisregl-
ur, er stjórnendum slíkra fyrir-
tækja bæri að fylgja, og gmnd-
völl nauðsynlegs eftirlits með
framkvæmd þeirra. Úr þessu hefur
nú verið bætt með nýrri og ítar-
legri löggjöf um starfsemi verð-
bréfasjóða og eignarleigufyrir-
tækja. Einnig er langt komið und-
irbúningi lagasetningar um
greiðslukortafyrirtæki.
Þá hefur þessi þróun ekki síður
haft gagnger áhrif á starfsemi
innlánsstofnana, en ný löggjöf um
banka og sparisjóði tók gildi frá
og með árinu 1986, og hefur hún
reynzt vel í flestum atriðum. Auk-
in samkeppni bæði milli innláns-
stofnana innbyrðis og við aðra
aðila á fjármagnsmarkaðnum, hef-
ur að sjálfsögðu breytt aðstöðu
þeirra í veigamiklum atriðum.
Hefur samkeppnin í vaxandi mæli
beinzt að betri þjónustu við við-
skiptamenn og hagstæðari ávöxt-
un sparifjár, en fjölgun útibúa er
að mestu úr sögunni. Jafnframt
er ljóst, að hækkun raunvaxta
hefur aukið verulega á áhættu í
útlánastarfsemi og er hér reyndar
um að ræða þróun, sem átt hefur
sér stað í öðram löndum, þar sem
líkt hefur verið á statt. Ef Útvegs-
bankavandamálið er frá talið, hafa
bankar og sparisjóðir þó ekki orð-
ið fyrir óeðlilegum útlánatöpum
að undanförnu, en ljóst er, að
mikillar árvekni er þörf til að
tryggja, að til slíks komi ekki.
Samkvæmt fmmvarpi, sem nú
liggur fyrir Alþingi, em gerðar
auknar kröfur um, að innláns-
stofnanir setji sér skýrar útlána-
reglur, er tryggi sem bezt áhættu-
dreifingu og aðhald í þessu efni,
og verður það vonandi að lögum
sem fyrst.
Óhóflega mikill ágóði?
Ýmsir hafa haldið því fram að
undanförnu, að ágóði innláns-
stofnana sé óhóflega mikill. Þetta
virðist mér ekki eiga við rök að
styðjast, enda þótt árið 1988 hafi
verið rekstrarlega mun hagstæð-
ara innlánsstofnunum en næstu
árin þar á undan. í heild nam
tekjuhagnaður allra innlánsstofn-
ana eftir skatt yfir 900 millj. kr.
á síðastliðnu ári, en sú fjárhæð
nægði þó ekki til þess að koma í
veg fyrir, að eiginfjárhlutföll lækk-
uðu úr 9,5% i 8,9% samkvæmt
skilgreiningu bankalaga. Munu
þessi hlutföll lækka enn um ná-
lægt 1%, þegar lífeyrisskuldbind-
ingar hafa verið að fullu bók-
færðar. Sem betur fer er eigið fé
íslenzkra innlánsstofnana yfirleitt
viðunandi, og ná þær allar tilskildu
lágmarkshlutfalli samkvæmt
bankalögum. Með hliðsjón af vax-
andi áhættu í útlánastarfsemi og
hinum miklu skuldbindingum
íslenzkra banka erlendis, er mjög
mikilvægt fyrir allt atvinnulíf í
landinu, að þeir geti haldið þess-
ari stöðu. Einnig er á það áð
benda, að helztu iðnríkin hafa nú
komið sér saman um samræmdar
reglur um eiginfjárkröfur banka-
stofnana, sem taka eiga gildi innan
þriggja ára. Ég tel það skipta
höfuðmáli, að íslendingar geti orð-
ið samferða öðmm þjóðum í því
að lögfesta þessar nýju reglur. Er
undirbúningsvinna að því marki
þegar hafin.
Jafnframt er ástæða til að
ítreka nauðsyn þess, að rekstrar-
hagkvæmni bankakerfisins sé
aukin, þannig að hægt sé að veita
viðskiptavinum þeirra ódýrari
þjónustu og draga úr vaxtamun.
Reyndar er ljóst, að vaxtamunur
inn- og útlána hefur minnkað
vemlega undanfama sex mánuði,
og hefur það þegar knúið bankana
til ýmissa aðgerða til að draga úr
kostnaði. Enginn vafi er á því, að
vænlegustu leiðirnar til þess að
auka hagkvæmni bankakerfisins
og virka samkeppni er annars veg-
ar sammni innlánsstofnana í
stærri rekstrareiningar, en hins
vegar rýmri heimildir fyrir erlenda
banka til að keppa á hinum
íslenzka lánamarkaði. Er Seðla-
Dr. Jóhannes Nordal
bankinn eindregið fylgjandi þeirri
stefnu stjómvalda, að greiða fyrir
þessu hvom tveggja.
Þróun vaxta
Kem ég þá að þróun vaxta,
síðan fijálsræði var tekið upp í
þeim efnum, en um það mál hefur
af skiljanlegum ástæðum verið
mestur ágreiningur. Nú var vita-
skuld ekki við öðm að búast en
að raunvextir hækkuðu nokkuð,
sérstaklega á almennum banka-
lánum, eftir að vextir vom gefnir
fijálsir. í fyrsta lagi stafaði þetta
af því, að með miðstýringu hafði
vöxtum lengi verið haldið óeðlilega
Iágum með þeirri afleiðingu, að
spamaður var ófullnægjandi og
fjármagn illa nýtt. Vegna sífellds
lánsfjárskorts, sem lágir vextir
höfðu í för með sér, varð því að
halda uppi lánsfjárskömmtun, sem
fól í sér vemlega mismunun milli
fyrirtækja og atvinnuvega. Þeir
sem bezt vom settir í því kerfi,
hlutu að finna mest fyrir vaxta-
hækkuninni. í öðm lagi hafa
fijálsir vextir haft það í för með
sér, að vaxtakjör á markaðnum
hafa jafnazt, hækkað, þar sem þau
vora lægst, en lækkað á þeim litla
tiltölulega frjálsa markaði, sem
fyrir var. Loks fylgir vaxtafrelsinu
meiri hreyfanleiki vaxta, þar sem
markaðsvextir era mjög næmir
fyrir breytilegu efnahagsástandi
og horfum, sérstaklega varðandi
verðlags- og gengisþróun. Með
hliðsjón af þessu, var eðlilegt að
raunvextir fæm hækkandi á síðarr
hluta ársins 1987 og fram um
mitt ár í fyrra. Spenna á lána-
markaðnum, mikil eftirspum eftir
lánsfé frá ríkissjóði og óvissa um
þróun gengis og verðlags hlaut
að þrýsta vöxtunum upp á við.
Jafnframt er ekki vafi á því, að
þetta tiltölulega háa vaxtastig átti
vemlegan þátt í að koma á jafn-
vægi á lánamarkaðnum og draga
úr efnahagsþenslu. Eftir að hjöðn-
unar eftirspurnar fór að gæta að
ráði síðastliðið haust fóm mark-
aðsvextir hins vegar þegar að síga
niður á við á ný. Hafa raunvextir
síðan haldið áfram að lækka jafnt
og þétt, þrátt fyrir hækkun nafn-
vaxta vegna meiri verðbólgu eftir
áramótin. Til dæmis má nefna, að
markaðsvextir spariskírteina ríkis-
sjóðs á Verðbréfaþingi hafa lækk-
að um 24% frá miðju ári í fyrra
og til þessa dags, og svipaðar
breytingar hafa orðið á öðmm
markaðsvöxtum. Er óhætt að full-
yrða, að ekki hafi verið betra heild-
aijafnvægi á lánsfjármarkaðnum
síðan vaxtafrelsið kom fyrst til
sögunnar fyrir nálægt fimm áram.
Bendir flest til þess, að tilhneiging
sé til enn frekari raunvaxtalækk-
unar á markaðnum á næstunni.
Svo sem kunnugt er, hefur ríkis-
stjórnin lýst þeirri stefnu sinni, að
vextir lækki vemlega enn, og hef-
ur hún sett það að markmiði, að
raunvextir af spariskírteinum
komist niður í 5%. Enginn ágrein-
ingur þarf að vera um það, að
jafnháir vextir og hér hafa verið
að undanförnu em ekki æskilegir
í sjálfu sér eða frá sjónarmiði at-
vinnurekstrar, sem á við ærinn
vanda að stríða, enda hafa mark-
aðsvextir sem betur fer verið að
lækka hér að undanförnu og skil-
yrði væntanlega fyrir hendi til enn
frekari lækkana á næstunni, eins
og ég hef þegar sagt. Ég tel hins
vegar mikilvægt að benda á, að
lækkun vaxta getur því aðeins átt
sér stað án skaðlegra áhrifa á
sparnað og efnahagslegt jafn-
vægi, að hún sé í samræmi við
raunvemleg markaðsskilyrði og
trúverðug í augum sparifjáreig-
enda. Til þess að slík skilyrði fyrir
markaðslækkunum vaxta verði
fyrir hendi þarf að nást áfram-
haldandi árangur á öðmm sviðum
efnahagsmála, svo sem í lækkun
verðbólgu, stöðugleika í gengi og
minnkandi lánsfjárþörf ríkis og
annarra opinberra aðila. Vaxta-
lækkun, sem ekki reyndist samrý-
manleg þolanlegu jafnvægi á láns-
fjármarkaðnum, gæti auðveldlega
stefnt öðram mikilvægum mark-
miðum ríkisstjómarinnar í efna-
hagsmálum í hættu. Þess vegna
er skynsamlegast að feta sig með
fullri gát að því marki, sem hér
hefur verið sett, svo að reynsla
fáist af traustleika hvers áfanga
fyrir sig, áður en næsta skref er
tekið.
Fjármagnskostnaður
atvinnuvega
í tilefni hinnar miklu umræðu
um fjármagnskostnað atvinnuveg-
anna, er ástæða til að benda á, að
þar em fleiri vandamál á ferðinni
en háir raunvextir. Hér koma líka
fram afleiðingar þess, að allt of
mörg fyrirtæki hér á landi hafa
lélega eiginíjárstöðu og em því fjár-
hagslega veikburða og óeðlilega
viðkvæm fyrir sveiflum í afkomu-
skilyrðum og fjármagnskostnaði.
Þetta á ekki sízt við í sjávarútvegi
og öðmm greinum, sem lengi nutu
forgangs um lánsfé, á meðan vext-
ir vom oftast neikvæðir og höfðu
því hag af því að ná til sín sem
mestu lánsfé, sem verðbólgan end-
urgreiddi síðan jafnharðan. Þetta
ástand er nú hins vegar úr sög-
unni, og em ekki minnstu líkindi
til þess, að það komi aftur um fyrir-
sjáanlega framtíð. Hvort sem raun-
vextir hér á landi verða tveimur til
þremur prósentum hærri eða lægri
á næstu ámm, verða þeir vafalaust
enn um langt skeið tiltölulega háir
á sögulegan mælikvarða. Við slík
skilyrði er mikilvægt fyrir atvinnu-
rekendur að draga úr lánsijárþörf
sinni og styrkja eiginfjárstöðu sína
að sama skapi. Þetta verður hins
vegar tæpast gert nema að litlu
leyti með því að bæta rekstrar-
gmndvöll og þar með afkomu at-
vinnufyrirtækja. Til þarf einnig að
koma hvatning til þess, að eigendur
fyrirtækja og allur almenningur
leggi stóraukið nýtt áhættufé í at-
vinnurekstur. Hér er að vísu um
stærra og flóknara mál að ræða en
svo, að því verði gerð nokkur skil
á þessum vettvangi. Mig langar þó
til að drepa á nokkur mikilsverð
atriði.
Það er í fyrsta lagi ljóst, að fyrir-
komulag skattlagningar á eignum
og eignatelqum hvetur mjög til
notkunar lánsfjár frekar en hluta-
§ár, bæði frá sjónarmiði lántakenda
og sparenda. Þannig em vaxtatekj-
ur algerlega skattfrjálsar, en aðeins
takmarkað skattfrelsi á tekjum af
hlutafé, þrátt fyrir mun meiri
áhættu, sem því fylgir. Á hinn bóg-
inn era vextir eftir leiðréttingu með
verðbótafærslu frádráttarhæfir hjá
fyrirtækjum, en frádráttur arðs tak-
markaður við fasta prósentu af
nafnvirði hlutafjár. Álagning eigna-
skatts er einnig vemleg hindmn í
þessu efni. Allt era þetta atriði, sem
brýn nauðsyn er að fjalla rækilega
um og leiðrétta með einhverjum
hætti í þeirri endurskoðun á skatt-
lagningu eignatekna, sem nú er
unnið að.
í öðra lagi væri æskilegt að auka
a.m.k. tímabundið skattfrádráttar-
heimildir þeirra, sem ieggja nýtt fé
í atvinnurekstur. Takmarkaðar
heimildir af þessu tagi vegna kaupa
á hlutabréfum hafa verið í lögum
í nokkur ár og þegar haft nokkur
áhrif í þá átt að auka áhuga á hluta-
bréfakaupum. Mun víðtækari heim-
ildir þyrftu að vera fyrir hendi og
þannig skilgreindar, að þær gætu
komið að vemlegu gagni í því skyni
að hvetja til endurskipulagningar á
fjárhag fyrirtækja. Ér hér um að
ræða vænlegri leið til að bæta fjár-
hagsstöðu fyrirtælq'a til frambúðar,
heldur en þá fyrirgreiðslu í formi
lánsútvegana eða ábyrgða, sem
ríkisvaldið hefur venjulega gripið
til.
í þriðja lagi vil ég minna á, að
fyrir ári gerðu erlendir sérfræðing-
-ar á vegum Seðlabankans og Iðn-
þróunarsjóðs rækilega skýrslu um
aðgerðir til þess að efla hlutafjár-
markað hér á landi. Var þar bent
á margar breytingar, einkum á
skattalöggjöf og lögum um hlutafé-
lög, sem gera þyrfti áður en hægt
sé að búast við því, að umtalsverð-
ur markaður fýrir hlutabréf geti
þróazt hér á landi. Einnig er bent
á, að fyrirtækin þyrftu sjálf að
virkja aukinn áhuga almennings á
hlutabréfakaupum með því að nema
á brott hindranir, sem mörg þeirra
setja á sölu hlutabréfa sinna. Loks
má nefna þá tillögu sérfræðing-
anna, að leyfa lífeyrissjóðum að
festa fé í ríkari mæli í hlutafé, en
engin heildarlöggjöf hefur enn verið
sett, er kveði á um starfsemi lífeyr-
issjóða.
Endurbætur á
íjármálakerfí
Endurbætur á starfsemi fjár-
málakerfisins með skýrari leikregl-
um og aukinni samkeppni, opnun
íslenzka lánamarkaðarins fyrir er-
lendum aðilum og ráðstafanir til
þess að efla starfsemi hlutafélaga
með aukinni þátttöku alls almenn-
ings í að byggja upp eiginfjárstöðu
íslenzkra fyrirtækja em allt dæmi
um aðgerðir, sem stuðla að skipu-
lagsbreytingum í íslenzku atvinnu-
lífi og betri nýtingu fjármagns.
Þótt erfíðleikar atvinnuveganna að
undanfömu stafí vissulega að vera-
legum hluta af óhagstæðum al-
mennum rekstrarskilyrðum, vegna
innlendra kostnaðarhækkana og
verðbólgu, eiga mörg þessara
vandamála aðrar og djúpstæðari
orsakir. Við lifum á tímum óvenju-
legra breytinga í tækni, neyzluvenj-
um og markaðsskilyrðum, sem at-
vinnustarfsemin verður að laga sig
að, ef íslendingar eiga að halda til
jafns í við aðrar þjóðir í framleiðslu
og lífskjömm. Dæmi um áhrif þess-
ara breytinga blasa hvarvetna við:
ný flutningatækni og frysting á sjó
hafa gjörbiytt samkeppnisstöðu
frystiiðnaðarins, breyttar neyzlu-
venjur hafa dregið stórlega úr eftir-
spurn eftir hefðbundnum land-
búnaðarafurðum, ódýrar iðnaðar-
vömr frá nýiðnvæddum þjóðum
Asíu hafa veikt samkeppnisstöðu
margra greina iðnaðar og bættar
samgöngur innanlands em smám
saman að stækka markaðssvæði
fyrirtælq'a í smásölu og dreifíngu
og veikja þannig markaðsstöðu
lítilla staðbundinna fyrirtækja.
Vandamál af þessu tagi verða
ekki leyst nema að litlum hluta með
því að bæta almenn rekstrarskil-
yrði, t.d. með gengislækkunum eða
lækkunum íjármagnskostnaðar. Er
reyndar líklegt, að slíkar aðgerðir
geti beinlínis komið í veg fyrir, að
fyrirtæki, sem eiga við aðlögunar-
vandamál að etja; grípi til nauðsyn-
legra aðgerða. Á hinn bóginn er
hætt við, að tilraunir til að tryggja
rekstrargrundvöll fyrirtækja, sem
fyrst og fremst eiga við slík aðlög-
unarvandamál að etja, með gengis-
breytingum og hækka þannig allt
verðlag í landinu, muni aðeins hafa
í för með sér aukna verðbólgu.
Engu minni hættur felast í þvi,
ef sú leið er valin að halda uppi
óarðbæmm atvinnurekstri með
beinum eða óbeinum styrkjum eða
annarri fyrirgreiðslu, sem bæði geta
orðið til þess að fresta nauðsynleg-
um aðlögunaraðgerðum og komið
a
_____________________________33
auk þess niður á rekstrargmndvelli
annarra samkeppnishæfari fyrir-
tækja. Því aðeins geta beinar að-
gerðir af þessu tagi átt rétt á sér,
að með þeim sé hægt að tryggja
framgang nauðsynlegra skipulags-
breytinga eða vinna tíma til þess,
að fyrirtækin geti unnið sig sjálf
út úr vandanum.
Ástæðulaust er að orðlengja
þetta. Hvort sem litið er til reynslu
Islendinga sjálfra eða umheimsins,
hlýtur árangursrík efnahagsstarf-
semi að gmndvallast á opnum
mörkuðum og virkri samkeppni á
sem flestum sviðum efnahagslífs-
ins. Við slík skilyrði em fyrirtækin
knúin til aðlögunar að síbreytileg-
um aðstæðum og arðsemi ræður
að jafnaði mestu um vöxt þeirra
og viðgang. Þess vegna steftia nú
flest ríki heims að virkari mörkuð-
um, jafnvel þau sem til þessa hafa
búið við mesta miðstýringu efna-
hagsstarfseminnar.
Lítum sérstaklega á Vestur-
Evrópu, en við hana eiga íslending-
ar hátt í þijá fjórðu hluta allra ut-
anríkisviðskipta sinna. Þrír áratugir
em liðnir frá því Rómarsáttmálinn
var gerður, en æ síðan hefur verið
sótt fram til frjálsari viðskipta og
sífellt nánara efnahagssamstarfs
helztu Evrópurílqa undir forastu
Efnahagsbandalagsins og EKTA.
Nú hefur Efnahagsbandalagið
ákveðið að koma á algerlega hömlu-
lausum markaði með vömr, þjón-
ustu og fjármagn innan örfárra
ára, en í framhaldi af því verði síðan
stefnt að enn nánari samræmingu
í efnahags- og peningamálum á
gmndvelli stöðugs gengis, sem að
lokum gæti leitt til þess, að öll þátt-
tökuríkin tækju upp sameiginlegan
gjaldmiðil.
Hingað til hafa íslendingar leit-
ast við að fylgjast með í þessari
markaðsþróun Evrópu, en þó lengst
af verið nokkram skrefum á eftir
nágrannaþjóðunum. Stærstu
áfangamir á þeirri leið vora afnám
innflutningshafta upp úr 1960 og
innganga íslands í EFTA ásamt
samningum við Efnahagsbandalag-
ið snemma á áttunda áratugnum.
Enginn hefur eftir á efast um mikil-
vægi þessara og annarra breytinga,
sem hafa átt sér stað í átt til ftjálsra
viðskipta við önnur lönd, né viljað
stíga þau skref til baka. Sama hlýt-
ur að verða uppi á teningnum nú,
að íslendingar reyni eftir fremsta
megni að fylgja öðram þjóðum Evr-
ópu' á leið þeirra til efnahagslegs
samrana. Ég sé ekki, að smáþjóð á
útjaðri þessarar stóm efnahags-
heildar muni eiga annarra raun-
hæfra kosta völ.
Sé þetta svo er líka óumflýjan-
legt, að íslendingar fari í efnahags-
stefnu sinni að taka fullt tillit til
þeirrar nauðsynjar að aðlaga
íslenzkt efnahagskerfí að þeirri þró-
un, sem er að eiga sér stað meðal
annarra iðnrílqa og búa íslenzk at-
vinnufyrirtæki undir vaxandi sam-
keppni, sem þó verður að mæta,
en til þess að það takist þarf fyrst
og fremst þrennt að koma til. í
fyrsta lagi verður að ná sama stöð-
ugleika i þróun launa og gengis hér
á landi og annars staðar í Evrópu.
í öðm lagi verður að efla fijálsa
verðmyndun á sem flestum sviðum
efnahagsstarfseminnar, en afnema
styrki og verðlagshöft, og loks þarf
að búa íslenskum fyrirtæiq'um sömu
skilyrði varðandi skattlagningu og
tæknilega þjónustu og samkeppnis-
aðilar þeirra erlendis njóta.
Það hefur verið gert mikið veður
út af efnahagserfiðleikum íslend-
inga undanfarið ár og mörg stór
orð fallið í hita leiksins. Menn mega
þó ekki gleyma öllum eðlilegum
hlutföllum og missa sjónar á því,
að íslendingar njóta enn, þrátt fyr-
ir nokkurn tekjusamdrátt að und-
anfornu, einhverra beztu lífskjara
og atvinnuöryggis, sem nú þekkist
í heiminum, og þeir eiga enn gnótt
ónotaðra auðlinda. I stað þess að
láta stundarerfiðleika hrekja sig af
braut verða landsmenn nú að beina
hugsun sinni og orku að því að
móta og fylgja fram markvissri
langtímastefnu í efnahagsmálum,
sem bæði taki mið af þörfum og
einkennum íslendinga sjálfra og
þeirri þróun í átt til sífellt nánari
efnahagstengsla, sem em að gerast
í þessum heimshluta.