Morgunblaðið - 04.05.1989, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 04.05.1989, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. MAÍ lð89 Æruleit tilberanna eftirSverri Hermannsson Umræða um biðlaun alþingis- manna hefir verið allhávær að und- anfömu og undirritaður ekki farið varhluta af, sem líklegt er, enda er hann einn af þeim sem ber ábyrgð á lögunum, sem um þau gilda, og sett voru haustið 1978. Fréttamenn, sem fjallað hafa um málið, hafa hins- vegar lítt hirt um að kynna sér mál- ið til hlítar, enda hætt við að fréttnæ- mið minnkaði. Það er dapurlegt, en í blaðamannastétt bregður nú orðið fár hinu betra ef veit hið verra. Haustið 1978, í tíð vinstri stjómar Olafs Jóhannessonar, voru sett lög á Alþingi um biðlaun alþingismanna. Frumvarpið var flutt af þingfarar- kaupsnefnd, og var formaður henn- ar, Garðar Sigurðsson, 1. flutnings- maður. Sá sem hér heldur á penna, var einn af flutningsmönnum. Fram tii þess tíma höfðu þingmenn engar greiðslur fengið, þegar þingsetu þeirra lauk. Mörg dæmi vom um hversu hastarlega þetta gat komið við, þótt sleppt verði að nefna nema eitt: Bjöm Jónsson, fyrrv. forseti ASÍ, var kosinn þingmaður fyrir Akureyri 1956. í kosningunum 30. júní 1974 féll hann óvænt. Daginn eftir, 1. júlí, var hann launalaus eft- ir 18 ára samfellda þingsetu. Lagagreinin frá 1978 hljóðar svo: „Alþingismaður, sem setið hefur á Alþingi eitt kjörtímabil eða lengur, á rétt á biðlaunum, er hann hættir þingmennsku. Biðlaun jafnhá þing- fararkaupi skv. 1. gr. skal greiða í þijá mánuði eftir eins kjörtímabils setu, en í sex mánuði eftir þingsetu í 10 ár eða lengur." Undirrituðum telst svo til að þetta nýja lagaákvæði hafi náð til 51 þing- manns, sem hætt hafa störfum á Alþingi eftir að lögin voru sett. í þeim hópi er m.a. hr. Ó. Grímsson, fjármálaráðherra, sem valt út af þingi 1983. Við lauslega athugun virðast 18 þessara manna hafa þegar horfið að fulllaunuðum störfum eða verið í störfum, en 11 til viðbótar komnir á eftirlaun hjá Alþingi og annars stað- ar. Þrátt fyrir það var öllum þessum mönnum greitt fullt þingfararkaup í 3 eða 6 mánuði, að þrem mönnum undanskyldum, af óútskýrðum ástæðum. Fyrir því er það, að bið- launaheitið er í sjálfu sér rangnefni. Í aprílmánuði 1988 kom undirrit- aður að máli við skrifstofustjóra Al- þingis og tjáði honum að hann hefði ákveðið að segja af sér þingmennsku 17. maí 1988, dagjnn sem hann tæki við nýju embætti í Landsbanka ís- lands. — Því má skjóta hér inn í, að engin lagaákvæði eru til, sem skylda þingmann til að segja af sér þing- mennsku, þótt hann gerist banka- syóri. — Erindið til skrifstofustjóra var að biðja hann um bréflega staðfestingu á eftirlaunarétti undirritaðs. í þessu viðtali var það raunar, sem undirrit- aður gerði sér í fyrsta sinn fulla grein fyrir launagreiðslum til þingmanna að lokinni þingsetu, og hafði greinar- höfundur þó verið þingforseti í fjögur ár eftir að margnefnd lög tóku gildi. Þann 1. júní, þegar fyrsta launa- viðbótin skyldi greidd, hafði þáver- andi forseti Sameinaðs þings, Þor- valdur Garðar Kristjánsson, sam- band við undirritaðan og tjáði honum að almenna reglan væri að vísu sú, að allir fengju þessar greiðslur, en þijú dæmi væru um að þessar greiðslur hefðu ekki verið inntar af hendi. Við Þorvaldur Garðar urðum sammála um að kanna málið til þrautar, þar sem hvorugur okkar gat í neinu falli hætt á að fyllstu lagaá- kvæða væri ekki gætt. Það var niður- staða okkar Þorvaldar Garðars að leita til hins nýja umboðsmanns Al- þingis, Gauks Jörundarsonar, um ráðgjöf. Og niðurstaða hans var ótv- íræð: Alþingi bæri í öllu falli að inna þessar greiðslur af hendi, eins og gert hafði verið í 10 ár nær undan- tekningarlaust. 48 þingmenn höfðu notið þessara kjara á undan Sverri Hermannssyni, án alls tillits til stöðu þeirra eða annarra launakjara. Það er því dálítið sérkennilegt að hlusta Sverrir Hermannsson „En hvers vegna í ósköpunum hverfa menn ekki einfaldlega til biðlaunareglunnar, bæði þingmenn og ráð- herrar? Þeirrar ein- földu reglu að vinnu- veitandinn sér um að þeir haldi óskertum launum í 3 og 6 mán- uði, en ekki fram yfir það, þannig að aðrar tekjur, sem viðkomandi kann að fá, dragast frá greiðsluskyldu vinnu- veitanda, í þessu falli ríkisins.“ á fréttaflutning eins og t.d. hjá fréttamanninum Elínu Hirst, sem mikið hefír fjallað um málið, og læt- ur aldrei hjá líða að fullyrða, að Sverrir Hermannsson hafí riðið fyrst- ur á vaðið í þessum efnum. Því verður ekki á móti mælt að slíkar greiðslur geta orkað tvímælis. Og nú hefir mikið fát gripið þing- mennina okkar. Til þess að reyna að rétta hlut Alþingis í augum al- mennings var í skyndi flutt laga- frumvarp þess efnis, að greiðslur skyldu ekki inntar af hendi til þeirra, sem segðu sjálfir af sér þing- mennsku! Blessaður Jón minn Helgason er 1. flutningsmaður, og hefir sjálfsagt ekki treyst sér til við verkefnið fyrr en í aprfl, þar sem hann var sjálfur á fullum biðlaunum ráðherra út marz! í allri vinsemd er þörf á að benda þingmönnum á, að þetta hrekkur nú skammt til uppreisnar æru, ef þeir þykjast hafa hana að veija í máli þessu. Jafnvel þótt þeir hyggist með þessu ná launabótunum af Albert Guðmundssyni, sem þeir reyndar ekki ná, þar sem slík lagabreyting myndi ekki gilda aftur í tímann. Hvaða eðlismunur er á því að þing- maður segi af sér þingmennsku eða gefi ekki kost á sér til framboðs í öruggt sæti? Er maðurinn ekki með því sjálfur að taka ákvörðun um að hætta þingmennsku? Hvers vegna skyldu þeir hafa meiri rétt til launa, sem kjósendur hafna við kjörborðið? Og hvað um biðlaun ráðherra, sem alltaf eru greidd í sex mánuði án tillits til annarra launatekna viðkom- andi? Með þeirri lagabreytingu, sem nú er lagt til að gerð verði, er einvörð- ungu verið að ákveða að hætta greiðslum til þeirra örfáu, sem sjálf- ir segja af sér þingmennsku, en halda óbreyttum lq'örum til handa öllum öðrum. Auðvitað er sá sem hér held- ur á penna í engum færum um að segja öðrum til, og allra sízt í þessu máli. En hvers vegna í ósköpunum hverfa menn ekki einfaldlega til bið- launareglunnar, bæði þingmenn og ráðherrar? Þeirrar einföldu reglu að vinnuveitandinn sér um að þeir haldi óskertum launum í 3 og 6 mánuði, en ekki fram yfir það, þannig að aðrar tekjur, sem viðkomandi kann að fá, dragast frá greiðsluskyldu vinnuveitanda, í þessu falli ríkisins. Þó ekki væri nema til að firra menn þeim hremmingum að verða bitbein tilbera í þjóðfélaginu, sem fylla allar fréttagáttir hrópandi um siðleysi, og allt vegna íjárhæða, sem engan baggamun geta riðið. Eins og menn muna, gerði Þjóð- viljinn harða hríð að greinarhöfundi á liðnum vetri vegna þessara launa- greiðslna frá Alþingi. Senn kann að líða að því að skjólstæðingar hans, kappamir Ó. Grímsson og svarabróð- ir hans Gestsson komist á 6 mánaða biðlaun ráðherra — ef þeir ná tveggja ára setu í ráðherrastól. Það verður fróðlegt að íylgjast með því þegar þeir fara að afsala sér þeim rétti, sem lög kveða á um, því enga tilraun gera þeir til að breyta þeim lögum. Þá mun Ó. Grímssyni vafalaust verða hugsað til þess þegar hann hóf um- ræðuna um þessi mál — með upplýs- ingagjöf til handa Pressunni um bið- laun Sverris Hermannssonar, þar sem nef þótti of náið augum að not- ast við Þjóðviljann. Höfiwdur er bankastjórí Lands- banka íslands ogfyrrv. alþingis- maður Sjálfstæðisfiokks fyrir Austuríandskjördæmi. 3000. fundur Útvarpsráðs: * Islenskt tal við allt bamaefiii í sjónvarpi Yfirlýsing frá HÍK - vegna umræðna um Sóknarkonur á fundi með fiármálaráðherra í Sóknarsalnum í gær 2. maí héldu kennarar í Hinu íslenska kennarafélagi fund með íjármáiaráðherra, Ólafí Ragnari Grímssyni. Fréttaflutningurafþeim fundi var með þeim hætti að við teljum ástæðu til að skýra Sóknar- konum frá viðhorfum okkar. HÍK bauð Ólafi Ragnari Grímssyni á sinn fund til að ræða kjör kennara og annarra BHMR- manna í verkfalli. Ráðherra fór þar að hreykja sér af því að hafa undir- ritað góða samninga við Sókn sem væru sérlega vinsamlegir konum °g þegar hann tók fram að þessar konur (þ.e. Sóknarkonur) væru margar hveijar einstæðar mæður þá þótti okkur sem í salnum sátum að bæði konum í kennarastétt og Sókn væri misboðið og hlógum háðslega að því hvað ráðherrann gat lagst lágt. Ólafur greip það á lofti og sagði: „Já, hlæið bara að Sóknarkonum." Þetta þótti síðan fjölmiðlum ástæða til að draga út og birta í fréttum. Við vorum auð- vitað ekki að hlæja að Sóknarkon- um en hins vegar var mikil reiði í salnum og fólk kallaði upp ýmislegt sem gat orkað tvímælis í augum þeirra sem ekki sátu fundinn. Tilburðir fjármálaráðherra til þess að slá sig til riddara og gera sig að sérstökum vildarmanni lág- launafólks á íslandi í þeim tilgangi að skjóta sér undan ábyrgð sinni í kjaradeilu BHMR og ríkisins eru honum til skammar. Við hörmum það ef atvik þetta, sem íjölmiðlar tóku síðan dyggan þátt í að blása upp og slíta úr samhengi við tilefni fundarins, hefur orðið til þess að stilla Sókn og háskólamenntuðum ríkisstarfsmönnum upp sem and- stæðingum. Það hefur löngum verið aðferð stjómmálamanna að etja launafólki saman og fínna sökudólga. Ólafur Ragnar Grímsson hefur ekki dregið af sér við slíkt. Lág laun einnar stéttar afsaka ekki slæm kjör ann- arrar. Við höfum nú verið tæpar fjórar vikur í verkfalli og slíkt reyn- ir á þolrif fólks. Ólafur Ragnar Grímsson virtist ekki vilja skilja að reiði fundarmanna beindist að hon- um en ekki þeim verkalýðsfélögum sem þegar hafa gengið til samn- inga. Við lítum á okkur sem launþega- hreyfingu með sjálfstæðan samn- ingsrétt og sem slík viljum við og eigum að beijast við hlið annarra launþega fyrir bættum kjörum og megum aldrei láta viðsemjendur okkar etja okkur saman. Fyrir hönd Hins íslenska kenn- arafélags, Wincie Jóhannsdóttir, formaður tiárgreióslusveinn óskast í hluta eða fullt starf. Upplýsingar í síma 13010 kvöldsími 71669 HÁRGREIÐSUISIOFAN KLAPPARSTÍG Eftirfarandi áiyktun var sam- þykkt samhljóða á 3.000. fiindi Útvarpsráðs fimmtudaginn 27. apríl 1989. Á undanfömum misserum hefur verið lögð áhersla á að setja íslenskt tal við efni sem ætlað er yngri börn- um í sjónvarpi með þeim árangri að á liðnum vetri náðist að talsetja að meðaltali um 85% þess efnis. Útvarpsráð samþykkir að fram- vegis verði sett íslenskt tal við allt efni í sjónvarpi, sem ætlað er börnum yngri en 10 ára. Er þá miðað við að efni verði talsett annaðhvort með sögumanni eða leikröddum eftir at- vikum. Myndefni, sem svo til ein- vörðungu byggir á leikhljóðum, er hér undanskilið. Einnig verði leiknir myndaflokkar þar sem saman verður að fara full- komið samræmi raddar og vara- hreyfingar áfram útbúnir með íslenskum texta. Útvarpsráð telur nauðsynlegt að auka hlut innlendrar framleiðslu í bamaefni Sjónvarpsins og samþykkir að með næstu vetrar- dagskrá verði gert sérstak átak í þessum efnum. (Fréttatílkynning) Rúna Gísladóttir listmálari. Rúna sýnir á Siglufirði RÚNA Gísladóttir, listmálari, opnar myndlistarsýningu á Siglufirði í dag, fimmtudaginn 4. maí, klukkan 14.00 (uppstign- ingardag). Sýning hennar verður í sýningarsalnum á Gránugötu 24 fram til sunnudagsins 7. maí og er hún opin kl. 14—19 alla sýningardagana. Þetta er 3. einkasýning Rúnu, en hún sýndi áður á Blönduósi sl. haust og á Kjarvalsstöðum í Reykjavík í nóvember 1987. Hún hefur einnig tekið þátt í mörgum samsýningum, bæði í Reykjavík og á landsbyggðinni. Rúna lauk kennaraprófi úr Kenn- araskóla íslands 1962 og stundaði almenna kennslu í Reylqavík og á Vatnsleysuströnd í 10 ár. Nam síðan málun og myndvefnað í Nor- egi um skeið og loks við Myndlista- og handíðaskóla ídslands 1978—82 og útskrifaðist úr málaradeild. Starfar sjálfstætt að myndsköpun á vinnustofu á Selbraut 11, Selt- jamarnesi og stundar þar einnig myndlistarkennslu. Að þessu sinni sýnir Rúna mál- verk, vatnslitamyndir og collage, samtals 37 myndir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.