Morgunblaðið - 04.05.1989, Blaðsíða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. MAÍ 1989
ísland greiðir atkvæði
gegn aðild PLO að WHO
„ÍSLAND greiðir atkvæði gegn umsókn PLO um fasta aðild að Al-
þjóðaheilbrigðismálastofhuninni, verði umsóknin borin undir atkvæði,"
sagði Helgi Agústsson, skrifstofustjóri utanríkisráðuneytisins í samtali
við Morgunblaðið.
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin,
WHO, fundar 8.-13. maí næstkom-
andi í Genf. PLO hefur sótt um fasta
aðild að stofnuninni, en að sögn
Helga er ekki sjálfgefíð hvort um-
sóknin verður borin undir atkvæði.
Fari svo mun ísland greiða atkvæði
á móti. Helgi sagði að skýringin á
þessari afstöðu væri sú, að ríki Pa-
lestínu væri ekki fullvalda ríki í skiln-
ingi þjóðarréttar, þar sem það hefði
ekki landssvæði eða ríkisstjóm.
Fulltrúar ísland á þingi Alþjóða-
heilbrigðismálastofnunarinnar verða
þau Dögg Pálsdóttir, deildarstjóri í
heilbrigðisráðuneytinu, Páll Sigurðs-
son, ráðuneytisstjóri í heilbrigðis-
ráðuneytinu og Guðmundur Bjarna-
son, heilbrigðisráðherra, auk fasta-
fulltrúa íslands, Sverris Hauks
Gunnlaugssonar, sendiherra.
Vlð sö!nuir\ tyrir
SUMARHÚSl
ettir ainn -eiald netnnl
Baldur Guðnason t.v. og Víðir Þorsteinsson hampa veggspjaldi sem
kynnir Qársöfnun SEM.
Samtök endurhæfðra mænuskaddaðra:
I samstarf um bætta
umferðarmenningu
SAMTÖK endurhæfðra mæn-
uskaddaðra hafa gengið til liðs
við Umferðarráð og Samsstarfs-
hóp um bætta umferðarmenn-
ingu og á blaðamannafundi sem
samtökin héldu kom fram að þau
munu leggja allt það af mörkun-
um sem í þeirra valdi stendur til
að auka öryggi i umferðinni.
Hveraig komið er fyrir einstök-
um félögum í samtökunum gæti
verið öðrum viti til varnaðar i
umferðinni.
Á umræddum blaðamannafundi
notuðu samtökin tækifærið og
kynntu hreyfingu sína og markmið
hennar. SEM eru tíu ára gömul
samtök sem miða að því að veita
þeim sem lenda í slysum og lam-
ast, siðferðilegan og félagslegan
stuðning, stuðla að betri aðgengi
alls staðar, stuðla að uppbyggingu
betra húsnæðis fyrir félagsmenn,
auka menntun þeirra og gera þá
hæfari til að komast aftur út á al-
mennan vinnumarkað sem varan-
legt vinnuafl, eins og segir í frétta-
tilkynningu sem SEM hafa sent frá
sér. Meðal þess sem SEM hefur átt
frumkvæði að var stofnun skóla
fyrir fatlaða árið 1983, en þar skap-
aðist tækifæri til að fá kennslu í
tölvufræðum, undirbúningsmennt-
un fyrir framhaldsskóla og störf á
almennum vinnumarkaði. Núna eru
samtökin í óða önn að safna pening-
um fyrir sérhannaðan sumarbústað.
Hafa þau komið fyrir söfnunarköss-
um fyrir í ýmsum stórmörkuðum
og samkomuhúsum, auk þess sem
þau hafa stofnað gíróreikning
nr.572020 og hvetja fólk til að
muna eftir þeim og hjálpa.
Morgunblaðið/Sverrir
Egill Kristjánsson framkvæmdastjóri alþjóðlegu matvælasýning-
arinnar Icefood ’89 og Biraa Sigurðardóttir sölustjóri sýningar-
innar í Laugardalshöll.
Alþjóðleg sýning í Laugardalshöll:
Yfir 50 fyrirtæki sýna
margvísleg matvæli
ALÞJÓÐLEG matvælasýning, Icefood ’89, verður í Laugardals-
höll 5. til 12. maí næstkomandi. Yfír 50 ísiensk fyrirtæki sýna
þar matvæli á 800 fermetra gólffíeti, þar á meðal tilbúna sjávar-
rétti sem ekki hafa sést á markaði áður. Sýningin verður opin
almenningi frá klukkan 14 til 22 á laugardag og sunnudag og
frá klukkan 18 til 22 aðra sýningardaga. Aðgangseyrir verður
400 krónur fyrir fullorðna en 200 krónur fyrir böra. Frá 8. til
12. maí er tíminn frá klukkan 15 til 18 sérstaklega ætlaður
fyrir viðskiptamenn fyrirtækjanna sem taka þátt í sýningunni.
„Et, drekk ok ver glaðr“ eru
einkunnarorð sýningarinnar en að
henni standa Industrial and Trade
Fairs Intemational Ltd. í Bret-
landi og Alþjóðlegar vörusýningar
sf. sem er umboðsaðili fyrirtækis-
ins hér á landi.
Til að auðvelda fólki á lands-
byggðinni að komast á sýninguna
veita Flugleiðir sérstakan afslátt
sýningardagana á öllum innan-
landsleiðum. Umboðsmenn Flug-
leiða um land allt veita upplýsing-
ar um afsláttarkjörin.
Félagar í Klúbbi matreiðslu-
meistara sjá um matreiðslukynn-
ingar á sérstöku sýningarsviði.
Þeir hafa fengið til liðs við sig
matreiðslumennina Roland Cze-
kelius frá Boston í Bandaríkjunum
og Bent Stiansen frá Osló. Þá
munu ýmsir þekktir íslendingar
opinbera kunnáttu sína í matar-
gerð.
Samhliða sýningunni verður
sérstök kynning á sjávarréttum á
Hótel Holti, Hótel Sögu, Amar-
hóli, Gauki á Stöng, Kaffi Óperu
og Jónatan Livingston mávi, að
sögn Egils Kristjánssonar fram-
kvæmdastjóra sýningarinnar.
Dagsbrún:
Boðar verk-
fall á Yara
Trúnaðarmannaráð verka-
mannafélagsins Dagsbúnar hef-
ur ákveðið að boða verkfall á
öryggisgæslufyrirtækið Vara frá
og með miðnætti 16. maí næst-
komandi. Félagið gerir kröfu til
þess að fyrirtækið gerist samn-
ingsaðili með tilheyrandi skyld-
um og réttindum eins og önnur
fyrirtæki, að sögn Guðmundar
J. Guðmundssonar, formanns
Dagsbrúnar. „Ég er afskaplega
hissa, ef rétt er,“ sagði Baldur
Ágústsson, framkvæmdastjóri
Vara, er hann var spurður um
þetta mál „og hef ekkert um það
að segja fyrr en ég hef heyrt um
það frá réttum aðilum.“
Ferðahátíð
hjá Útsýn
Ferðaskrifstofan Útsýn heldur
í dag ferðahátíð á söluskrifstofu
sinni í Mjódd. Þar verða kynntir
nýir samningar um gistiþjónustu
á Spáni sumarið 1990. Af því til-
efiii býður Útsýn 10% afslátt af
ferðum til Spánar og Portúgal í
júlímánuði næstkomandi.
Anna Guðný Aradóttir fram-
kvæmdastjóri Útsýnar segir að tek-
ist hafi að ná hagstæðum samning-
um um gistiþjónustu á Spáni fyrir
árið 1990 og sé verð óverulega
hærra en í ár, í erlendri mynt.
Anna segir að í tilefni af þessu
fái ferðaskrifstofan heimsókn frá
viðsemjendum og á ferðahátíð sem
haldin verður í dag frá klukkan
14.00 til 18.00 verða kynntar ferð-
ir til Spánar og Portúgal. „Við vild-
um hafa vaðið fyrir neðan okkur,
þetta eru vinsælustu hótelin okkar
og við vildum tryggja okkur þau
strax,“ sagði Anna.
Svína- og Kjúklingabændur:
Verkfall hefur tafíð slátrun
MIKLAR tafír hafa orðið á kjúklinga- og svinaslátrun vegna verk-
falls dýralækna í þjónustu ríkisins. Engin slátrun fer fram nema
að fenginni undanþágu og aðeins eru veittar undanþágur með tilliti
til dýraveradunarsjónarmiða. Fulltrúar dýralækna f verkfalli meta
aðstæður f hveiju tilviki fyrir sig. Ef sýnt er að þrengsli eru orðin
mikil á búunum, er sláturleyfíð veitt, að sögn Rögnvalds Ingólfsson-
ar, sem situr f undanþágunefiid dýralækna.
Aðeins tveir fulltrúar Dýra- inga og fleira.
læknafélagsins sjá um að kanna
aðstæður á búunum um land allt.
Þrjátiu dýralæknar eru í verkfalli.
Þar af er helmingurinn bundinn við
neyðarþjónustu úti á landi og aðrir
á símavakt í Reykjavík, við samn-
Að sögn Kristins Gylfa Jónsson-
ar, formanns Svínaræktarfélagsins,
eru dæmi þess að svínabændur
hafí ekki getað annað eftirspum
eftir fersku svínakjöti, en svína-
kjötsmarkaðurinn byggist að mikl-
Útboö varnarliðsframkvæmda:
Eðlilegast að allar fram-
kvæmdir séu á sama markaði
- segir Páll Sigurjónsson forstjóri
„ÉG tel að það sé heilbrigðast að öll verk, sama hvar þau eru unnin
hér á landi, séu boðin út í frjálsum útboðum. Ég sé ekkert sem
mælir með að annar háttur sé hafður á á Keflavíkurflugvelli en
annars staðar á landinu," sagði Páll Siguijónsson forsljóri verktaka-
fyrirtækisins ístaks, er leitað var álits á hugmyndum Þorsteins Páls-
sonar formanns Sjálfstæðisflokksins um opin útboð varnarliðs-
framkvæmda.
Páll sagði lang eðlilegast að allar
framkvæmdir hér á landi væru á
sama markaði. Hann sagði að á
sínum tíma hefði ekki verið til verk-
takafyrirtæki til að taka slík verk
að sér, en síðan hefði verktakaiðn-
aðurinn þróast mikið. Útboð varnar-
liðsframkvæmda ætti að vera liður
í þeirri þróun. „Ég sé ekki þau vand-
kvæði við bein samskipti við Vam-
arliðið sem sumir óttust," sagði
Páll. Þvert á móti sagði hann að
það gæti orðið lyftistöng fyrir þessa
atvinnugrejn að fá að vinna með
Bandarílqamönnum. Menn gætu
nýtt þekkingu sem þannig fengist
með því að taka að sér verkefni á
heimsmarkaði.
Jóhann G. Bergþórsson, forstjóri
Hagvirkis, sagðist vera sammála
stefnu Verktakasambandsins um
fyrirkomulag varnarliðsfram-
kvæmdanna. Taldi hann eðlilegt að
ákveðinn milliliður annaðist sam-
skiptin við Varnarliðið, hvort sem
það yrði Innkaupastofnun eða ís-
lenskir aðalverktakar, og byði síðan
verkin út til íslenskra verktaka.
Hann sagði samskiptin við Varnar-
liðið þess eðlis að eðlilegt væri að
reyndjr menn önnuðust þau.
um hluta til upp á fersku kjöti.
„Kjötið hleðst upp á búunum þegar
bændur fá ekki að slátra undir eðli-
legum kringumstæðum. Þegar
verkfalli lýkur má því ætla að á
markaðnum verði meira framboð
af svínakjöti en æskilegt er. Það
er erfítt að segja til um hvað verk-
fallið kemur til með að búa til mik-
ið Iq'öt. Ljóst er að um verulegt
magn verður að ræða, en þó tíma-
bundið. Hugsanlegt er að aukið
framboð leiði til frekari verðlækk-
unar á svínakjöti, en verð á svina-
kjöti er mjög lágt um þessar mund-
ir, að sögn Kristins Gylfa.
Neysla svínakjöts hérlendis hefur
þrefaldast á síðustu tíu árum. Á
meðan almenn kjötneysla minnkaði
um 6% hérlendis í fyrra, jókst sala
svínakjöts um 23% á sama tíma.
Kristinn Gylfi sagði (að svína-
bændur styddu svo sannarlega
verkfall dýralækna því bændum
væri vel kunnugt um langan vinnu-
dag þeirra og mjög svo takmarkað-
an frítíma. Hins vegar þyrfti verk-
fall því miður alltaf að bitna á þriðja
aðila og yrðu svínabændur, eins og
svo margir aðrir hópar, að sitja
undir því, að sögn Kristins.
Bjarni Ásgeir Jónsson, fram-
kvæmdastjóri Reykjagarðs í Mos-
fellsbæ, sem rekur stærsta kjúkl-
ingabú landsins auk alifuglaslátur-
húss, sagði að mjög þröngt væri
orðið á dýrunum og slátrun miðaði
hægt. Hann væri orðin á eftir í
uppeldishringnum og ef ekki yrði
hægt að nýta næstu daga til slátr-
unar, yrðu vandræði.
Bjarni sagði að fjármálaráðherra
sæi sér ef til vill hag í því að semja
ekki við dýralækna að svo stöddu
þar sem verkfallið kæmi niður á
svína-, kjúklinga- og nautaslátrun.
Ráðherra ætti mikið af óseldu
lambakjöti, sem hann þyrfti að
koma út með einhveijum ráðum.
Til að grynnka á lambakjötsfjallinu
og spara í markaðssetningu þess
væri best fyrir ráðherra að fresta
allri samningagerð við dýralækna
fram að næstu sláturtíð að minnsta
kosti.
Brotajarn
selt fyrir 8
milljónir
1.500 TONNUM af brotajárni,
sem Sindra-Stál hf. hefiir selt til
bræðslu í Asíu, var skipað út í
enskt skip í Sundahöfn um helg-
ina, að sögn Sveins Ásgeirssonar
verkstjóra hjá Sindra-Stáli hf.
Hann sagði í samtali við Morgun-
blaðið að 100 Bandaríkjadalir (um
5.300 krónur) fengjust fyrir ton-
nið af brotajárninu.
Sveinn Ásgeirsson sagði að engin
bílflök hefðu verið í brotajárninu sem
skipað var út um helgina. Það hefði
meðal annars komið frá álverinu,
Grundartanga, sementsverksmiðj-
unni á Akranesi, Varnarliðinu og
ýmsum járnsmiðjum. „Við erum hins
vegar reiðubúnir til að taka einnig
bílflök þegar skilagjald kemur á
bíla,“ sagði Sveinn Ásgeirsson.