Morgunblaðið - 04.05.1989, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 04.05.1989, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐE) FIMMTUDAGUR 4. MAÍ 1989 41 Löng bið eftir heyrnartækjum: Notendur borga aðeins hluta af verði þeirra í framhaldi af frétt Morgunblaðsins á dögunum um langa bið eftir heyrnartækjum hér á landi þar sem Heymar-og talmeinastöðin hefur ekki fjármagn til að leysa þau úr tolli hefur vaknað sú spuming hvort þeir sem bíða eftir þeim geti ekki sjálfir leyst þau út. Birgir As Guð- mundsson forstöðumaður Heyrnar-og talmeinastöðvarinnar segir að málið sé ekki alveg svo einfalt. Samkvæmt upplýsingum frá hon- um borga notendur þessarar tækja aðeins hluta af verði þeirra, 40% ef um eitt tæki er að ræða og 30% ef um tvö tæki er að ræða. Mismunur- inn er borgaður af ríkinu, í gegnum stöðina, en um mjög dýr tæki er að ræða. Geta þau kostað allt að 40.000 krónum í innkaupum. „Þar sem notendur borga aðeins hluta af verðinu verða kaupin að fara í gegnum okkur eða sambæri- lega stofnun," segir Birgir. „Sú spuming hefur að vísu vaknað hvort hægt væri að fara þá leið að notend- ur borguðu sjálfir tækin og þá til dæmis í gegnum póstkröfu að utan. Þá vaknar sú spuming um hvernig standa ætti að endurgreiðslu afslátt- arins og annað er að fyrirtækin sem framleiða þessi tæki selja þau ekki hveijum sem er. Við teljum okkur aftur á móti hafa gert mjög góða samninga við þessi fyrirtæki þar sem mikið magn er keypt í einu.“ Magni Freyr Ingason, nemandi í Öskjuhlíðarskóla, við aðra af tölvun- um sem Svölumar gáfú skólanum. Á myndinni em einnig skóla- stjóri skólans, yfírkennari og stjórn Svalanna. Svölurnar styrkja Öskjuhlíðarskóla SVÖLURNAR fáerðu Öslquhlíð- arskóla nýlega peningagjöf að upphæð 750.000 krónur til kaupa á tölvum með sérhönnuðu forriti fyrir svokölluð Blissböra. Með til- komu þeirra geta þau Ijáð sig sín á milli og einnig við aðra en það gátu þau ekki áður. Á síðasta starfsári hafa Svölumar einnig veitt sex einstaklingum styrki til að fullnuma sig í kennslu og með- ferðarstarfí, aðallega fyrir fjölfötluð böm. Aðalfjáröflunarleið Svalanna er kaffisala 1. maí og jólakortasala ár hvert. Vilja þær þakka vinum og velunnurum ásamt fyrirtækjum og einstaklingum fyrir veittan stuðning. (Fréttatilkynning) Myndatextar féllu niður Vegna mistaka við vinnslu blaðs- ins birtust á fimmtudag í síðustu viku tvær myndir án myndatexta á blaðsíðu 31. Myndimar birtust með fréttum um Heilsulindina, nýja nudd- stofu á Nýbýlavegi 24 í Kópavogi og um sameiningu tveggja verslana á nýjum stað undir nafninu Vatns- rúm hf. í Skeifunni 11. Myndirnar birtast hér aftur með réttum mynda- textum. Úr afgréiðslu Heilsulindarinnar. Á myndinni em frá vinstri: Margr- ét Jörgensen, Sunneva Jónsdóttir, Sigurborg Guðmundsdóttir og Láms Guðmundsson. Úr hinni nýju verslun Vatnsrúma í Skeifiinni 11. Frá vinstri eru Ema Einarsdóttir, Eyrún Helgadóttir og Guðbrandur Jónatansson. Gestir í afmælishófi kaupfélagsins. S a v UP r Kaupfélag Skagfírðinga: Fjölmennisótti 100 ára afinælishátíð Morgunblaðið/Bjöm Bjömsson Tólf metra löng afinælisterta Kaupfélags Skagfirðinga bökuð af þeim Óttari Bjamasyni og Guðjóni Andra Kárasyni bakarameistumm Sauðárkróki. Kaupfélag Skagfírðinga varð 100 ára sunnudaginn 23. apríl. í tilefni þessara tímamóta hélt Kaupfélagið afmælishátið í íþróttahúsinu á Sauðárkróki þar sem Qölmenni kom. Hátíðin hófst með ávarpi Þórólfs Gíslasonar kaupfélagsstjóra sem bauð gesti velkomna en síðan tók við stjóm hátíðahaldanna Magnús H. Sigur- jónsson framkvæmdastjóri af- mælishátíðarinnar. Stefán Gestsson stjórnarformaður kaupfélagsins rakti í stórum dráttum sögu félagsins. Hjálmar Jónsson pró- fastur annaðist helgistund en að henni lokinni söng Jóhann Már Jó- hannsson bóndi í Keflavík við undir- leik Sigurðar Daníelssonar nokkur lög. Ávörp gesta fluttu Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra, Guðjón B. Ólafsson forstjóri Sam- bands íslenskra samvinnúfélaga, Gunnar Sigurðsson kaupfélagsstjóri á Hvammstanga og afhenti hann stjómarformanni Kaupfélags Skag- fírðinga málverk eftír Elías B. Hall- dórsson að gjöf frá kaupfélögunum á Norðurlandi. Ólafur Sverrisson flutti kveðjur Sambands íslenskra samvinnufélaga og afhenti gjöf þess til Kaupfélagsins, málverk eftir Jó- hannes Geir Jónsson. Síðastur gesta tók til máls Þorbjöm Ámason for- seti bæjarstjómar Sauðárkróks og ámaði afmælisbaminu allra heilla og aflienti einnig að gjöf málverk eftir Sigurð Sigurðsson. Þórólfur Gíslason kaupfélagsstjóri tók nú til máls og kallaði til stóran hóp starfsfólks Kaupfélagsins, sem unnið hafði hjá félaginu samfellt í 25 ár eða lengur og afhenti því sem þakklætisvott gullmerki félagsins. Þá var fluttur af félögum í Leik- félagi Sauðárkróks Annáll úr sögu Kaupfélags Skagfirðinga, tekinn saman af Hjalta Pálssyni bókaverði, en að síðustu kom fram karlakórinn Heimir, og söng nokkur lög undir stjóm Stefáns Gíslasonar. í tilefni afmælisins barst félaginu fjöldi blómakarfa og heillaskeyta, en einnig af þessu tilefni tilkynnti Stef- án Gestsson stjómarformaður, að Kaupfélagið gæfi Sjúkrahúsi Skag- firðinga kr. 300 þúsund til tækja- kaupa, og veitti Ólafur Sveinsson yfirlæknir sjúkrahússins gjöfinni móttöku. Að hátíðardagskránnj lokinni var öllum gestum, um 600 manns, boðið að þiggja veitingar í hliðarsal íþrótta- hússins. Að kvöldi afmælisdagsins bauð síðan Kaupfélagið öllum ungl- ingum á Sauðárkróki og úr Skaga- firði 12 til 16 ára til unglingadans- leiks í Félagsheimilinu Bifröst og lék Hljómsveit Geirmundar Valtýssonar fyrir dansi. Á afmælisárinu er Kaupfélagið stærsta fjTÍrtækið í Norðurlands- kjördæmi vestra og veitir yfir 300 i Sauðárkróksbakaríi. manns atvinnu, auk þess að annast afurðasölu fyrir fjölda bænda. Velta félagsins á árinu 1988 var yfir 2,1 milljarður króna og rekstur þess spannar vítt svið og má þar nefna verslunarrekstur, þjónustuiðnað, framleiðsluiðnað, afurðasölu og fisk- vinnslu. Að auki er félagið þátttakandi og hluthafi í mörgum fyrirtækjum bæði á Sauðárkróki og annars staðar og nægir þar að nefna Útgerðarfélag Skagfirðinga hf., Steinullarverk- smiðjuna hf., Hraðfrystihúsið á Hofs- ósi hf. Melrakka hf. og einnig má nefna þátttöku í ýmsum sameiginleg- um fyrirtækjum samvinnuhreyfing- arinnar svo sem Osta- og smjörsöl- KAÞÓLSK KAPELLA var tekin í notkun í Hafnargötu 71 i Keflavik sunnudaginn 30. apríl en þá bless- aði Alfreð Jolson, biskup kaþól- skra á íslandi, kapelluna. Hún er sjöunda kaþólska kapellan hér- lendis. Fyrir vora kapellur í Sankti Jósefsspítala og Karmel- klaustrinu í Hafiiarfírði, svo og i Garðabæ, Stigahlíð 63 í Reykjavík, Stykkishólmi og á Akureyri. Hér eru 2 kaþólskar kirkjur, Landa- kotskirkja og Maríukirkja í Breið- holti. Um 2.050 íslendingar era kaþólskir, samkvæmt þjóðskrá. Sankti Jósefssystur gáfu kaþólska söfnuðinum á Suðumesjum húsið í unni sf., Félagi sláturleyfishafa, Olíufélaginu hf. o.fl. í tilefni afmælisársins hefur Kaup- félagið látið setja á myndband skyggnuröð ásamt útdrætti úr sögu félagsins sem Gísli Magnússon cand. mag. hefur samið. Flytur Haukur Þorsteinsson leikari á Sauðárkróki textann, en Samver á Akureyri ann- aðist tæknivinnu. Einnig hefur félag- ið með aðstoð Samvers og fleiri aðila látið endurgera kvikmynd með svip- myndum úr Skagafirði frá árinu 1949, sem Kjartan Ó. Bjamason tók. Verður sú snælda til sölu hjá félag- inu fyrir sanngjamt verð. Hafnargötu 71 í Keflavík. Þar verður meðal annars safnaðarheimili, að- staða fyrir prest og bamakennslu, að sögn séra Hjalta Þorkelssonar. Séra Hjalti er prestur kaþólikka í Hafnarfjarðar-, eða Jófríðarstaða- sókn, en hún nær yfir Garðabæ, Hafnarfjörð og Suðumes. í sókninni eru um 250 kaþólikkar. Þijár aðrar kaþólskar sóknir em á landinu, Landakotssókn, sem nær frá Seltjamarnesi að Elliðaám, Breið- holtssókn, en henni tilheyra meðal annars Breiðholt, Grafarvogur, Mos- fellssveit og Suðurland, og Akur- eyrarsókn, sem nær frá Hvítá í Borg- arfirði að Eystrahorni. - BB Kaþólsk kapella tekin í notkun í Keflavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.