Morgunblaðið - 04.05.1989, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 04.05.1989, Blaðsíða 49
0861 ÍAM ,J> aU.OAaUTMMI'í fflöAJaKUOflOM 8b MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. MAÍ Í989 l'B Veiði Guðmundur Guðjónsson Nú er tími dorgveiðimanna runn- inn í hlað og óhætt að fullyrða að það sport á vaxandi vinsæld- um að fagna meðal sportveiði- manna. Auðvitað er hægt að veiða á dorg í hundruðum vatna hér á landi, það er alls ókannað. Er þó aðeins að byrja. Hins veg- ar er vert að huga að nokkru sem umsjónarmaður þessarar þáttar heyrði á skotspónum er rætt var um hvort að bændur gætu ekki greitt götuna með því að opna svæði sín og kynna veiðimögu- leika. Sagði þá einhver sem svo að það væri fjandanum erfiðara þar sem að lögum samkvæmt væri bannað að veiða á dorg á íslandi og því gætu bændur vart gengið fram fyrir skjöldu og selt veiðileyfi. Annar spurði á móti hvort að bændur gætu yfir- leitt selt leyfi í dorgveiði, þar sem þeir ættu kannski landið að vatn- inu og jafnvel vatnsbotninn, en fjandakornið ekki ísinn ofan á vatninu. Hér eru því lausir endar sem bíða þess að vera hnýttir.... Ekki reglulegar sveiflur? Nú telja margir stangaveiðimenn að niðursveifla sé að hefjast í lax- veiðiánum á Norðaustur- og Aust- urlandi. Kunnugir segja að síðasta sumar hafi mátt glöggt sjá merki þess þrátt fyrir góða veiði, sérstak- lega í Hofsá og Selá. Árni ísaksson veiðimálastjóri er ekki tilbúinn að kvitta undir óttann. Hann segir að veiðiskýrslur fyrir þessar ár nái ekki nógu langt aftur í tímann til þess að hægt sé að fullyrða að hin- ar miklu veiðisveiflur séu regluleg- ar. Að vísu hafi veiðin tvisvar hru- nið gersamlega á síðustu tíu árun- um, en vont árferði á einhveiju ári geti verið allt að sex til sjö ár að sýna sig í ánni. Báðar niðursveifl- urnar hafi komið í kjölfarið á mjög köldum árum og þar sem Vopna- fjörðurinn er á mörkum hins byggi- lega laxaheims, þá megi reikna með því að seiðin hafi þurrkast út að stórum hluta á umræddum árum. í ljósi góðrar tíðar sé það alls ekki sjálfgefið að veiðin fari að sveiflast niður á við á ný. Raunar komi nú eitt eða tvö prófsumur þar sem menn geti sannreynt hvort að kuld- inn ráði ferðinni eða hvort að leita beri annarra skýringa. Hvað gerist? Eftir allt umtalið um hugsanlega upptöku neta úr Hvítá í Borgarfirði '"nI á síðasta ári og hugmyndir manna um framhald þess máls á yfirstand- andi ári, er ekki skrítið þótt velt sé vöngum yfir því hvemig veiðin á Borgarfjarðarsvæðinu myndi breytast ef netin yrðu tekin upp úr. Sigurður Már Einarsson fiski- fræðingur Veiðimálastofnunnarinn- ar i Bórgamesi hélt nýlega tölu um það mál á opnum fundi sem Stanga- veiðifélag Reykjavíkur gekst fyrir fyrr á þessu ári. Hann taldi líklegt að laxgengd myndi aukast til muna ef netin yrðu tekin upp, en ólíklegt að stangaveiði megnaði að veiða hlutfallslega það magn sem kæmi í ámar til viðbótar. Skiptar skoðanir. Á hinum sama fundi og sagt var frá hér að ofan sagði Jón G. Bald- vinsson formaður SVFR að hann vonaði að stangaveiðin myndi stór- batna ef netin yrðu tekin upp og meðalvigt t.d. í Norðurá myndi hækka mjög. Einnig sagðist hann hlakka til þess er þriðji hver lax sem veiddist í Norðurá væri ekki með rifna og tætta ugga og húð eftir viðskipti við netin. Þorkell Fjeldsted netabóndi var á fundinum og hélt andstæðingum sínum við efnið með góðum málflutningi. Hann sagði dæmi þess liggja fyrir að stanga- veiði batnaði ekki þótt net væru tekin upp, benti á neðsta hluta Norðurár þar sem veiðst hefðu allt að 4-500 laxar í net á góðu sumri áður fyrr, en veiðin i Norðurá allri hefði ekkert aukist þótt þau net hefðu verið tekin upp. Vegna orða um meðalvigt í Norðurá, minnti Þorkell SVFR á það að félagið hefði staðið fyrir mikilli mengun á stofni Norðurár með sleppingu Elliðaárlax í ána og allt eins víst væri að þar lægi skýringin á hinni lágu méðal- vigt Norðurár hin seinni ár. Varð- andi særða laxa sagði Þorkell að samkvæmt lögum mættu netin ekki liggja nema hálfa vikuna og oft snikkaðist af veiðitímanum svo um munaði vegna þess að sæta bæri lagi vegna sjávarfalla tii að leggja netin. Þetta væri því orðum aukið hjá Jóni, hins vegar veiddu neta- menn oft særða laxa, sem kæmu þannig eftir net, seli og fieira úr hafinu. Já, þetta var fjörugur fund- ur. Sími 32075 Salur A ‘Tftanfruió- á /íCm^ueti (Draumaprinsinn) Freddi er kominn aftur. Fyndnasti morðingi allra tíma er komirin á kreik í draumum fólks. 16. aðsóknarmesta myndin í Bandaríkjunum á síðasta ári. Missið ekki af Fredda. Hraðasta og skemmtilegasta Martraðarmyndin til þessa. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 1 1 Bönnuð innan 16 ára Salur B SCHWARZENEGGER DEVtTO TWUS Oniy their mother con tefl them nport. Frábær gamanmynd með Schwazenegger og Devito. Sýnd kl. 5, 7,9 09 1 1 *** Morgunblaðið Tvíburar Salur C TUNGL YFIR PARADOR Richard Dreyfuss í fjörugri gamanmynd. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11 **i/2 D.V. Margs má spyria
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.