Morgunblaðið - 04.05.1989, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 04.05.1989, Blaðsíða 30
30_______ Bretland MORGDNBLAÐIÐ PIMMTUDÁGUR' 4: MAÍ Í9g9 Framlög til vamarmála auk- in um 180 milljarða króna London. The Daily Telegraph. BRESKA ríkisstjómin hefur afráðið að auka framlög til varnarmála um tvo milljarða sterlingspunda (um 180 milljarða ísl. kr.) á næstu tveimur ámm. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu stjómvalda en í henni segir að með þessu hyggist ríkisstjómin leggja áherslu á nauðsyn þess að ekki verði slakað á vamarviðbúnaði lýðræðisrikjanna. Bandaríkja- menn hafa kynnt tillögu til lausnar á deilu sem upp er komin innan Atlantshafsbandalagsins (NATO) vegna áforma um endumýjun skamm- drægra kjaraorkueldflauga í Vestur-Evrópu. I ár veija Bretar rúmlega 20 mill- jörðum sterlingspunda (um 1.800 milljörðum ísl. kr.) til vamarmála. Á næstu tveimur fjárlagaárum er hins vegar gert ráð fyrir því að 22,1 millj- arði punda verði varið í þessu skyni. Fjármunum þessum verður m.a. var- ið til smíði Trident-eldflaugakafbáta en einnig er gert ráð fyrir því að herskipum verði fjölgað. Þá kemur fram að ætlunin er að fá hersveitum í Vestur-Þýskalandi fullkomnari tækjabúnað auk þess sem eftirlits- sveitir flughersins á Bretlandi verða efidar. í skýrslunni segir að Sovétmenn muni njóta yfirburða f mannafla og á flestum sviðum vígbúnaðar þó svo Míkhaíl S. Gorbatsjov standi við þau orð sín að fækka einhliða í hinum hefðbundna herafla Sovétmanna. „Breytt viðhorf Sovétstjómarinnar eru sniðin að þörfum Sovétmanna en ekki öryggishagsmunum Vestur- landa,“ segir þar ennfremur. Skýrsl- unni fylgir plagg frá varnarmála- ráðuneytinu sem er sambærilegt við það sem lagt var fram á fundi Kjarn- orkuáætlananefndar.NATO í síðasta mánuði. Þar segir að 95 prósent skammdrægra kjarnorkuvopna Sov- étmanna í ríkjum Austur-Evrópu hafi verið endumýjuð með ýmsum hætti á undanförnum fimm árum og að austan Jámtjaldsins sé að fínna 16 skammdræg kjamorkuflugskeyti og skotpalla gegn hveijum einum í eigu NATO. Vikið er að þeim áformum Atlants- hafsbandalagsins að endurnýja 88 skammdrægar eldflaugar af Lance- gerð í Vestur-Þýskalandi en stjórn- völd þar í landi hafa lýst sig andvíg áætlunum í þessa veru og hvatt til þess að hafnar verði viðræður við Varsjárbandalagsríkin um fækkun þessara vopna. I skýrslunni segir að frekari fækkun kjarnorkuvopna í Evrópu sé hugsanleg svo framarlega sem tryggt verði að þau sem eftir standa verði endumýjuð hvenær sem þörf krefur. Verið er að leggja drög að loka- ályktun leiðtogafundar aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins sem hefst í Bmssel þann 29. þessa mánaðar. Herrnt er að Bandaríkjamenn hafí lagt fram málamiðlun í deilunni um endumýjun bandarísku kjamorku- eldflauganna þess efnis að NATO- ríkin tilkynni einhliða fækkun vígvallarvopna með kjarnorkuhleðsl- um í Vestur-Evrópu þegar fyrir ligg- ur samþykkt um uppsetningu nýrra eldflauga í stað Lance-eldflauganna. í tillögu Bandaríkjamanna er hins vegar lögð áhersla á að ekki verði hafnar viðræður um niðurskurð á þessu sviði kjarnorkuheraflans en bæði Bretar og Bandaríkjamenn ótt- ast að viðræður í þá vem muni á endanum óhjákvæmilega snúast um algera upprætingu þessara vopna, sem grafa myndi undan trúverðug- leika vamarstefnu Atlantshafs- bandalagsins. y J- eiga eru bunir: Við erum að innrita 7-12 ára börn til viku og hálfs mánaðar dvalar hjá okkur í sumar. Reiðnámskeið, íþróttir, leikir, sveitastörf, siglingar, ferðalög, sund, kvöldvökur og fleira. Verð: Vikunámskeið kr. 12.700,- Hálfsmánaðarnámskeið kr. 23.800,- (systkinaafsláttur). Innritunargjald 1 vika: kr. 5000,- 2 vikur: kr. 8000,- TIMABIL: 1. 28. maí - 3. júní. 1 vika 2. 4. júní - 10. júní. 1 vika 3. 11. júní -17. júní. 1 vika 4. 18. júní - 24. júní. 1 vika 5. 25. júní - 7. júlí. 2 vikur 6. 9. júlí-21. júlí. 2vikur 7. 23. júlí - 4. ágúst. 2 vikur 8. 7. ágúst -13. ágúst. 1 vika 9. 13. ágúst-19. ágúst. 1 vika(ungi.n ) 10. 20. ágúst-26. ágúst. 1 vika(ungi.n ) Nýjung! - Unglinganámskeið. Líf og fjör ásamt fostum ííðum í ágúst fyrir unglinga 12 -15 ára. 13.-19. ágúst og 20. - 26. ágúst.Verð: kr. 15.000,- Innritun fer fram á skrifstofu SH Verktaka Stapahraum 4, Hafnarfirði, sími 652221. yáxm&ÚíswtiM' /r i Sumardvalarheimilið Kjarnholtum Biskupstungum. Reuter Gyðingar í París mótmæltu viðræðum Arafats og Mitterrands Frakk- landsforseta með ýmsum hætti. A myndinni sjást áróðurspjöld þar sem m.a. stendur:„Höfhum hryðjuverkum", „Burt með son Hitlers" og „Mitterrand - svikari - samverkamaður." Með síðastnefndu orðun- um er sennilega reynt að minna á ásakanir í garð forsetans fyrir um þrem áratugum þess efiiis að hann hefði unnið fyrir nazista á stríðsárunum. Stofiiskrá PLO sögð ógild: Róttækir skærulið- ar fordæma Arafat Damaskus. Jerusaiem. Reuter. RÓTTÆKAR fylkingar innan Frelsissamtaka Palestínumanna (PLO) hafa brugðist illa við þeim ummælum Yassers Arafats, leiðtoga PLO, í París að stofnskrá samtakanna fi-á 1964 hafi ekkert gildi lengur. í skránni er ísraelsriki sagt ólöglegt og zíonisma líkt við fasisma. Talsmenn sljórnar Yitzhaks Shamirs í Israel vísa ummælum PLO- leiðtogans einnig á bug og segja að um bellibrögð sé að ræða; mark- mið PLO sé eftir sem áður að bijóta ísrael á bak aftur. Abu Musa, alræmdur hermdar- verkamaður, sem veitir forystu ein- um af harðlínuhópum Palestínu- manna, segir að reynt verði að koma á fundi þeirra hópa sem eru andsnúnir Arafat og vilja að nýr maður taki við forystu PLO. Þessir hópar hafa margir bækistöðvar í Sýrlandi en lengi hefur verið grunnt á því góða milli Hafez Assads Sýr- landsforseta og Arafats. Talsmenn Þjóðarhreyfingarinnar til frelsunar Palestínu (PLFP), róttækrar hreyf- ingar undir forystu Georges Ha- bash, og annarrar harðlínuhreyf- ingar, Frelsishreyfingar Palestínu (PLF), segjast ekki vera bundnir af yfirlýsingum Arafats. „Hvorki Arafat né nokkur annar maður hef- ur leyfí til að fella úr gildi ákvæði í stofnskránni," sagði talsmaður PLF. Einn af leiðtogum hófsamari afla í PLO lét aftur á móti svo um mælt að „friðarsókn PLO“ væri mikilvægari en stofnskrá samtak- anna. Ýosef Ben-Aron, talsmaður Yitz- haks Shamirs forsætisráðherra ísraels, sagði Arafat láta sem hann hafi mildað stefnu sína en sá tími myndi aldrei renna upp að ísraels- stjóm ræddi við PLO. „Þeir vilja einangra okkur og fá Vesturlönd til að neyða okkur til að semja... Fyrir PLO.. er þetta fyrsta skrefið í þá átt að reka okkur á haf út,“ sagði Ben-Aron. TJARNAR SKÓLI EINKASKÓLI VIÐ TJÖRNINA LÆKJARCÖTU 14B -101 REYK)AVÍK - SÍM116820 Skólastarfið við Tjörnina er öflugt. Sæktu strax um skólavist. Upplýsingar á skrifstofu frá kl. 8-1. Símar: 16820 og 624020 SKÓLASTfÓRAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.