Morgunblaðið - 04.05.1989, Side 30

Morgunblaðið - 04.05.1989, Side 30
30_______ Bretland MORGDNBLAÐIÐ PIMMTUDÁGUR' 4: MAÍ Í9g9 Framlög til vamarmála auk- in um 180 milljarða króna London. The Daily Telegraph. BRESKA ríkisstjómin hefur afráðið að auka framlög til varnarmála um tvo milljarða sterlingspunda (um 180 milljarða ísl. kr.) á næstu tveimur ámm. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu stjómvalda en í henni segir að með þessu hyggist ríkisstjómin leggja áherslu á nauðsyn þess að ekki verði slakað á vamarviðbúnaði lýðræðisrikjanna. Bandaríkja- menn hafa kynnt tillögu til lausnar á deilu sem upp er komin innan Atlantshafsbandalagsins (NATO) vegna áforma um endumýjun skamm- drægra kjaraorkueldflauga í Vestur-Evrópu. I ár veija Bretar rúmlega 20 mill- jörðum sterlingspunda (um 1.800 milljörðum ísl. kr.) til vamarmála. Á næstu tveimur fjárlagaárum er hins vegar gert ráð fyrir því að 22,1 millj- arði punda verði varið í þessu skyni. Fjármunum þessum verður m.a. var- ið til smíði Trident-eldflaugakafbáta en einnig er gert ráð fyrir því að herskipum verði fjölgað. Þá kemur fram að ætlunin er að fá hersveitum í Vestur-Þýskalandi fullkomnari tækjabúnað auk þess sem eftirlits- sveitir flughersins á Bretlandi verða efidar. í skýrslunni segir að Sovétmenn muni njóta yfirburða f mannafla og á flestum sviðum vígbúnaðar þó svo Míkhaíl S. Gorbatsjov standi við þau orð sín að fækka einhliða í hinum hefðbundna herafla Sovétmanna. „Breytt viðhorf Sovétstjómarinnar eru sniðin að þörfum Sovétmanna en ekki öryggishagsmunum Vestur- landa,“ segir þar ennfremur. Skýrsl- unni fylgir plagg frá varnarmála- ráðuneytinu sem er sambærilegt við það sem lagt var fram á fundi Kjarn- orkuáætlananefndar.NATO í síðasta mánuði. Þar segir að 95 prósent skammdrægra kjarnorkuvopna Sov- étmanna í ríkjum Austur-Evrópu hafi verið endumýjuð með ýmsum hætti á undanförnum fimm árum og að austan Jámtjaldsins sé að fínna 16 skammdræg kjamorkuflugskeyti og skotpalla gegn hveijum einum í eigu NATO. Vikið er að þeim áformum Atlants- hafsbandalagsins að endurnýja 88 skammdrægar eldflaugar af Lance- gerð í Vestur-Þýskalandi en stjórn- völd þar í landi hafa lýst sig andvíg áætlunum í þessa veru og hvatt til þess að hafnar verði viðræður við Varsjárbandalagsríkin um fækkun þessara vopna. I skýrslunni segir að frekari fækkun kjarnorkuvopna í Evrópu sé hugsanleg svo framarlega sem tryggt verði að þau sem eftir standa verði endumýjuð hvenær sem þörf krefur. Verið er að leggja drög að loka- ályktun leiðtogafundar aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins sem hefst í Bmssel þann 29. þessa mánaðar. Herrnt er að Bandaríkjamenn hafí lagt fram málamiðlun í deilunni um endumýjun bandarísku kjamorku- eldflauganna þess efnis að NATO- ríkin tilkynni einhliða fækkun vígvallarvopna með kjarnorkuhleðsl- um í Vestur-Evrópu þegar fyrir ligg- ur samþykkt um uppsetningu nýrra eldflauga í stað Lance-eldflauganna. í tillögu Bandaríkjamanna er hins vegar lögð áhersla á að ekki verði hafnar viðræður um niðurskurð á þessu sviði kjarnorkuheraflans en bæði Bretar og Bandaríkjamenn ótt- ast að viðræður í þá vem muni á endanum óhjákvæmilega snúast um algera upprætingu þessara vopna, sem grafa myndi undan trúverðug- leika vamarstefnu Atlantshafs- bandalagsins. y J- eiga eru bunir: Við erum að innrita 7-12 ára börn til viku og hálfs mánaðar dvalar hjá okkur í sumar. Reiðnámskeið, íþróttir, leikir, sveitastörf, siglingar, ferðalög, sund, kvöldvökur og fleira. Verð: Vikunámskeið kr. 12.700,- Hálfsmánaðarnámskeið kr. 23.800,- (systkinaafsláttur). Innritunargjald 1 vika: kr. 5000,- 2 vikur: kr. 8000,- TIMABIL: 1. 28. maí - 3. júní. 1 vika 2. 4. júní - 10. júní. 1 vika 3. 11. júní -17. júní. 1 vika 4. 18. júní - 24. júní. 1 vika 5. 25. júní - 7. júlí. 2 vikur 6. 9. júlí-21. júlí. 2vikur 7. 23. júlí - 4. ágúst. 2 vikur 8. 7. ágúst -13. ágúst. 1 vika 9. 13. ágúst-19. ágúst. 1 vika(ungi.n ) 10. 20. ágúst-26. ágúst. 1 vika(ungi.n ) Nýjung! - Unglinganámskeið. Líf og fjör ásamt fostum ííðum í ágúst fyrir unglinga 12 -15 ára. 13.-19. ágúst og 20. - 26. ágúst.Verð: kr. 15.000,- Innritun fer fram á skrifstofu SH Verktaka Stapahraum 4, Hafnarfirði, sími 652221. yáxm&ÚíswtiM' /r i Sumardvalarheimilið Kjarnholtum Biskupstungum. Reuter Gyðingar í París mótmæltu viðræðum Arafats og Mitterrands Frakk- landsforseta með ýmsum hætti. A myndinni sjást áróðurspjöld þar sem m.a. stendur:„Höfhum hryðjuverkum", „Burt með son Hitlers" og „Mitterrand - svikari - samverkamaður." Með síðastnefndu orðun- um er sennilega reynt að minna á ásakanir í garð forsetans fyrir um þrem áratugum þess efiiis að hann hefði unnið fyrir nazista á stríðsárunum. Stofiiskrá PLO sögð ógild: Róttækir skærulið- ar fordæma Arafat Damaskus. Jerusaiem. Reuter. RÓTTÆKAR fylkingar innan Frelsissamtaka Palestínumanna (PLO) hafa brugðist illa við þeim ummælum Yassers Arafats, leiðtoga PLO, í París að stofnskrá samtakanna fi-á 1964 hafi ekkert gildi lengur. í skránni er ísraelsriki sagt ólöglegt og zíonisma líkt við fasisma. Talsmenn sljórnar Yitzhaks Shamirs í Israel vísa ummælum PLO- leiðtogans einnig á bug og segja að um bellibrögð sé að ræða; mark- mið PLO sé eftir sem áður að bijóta ísrael á bak aftur. Abu Musa, alræmdur hermdar- verkamaður, sem veitir forystu ein- um af harðlínuhópum Palestínu- manna, segir að reynt verði að koma á fundi þeirra hópa sem eru andsnúnir Arafat og vilja að nýr maður taki við forystu PLO. Þessir hópar hafa margir bækistöðvar í Sýrlandi en lengi hefur verið grunnt á því góða milli Hafez Assads Sýr- landsforseta og Arafats. Talsmenn Þjóðarhreyfingarinnar til frelsunar Palestínu (PLFP), róttækrar hreyf- ingar undir forystu Georges Ha- bash, og annarrar harðlínuhreyf- ingar, Frelsishreyfingar Palestínu (PLF), segjast ekki vera bundnir af yfirlýsingum Arafats. „Hvorki Arafat né nokkur annar maður hef- ur leyfí til að fella úr gildi ákvæði í stofnskránni," sagði talsmaður PLF. Einn af leiðtogum hófsamari afla í PLO lét aftur á móti svo um mælt að „friðarsókn PLO“ væri mikilvægari en stofnskrá samtak- anna. Ýosef Ben-Aron, talsmaður Yitz- haks Shamirs forsætisráðherra ísraels, sagði Arafat láta sem hann hafi mildað stefnu sína en sá tími myndi aldrei renna upp að ísraels- stjóm ræddi við PLO. „Þeir vilja einangra okkur og fá Vesturlönd til að neyða okkur til að semja... Fyrir PLO.. er þetta fyrsta skrefið í þá átt að reka okkur á haf út,“ sagði Ben-Aron. TJARNAR SKÓLI EINKASKÓLI VIÐ TJÖRNINA LÆKJARCÖTU 14B -101 REYK)AVÍK - SÍM116820 Skólastarfið við Tjörnina er öflugt. Sæktu strax um skólavist. Upplýsingar á skrifstofu frá kl. 8-1. Símar: 16820 og 624020 SKÓLASTfÓRAR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.