Morgunblaðið - 04.05.1989, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 04.05.1989, Blaðsíða 16
MÓRGUNBLAÓlíy FlMTUDÁGéR' 4: ÚÁ 'lM Misskilið írjálsræði eftirKristin Pétursson Ríkisstjórn Steingríms Hermanns- sonar (1983—1987) innleiddi meira fijálsræði á fjármagnsmarkaði en verið hafði áður á íslandi. Verðtryggingu fjárskuldbindinga innleiddi hins vegar ríkisstjórn Ólafs Jóhannessonar 1979 með svokölluð- um „Ólafslögum". Þetta er rifjað hér upp vegna þess að sumir framsóknarmenn gerast stundum „gleymnir" um eigin þátt- töku þegar kenna á öðrum um það sem ekki hefur tekist nógu vel í fram- kvæmd um stjóm landsins. Framsóknarmenn o.fl. hafa hróp- að hátt síðustu misserin „fijáls- hyggjugaurar", „fijálshyggjupostul- ar“, „nýfijálshyggja“, „peninga- fijálshyggja". Er þar átti við sjálf- stæðismenn og meiningin með þessu að kenna Sjálfstæðisflokknum um allt sem miður fer í stjórn efnahags- mála, því stefna Sjálfstæðisflokksins öðru fremur er að fijálsræði einstakl- ingsins til athafna sé vænlegasti kosturinn til þess að skapa sem best lífskjör og sem mestan kaupmátt handa öllum landsmönnum. Það er rétt að minna á áður en lengra er haldið að hornsteinar vest- rænna lýðræðisríkja eru: Trúfrelsi, tjáningarfrelsi, athafnafrelsi og kosningafrelsi (tóm „fijálshyggja" eða hvað). Með fijálsræðisfyrirkomulaginu hafa vestræn ríki skapað bestu lífskjör í heimi og búa jafnframt þegnum sínum mestu mannréttindi í heimi. Fijálsræði einstaklinga og fyrirtækja er viðurkennt sem for- senda fyrir hámarksárangri í við- skiptum á samkeppnismarkaði, sem aftur leiðir af sér aukna framleiðni og aukinn kaupmátt. Meira að segja Kínveijar og Sovét- menn eru að byija að innleiða mark- aðsviðskipti. Deng Xiano Ping leið- togi Kínveija sagði í tilefni af innleið- íngu fijálsræðis í Kína. „Það skíptir ekki máli hvort kötturinn er svart- ur eða hvítur svo framarlega sem hann veiðir músina“. Stjórnmálamenn eins og Steingrímur Hermannsson misskilja hlutverk sitt. Það er ekki hlutverk stjórnvalda í vestrænu lýðræðisríki eins og íslandi að vera með atvinn- ulífið á einhvers konar „gjörgæslu- deildum" kerfisins. Þetta er hin glat- aða leið austantjaldssósíalismans. Hlutverk stjómvalda í vestrænum lýðræðisríkjum er að skapa almenn skilyrði til þess að atvinnulífið fái staðið á eigin fótum. Framsóknarmenn ásamt fleirum vinstrisinnuðum stjómmálaflokkum finnst það vera hlutverk stjómvalda (framkvæmdavaldsins) að vera með puttana á kafi í atvinnulífinu og bankastarfsemi. Stjórnmálamaður sem finnst hann geta haft „vit“ fyrir atvinnulífinu með sífelldum afskiptum af banka- starfsemi, gengisskráningu, vöxtum, verðlagi, o.s.frv. er stjórnmálamað- ur á villigötum misheppnaðs sóíal- isma. Hlutverk stjómvalda (fram- kvæmdavaldsins) í efnahagsmálum á fyrst og fremst að vera: að skapa atvinnulífinu almenn rekstrarskil- yrði og viðhalda jafiivægisástandi á Qármagnsmörkuðum og í ut- anríkisverslun. Jafnvægisástand á fjármagns- mörkuðum á framkvæmdavaldið að skapa með hóflegri eftirspum I fjármagn, þannig að heildar- framboð sé I samræmi við heildar- eftirspum á hveijum tíma. Atvinnulífið á auðvitað að sitja fyrir því það skapar verðmætin. Það hefur verið ólýsanlega ömur- legt að horfa upp á núverandi stjórn- völd mynda ríkisstjóm ,jafnréttis og félagshyggju" til þess að „bjarga atvinnulífinu" og leggja síðan á ein- hveija svívirðilegustu skatta í ís- landssögunni, sem velta út í verðlag- ið og lenda beint á almenningi og fyrirtækjunum sem átti að bjarga. Þannig er staða atvinnulífsins orð- in mun verri en þegar núverandi ríkisstjóm tók við, vegna aukinna skattaálaga, og stefnir allt í fjölda- gjaldþrot. Og á svo að „redda“ öllu með erlendum lánum, sem prentaðir era fyrir íslenskir innistæðulausir seðlar, eða þá að innlent lánsfé er þvingað í tapreksturinn með valdboði og auðvitað heitir svo afleiðingin „frjálshyggja". Það er engu líkara en stefnt sé markvisst að algerri þjóðnýtingu at- vinnuveganna, sérstaklega sjávarút- vegs. Kannski era það „björgunarað- gerðirnar" sem Steingrímur og félag- ar töluðu um. Ég verð þó að segja að svo illt get ég ekki ætlað þessum mönnum að þeir hafi hugmynd um hvert þeir stefna. Svo sjá menn ímyndaðar „verð- hækkanir“ á erl. mörkuðum. Má ekki líka tekjufæra hugsanlega lottó- vinninga í erlendum lottófyrirtækj- um. Jafnvel mætti hugsa sér að opna útibú á íslandi frá öllum heimsins lottóum og koma upp erlendum lottó- kössum í öllum fiskvinnslufyrirtækj- um. Nei. Þessir blessaðir ráðherrar misskilja hlutverk sitt. Þeir eiga að draga úr eftirspurn í flármagpi þar til jafiivægisástandi er náð milli heildarframboðs og heilda- reftirspurnar og þá verða vextir eðlilegir. Það verður líka að lækka skatta á fyrirtæki og lækka matar- skatt á almenning. Þá spyrja þessir menn: En hvar á að skera niður? Auðvitað ráðalausir! Það má selja ríkisfyrirtæki, al- menningshlutafélögum, samvinnufé- lögum og einkaaðilum. Það má gera ríkisbankana að almenningshlutafé- lögum og reka ríkissyóð með halla um tíma svo einhveiju sé svarað. Fijálsræði var komið á m.a. til þess að stjómvöld ættu auðveld- ara með að átta sig á hvenær heildareftirspurn í fjármagn væri orðin of mikii. Þegar svo vextir urðu of háir var það skylda stjórn- valda að draga úr eftirspum í Qár- magn en ekki hrópa „fijálshyggja“, Kristinn Pétursson „Það er frumskylda framkvæmdavaldsins að leyfa atvinnulífínu að sitja fyrir á Qár- magnsmörkuðum því atvinnulífið stendur undir verðmætafram- leiðslunni í landinu. Ríkissjóður verður síðan að temja sér hóf í eyðslu sinni og skapa jaftivægisástand með hóflegri eftirspurn í ijármagn.“ „peningafrjálshyggja" og bla, bla, bla. Það er ekki hraðamælinum að kenna ef þú ekur of hratt. Það er heldur ekki hitamælinum að kenna ef sjúklingurinn er með 41 stigs hita og óráð. Sjúklingurinn verður ekki læknaður með því að setja hann í ísvatn þar til mælirinn sýnir 37 stig! Það er heldur ekki hægt að laga storminn úti með því að ráðast á barómetið og setja nálina á „SMUKT“ með „handafli". Þetta era allt saman blekkingar og sjálfsblekk- ingar. Það er framskilyrði framkvæmda- valdsins að leyfa atvinnulífinu að sitja fyrir á fjármagnsmörkuðum því atvinnulífið stendur undir verð- mætaframleiðslunni í landinu. Ríkissjóður verður síðan að temja sér hóf í eyðslu sinni skapa jafhvægis- ástand með hóflegri eftirspum í fjármagn. Um þetta snýst málið. Það er kom- inn tími til að framsóknarmönnum og fleiri andstæðingum ímyndaðrar „fijálshyggju“ verði leiðbeint út úr villu síns vegar. Þessir menn tala í tíma og ótíma um „gráa markað- inn“, „kaupleigubraskið“, „peninga- fijálshyggju“ o.s.frv. Ég skora á þessa menn að rökstyðja hvað þeir eiga við. Ég tek það skýrt fram að ég er sammála þeim um að vextir era allt of háir. En, hvern fjandann kemur stjórn- málamanni við ef framleiðandi fer í kaupleigufyrirtæki og gerir samning þar um vélakaupleigu til þess að auka verðmætasköpunina í landinu! Er það vandamál ef fram- leiðandi býr til verðmæti í sveitinni, í iðnaði, eða í sjávarútvegi! Hvers konar allsheijarmisskilningur er þetta eiginlega? Hvað á að gera við þessa „fjármagnsgróðapunga“ spyija þessir menn og skellar sér á lærj Ég spyr: Hvað eiga landsmenn að gera við stjómmálamenn sem skapa svona vandræðaástand með því að neita að viðurkenna að verðmætaframleiðslan í landinu skuli sitja fyrir fjármagni og eftir- spum ríkissjóðs í fjármagn verði síðan að miðast við að vextir verði eðlilegir? Hvað eiga landsmenn að gera við svoleiðis stjómmálamenn? Á kannski að lögleiða hvað gert skuli við stjórnmálamenn sem misskilja hlutverk sitt? Höfiindur er alþingismaður Sjálf- stæðisflokks fyrir Austurlands- kjördæmi. Um mannréttindaákvæði stjórnarskrárinnar 5; Skattlagning eftir Birgi ísleif Gunnarsson Hér birtist lokagrein mín um mannréttindaákvæði stjómarskrár- innar að þessu sinni. Verður hér fjallað um vemd borgaranna gegn Sérsmíðað úr stöðluðum ciningum. Danska fyrirtækið Sönderborg framleiðir fyrsta flokks eldhúsinnréttingar. Viðurkennd gæði. GERUM TILBOÐ ÁN SKULDBINDINGA. SENDUM BÆKLINGA. S0NDERBORG K0KKENET iinnfrcmur parkct frá hcimsþckktum framlciðcndum. \<Z Idhúshornið hf. Suðurlandsbraut 20, Reykjavík, sími 84090 skattlagningu ríkisvaldsins og hveiju nauðsynlegt sé að breyta í þeim efnum í okkar stjórnarskrá. í núgildandi stjórnarskrá eru tvenns konar ákvæði sem takmarka skattlagningarvald ríkisins. Annars vegar ákvæði um friðhelgi.eignar- réttarins og hins vegar ákvæði um að enga skatta megi á leggja nema með lögum. Verður nú fjallað nánar um þessi atriði hvort um sig. Eignarrétturinn I 70. gr. stjórnarskrárinnar segir að eignarrétturinn sé friðhelgur og að engan megi skylda til að láta af hendi eign sína nema almenn- ingsþörf krefji. Þurfi til þess laga- fyrirmæli og komi fullt verð fyrir. Þrátt fyrir þetta ákvæði er talið að ríkisvaldið hafi heimild til að skylda menn til að greiða ákveðinn hluta af eignum sínum í skatta, svokall- aða eignaskatta. Hins vegar geta eignaskattar orðið svo háir að þeir nálgist eignarnám eða eignaupp- töku og þá er að sjálfsögðu verið að fara í kringum vernd stjórnar- skrárinar um eignarréttinn. Ef slík ágreiningsefni koma upp er það ótvírætt að dómstólar eiga úrskurð- arrétt um þau og að þeir geti ógilt lögin, ef þau eru talin bijóta í bága við stjórnarskrána. Alloft hefur löggjafin gengið mjög langt í því að skattleggja eign- ir manna, en reynslan hefur hins vegar sýnt að dómstólar hafa farið mjög varlega í að taka fram fyrir hedur löggjafans í því efni og látið stjómmálamenn um að túlka stjórn- arskrána að þessu leyti. Hætt er við t.d. að þegar menn sjá eignar- skattsálagninguna nú skv. lögum sem Alþingi samþykkti um áramót- in, telji margir að álagningin jaðri við eignaupptöku. Við endurskoðun stjórnarskrárinnar er nauðsynlegt að taka á þessu atriði og skilgreina mörkin á milli eignarskatts og eignaupptöku. Reynslan sýnir að bæði stjórnmálamenn og dómstólar þurfa slíkt aðhald. Almenn skattlagning í 40. gr. stjómarskrárinnar seg- ir: „Engan skatt má á leggja, né breyta,_ né af taka, nema með lög- um.“ í 77. gr. segir ennfremur: „Skattamálum skal skipa með lög- um.“ í þessu felst að Alþingi verður með löggjöf að taka ákvárðanir um skattlagningu. Ríkisstjórn getur ekki lagt á skatta án atbeina Al- þingis og þingið getur ekki með einfaldri þingsályktun ákveðið skattlagningu. Á undanförnum ámm hafa hins vegar komið upp ýmis dæmi sem sýna að þessi ákvæði veita ekki nægilega vemd. Má skipta þeim tilvikum í tvo meginflokka. í fyrsta lagi hefur Alþingi nokkr- um sinnum lagt á afturvirka skatta. Eitt grófasta dæmið um það er þegar vinstri stjórn Ólafs Jóhannes- sonar ákvað með bráðabirgðalögum haustið 1978 að leggja viðbótar- skatta á tekjur manna og eignir árið á undan. Skattálagningin var um garð gengin og fólk treysti því auðvitað að þar með væra skattar Birgir ísl. Gunnarsson „Hætt er við t.d. að þeg- ar menn sjá eignar- skattsálagninguna nú skv. lögum sem Alþingi samþykkti um áramót- in, telji margir að álagningin jaðri við eignaupptöku. “ þeirra ákveðnir. Stjómarskrár- nefndin frá 1983 tók þetta atriði til sérstakrar athugunar og gerði tillögu um að í stjómarskrá kæmi bann við afturvirkni skattalaga, þannig að eftir mitt ár þegar álagn- ingu væri lokið væri óheimilt að setja lög, sem leiddu til hækkunar skatta á tekjur liðins árs eða eignir í lok liðins árs. Slíkt ákvæði væri til mikilla bóta í stjómarskrána. Framkvæmd skattlagningarvalds í öðm lagi hafa upp á síðkastið nokkmm sinnum risið spumingar um það, hvort löggjafinn hafi fram- selt skattlagningarvald umfram það sem stjómarskráin heimilar. Eru nokkur dæmi um það að Alþingi hafi falið ráðherrum eða jafnvel lægra settum stjómvöldum að leggja á skatta og veitt í því efni æði rúmar heimildir til að ákveða skattprósentu, undanþágur og ráð- stöfun hins innheimta skattfjár. Nokkur slík mál hafa komið fyrir dómstóla og í sumum tilvikum hef- ur skattlagningin verið talin bijóta í bága við stjómarskrána, en í öðr- um ekki. Á hinn bóginn er greini- lega vaxandi tilhneiging hjá lög- gjafanum til að framselja stjóm- völdum skattlagningarvald. Því er nauðsynlegt að setja í stjómarskrá skýrar reglur um það hvaða skil- yrði þurfa að vera fyrir hendi til að slíkt sé heimilt. Lokaorð Ég hef í fímm greinum hér í Morgunblaðinu fjallað um ýmis manréttindaákvæði stjómarskrár- innar, sem mér finnst nauðsynlegt að taka til endurskoðunar til að auka vernd borgaranna. í þessum greinum hefur ekki verið tæmandi talið hvar endurbóta sé þörf, en athyglinni beint að þeim atriðum, þar sem ég hef talið brýnast þörf á úrbótum. Það má ekki dragast öllu lengur að bæta úr ófullkomnum ákvæðum til vemdar okkar mann- réttindum. Höfundur er einn afaiþingis- mönnum SjálfstæðisBokks fyrir Reykja víkurkjördæmi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.