Morgunblaðið - 04.05.1989, Side 37

Morgunblaðið - 04.05.1989, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. MAI 1989 88 Mælt fyrir breytingu á stjórn fískveiða: Hefur kvótakerfið ninnið sitt skeið? ÞORVALDUR Garðar Kristjánsson (S/Vf) mælti nýverið fyrir frum- varpi til laga um stjórn fiskveiða, í neðri deild Alþingis, sem hann, Eyjólfur Konráð Jónsson og Júlíus Sólnes, hafa lagt fram til kynningar. I ræðu sinni rakti Þorvaldur þróun mála undanfarin ár og reynsluna sem hann taldi hafa verið af kvótakerf- inu. Benti hann á þann helsta ókost kerfisins að hafa valdið aukinni sókn- argetu fiskiskipaflotans og þar með verri nýtingu hans, svo og að það hefði ekki skilað árangri til vemdar fískistofnunum. Fmmvarpið sem Þorvaldur mælti fyrir gerir ráð fyrir að aflatakmarkanir séu ekki bundnar við skip, heldur sé hveiju skipi fijálst að afla svo sem það er fært um inn- an þeirra marka sem hámarksafli í hveijum fiskistofni leyfir. Og til að flýta fyrir þeirri þróun að þau skip heltist úr lestinni sem ekki standast samkeppni verði settur á laggirnar úreldingarsjóður fiskiskipa, til að styrkja útgerðina til að taka af skipa- skrá skip sem ekki eru hagkvæm til reksturs. Ýmsu haldið í gömlu lögunum „Svo mikilvæg sem þessi nýmæli em, verður að hafa í huga hveiju er haldið af því sem fyrir er. Þetta fmmvarp gerir engar breytingar á reglum núgildandi laga um aflatak- mörk á einstakar fisktegundir. Sjáv- arútvegsráðherra skal að fengnum tillögum Hafrannsóknastofnunar ákveða fyrir 15. nóvember ár hvert með reglugerð þann afla sem veiða má úr helstu botnfisktegundum við Island á komandi ári. Ráðherra er og heimilt að ákveða í reglugerð þann afla sem veiða má úr öðmm stofnum sjávardýra við ísland á ákveðnu tímabili eða vertíð. Allt em þetta sömu ákvæði í frumvarpinu og er að frnna í gildandi lögum. Þá skal lögð áhersla á að fmm- varpið gerir ráð fyrir að stjóm fisk- veiða hafi með að gera gerð skipa, útbúnað veiðarfæra, veiðisvæði, veið- itíma og meðferð afla. Hér er um að ræða hinar víðtækustu heimildir við stjórn fiskveiða. Slík stjóm er ekki háð kvótakerfinu að neinu leyti, enda tilkomin áður en það kerfi var innleitt. Þegar kvótakerfmu hefir Norðurlönd: „Hæfari til að mæta þróun Efiiahagsbandalagsins “ 1.000 fulltrúa þing í Reykjavík á næsta ári Efnahagsmálanefnd Norðurlandaráðs hefur fjallað um samstarfsá- ætlanir ráðherranefhdarinnar um orkumál, sjávarútvegsmál og efna- hagsmál, sem samþykktar vóru á þingi ráðsins. Hæst bar samstarfsá- ætlun um efhahagssamstarf norrænu ríkjanna fyrir árin 1989-92, sem miðar að því að riki Norðurlanda verði hæfari til að mæta fyrir- séðri þróun innan Evrópubandalagsins. Ólafur G. Einarsson, formaður alþjóða-, umhverfis- og mengunar- íslandsdeildar Norðurlandaráðs, gerði nýlega grein fyrir starfi nefndarinnar í tengslum við skýrslu um norrænt samstarf 1988-89. í ræðu Ólafs kom m.a. fram að um- ræður á 37. þingi Norðurlandaráðs mörkuðust annars vegar af afstöðu Norðurlanda til þróunarinnar í Evr- ópubandalaginu og hinsvegar um mál, sem og samstarfsáætlanir gegn krabbameini. Mengunarmálin vóru raunar tekin sérstaklega fyrir á aukaþingi sl. haust. Sérstök alþjóðanefnd hefur fyall- að um samræmt framlag norrænu ríkjanna til alþjóðasamvinnu á sviði umhverfismála, þróunarmála, menningarmála, jafnréttismála, varna gegn fíkniefnúm, sem og til norræns efnahagssamstarfs innan OECD og GATT. Næsta þing Norðurlandaráðs verður haldið í Reykjavík 26. febrú- ar til 2. marz 1990. Það verður 1.000 manna fundur og stendur í sex daga. Fundarstaður hefur ekki verið ákveðinn, en vegna fyrir- hugaðra viðgerða á Þjóðleikhúsinu, sem áður hefur hýst þing ráðsins hér haldin, er horft til hins nýja Borgarleikhúss sem og Háskólabíós sem mögulegra fundarstaða. verið aflétt reynir meir á þessar al- mennu reglur um stjóm fiskveiða. Um þetta allt eru sömú ákvæði í frumvarpinu og eru að finna í gild- andi lögum. Sama er að segja um önnur ákvæði frumvarpsins og einstakar greinar þess, sem ekki varða afnám kvóta- kerfisins. Þar eru ekki neinar breyt- ingar frá gildandi lögum. Öllu er haldið, sem byggt hefir verið upp, nema kvótakerfinu aflétt. Ég skal nú ekki fara að fjölyrða um reynsluna af kvótakerfínu. Þar er af mörgu að taka. Ég hefi þegar gert grein fyrir hvernig sóknargeta fiskiskipastólsins hefir aukist. Ég hefi sýnt fram á að ekki hafa skilað árangri þær miklu takmarkanir á hagnýtingu fiskiskipastólsins sem ætlað var að tryggja framkvæmd fiskveiðistefnu til vemdar fiskistofn- um. Þetta eru aðalatriðin. Gmndvall- argalli kvótakerfisins er að aflatak- mörk em sett á hvert einstakt skip. Það er ekki hægt að bæta þetta kerfi. Meiri miðstýring væri að fara úr öskunni í eldinn. Stjómvöld standa ráðalaus gegn vandanum meðan þau ekki afnema kvótakerfið, því það er í sjálfu sér vandamái. Útgerðarmenn fylgjandi? „Ég hefí verið spurður að hvort útgerðarmenn séu fylgjandi þessu frumvarpi. Ég get ekki svarað fyrir þá. En útgerðarmenn sem ég hefi rætt við um málið eru þvi jákvæðir. Ég vil mega vona að útgerðarmenn, og raunar ekki síður sjómenn, taki frumvarpinu vel. Hér er á ferðinni mikið hagsmunamál fyrir sjávarút- veginn. Með kvótakerfinu er snúist við of mikilli sóknargetu fiskiskipa-' stóisins með því að takmarka veiði hvers skips; Með frumvarpinu er í staðinn frekar farin sú leið að tak- marka stærð fiskiskipastólsins og stefna að því að fjárfesting þjóðar- innar í fiskiskipum nýtist sem best með því að takmarka ekki notin af 37 skipunum. Þetta bætir rekstrar- grundvöll útgerðarinnar og hag sjó- manna. Þetta á að geta stuðlað að lægra hráefnisverði hjá fiskvinnsl- unni og bættum hag vinnslufyrir- tækjanna. Þetta bætir stöðu sjávar- útvegsins í heild, undirstöðuatvinnu- vegs þjóðarinnar. Þetta mál varðar hagsmuni þjóðarinnar í heild. Það er mál allra landsmanna. Það líður nú senn að þinglausnum. Það er þess vegna ekki gert ráð fyr- ir afgreiðslu frumvarpsins á þessu þingi. Frumvarpið er nú lagt til sýn- is, til að mæla fyrir því og koma til nefndar. Það er innlegg í umræðuna um fiskveiðistefnuna. Það er annar valkostur en kvótakerfið.“ Markmiðunum ekki náð Skúli Alexandersson (Abl/Vf) taldi það vera ljóst að kvótakerfið hefði ekki náð þeim markmiðum sem stefnt hefði verið að. í fyrsta lagi hefði verið kerfið átt að tryggja að þorskstofninn næði að vaxa upp í sína fyrri stærð, þegar ársafli náði 400.000 tonnum. Það hefði ekki tekist; enn væri ársaflinn aðeins 300.000 tonn og stefndi ekki í breytingar. í öðru lagi hefði verið stefnt að því að auka gæði afla. Þróunin hefði hins vegar orðið á annan veg. Enn væri það við lýði að togarar færu í langa túra og enn létu menn net liggja yfir helgi. I þriðja lagi hefði verið ætlunin að minnka flotann. Það hefði ekki orðið; þvert á móti. Stækkun hefði orðið, væri litið til rúmlestatölu, sem og óbeint í vélaafli og togkrafti. Kvótinn blívur Halldór Asgrímsson sjávarútvegs- ráðherra taldi ekki líkur á því að betri friður næðist um 4. og 5. grein þessa frumvarps en kvótakerfið. Karl Steinar Guðnason (A/Rn) sagðist hallast að því að við kæm- umst ekki út úr kvótakerfínu. ^Auglýsinga- síminn er 2 24 80 ICjFNNSM Lærið vélritun Ný námskeið eru að hefjast. Vélritunarskólinn, s: 28040. Wélagslíf I.O.O.F. = 171558V2 = 9.0. ★ I.O.O.F. 12 = 1715138'/2 = Lf. 20. maO. Keppni hefst kl. 10. Nánari upplýsingar um dagskrá í símsvara deildarinnar, í síma 15015. Munið kaffisamsætið að lokinni keppni. Stjórn Skíðadeildar KR. Skipholti 50b, 2. hæð Samkoma i kvöld kl. 20.30. Allir velkomnir. Fimirfætur Dansaefing verður sunnudags- kvöld 7. maí í Hreyfilshúsinu. Allir velkomnir. Nánari upplýs- ingar i sima 54366. Hjálpræðisherinn í kvöld kl. 20.30 verður almenn samkoma i umsjá flokksforingj- anna. Föstudagskvöld kl. 22.00 bæn og lofgjörð. Allir velkomnir. Góðtemplarahúsið Hafnarfirði Félagsvistin í kvöld fimmtud. 4. maí. Verið öll velkomin. Fjölmennið. Frá Guöspeki- fáiaginu IngóifMtrati 22. Áskrtftaraími Ganfflara ar 39573. Mánudaginn 8. maí kl. 21.00: Lotus-fundur. Innanfélagsmót Skíða- deildar KR fer fram laugardaginn 6. maí (ath. breyttan tima, áður auglýst Hvítasunnukirkjan Fíladelfía Almenn samkoma i kvöld kl. 20.30. Ræðumaður Sam Daniel Glad. fbmhjólp ( kvöld kl. 20.30 er almenn sam- koma i Þríbúðum, Hverfisgötu 42. Söfnuðurinn í Kirkjulækjar- koti sér um samkomuna með söng og vitnisburðum. Stjórn- andi Hinrik Þorsteinsson. Allir velkomnir. Munið opið hús á laugardaginn. Samhjálp. Frá Sálarrannsókna- félagi íslands Bresku miðlarnir Carmen og Alex starfa á vegum félagsins dagana 12. til 23. mai. Þau halda skyggnilýsingafundi, námskeið smá ouglýsingor og einkafundi. Upplýsingar á skrifstofu félagsins og í síma 18130. Simsvari utan opnun- artima. Félagsmenn geta athug- að með miða á einkafundi föst'u- daginn 5. maí frá kl. 10. til 14.00. Aðalfundur félagsins veröur hald- inn fimmtudaginn 11. maí kl. 20.30 á Hótel Lind, Rauðarárstíg 18. Stjórnin. m ÚtÍVÍSt, Grolifim , Fimmtudagur 4. maf kl. 13 Landnámsgangan 11. ferð Stampar - Hvammshöfði - Hvammsvík Gönguferð við allra hæfi um fjöl- breytta strönd Hvalfjarðar. Næstsiðasta strandgangan i landnámsgöngunni 1989. Verið með í þessari skemmtilegu ferðasyrpu. Alls verður farin 21 gönguferð á mörkum landnáms Ingólfs. Viðurkenning veitt fyrir góða þátttöku. Ferðirnar njóta stöðugra vinsælda fólks á öllum aldri, því þá ekki að nota tækifær- ið og slást í hópinn. Verð 900,- kr., frítt f. börn m. fullorðnum. Brottför frá BSÍ, besínsölu. Útivist, feröafélag. M Útivist Sunnudagur 7. mai Útivistardagur fjölskyldunnar - pylsuveisla Létt fjölskylduganga í Heiðmerk- urfriðlandi (ca 2 klst.). Brottför kl. 13 og heimkoma uppúr kl. 16.00. Ekið að Silungapolli og gengið , frá Höfuðleðurshól um Hraun- slóð að fallegri hringhlaðinni fjár- borg (Hólmsborg) og þaðan um Jaðarslóð og Heiðarveg að Sauðási þar sem pylsuveisla verður haldin. Það er orðið snjó- lausf í Heiðmörkinni og náttúran er að vakna til lífsins með fugla- söng og gróðurilm úr skógi. Verð 400,- kr., fritt f. börn 15 ára og yngri með foreldrum sínum. Kl. 10.30 Bláfjallaleiðin 1. ferð. Fyrsta ferð af fjórum i feröa- syrpu, þar sem ætlunin er að ganga frá Bláfjöllum til Reykjavíkur. Nú verður gengið í Heiðmörk. Verð 800,- kr. Brott- för í ferðirnar frá BSÍ, bensín- sölu. Sjáumst! Útivist, ferðafélag. kf Útivist Laugard. 6. maíkl. 10.30. Fugla- og náttúruskoðun- arferð á Suðurnes Fróðleg og skemmtileg ferð við allra hæfi og dálítiö sérstök. Leiðbeinandi verður að venju Árni Waag. Nú er tími umferöar- farfuglanna. T.d. má búast við að sjá tildru, rauöbrysting, sand- erlu og margar aðrar áhugaverð- ar fuglategundir. Farið verður fyrst i Náttúrufræöistofu Kópa- vogs og síðan á Bessastaöanes (margæsir eru komnar). Þaðan er ekið til Suðurnesja og gengið frá Garðskagavita að Sandgerði og jafnvel Fuglavík (létt hress- ingarganga). Hugað að fleiru í náttúrunnar ríki t.d. sel. Þátttak- endur fá nafnalista og fjöldi tegunda verður talinn. Hafið sjónauka og fuglabók með- ferðis. Árleg ferð, tilvalin fyrir alla fjölskylduna. Brottför frá BSÍ, bensínsölu (i Hafnarfirði v/Sjóminjasafnið). Verð 1000 kr., frítt f. börn m. fullorðnum. Sjáumst. Útivist, ferðafélag. iyj útívist Útivistarferðir eru fyrir alla: Hvítasunnuferðir 12.-15. maí 1. Skaftafell-Öræfasveit. Svefnpokagisting að Hofi. Skoð- unarferðir og gönguferðir um þjóðgarðinn og m.a. ekið að Jök- ulsárlóni. Dagsferð með snjóbíl á Vatnajökul ef viil. 2. Öræfajökull-Skaftafell. Gengið á hæsta fjall landsins og gönguferðir í Skaftafelli. Gist að Hofi. 3. Snæfellsnes-Snæfellsjök- ull. Frábær gisting á Lýsuhóli. Sundlaug, heitur pottur. Göngu- og skoðunarferðir um strönd, fjöll og á jökulinn eftir vali. 4. Snæfellsnes-Breiðafjarðar- eyjar. Sameiginleg ferð nr. 3. Boðið upp á dagsferðir út í Breiðafjaröareýjar m.a. göngu- ferð um eyju sem er sannkölluö náttúruparadis. 5. Þórsmörk og Fimmvörðu- háls. Fimmvörðuháls fyrir þá sem vilja, annars gönguferðir við allra hæfi um Mörkina. Góð gist- ing í Útivistarskálanum Básum. Uppl. og farm. á skrifst. Gróf- inni 1, sfmar: 14606 og 23732. Utanlandsferð, engri lík: Gönguferö um fegursta fjalla- svæði Noregs, Jötunheima. Brottför 18. ágúst, 10 dagar. Takmarkað pláss. Pantið sem fyrst. Allar upplýsingar á skrifst. Sjáumst! Útivist. FERÐAFÉLAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU3 SÍMAR11798 og 19533. Ferðafélagsferðir um Hvftasunnu, 12.-15. maí Öræfajökull Lagt upp frá Virkisá v/Svínafell, gengið upp Virkisjökul, utan í Falljökli og áfram sem leið liggur á Hvannadalshnúk (2119 m). Gist í svefnpokaplássi á Hofi i Öræfasveit. Þórsmörk-Fimmvörðuháls Gengiö á skíðum yfir Fimm- vörðuháls. Gönguferðir um Mörkina. Gist í Skagfjörös- skála/Langadal. Snæfellsnes-Snæfellsjökull Gengið á Snæfellsjökul (1446 m) og farnar skoðunarferðir á láglendi eins og tími og aðstæð- ur leyfa. Gist i gistiheimilinu Langholti, Staðarsveit. Brottför í allar ferðirnar kl. 20.00 föstu- daginn 12. mai. Ath.: Greiðslu- kortaþjónusta. Til athugunar fyrir ferðamenn: Um hvítasunnu verður ekki I leyft að tjalda á umsjónarsvæði Ferðafélagsins f Þórsmörk, vegna þess hve gróður er skammt á veg kominn. Upplýs- ingar og farmiðasala á skrifstofu F.Í., Öldugötu 3. Ferðafélag íslands. FERÐAFELAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU3 SÍMAR11798 og 19533. Dagsferðir Ferðafélagsins: Fimmtudaginn 4. maí kl. 13. Selvogsheiði-Svörtubjörg- Hlíðarvatn. Ekið um Þrengslaveg. Gengið um Selvogsheiði að Svörtubjörg- um og Eiríksvörðu. Komiö niður hjá Hlíðarvatni. Verð kr. 1.000,-. Laugardaginn 6. maf, kl. 10. Skarösheiði (1051 m). Ekið inn Svinadal og gengiö þaðan. Verð kr. 1.000,-. Sunnudaginn 7. maí kl. 10. Fuglaskoðunarferð á Suð- urnes. Kjörin fjölskylduferð. í fylgd sér- fræðinga geta þátttakendur lært að þekkja fugla og fræðst um lifnaðarhætti þeirra. Fuglaskrá Ferðafélagsins er merkileg heimild um þá fugla sem sést hafa I þessum ferðum, en þetta er 19. feröin síðan skráning hófst, og í uþþhafi ferðar er Ijós- ritun dreift af skránni og þykir afar spennandi að sjá hvaða far- fuglar eru komnir til landsins og bera saman við fyrri ferðir. Æski- legt að taka sjónauka og fugla- bók með. Frítt fyrir börn 15 ára og yngri. Verð kr. 1.000,-. Fararstjórar: Gunnlaugur Pét- ursson, Haukur Bjarnason og Jón Hallur Jóhannsson. Brottför í allar ferðirnar er frá Umferðar- miðstöðinni, austanmegin. Far- miðar við bíl. Dagsferöir Ferðafélagsins eru fjölbreyttar og góð tilbreyting frá amstri hversdagsins. Veljið ykk- ur ferð sem hentar og komið í ferð með Ferðafélaginu. Ferðafélag íslands.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.