Morgunblaðið - 04.05.1989, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 04.05.1989, Blaðsíða 62
62 MORGUNBLAÐE) IÞROTTIR MIÐVIKUDAGUR 4. MAÍ 1989 KNATTSPYRNA / UEFA-BIKARKEPPNIN „Hönd guðs“ bjargaði Napolí f Frá Brynju Tomer á Italíu UEFA PUNKTAR ■W ■ LEIKMENN Napólí fá næst- um íjórum sinnum meira fyrir sigur í UEFA-bikarkeppninni en leik- menn Stuttgart. Leikmenn Napólí fá 3,4 milljónir íslenskar kr., nema Maradona sem fær alltaf helmingi meira eða 6,8 millj- ónir. Leikmenn Stuttgart fá 840 þúsund íslenskar krónur á mann fyrir sigur. H TALANDI um peninga má geta þess að Diego Maradona hef- ur um 100 milljónir íslenskar krón- ur í árstekjur hjá Napólí. Hann fær 50 milljónir í grunnlaun síðan fær hann tvöfaldan bónus á við hina leikmenn liðsins fyrir sigur eða um 25 milljónir á ári. Loks 25 milljónir fyrir viðtöl og auglýsingar. ■ MIÐBORG Napólí var nánast mannlaus er leikurinn fór fram. Leikhús og kvikmyndahús aflýstu öllum sýningum á meðan á leiknum stóð. ■ ALLS voru 83.000 áhorfend- ur á San Paolo leikvanginum í Napólí í gærkvöldi og er það næst mesti áhorfendafjöldi á leik þar. Alls komu 4,6 milljarða líra eða um 184 milljónir ísl. kr. í kassann í aðgangseyri og er það met. Napólí fékk 1,3 milljarð líra fyrir sjón- varpsútsendingar og 1,1 milljarð líra fyrir auglýsingar á vellinum. Alls fékk Napólí því 7 milljarða líra eða um 280 milljónir íslenskar krón- ur í tekjur af leiknum. ■ SÍÐARI hálúeikur gat ekki hafíst á réttum tíma vegna reyks af völdum reyksprengja á leikvang- inum. Þegar flauta átti til síðari hálfleiks sást ekki á milli marka og tafðist leikurinn um fímm mínút- ur af þeim sökum. Það má fastlega búast við þvf að Napólí verði sekt- að vegna þessa. Liðið fékk 800 þúsund króna sekt eftir leikinn gegn Bayern MUnchen í undanúrslitum vegna þess að reyksprengju var kastað inn á völlinn. ■ ÁSGEIR Sigurvinsson lék í gær í þriðja sinn gegn Napólí. Hann lék með Standard Liege gegn Napólí í UEFA-bikarkeppn- inni 1979. Standard vann fyrri leikinn 2:1 og skoraði Ásgeir þá sigurmarkið, en síðari leikurinn í Napólí endaði með jafntefli, 1:1. ■ ÞAÐ var sannkallað ættarmót í Napoií í gær. Hundrað ættingjar Maurizio Gaudino, sem leikur með Stuttgart, voru þar saman komnir. ■ BRIDS-félagar Ásgeirs Sig- urvinssonar tóku ekki í spil í Stuttgart í gærkvöldi, eins og þeir gera svo oft á miðvikudagskvöldum. Þeir sögðu að Ásgeir hefði farið með öll trompin til Napolí. Diego Maradona fiskaði vítaspyrnu eftirað hafa handleikið knöttinn „HÖND guðs“ kom aftur við sögu í Napolí, eins og í heims- meistarakeppninni í Mexikó 1986 - þegar Diego Maradona skoraði mark fyrir Argentínu gegn Englendingum, með því að slá knöttinn yfir Peter Shilt- on, markvörð. Maradona hand- lék knöttinn á San Paolo-lei- kvellinum í gærkvöldi, þegar hann fiskaði vítaspyrnu fyrir Napolí og jafnaði úr henni, 1:1. Gríski dómarinn Gerassimos Germanskos, sem hafði ekki nægilega góð tök á leiknum, lokaði augunum fyrir því þegar Maradona lagði knöttinn fyrir sig með hendi, en dæmdi aftur á móti vítaspyrnu á Michael Schmáler, þegar Maradona skaut knettinum í hönd hans. Maradona tók knöttinn niður á brjóstið og lagði hann síðan fyrir sig með vinstri hendi. Hann ætlaði síðan að vippa knettinum fram hjá Schmáler og fyrir markið, en knöttumn fór í hönd hans. Dóm- arinn dæmdi þá strax vítaspyrnu. Leikmenn Stuttgart mótmæltu, en sáu að það þýddi ekki að deila við dómarann. FráJóni Halldórí Garöarssyni ÍV-Þýskalandi Asgeir lék vel Stuttgart lék vel í fyrri hálfleik og fór Ásgeir þá á kostum. Sýndi marga góða takta - var með snjall- ar sendingar og þá einlék hann oft að hætti Itala. Ásgeir fékk mikið lof hjá sjónvarpsmönnum í V- Þýskalandi og sem sögðu að reynsla Ásgeirs hafi verið Stuttgart dýr- mæt. Leikurinn var jafn í fyrri hálf- leik, en leikmenn Napolí fóru að þyngja sókn sína í seinni hálfleik. Leikmenn Stuttgart áttu í vök að verjast fyrstu 20 mín. í seinni hálfleik og hrelldi Careca vamar- Napolí—Stuttgart 2 : 1 San Paulo-leikvangurinn í Napolí, fyrri úrslitaleikur í UEFA-bikarnum í knatt- spymu, miðvikudaginn 3. maí 1989. Mörk Napolí: Diege Maradona (60. mín. vsp.), Antonio Careca (87. mín.). Mark Stuttgart: Maurizio Gaudino (17. mín.). Gul spjöld: Guido Buchwald og Michael Schröder, Stuttgart, Massimo Crippa, Napolí. Dómari: Garassimos Garmanskos frá Grikklandi. Áhorfendur: 83.000. Lið Napolí: Giuliano Giuliani, Ciro Ferrara, Giovanni Francini, Giancarlo Corradini (Massimo Crippa 46. mín.), Alemao, Alessandro Renica, Luca Fusi, Femando De Napoli, Antonio Careca, Diego Maradona, Andrea Camevale. Lið Stuttgart: Eike Immel, Gúnther Scháfer, Nils Schmáler, Srecko Kat- anec, Júrgen Hartmann, Guido Buch- wald, Karl Allgöwer, Fritz Walter (Rainer Emst 70. mín.), Michael Schröder, Ásgeir Sigurvinsson, Maurizio Gaudino. leikmenn Stuttgart hvað eftir ann- að. Það var á 68. mín. að Maradona náði að jafna úr hinni umdeildu víta- spyrnu, en annars var hann vel gætt af Jiirgen Hartmann. Eftir markið héldu leikmenn Napolí áfram að sækja, en þeir náðu ekki að skapa sér góð marktækifæri. Það var svo Careca sem skoraði sigurmark Napolí, eftir sendingu Maradona. Leikurinn í tölum Napolí Stuttgart Homspymur....11 0 Skotámark....17 3 Aukaspymur....25 18 Varin skot....1 2 Rangstöður....1 3 Mörkin í IMapolí Oa Æ Maurizio Gaudino skoraði mark Stuttgart af 30 m færi ■ U á 17. mín. eftir aukaspymu frá Ásgeiri Sigurvinssyni, sem renndi knettinum til hans. Leikmenn Napolí héldu að Ásgeir myndi senda til hinn skotharða Karl Allgöwer og hlupu þeir að honum. Ásgeir sá við þeim og renndi knettinum lengra - til Gaud- ino, sem skaut föstu skoti. Knötturinn fór á mitt markið - skall á Giuliani, markverði og i netið. Það var Karl Allgöwer sem fiskaði aukaspymuna - hann brunaði fram völlinn, en var felldur af Luca Fusi. 1m ^ Diego Maradona jafnaði fyrir Napolí úr vítaspyrnu á ■ 1 68. mín. Hann fískaði sjálfur vítaspymuna, eftir að hafa handleikið knöttinn og skotið í hönd á Michael Schmáler. 2n afl Brasilíumaðurinn Careca skoraði sigurmark Napolí á ■ I 87. mín., eftir sendingu frá Diego Maradona. Asgeir fær mikið lof í ítölskum fjölmiðlum „Hefðum betur keypt hanii til Ítalíu á sínu tíma“ segir í einu dagblaðanna ÍTALSKIR1jölmiðlar fóru mjög lofsamlegum orðum um Ásgeir Sigurvinsson fyrir leik Napófí og Stuttgart (gær. Hann er sagður frábær knatt- spyrnumaður sem ræður yfir mikilli leikreynslu. Ieinu dagblaðanna hér á Ítalíu í gær er knattspymuferill Ás- geirs rakinn. Sagt er að hann hafí fyrst vakið athygli ítala er ■■■i hann lék með Frá unglingalandsliði Brynju íslands í Evrópu- keppninni á Ítalíu 1970. Þá hafí mörg ftölsk lið sýnt áhuga á að fá hann. „Við hefðum betur keypt hann til Italíu á sínum tíma,“ seg- ir blaðamaðurinn í umræddri Tómer á Italiu grein. Forráðamenn Napóli minnast Ásgeirs er hann iék með Standard Liege í Belgíu og sló meðal ann-- ars Napólí út í UEFA-bikamum 1979. Standard vann fyiri leikinn 2:1 í Belgíu og skoraði Ásgeir þá sigurmarkið úr vítaspymu. Síðari leikurinn I Napólí endaði með jafn- tefli, 1:1. Reuter Diego Maradona á hér í höggi við Fritz Walter í leiknum í gær. Maradona beitti kunnuglegum brögðum í leiknum — lagði boltann fyrir sig með hendi og fiskaði vítaspymu sem hann skoraði úr. „Vorum of æstir“ - sagði Ottavio Bianchi, þjálfari Napolí Ottavio Bianchi, þjálfari Napolí, var mjög óánægður með leik sinna manna í fyrri hálfleik en hrós- aði jafnframt Stuttgart fyrir sterk- an vamarleik, einkum við gæslu Maradona. „Byijunin var mjög slæm og þegar þeir skomðu fyll- tumst við örvæntingu og vomm of æstir. Við reyndum að þjarma að þeim en boltinn vildi bara ekki fara inn. Mark á útivelli er gulls ígildi en þessu er engan veginn lokið,“ sagði Bianchi. Arie Haan, þjálfari Stuttgart, vonaðist eftir jafntefli í Napolí en sagðist þó enn vera bjartsýnn á að ná að halda bikarnum í Vest- ur-Þýskalandi: „Við lékum gegn einu af bestu lið- um heims og lék- um vel,“ sagði Haan. „Ef við leikum jafn vel í Stuttgart held ég að við getum unn- ið þennan mun upp,“ sagði Haan. Haan. ..Ég er ánægður með sigurinn þó það mætti ekki tæpara standa," sagði Diego Mardona. Eg var farinn að trúa því að við myndum tapa þessum leik. Við vomm allan tímann hræddir við Stuttgart. Leik- urinn í Þýskalandi verður erfiður." Maruizio Gaudino, sem skoraði mark Stuttgart var þokkalega ánægður með úrslitin. „Það var mikilvægt að skora og við ætlum okkur að vinna síðari leikinn í Stuttgart," sagði Gaudino. f FráJóni Halldórí Garðarssyni ÍV-Þýskalandi UEFA PUNKTAR PM i ■ GUIDO Buchwald, fyrirliði Stuttgart, verður í leikbanni í seinni leiknum gegn Napolí. Hann fékk að sjá gula spjaldið í gær- kvöldi. Þá fer Crippa hjá Napoií einnig í leikbann. ■ GRÍSKI dóm- arinn í leiknum - missti völd á honum, en hann fór á taugum. Eitt sinn þurfti annar línuvörðurinn að róa hann niður. ■ ÍTÖLSK dagblöð voru svo viss um sigur Napolí, að þeim fannst það niðurlæging þegar Arie Haan, þjálfari Stuttgart, sagði fyrir leik- inn að sínir menn myndu vinna, 1:0. ■ ÞEGAR leikmenn Stuttgart meiddust komu ítalskir vallar- starfsmenn hlaupandi inn á völlinn með sjúkrabörur. Læknir Stuttgart fékk hinsvega/ ekki að fara inná. Þetta gerðu ítalimir til þess að koma í veg fyrir að Stuttgart næði að tefja leikinn. Einkum var þetta áberandi þegar botið var ilia á Eiki Immel, markverði Stuttgart, en þá ætluðu ítalskir vallarstarfsmenn hreinlega að „moka“ honum upp á sjúkrabörur og útaf vellinum! ■ MARADONA og Careca hafa reynst Þjóðveijum erfiðir í UEFA-bikarnum. Napolí sló Bay- ern MUnchen út í undanúrslitum, samtals 4:2. Maradona lagði upp öll mörk Napolí og Carcece rak smiðshöggið á þrjú þeirra. Mara- dona skoraði svo annað markið í gær gegn Stuttgart, úr vítaspyrnu sem hann fiskaði sjálfur, og átti sendinguna á Careca sem gerði sigurmarkið. ■ MARADONA hefur stundum gengið með mexikanskan hatt og það var auðséð eftir leikinn. Rúm- lega hálf milljón slíkra hatta seldist í Napólí, enda forsjálir kaupmenn í bænum. Mikill fagnaður braust út í Napólí eftir leikinn, bílar og skip þeyttu lúðra, fólk baðaði sig í gos- brunnum og minntu fagnaðarlæti borgarbúa á sigurhátíðina þegar Napólí varð ítalskur meistari í fyrsta sinn 1987.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.