Morgunblaðið - 04.05.1989, Síða 36

Morgunblaðið - 04.05.1989, Síða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. MAÍ 1989 Leikfélag Akureyrar: Hús Bernörðu Alba fyrsta verk næsta árs FYRSTA leikverk Leikfélags Akureyrar á næsta leikári verður Hús Bernörðu Alba eftir Federico Garcia Lorca í þýðingu Einars Braga Sigurðssonar. Leikstjóri verður Þórunn Sigurðardóttir og er stefht að frumsýningu um miðjan oktober. Þetta var ákveðið á fundi stjórn- ar Leikfélags Akureyrar sem hald- inn var í gær. „Þetta er gamall draumur og hann hefur nú ræst,“ sagði Sunna Borg en hún var kjör- inn formaður stjómar leikfélagsins á aðalfundi sem haldinn var um helgina. Hús Bemörðu Alba var sett upp hjá Leikfélagi Reykjavíkur árið 1966. Á fundi stjórnar LA í gær var ákveðið að kalla nokkra af umsækj- endum um stöðu leikhússtjóra til fundar og verður það gert á næstu dögum, að sögn Sunnu. Að viðtölum loknum verður tekin endanlega af- staða um hver sest í leikhússtjóra- stólinn, en alls sóttu tíu um stöðuna. Lj óðasamkeppni Menningarmálaneftid Akur- eyrarbæjar hefúr samþykkt að gangast fyrir ljóðasamkeppni nú á vordögum. Þátttaka er öllum heimil, hvar sem þeir búa á landinu. Yrkisefnið er frjálst, en þó ér æskilegt að það tengist Akureyri eða nágrenni á ein- hvern hátt. Ljóðið má ekki hafa birst opinberlega áður, í flölmiðl- um eða í bók. í fréttatilkynningu vegna ljóða- samkeppninnar segir að verðlauna- fé sé 150.000 krónur og er ráðstöf- un þess á valdi dómnefndar. í dóm- nefnd sitja Hildigunnur Þráinsdótt- ir, nemi, Kristín Ámadóttir, kenn- ari, Kristján frá Djúpalæk, skáld, Þráinn Karlsson, leikari, og Þröstur Ásmundsson, kennari. Trúnaðar- maður dómnefndar er Ingólfur Ár- mannsson. Skilafrestur er til 30. júní. TÓNLISTARSKÓLINN Á AKUREYRI Hafnarstræti 81, simi 21460 - 21788. Frá á Akureyri Eftirfarandi kennarastöður eru lausar til umsóknar: Staða píanókennara, tveggja tréblásturskennara (klarinett, flauta), málmblásturskennara (básúna trompet), slagverkskennara. Nánari upplýsingar veitir skólastjóri eða yfirkennari í síma 96-21460 eða 96-21429. Skólastjóri. TÓNLISTARSKÓLINN Á AKUREYRI Hafnarstræti 81, sími 21460 - 21788. Frá stjórn minningarsjóðs Þorgerðar S. Eiríksdóttur Áætlað er að efnilegum tónlistarnemendum verði veittur styrkur við skólaslit Tónlistarskólans á Akur- eyri þann 20. maí 1989. Umsækjendur þurfa að hafa stundað nám við Tónlist- arskólann á Akureyri og stefna að eða vera komnir í framhaldsnám (atvinnunám) í tónlist. Umsóknir þurfa að hafa borist skrifstofu Tónlistar- skólans á Akureyri, Hafnarstræti 81, fyrir 15. maí. Með umsóknum þurfa að fylgja upplýsingar um nám og námsáform, ásamt prófvitnisburði. Skólastjóri. Morgunblaðið/Rúnar Þór Valgerður Friðriksdóttir hundrað ára Aldarafinæli á Akureyri í hverri viku, hugsa eflaust ein- hveijir, en í gær varð Valgerð- ur Steinunn Friðriksdóttir hundrað ára og í síðustu viku náði Rannveig Jósefsdóttir þessum merka áfanga. Sam- kvæmt upplýsingum Manntals- skrifstofunnar eru þær einu Akureyringarnir sem verða hundrað ára á þessu ári. Val- gerður var hin hressasta er blaðamenn Morgunblaðsins litu við á dvalarheimilinu Hlíð, en þar hélt aftnælisbarnið ættingj- um, vinum og vistmönnum hóf í tilefiii dagsins. Margt var um manninn í veislunni og barst Valgerði Qöldi blómaskreyt- inga og annarra gjafa. Jón Hlöðver Áskelsson skólastjóri Tónlistarskólans á Akureyri spilaði á píanó og stjórnaði kröf'tugum fjöldasöng. Val- gerður fæddist á Hánefsstöðum í Svarfaðardal þann 3. mai árið 1889. Hún giftist Jónasi Franklín Jóhannssyni sjómanni og verkamanni árið 1913, en Jónas lést árið 1956. Þeim Val- gerði og Jónasi varð tveggja barna auðið, sonur þeirra var Jóhann Friðrik Franklín bak- arameistari, en hann lést árið 1978, og dóttir þeirra var Þóra Rósa Franklín og lést hún í desember árið 1985. Valgerður. er hress og sögðu vinkonur hennar á dvalarheimilinu að hún væri stálminnug og færi iðulega með heilu ljóðabálkana. Á myndinni er Valgerður með tengdadóttur sinni, Maríu Franklín, en þær sitja við borð- ið. 1 efri röð standa frá vinstri Auður Franklín, Erla Franklín, Ævar Karl Ólafsson, Guðný Franklín, Valgerður Árdís Franklín og Jónas Franklín, allt barnabörn Valgerðar. Viðar hf. á Dalvík afhendir átta íbúðir: Eftirspurn eftir íbúðum mjög mikil Hamingjusamir Dalvíkingar tóku nýlega við lyklum að sínum fyrstu íbúðum í fjölbýlishúsi við Lokastíg 2. - segir Hilmar Daníelsson fram- kvæmdastjóri ÞAÐ VORU ungir og hamingju- samir íbúðareigendur sem tóku við lyklunum að íbúðum sínum í húsinu númer 2 við Lokastíg á Dalvík nú nýlega. í húsinu eru alls tíu ibúðir, en á tveimur árum hefur Viðar hf., sem er bygging- arfyrirtæki á Dalvík, byggt tutt- ugu íbúðir í tveimur samskonar Qölbýlishúsum. Mikil gróska er í byggingariðnaði á Dalvík og sagði Hilmar Daníelsson fram- kvæmdasfjóri Viðars hf. að eftir- spurn eftir húsnæði væri enn mikil. í húsinu eru sem fyrr segir tíu íbúðir, fjórar þeirra eru í verka- mannabústaðakerfinu, tvær á al- mennum markaði, tvær í kaupleigu- kerfi og tvær keypti bæjarfélagið sem leiguíbúðir og munu starfs- menn dvalarheimilisins Dalbæjar hafa þær til umráða. íbúðirnar eru ýmist tveggja eða þriggja herbergja og eru allir íbúar hússins að eigri- ast sína fyrstu íbúð. Við afhendinguna sagði Hilmar að fyrst og fremst bæri að þakka iðnaðarmönnum vel unnin störf, þar hefðu allir sem einn skilað sínu verki með sóma. Það var Viðar hf. sem sá um byggingu hússins sem og innréttingar, Magnús Magnús- son um pípulagnir, Elektro um raf- lagnir og Einar Arngrímsson sá um málninguna. „Eftirspurn eftir íbúðum á Dalvík er enn mjög mikil og meiri en ég bjóst við eftir að við höfum byggt hér tuttugu íbúðir á skömmum tíma,“ sagði Hilmar í samtali við Morgunblaðið. Hann sagði að fljót- lega yrði tekinn grunnur að rað- húsi, hvar í yrðu þtjár íbúðir um 100 fermetrar hver að stærð. Hilm- ar sagðist vona að íbúðimar yrðu keyptar inn í kaupleiguíbúðakerfið og myndu viðræður þar um fara fram á næstunni. Framtíðaráform Viðarsmanna eru að byggja bæði fjögurra íbúða raðhús og fímm íbúða á sama stað og myndu rað- húsin þijú mynda þríhyrning og yrði einskonar torg á milli þeirra. Af öðrum verkefnum Viðars hf. í sumar nefndi Hilmar byggingu iðn- aðarhúsnæðis sem alls yrði um 1.200 fermetrar að stærð á tveimur hæðum. 9. sýning föstudaginn 5. maí kl. 20.30 10. sýning laugardaginn 6. maíkl. 20.30 Lgikfglag akurgyrar sími 96-24073

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.