Morgunblaðið - 04.05.1989, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 04.05.1989, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. MAI 1989 31 Deilt um skattlagningu til umhverfisverndunar Hollenska sljórmn fallin: Haag. Reuter. Samsteypustjórn Hollands undir forystu Ruud Lubbers úr flokki kristilegra demókrata (CDA) féll í gær eftir að þingmenn hins stjórn- arflokksins, Fijálslynda flokksins (WD), sem er hægrisinnaður, höfðu risið gegn þeirri ákvörðun stjórnarinnar að aftiema skatta- fríðindi vegna notkunar einkabila. Stjórnin vildi láta féð renna til stórátaks í umhverfisvernd en markmiðið þess er að minnka mengun í landinu um 70% fyrir árið 2010. Ráðherrar frjálslyndra klofhuðu í málinu en flokkurinn hefiir barist gegn aukinni skattheimtu. Talið er að Lubbers, sem baðst lausnar í gær, veiti starfsstjórn for- ystu um hríð og kosningar verði síðan í september. Mengunaráætlun sú sem nú var látið bijóta á mun kosta stórfé sem ætlunin er að sækja með auknum sköttum á ein- staklinga og fyrirtæki. Áðurnefnd skattafríðindi og fyrirhugaður solu- skattur á dísilolíu, sem Fijálslyndir voru einnig andvígir, voru aðeins brot af því dæmi. Meðal Fijáls- lyndra hefur hins vegar gætt vax- andi gagnrýni á meint ráðríki Lub- bers og vildu sumir þeirra að for- sætisráðherrann sannaði að þessu sinni að hann tæki tillit til sam- starfsflokksins með því að láta und- an. Ýmsir stjórnmálaskýrendur velta fyrir sér þeim möguleika að Lub- bers hafi viljað ljúka samstarfinu við Fijálslynda þar sem skoðana- kannanir hafa sýnt vaxandi vin- sældir stjórnarandstæðinga, eink- um Verkamannaflokksins. Að- haldsaðgerðir ríkisstjórnar Lubbers eru taldar helsta orsök þessarar þróunar. „CDA hefur færst nær miðju... Tími harkalegs niðurskurð- ar á útgjöldum og aðhaldssemi er greinilega liðinn,“ sagði blaðið Volkskrant um stefnu krístilegra demókrata. Líklegt er að Lubbers gæti myndað nýja samsteypustjórn að loknum kosningum með Verka- mannaflokknum. Kosið í Bretlandi St. Andrews. Frá Guðmundi H. Frímannssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. Aukakosningar eru í dag í lgördæminu Vale of Glamorgan og sveitarstjórnarkosningar í Englandi og Wales. Skoðanakannanir benda eindreg- ið til þess að Verkamannaflokkur- inn vinni Vale-kjördæmi af íhalds- flokknum, sem yrði þá í fjórða sinn á síðustu 25 árum, sem hann ynni þingsæti af íhaldsflokknum í auka- kosningum. Meirihluti Howers í síðustu kosningum var ríflega 6 þúsund atkvæði. í dag verður einnig kosið um 3.650 sæti í sveitarstjórnum víðsvegar um England og Wales. Síðast var kosið um þau 1985. Þá tapaði íhaldsflokkurinn illa. Búizt er við að hann rétti hlut sinn veru- lega nú og sömuleiðis Verkamanna- flokkurinn, en Fijálslyndi lýðræðis- flokkurinn og Jafnaðarmannaflokk- urinn tapi miklu fylgi. Þeir flokkar nutu mikils gengis á miðju síðasta kjörtímabili. PáfííZambíu Jóhannes Páll páfi II, sem er í heimsókn til Qögurra Afríku- ríkja, snertir hér uppstoppað ljón í stjórnarráðinu í Lusaka, höfuð- borg Zambiu. Páfi fer til Malawi í dag og snýr þaðan til Rómar á laugardag. • Sjávarútvegsráðherra Vestur-Þýskalands: Óráðlegt að stilla íslend- ingum upp við vegg í LESENDABREFI sem birtist í þýska blaðinu Welt am Sonntag um síðustu helgi skýrir Dr. Wolfgang von Geldem, sjávarútvegs- ráðherra Vestur-Þýskalands, sjónarmið íslendinga í hvalamálinu. Bréfið er skrifað vegna fréttar um hvalkjötsát í Japan sem birst hafði 2. apríl þar sem meðal annars kom ranglega fram að Islend- ingar hygðust ekki veiða hvali á þessu ári og lesendabréfs 16. apríl frá Peter Pueschel, frammámanni í Greenpeace. Pueschel þakkaði Welt am Sonntag skrifin um hvalveiðar Islendinga en tók meðal annars fram að því væri ekki að heilsa að íslendingar hefðu ákveðið að hætta hvalveiðunum. Bréf von Geldems fer hér á eftir í íslenskri þýðingu: „Háttvirtu dömur og herrar, nokkrar athugasemdir um Gre- enpeace-herferðina gegn Islandi. Sambandslýðveldið Þýskaland hefur um áraraðir unnið af krafti innan Alþjóðahvalveiðiráðsins að vemdun hvalastofna í útrýming- arhættu. í samstarfí við Banda- ríkin og aðrar þjóðir, sem hafa skuldbundið sig verndunarsjónar- miðum, tókst okkur að stöðva all- ar hvalveiðar í ágóðaskyni árið 1982 og búum nú Alþjóðahval- veiðiráðið undir að taka ákvörðun um framtíð hvalveiða árið 1990 á grundvelli vísindarannsókna. ísland hefur fallist á samþykkt- ir ráðsins og hefur ekki stundað hvalveiðar í ábataskyni síðan 1983. íslendingar hafa vandlega tekið þátt i undirbúningi að ákvörðun ráðsins áríð 1990, með- al annars með umfangsmiklum vísindarannsóknum, sem ná til yfir 300 einstakra verkefna, og eru vísindaveiðar aðeins lítill þátt- ur þeirra. (Vísindaveiðar verða stundaðar í síðasta sinn árið 1989 og þá verða veiddar 68 langreyðar og 10 sandreyðar; á árinu 1990 munu engar hvalveiðar eiga sér stað). Hin fámenna, en hugrakka þjóð, íslendingar, með aðeins 250.000 íbúa, sem býr á lands- svæði, sem er jafnstórt Bæjaral- andi og Baden-Wiirttemberg- fylki, hefur lífsviðurværi sitt úr hafinu og náttúruauðlindum þess. Hún hefur nýtt náttúruauðlindir sínar af gætni og forsjá. Það er ódýr og óskammfeilinn sigur, þeg- ar forystumaður Greenpeace- herferðarinnar skrifar í Welt am Sonntag, að fram til þessa hafi tekist að valda íslandi 80 milljóna marka tjóni með viðskiptaþving- unum í Vestur-Þýskalandi (miðað við Vestur-Þýskaland væri hér um að ræða þjóðhagslegt tap, sem aus ko| c zu verzj Í“-W°w.í,c.p Japaner wollen in der Antarktis mehr als 1000 Meeressauger harpunieren Walfleisch-P^ctys fiir Geld ^ajiang —Auch Island nutzt die Liicke '*~*«rnationalen Úberein- Seh?zZiGJ°"' Hpw *“• *> weit llfar,8er der AUantik- >e£%sDieÆf«ere teemrted’ation^“jaÍdn0rÍert “'“1 rend ■ a den WaifanÍ fdverb<>- BeT,i iandeÆfi1 í88s.'r°Ue?2S: cc Hambur? Japanische Walfanger haben in der letzten Fangsaison in antarktischen Gewássem 273 Zwergwale getötet Das japanische „Institut zur Erforschung der Waleu hat jetzt öffentlich Griinde fiir den Wal- lang durch japanische Schiffe genannt. Der Direktor des In- stituts, Fukuzo Nagasaki, sag- :e, daC Wale getötet werden nuBten, um wissenschaftliche punierten in der letz- n zehn Seiwale und 68 e. Das Fleisch wurde n Blöcken tiefgefroren jan exportiert. .•sem Jahr wollen die • auf die Waljagd ver- Sie befurchten eir t ihrer Fischex lie Amerikaner. Ippunnnpn Fréttin í Welt am Sonntag og lesendabréfið frá forsvars- manni Greenpeace, sem urðu sjávarútvegsráðherra Vestur- Þýskalands tilefni til við- bragða. næmi 20 milljörðum marka). Einmitt þetta markmið, að vernda sjávarspendýr til frambúð- ar, gerir þær kröfur, að við vinn- um innan Alþjóðahvalveiðiráðsins með rökum en ekki tilfinninga- semi. íslendingar verða þar mikil- vægir bandamenn, ef þeim verður ekki stillt upp við vegg með að- gerðum á borð við herferð Gre- enpeace gegn vísindaveiðum. Það myndi stofna Alþjóðahvalveiðiráð- inu I hættu, en við þurfum á því að halda til að hafa umsjón með vemd hvalastofnanna.“ Dr. Wolfgang von Geldern. Suður-Kórea: Sex lögreglu- menn farast eftir íkveikju Seoul. Reuter. SEX lögreglumenn, allir á þrítugsaldri, létust er róttækir námsmenn kveiktu í níu hæða bókasafiisbyggingu í Pusan í Suður-Kóreu eftir að lögreglan hafði ráðist til inngöngu í bygg- inguna. \ Roh Tae-woo, forseti landsins, sagðist myndu grípa til neyðarað- gerða yrði ekkert lát á óöldinni í landinu. „Það er alveg ljóst að þeir sem kveiktu eldinn, sem varð þess- um ungu mönnum að bana, hneigj- ast til blóðugrar byltingar og trúa á morð, íkveikjur, mannrán og eyði- leggingu," sagði forsetinn. VEGN4 SOLU MH>A 06 ENDURNYJUNAR ARSHWA 06 flOKKSMm IR AÐAUimODID .. TJARNAR60TU W OPW ÍDAG FRÁ HL. 13 TIL17. ____ HAPPORÆW DVAUUIHtlMIUS ALDRAÐRA SJÓMANHA Eflum stuöning viö aidraða. Miði á mann fyrír hvern aldraðan. fttóá VÍÐSJÁ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.