Morgunblaðið - 04.05.1989, Side 63

Morgunblaðið - 04.05.1989, Side 63
MORGUNBLAÐŒ) IÞROTTIR MIÐVIKUDAGUR 4. MAÍ 1989 63 ENGLAND Reuter Stewe McMcMahon sést hér leika á Pat Nevin í gærkvöldi. ! Liverpool , að missa af iestinni? LIVERPOOL og Everton gerðu markalaust jafntefli á Goodisonvelli í Liverpool í 1. deild ensku knattspyrnunnar í gærkvöldi. Liverpool er nú fimm stigum á eftir Arsenal í toppbaráttunni og á leik til góða — Arsenal á fjóra leiki eftir en Liverpool fimm, þar af fjóra heima. Þetta var fyrsti leikur Liverpool síðan slysið varð í Sheffield 15. apríl ef frá er talinn minningar- leikurinn gegn Celtic í Glasgow á sunnudag. Mínútu þögn var á vellin- ( um áður en leikurinn hófst og í ' hálfleik horfðu 46.000 áhorfendur á 10 stuðningsmenn gestanna j ganga inn á leikvanginn með 95 1 félagstrefla beggja liða til að minn- ast þeirra er létust í Sheffield. Gestimir áttu meira í leiknum í fyrri hálfleik án þess að skapa sér umtalsverð færi, en eftir hlé jafnað- ist leikurinn og Bruce Grobbelaar. markvörður Liverpool, varði tvíveg- is- vel. Nottingham Forest fékk Millwall í heimsókn og sjötti sigurinn í jafn mörgum leikjum leit dagsins ljós hjá heimamönnum, 4:1. Tony Gayn- on, Gary Parker og Steve Hodge skoruðu fyrir Forest, en annað mark þeirra var sjálfsmark. Newcastle tapaði 2:1 heima gegn botnliði West Ham og féll þar með 1 2. deild. Liðið er í næst neðsta sæti með 30 stig eftir 36 leiki, en t Charlton er í þriðja neðsta sæti með 1 36 stig. HANDKNATTLEIKUR Viggó tii Tenerife? Félagið hefur einnig áhuga á Sigurði Gunnarssyni FORRÁÐAMENN spænska félagsins Tenerife Tres de Mayo hafa nú augastað á Viggó Sigurðssyni - sem næsta þjffara félagsins. Einn- ig vilja þeir ólmir að Sigurður Gunnarsson, sem lék áður með liðinu ásamt Einari Þor- varðarsyni, markverði, komi aftur til Kanaríeyja og leiki með liðinu. Forráðamenn Tenerif Tres de Mayo hafa mikinn hug á að gera miklar breytingar i herbúð- um sínum, en félaginu hefur ekki gengið vel í vetur. Vann ekki leik í forkeppninni og er nú í fallbar- áttu. Það veltur allt á því hvort að félagið haldi sæti sínu í 1. deild - hvert framhald verður. Ef Tenerif heldur sæti sínu þá eru • forráðamenn félagsins ákveðnir að fá erlendan þjálfara og er Viggó efstur á óskalista félagsins. Þá ætlar félagið að fá tvo erlenda leikmenn og gæti svo farið að það yrðu íslendingar. Einn útlendingur leikur nú með félaginu - Finninn Rönneberg, sem hefur verið aðalmarkaskorari Tenerife. „Ég hef fengið skilaboð frá Tenerife, en engar viðræður hafa íarið fram. Deildin er ekki búin á Spáni, þannig að málið er 5 bið- stöðu,“ sagði Viggó, þegar hann var spurður um áhuga forráða- manna spænska félagsins. Viggó er ekki ókunnugur á Spáni. Hann lék með Barcelona á árum áður. Viggó SigurAsson. KORFUKNATTLEIKUR / NBA-DEILDIN Boston úr leik Detroit, New York, Phoenix og Golden State komin í aðra umferð í FYRSTA SINN SÍÐAN 1956 hefur Boston Celtics verið slegið út úr úrslitakeppnninni ífyrstu umferð. Á þriðjudags- kvöld tapaði Boston á heima- velli gegn Detroit, 100:85. Detroit vann því þrjá fyrstu leikina sem dugðu liðinu til að komast í aðra umferð. Detroit mætir annaðhvort Atlanta eða Milwaukee í næstu umferð. Boston lék vel framan af í leikn- um og hafði fjögurra stiga for- ystu um miðjan þriðja leikhluta. Detroit tók þá mikinn kipp og átti ekki í vandræðum að innbirða sigurinn í síðasta leikhlutan- um. Larry Bird lék ekki með Boston í leiknum eins og margir reiknuðu með. Hann taldi sjálfan sig ekki í nægri leikæfingu til að hjálpa liðinu. Baridey vonsvikinn New York er einnig komið í aðra umferð eftir góðan útisigur á Gunnar Valgeinsson skrifar NBA-úrslit New York - Philadelphia.... ...116:115 (New York vann 3:0) Detroit - Boston Ccltics ...100: 85 (Detroit Pistons vann 3:0) Milwaukee - Atlanta ...117:113 (Milwaukee Bucks er yfír 2 1) Golden State - Utah Jazz.... ...120:106 (Golden State Warriors vann 3:0) Phoenix Suns - Denvcr (Phoenix Suns vann 3:0) Philadelphia 76ers, 116:115, í fram- lengdum leik. Staðan eftir venjuleg- an leiktíma var 106:106 eftir að Charles Barkley hafði jafnað fyrir heimaliðið á síðustu sekúndunum. J6= $ gardag jur kl. 13:45 ÍÍIÍÉÍKV SðÉ é. Kia 11989 ili m 2 Leikur 1 Charlton - Wimbledon Leikur 2 Derby - Aston Villa Leikur 3 Middlesbro - Arsenal Leikur 4 Newcastle - Millwall Leikur 5 Norwich - Everton Leikur 6 Southampton - Man. Utd. Leikur 7 West Ham - Luton Leikur 8 Barnsley - Portsmouth Leikur ð Briqton - Ipswich Leikur 10 Leicester - C. Palace Leikur 11 Swindon - Stoke Leikur 12 W.B.A. - Sunderiand Símsvari hjá getraunum á ■augardogum eftir kl. 16:15 er 91-84590 og -84464 ■ Islah Thomas og félagar i Detroit fognuðu sigri gegn Boston. Mm FOLK ■ ROGER Ljung, sænski lands- liðsbakvörðurinn sem leikur með Malmö FF, hefur gert þriggja ára samning við svissneska liðið Young Boys í Bern. Kaupverðið er um 20 milljónir íslenskar krónur. Ljung er þriðji Svíinn sem kemur til með að leika með Young Boys, en fyrir eru miðvallarleikmaðurinn Anders Limpar ogsóknarmaðurinn Björn Nilsson. ■ ÞRÓTTUR sigraði Ármann, 3:0, í leik um 7. sætið í Reykjavík- urmótinu í knattspyrnu í fyrra kvöld. ■ PSV Eindhoven í Hollandi hefur fest kaup á Michel Bo- erebach frá Roda JC í stað Ron- ald Koeman sem hefur verið seldur til Barcelona. Boerebach, sem er 25 ára miðvallarleikmaður, gerði tveggja ára samning við Evrópu- meistarana og mun hefja æfingar með liðinu í júní. Kaupverðið er talið vera um 470 þúsund dollarar, eða um 25 milljónir íslenskar. Kanadíski landsliðsmaðurinn, Að sögn forráðamanna PSV verður kanadíski Iandsliðsmaðurinn.R- andy Samuel, líklega seldur til Sporting Lissabon í Portúgal eft- ir þetta keppnistímabil. Það var hinsvegar Gerald Wilkins sem skoraði sigurkörfu New York þegar 5 sekúndur voru eftir af framlengingunni. Barkley átti síðan skot fyrir heimaliðið stuttu seinna, en það geigaði. Barkley var mjög vonsvikinn á blaðamannafundi eftir leikinn. „Ég vil aldrei aftur þurfa að líða eins og mér líður núna,“ sagði hann. New York mætir ann- aðhvort Chicago eða Cleveland í næstu umferð. Milwaukee sigraði Atlanta í ann- að sinn í röð og hefur nú 2:1 for- ystu í keppni liðanna. Milwaukee vann á heimavelli, 117:113, ogget- ur slegið út Atlanta með sigri í kvöld. Ricky Pierce átti stórleik fyrir heimaliðið og skoraði 35 stig. Phoenix klifrar enn Phoenix Suns halda enn áfram að koma á óvart í Vesturdeildinni. Liðið vann Denver í miðjum Kletta- íjöllunuin, 130:121, eftir að heimal- iðið hafði haft 23 stiga forystu í þriðja leikhluta! Phoenix mætir Golden State Warriors í næstu umferð. " Golden State tók á móti Utah í Oakland Coliseum og vann í þriðja leiknum í röð, nú 120:106. Árangur Warriors er athyglisverður þar sem Utah var talið mun sigurstrang- legra liðið. Don Nelson hefur enn einu sinni sannað hve snjall þjálfari hann er. Það var „nýliði ársins" í NBA-deildinni, Mitch Richmond, og Chris Mulling sem áttu stórleiki með Warriors í leikjunum þremur gegn Utah. KNATTSPYRNA Atll EAvaldsson Atli skor- aði aftur VALUR vann Baden, liðið sem Guðmundur Þorbjörnsson lék með, 2:0 í góðum æfingaleik í Ðaden í gærkvöldi. Leikurinn var jaf n og skemmtilegur í fyrri hálfleik en Valur tók völdin eft- ir hlé og gaf Svissurunum fá tækifæri. Halldór Áskelsson braust í gegnum vömina á 55. mínútu og setti fyrsta mark leiksins. Atli Eðvaldsson, sem kom Val yfir gegn Luzem í fyrrakvöld, komst inn fyrir vöm heimamanna um 10 mínútum seinna og lyfti knettinum yfir markmanninn. Valsmennimir halda heim um helgina. Það verður ekki af fyrirhuguðum æfingaleik þeirra gegn Solothum í dag af því að sviss- neska liðið þarf að keppa í deildar- keppninni. Baden er í fímmta sæti í annarri deild. Liðið þótti leika álíka vel og betri liðin heima í fyrstu deild. Anna Bjamadóttir skrifar fráSviss Á döfinni Tjamarboðhlaup Fijálsíþróttadcild KR og Miðbæjarsamtökin efna til götuboðhlaups á laugardag. Hlaupið hefst kl. 16 við Kolaportið og verða hlaupnir 10 mislangir sprettir; fyrst um Lækjar- götu, síðan Vonarstræti og umhverfis Tjörnina, aftur Lækjargötu og cndað við Kolaportið. Búnings- og sturtuaðstaða fyrir og eftir hlaupið verður [ KR-heimilinu við Frostaskjól. Skráning stendur yfir (s. 71679), en frestur til að tilkynna þátttöku rennur út á morgun. Sund Garpamót Garpamót sunddeildar KR fer fram á sunnudag í Sundhöll Reykjavíkur og hefst kl. 15. Allir 25 ára og eldri geta tekið þátt, en skráning fer fram á sundstöðum borgannnar og hjá Axel Ámasyni (s. 16409). Golf Opna golfmótinu, sem halda átti hjá Keili í Hafnarfírði á laugardag, hefur verið frestað um óákveðinn tíma. Einherjar Allir, sem fóru holu í höggi á siðasta ári, verða sérstaklega verðlaunaðir á laugardag. Athöfnin fer fram að Sfðumúla 35, 2. ha-ð, og hefst kl. 17. Flaggkeppnin Fyrsta golfmótið hjá GR fer fram á laugardaginn á Korphússtaðarvellinum. Þetta er Flaggkeppnin. Leiknar cru 18 holur með fullri forgjöf. ÞingÍBH 36. þing ÍBH verður haldið laugardaginn 6. ma! í Álfafelli, samkomusal fþróttahússins við Strandgötu og hefst stundvíslega kl. 10. Ráöstefna um íþróttir bama og unglinga Unglinganefnd ÍSÍ verður með ráðstefnu um íþróttir barna og unglinga f íþróttamiðstöð- inni, Laugardal, á sunnudag kl. 10 - 16. Áhugamenn um bamaíþróttir eru hvattir tíl að mæta, én tilkynna þarf þátttöku til skrifstofu ÍSÍ fyrir kl. 12 á morgun.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.