Morgunblaðið - 17.05.1989, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 17.05.1989, Blaðsíða 1
88 SIÐUR B/C tvttunMiifrifr STOFNAD 1913 108.tbl.77.árg. MIDVIKUDAGUR 17. MAI 1989 Prentsmiðja Morgunblaðsins Valdaránstil- rauiví Eþíópíu Nairobi. Reuter. Ríkisútyarpið í Eþíópíu skýrði frá því í gær, að komið hefði verið í veg fyrir tilraun nokkurra foringja í hernum til að steypa af stóli marxistastjórn Mengistus Hailes Mariams forseta. Fréttir af valdaránstilrauninu voru enn óljósar í gærkvöld en hún var gerð á sama tíma og Mengistu kom í opinhera heimsókn til Austur- Þýskalands. Seint í gær fóru af því frétt- ir, að skriðdrek- ar og brynvarð- ar bifreiðar hefðu umkringt varnarmála- ráðuneytið í Ad- dis Ababa og kanadískur stjórnarerind- Mengistu reki sá hermenn skjóta á opinbera bifreið. Orrustuflugvélar og fall- byssuþyrlur flugu reglulega yfír borgina og eftir hjálparstofnana- fólki var haft, að skriðdrekar hefðu verið á ýmsum mikilvægum stöðum í miðborginni. Fjarskiptasamband milli Eþíópíu og annarra landa var rof- ið í gær og flugvellinum í Addis Ababa lokað en BBC, breska ríkisútvarpið, sem náði sendingum eþíópska útvarpsins, segir, að lesin hafi verið upp tilkynning frá ríkis- ráðinu um að valdaránstilraunin hefði farið út um þúfur. í gær- kvöld hafði þetta þó ekki verið staðfest með öðrum hætti en er- lendir stjórnarerindrekar sögðu fyrr um daginn, að svo virtist sem einhverjar samningaviðræður ættu sér stað. Ástandið í eþíópskum efnahags- Eyðing ósonlagsins: Ragnarök í suðurhöfiim? EKKI er ólíklegt, að útfjólu- bláir geislar, sem eiga nú greiðari leið til jarðar vegna eyðingar ósonlagsins, séu þeg- ar farnir að drepa hvali og aðrar lífverur í suðurhöfum. Skýrði breska ríkisútvarpið, BBC, frá þessu í gær í fréttum af alþjóðlegri ráðstefiiu, sem er haldin um þessi mál á Tas- maníu. Á Tasmaníuráðstefnunni koma í fyrsta sinn saman sér- fræðingar um lofthjúp jarðar og læknar og líffræðingar víðs veg- ar að úr heimi. I máli eins vísindamannanna kom fram, að vegna mikillar eyðingar óson- lagsins yfir suðurheimskauti næðu útfjólubláir geislar að þrengja sér æ dýpra ofan í sjóinn við Ástralíu og Suðurheim- skautslandið. Afleiðingarnar væru þær, að átan, sem margar hvalategundir lifðu á, væri farin að drepast og hvalirnir í kjölfar- ið. Sagði hann, að geislunin væri einnig farin að hafa áhrif á fisk- stofna á þessum slóðum og mætti búast við, að það sama yrði uppi á teningnum á öðrum hafsvæð- um. málum er afar bágborið og herinn hefur beðið hvern ósigurinn á fæt- ur öðrum fyrir skæruliðum í norð- urhluta landsins. Er stjórnarherinn að hluta skipaður óhörðnuðum unglingum, sem flýja fremur en að berjast við bardagavana skæru- liðana. Hefur Mengistu að undan- förnu íað að því, að hann vilji taka upp viðræður við skæruliða og fréttir eru um, að embættismenn og almenningur í borgum, sem stjórnarherinn ræður á ófriðar- svæðunum, hafí sjálfir beitt sér fyrir samningum við skæruliða. Reuter Þegar þeir Míkhaíl Gorbatsjov og Deng Xiaoping höfðu ákveðið að binda enda á gamlar væringar ríkjanna tókust þeir í hendur og skáluðu síðan í kinversku hrísgrjónabrennivíni. Pekingheimsókn Míkhaíls Gorbatsjovs sovétleiðtoga: Kínverjar krefjast lýðræð- is á stund sögulegra sátta Peking. Reuter. MÍKHAÍL Gorbatsjov, leiðtogi Sovétríkjanna, og Deng Xiao- ping, ráðamaður í Kína, bundu í gær enda á fjandskapinn, sem verið hefur með ríkjunum í 30 ár, og innsigluðu sættirnar með sögulegu handabandi. Á sama tíma efridu hundruð þúsunda Kínverja, námsmenn og fólk úr ölluni stéttum þjóðfélagsins, til mikilla mótmæla í Peking og kröfðust málfrelsis og lýð- ræðislegra umbóta. „Segjum skilið við fortíðina og tökumst á við framtíðina," sagði Deng þegar þeir Gorbatsjov höfðu tekist í hendur og ákveðið að end- urnýja tengslin milli þessara tveggja stærstu kommúnistaríkja í heimi. Úti fyrir, á Torgi hins himneska friðar og nálægum strætum í mið- borg Peking, endurómuðu þessi orð með öðrum hætti frá hundruð- um þúsunda manna, námsmanna, verkamanna, menntamanna og annarra, sem kröfðust þess, að komið yrði á lýðræði í Kíria. Segja erlendir fréttaskýrendur, að mót- mælin séu mesta ögrun við stjórn- völd síðan kommúnistar komust þar til valda. Um 3.000 námsmenn eru í hungurverkfalli til að leggja áherslu á kröfurnar og borist hafa fréttir um svipuð mótmæli í öðrum kínverskum borgum. Viðræður Gorbatsjovs við Deng Xiaoping og aðra kínverska ráða- menn hafa snúist um alþjóðamál og samskipti ríkjanna og sagði Li Peng,. forsætisráðherra Kína, að vissuíega væri ágreiningur um. margt en mestu varðaði að geta skipst á skoðunum. Komið hefur fram, að leiðtogana greinir enn á um Kambódíu og hersetu Víet- nama, skjólstæðinga Sovétmanna. í dag mun Gorbatsjov flytja ræðu í Alþýðuhöllinni í Peking og er haft eftir heimildum, að hann hafí setið fram á nótt við að endur- skrifa ræðuna með tilliti til mót- mælanna í Kína. Sjá „Dagskránni ítrekað ..." á bls. 32 Reuter Peronistar aftur tíl valda CARLOS Menem, litríkur lærisveinn Juans heitins Perons, fyrrum forseta Argentínu, bar sigur úr býtum í forsetakosningunum, sem fram fóru í landinu á sunnudag. Lofaði hann landsmönnum sínum „byltingar- kenndum umbótum", launahækkunum til allra og nægu lánsfé til að auka framleiðslu og neyslu. Að auki ætlar hann að minnka verulega erlendar skuldir þjóðarinnar. Þykja þessi fögru fyrirheit minna á fyrri valdatíma peronista, sem ávallt enduðu með þjóðfélagslegri og efna- hagslegri upplausn. Hér eru fylgismenn hans að fagna úrslitunum. Sjá „Gerðist kaþólikki ..." á bls. 32. Salthamst- ur í Moskvu Moskvu. Reuter. ORÐRÓMUR um að saltið í grautinn væri nú meðal þess, sem farið er að skorta í Sovétríkjun- um, olli slíku kaupæði í Moskvu, að verslanir eru orðnar uppi- skroppa með þessa nauðsynja- vöru. Sagði frá þessu í gær í Trúd, dagblaði verkalýðssamtak- anna. í blaðinu sagði, að salthamstrið í höfuðborginni stafaði eingöngu af kviksögum, sem komið hefði verið á kreik, og hefðu ekki aðrir hagnast á því en þeir, sem öhnuð- ust saltviðskiptin. í Sovétríkjunum er engum vand- kvæðum bundið að koma af stað sögum um skort á hinu og þessu enda er ástandið í Moskvu þannig, að tannkrem, sápa og þvottaefni eru illfáanleg. Þá er sykur skammt- aður í fyrsta sinn frá því seint á fimmta áratugnum. Mannréttinda- frömuðurinn Andrei Sakharov, sem nú er gestur á flokksþingi ítalskra sósíalista, sagði raunar í ræðu á sunnudag, að Sovétríkin horfðust í augu við efnahagslegar ófarir og kollsteypu vegna þess hve illa gengi að koma á raunverulegum umbót- um.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.