Morgunblaðið - 30.05.1989, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 30.05.1989, Blaðsíða 1
56 SIÐUR B 119. tbl. 77. árg. ÞRIÐJUDAGUR 30. MAÍ 1989 Prentsmiðja Morgunblaðsins / TiIIaga Bandaríkjaforseta á leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins; Drög að byltingarkennd- um afvopnunarsamningi George Bush Bandaríkja- forseti ræðir við Manfred Wörner, framkvæmda- sljóra Atlantshafsbanda- lagsins, í Brussel við upp- haf leiðtogafundarins í gær. Brussel. Frá Kristófer Má Kristinssyni, fréttaritara Morgunblaðsins, og Reuter. GEORGE Bush Bandaríkjaforseti skýrði leiðtogum aðildarríkja Atlants- hafsbandalagsins (NATO) í gær frá nýrri tillögu Bandaríkjastjórnar um niðurskurð á sviði hins hefðbundna herafla í Evrópu. Forsetinn sagði á fundi með blaðamönnum í höfuðstöðvum Atlantshafsbandalags- ins í Brussel að samþykktu Sovétmenn tillögu þessa, sem er í ijórum liðum, kynni hún að geta af sér „byltingarkennt samkomulag um niður- skurð hefðbundins herafla í Evrópu.“ Forsetinn hvatti önnur aðild- arríki NATO til að leggja blessun sína yfir tillögu þessa til þess að unnt yrði að hraða viðræðum um þennan hluta heraflans í viðræðum austurs og vesturs sem fram fara Tillögu Bandaríkjaforseta var vel tekið og sagði Margaret Thatcher, forsætisráðherra Bretlands, að hún hefði gjörbreytt leiðtogafundinum í Brussel en búist hafði verið við að ágreiningur um skammdræg kjarn- orkuvopn í Evrópu setti mark sitt á hann. Steingrímur Hermannssson forsætisráðherra sagði í viðtali við Morgunblaðið að tillaga Bandaríkja- forseta væri líkleg til að stuðla að lausn á þeim ágreiningi serp væri innan bandalagsins um endurnýjun skammdrægra kjarnorkueldflauga í Vestur-Evrópu. Helmut Kohl, kansl- ari Vestur-Þýskalands, sagði tillög- una marka þáttaskil. „Bush forseti hefur borið fram tillögu sem hefur hleypt nýju lífi í viðræður okkar,“ sagði Kohl. í orðsendingu til Bush, sem birtast mun í dag, þriðjudag, í vestur-þýska dagblaðinu Bild, segir Kohl að tillaga forsetans varði leið í átt til stöðugleika og friðar í Evr- ópu sem orðið geti til þess að binda enda á skiptingu Evrópu og Þýska- lands. Bush Bandaríkjaforseti sagði á blaðamannafundi í gær að tillaga stjórnar sinnar væri í fjórum liðum. í fyrsta lagi væri gert ráð fyrir því að leitað yrði eftir formlegri stað- festingu á því að Sovétmenn væru reiðubúnir til að ganga að tillögum sem NATO-ríkin hafa lagt fram í Vínarborg og gera ráð fyrir veru- legri fækkun skriðdreka, brynvar- inna liðsflutningavagna og stór- skotaliðsvopna. Gert er ráð fyrir því Vínarborg. að hámarksfjöldi skriðdreka í Evrópu verði 20.000 hjá hvoru bandalaginu um sig og lagði forsetinn áherslu á að tillagan gerði ráð fyrir að vígtól þessi yrðu öll eyðilögð. Þá segir í tillögu forsetans að Vínarviðræðurn- ar, sem taka til herafla á landi frá Atlantshafi til Úralfjalla, skuli jafn- framt taka til orrustuþotna og þyrlna í eigu bandalaganna tveggja. í erind- isbréfi Vínarviðræðnanna segir að undanskilja beri þotur og flugvélar en Sovétmenn hafa hvatt til þess að einnig verði samið um niðurskurð á þéssu sviði. í þriðja lagi sagði forset- inn Bandaríkjamenn reiðubúna til að fækka hermönnum sínum í Vestur- Evrópu um 20 prósent. Gert væri ráð fyrir því að 275.000 bandarískir her- menn yrðu í Evrópu og jafnmargir sovéskir hermenn yrðu utan landa- mæra Sovétríkjanna í álfunni'. Sagði forsetinn þennan lið tillögunnar kveða á um að Sovétmenn kölluðu 325.000 hermenn frá Evrópu. Bush sagði fjórða lið tillögunnar kveða á um að Vínarviðræðunum yrði hraðað þannig að samkomulag lægi fyrir eftir sex til tólf mánuði. Væri þá unnt að Ijúka framkvæmd niður- skurðarins árið 1992 eða 1993. Brian Mulroney, forsætisráðherra Kanada, kvaðst í gær ætla að hvetja til þess að tillaga Bandaríkjaforseta yrði tekin inn i lokaályktun leið- togafundarins þannig að NATO-ríkin gætu lagt hana fram með formlegum hætti í Vínarborg innan 90 daga. Hópur háttsettra embættismanna Danmörk: Róttækar tillögur í eftiahagsmálum Efnahagsmálatillögur dönsku stjórnarinnar, sem lagðar voru fram sl. föstudag, hafa hlotið misjafnar undirtektir. Stuðn- ingsmenn stjórnarinnar kalla þær „heljarstökk inn í framtíð- ina“ og „uppgjör við þá ósiði, sem Danir hafa tamið sér í 25 ár“ en andstæðingar hennar segja, að með tillögunum sé stefnt að því að gera þá ríku ríkari og þá fátæku fátækari. Megininntak tillagnanna er fjár- magnstilfærsla upp á 40 milljarða danskra króna og aðallega í formi skattalækkana. Verður hæsti skattur á tekjur einstaklinga lækk- aður úr 68% í 52% og skattur á félög og fyrirtæki úr 50% í 35%. Á móti á að stórauka sparnað og aðhald í ríkisrekstrinum, ekki síst með því að fækka heilsdagsstörfum í opinberri þjónustu um 40.000 á næstu fjórum árum. Fyrir ýmsa opinbera þjónustu, sem áður var ókeypis, verður nú að greiða. Höfundar tillagnanna segja að í langan tíma hafi það verið opinber stefna að verðlauna meðalmennsk- una en refsa aftur þeim sem eitt- hvað vildu á sig leggja með þeim afleiðingum að fólk og fyrirtæki hafi flúið land í stórum stfl. Nú sé kominn tími til að snúa blaðinu við. Sjá einnig: „Boðar nýja ...“ á bls. 20. vann í gærdag að lausn á ágreiningi Vestur-Þjóðveija annars vegar og Breta og Bandaríkjamanna hins veg- ar um skammdræg kjamorkuvopn í Evrópu. Vestur-Þjóðveija hafa hvatt til þess að hafnar verði viðræður um fækkun slíkra vopna og að ákvörðun um endurnýjun skammdrægra bandarískra eldflauga í álfunni verði frestað. Talið var í gærkyöldi að deilan stæði nú einkum um hvernig tengja bæri slíkar viðræður við árangur á vettvangi Vínarviðræðn- anna og hermdu ónefndir heimildar- menn að Vestur-Þjóðverjar vildu að ákveðin tímamörk yrðu í því viðfangi nefnd í lokaályktun fundarins. Utanríkisráðherrar bandalagsríkj- anna funduðu í gærkvöldi til að reyna að ná samkomulagi um orðalag ályktunarinnar. Hugðust þeir starfa fram eftir nóttu í von um að leið- togar ríkjanna gætu fjallað um hana í dag, þriðjudag. Sjá einnig „Vilja að _ samkomu- lag...“ á bls. 21 og „Islendingar drógu ...“ á bls. 2. Afturhaldsmenn slaka til í Æðsta ráði Sovétríkjanna: Nýkjörinn fulltrúi gaf Jeltsín sæti sitt eftir Moskvu. Reuter. Daily Telegraph. GEISLANDI af ánægju lýsti Bór- is Jeltsín yfir þvi í gær að kjör hans í hið nýja Æðsta ráð Sov- étríkjanna myndi styrkja Míkhaíl Gorbatsjov forseta í baráttu við afturhaldsöfl. Einn af fulltrúum Moskvu í ráðinu gaf umbóta- sinnanum Jeltsín eftir sæti sitt, að undirlagi Gorbatsjovs og full- trúaþingið samþykkti breyting- una með þorra atkvæða. A sunnudag mótmæltu allt að 200.000 Moskvubúar yfirgangi leiðtoga kommúnistaflokksins á fulltrúaþinginu á íjöldafundum víðs vegar í borginni, en aðeins örfáir umbótasinnar náðu kjöri í Æðsta ráðið, sem gert er ráð fyrir að verði mjög valdamikið. Þátttakendur í mótmælunum á sunnudag fordæmdu fundarstjórn Gorbatsjovs á fulltrúaþinginu og sögðu afturhaldssama flokksleið- toga hindra allar þær breytingar sem almenningur í landinu styddi. „Burt með Gorbatsjov!" heyrðist hrópað. Jegor Jakovlev, umbóta- sinni og ritstjóri vikuritsins Moskvufrétta, var á öðru máli. Hann sagði að það væri jafn greind- arlegt að skamma þing, sem væri í samræmi við þjóðfélagið sjálft, og að skamma spegilinn sinn. Um 70.000 manns komu saman í Lúzhníki-garði í Moskvu á sunnu- dagskvöld til stuðnings Jeltsín og öðrum róttækum umbótasinnum. Bóris Jeltsín fagnar sigri eftir kjörið í Æðsta ráðið með stuðn- ingsmönnutn sínum í gærkvöldi. Andófsmaðurinn Andrej Sakharov, sem ekki var kjörinn í Æðsta ráðið, ávarpaði mannfjöldann og var ákaft hylltur þegar hann sagði: „Almenn- ingur treystir ekki valdhöfunum og valdhafarnir treysta ekki almenn- ingi!“ Á öðrum fundi var hrópað: „Kjós- ið ekki Lúkjanov; hendur hans eru ataðar blóði!" Anatólíj Lúkjanov, sem kjörinn var varaforseti í gær, er 59 ára gamall og fyrnim skólafé- lagi Gorbatsjovs. Ýmsir umbóta- sinnar segja hann hafa fyrirskipað árás hermanna á friðsama.mótmæl- endur í Georgíu fyrir skömmu þar sem yfir tuttugu manns létu lífið. Sjá ennfremur bls. 22: „Gagn- rýndur fyrir ..." Breska þingið: Gagnslaus öryggisgæsla London. Reuter. „EF ÉG væri hryðjuverkamaður hefði ég getað þurrkað þingheim út,“ sagði Stephen d’Antal, blaða- maður á Sunday Mirror, eftir að hafa smyglað sér inn í breska þingið án erfiðismuna og unnið þar sem þjónn í þrjár vikur. D’Antal var ráðinn í vinnu í mat- stofu neðri málstofu breska þingsins án þess að þurfa að segja nokkur deili á sér að því er talist getur. Honum reyndist auðvelt að smygla segulbandi og ljósmyndavél inn í þinghúsið þótt slíkt sé stranglega bannað. „Ekkert hefði verið auðveld- ara en að koma sprengju fyrir inni í húsinu," sagði d’Antal. Sunday Mirror segir að þessi tilraun blaðsins sýni hve veikburða öryggiskerfi þing- hússins sé og hversu stjórnmálamenn séu í raun berskjaldaðir fyrir hryðju- verkum írska lýðveldishersins (IRÁ).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.