Morgunblaðið - 30.05.1989, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 30.05.1989, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. MAI 1989 39 Minning: Sig’urður G. Elefsen verkstæðisformaður Fæddur 1. september 1928 Dáinn 22. maí 1989 í dag verður til moldar borinn frá Siglufjarðarkirkju Sigurður Guðberg Elefsen, verkstæðisfor- maður. Hann andaðist eftir stutta en stranga sjúkdómslegu í Landspítalanum þ. 22. maí sl. Sigurður fæddist í Siglufirði 1. september 1928 og var því á 61. aldursári er hann lést. Hann var sonur hjónanna Óskars Berg Elef- sen, vélsmiðs og konu hans Sigríð- ar Halldóru Guðmundsdóttur. Óskar var norskur að ætt og uppr- una fæddur 1896 og kom til Siglu- fjarðar ungur að árum en settist þar fyrst að 1921. Sigríður var ættuð frá Stórafjarðarhorni í Kollafirði á Ströndum. Böm þeirra hjóna urðu fjögur, en tvö þeirra létust í bamæsku. Sgurður ólst upp í foreldrahús- um í Siglufirði ásamt bróður sínum Eberg, vatnamælingamanni, sem býr í Kópavogi. Eins og títt var á uppvaxtarárum Sigurðar fóra unglingar snemma að vinna fyrir sér. Þegar hann var á 15. aldurs- ári fór hann að vinna á pressulofti SR 30 verksmiðjunnar í Siglufirði og vann hann hjá Síldarverksmiðj- um ríkisins æ síðan að undanskyld- um einum vetri. Sigurður hóf nám í vélvirkjun 1947 á vélaverkstæði SR undir leiðsögn móðurbróður síns Þórðar Guðmundssonar pg lauk hann sveinsprófi í rennismíði 1951. Vet- urinn 1951-52 starfaði hann með föður sínum við rekstur vélaverk- stæðis á Dalvík, en gerðist síðan starfsmaður vélaverkstæðis SR og árið 1962 tók hann við af Þórði móðurbróður sínum sem verkstæð- isformaður og gegndi hann því starfi til dauðadags eða í 27 ár. Eins og sjá má af þessari upp- talningu em starfsár Sigurðar hjá SR orðin 46, þegar hann fellur frá um aldur fram, rúmlega 60 ára gamall, og sýnir þessi langi starfs- aldur kannski best tryggð hans við fyrirtækið. Þessi ár hafa sannar- lega verið viðburðarík hjá fyrirtæki eins og SR, sem á allt sitt undir sjávarafla. Rekturinn hefur gengið misjafnlega, stundum illa þegar aflabrestur hefur verið og stundum vel, þegar vel aflaðist og afurða- verð vom góð. í slíku umhverfi reynir oft á þolinmæði og tryggð starfsmanna við fyrirtækið, en þessa kosti átti Sigurður í ríkum mæli. Eftir löng aflaleysistímabil og peningaleysi til nauðsynlegs viðhalds á verksmiðjunum reyndi mikið á starfsmenn vélaverkstæð- isins þegar kom að því að láta vélamar snúast á ný. Við slíkar aðstæður naut útsjónarsemi og verkkunnátta Sigurðar sér vel. Nauðsynlegir varahlutir vom oft ekki til og varð þá að leysa vanda- málin á annan hátt, sem Sigurði var einum lagið. Var hann oft ótrú- lega fljótur að koma með lausn á vandanum, enda skildi hann að fyrir öllu var að láta vélarnar snú- ast og tímin var dýrmætur þgar þrær vora fullar og verksmiðjan var stopp vegna vélabilana. Það var því ekki að ófyrirsynju að tæknimenn hjá SR höfðu oft að orði þegar þeir vom að glíma við margslungin smíðaverkefni og vissu ekki hvernig best væri að leysa þau: „Ja, þetta er einmitt fyrir Sigurð Elefsen." Sigurður var vel látinn af starfs- mönnum sínum, sem flestir vora jafnframt nemendur hans. Hann var góður kennari og leiðbeinandi og em það ófáir jámiðnaðarmenn, sem notið hafa leiðsagnar hans í vélaverkstæði SR. Hann lagði ekki aðeins áherslu á að það verk, sem var verið að vinna væri traust held- ur líka að handbragðið væri fallegt og það sjá menn líklega best er þeir ganga um verksmiðjunar í Siglufirði, sem endumýjuð var að stóram hluta 1985. HólmfríðurM. Guð- steinsdóttir - Minnii Fædd 11. ágúst 1914 Dáin 18. maí 1989 Okkur systkinin, barnabörn Hólmfríðar Maríu Guðsteinsdóttur, langar í fáeinum orðum að minnast elsku ömmu okkar sem fór svo snögglega frá okkur. Fríða amma eins og við kölluðum hana fæddist í Reykjavík 11. ágúst 1914. Foreldrar hennar vora þau Guðrún Jónsdóttir og Guðsteinn Eyjólfsson. Amma ólst upp við Laugaveginn í hópi 8 systkina og var hún elst þeirra. Ung að áram fór amma til Kaupmannahafnar þar sem hún stundaði sitt nám. Þar undi hún sér vel og oft rifjaði hún upp minningar frá þeim tíma. Fríða amma og Þorgeir afi, Þorgeir Þórð- arson, sem látinn er fyrir sex áram, giftust vorið 1937. Eignuðust þau þijú börn, Guðbjörgu, Guðrúnu og Þórð. ' Fyrstu minningar okkar um ömmu og afa tengjast fímmtudags- morgnum sem voru skemmtilegustu dagar vikunnar því þá komu afí og amma alltaf í heimsókn og ósjaldan vora þau með eitthvað skemmtilegt í pokahominu. Amma var vakandi fyrir um- hverfi sínu og fylgdist vel með gangi þjóðmálanna. Alltaf var gam- an að koma til hennar, hún hafði góða kímnigáfu og stutt var í hlát- urinn hjá henni sem smitaði svo út frá sér. Fríða amma hafði gaman af því að taka á móti gestum og aldrei komum við að tómum kofun- um hjá henni. Síðustu 13 árin bjó amma á æskuheimili sínu við Laugaveg 34, þar sem hún og Eyjólfur bróðir hennar hafa rekið saman Herra- fataverslun Guðsteins Eyjólfssonar. Fríða amma hafði mikla ánægju af starfí sínu þar. Nú er elsku amma okkar horfin af sjónarsviðinu og við kveðjum hana með sárum söknuði. Minning- amar um hana geymum við í huga okkar á meðan við lifum og þökkum henni allar samverustundimar. Blessuð sé minning Fríðu ömmu og Þorgeirs afa. Þórey, Reynir og Hlín. Árið 1950 gekk Sigurður að eiga Ingibjörgu Thorarensen ættaða frá Reykjafirði á Ströndum. Böm þeirra era: Sverrir, vélsmiður f. 1950, Laufey, húsmóðir f. 1953, Óskar, vélsmiður, f. 1956 og El- var, rennismiður, f. 1958. Þau búa öll í Siglufirði og synir og tengda- sonur þeirra hjóna, Þorleifur Hall- dórsson, vélsmiður, vinna allir á vélaverkstæði SR og hafa lært þar iðn sína undir handleiðslu Sigurð- ar. Þeir era allir smiðir góðir og era gott dæmi um hvernig hand- lagni erfist mann fram af manni. Bamabörn þeirra hjóna era orðin 10. Sá sem þessar línur skrifar kynntist Sigurði fyrst fyrir rétt tæpum 20 áram og hefur haft náið samstarf við hann síðan. Ég hef margt af honum lært og ég sakna góðs vinar. Það var alltaf notalegt að koma inn í kompuna til hans á verkstæðinu og ræða málin og það spillti ekki fyrir um- ræðunni þegar hann dró út úr skápnum hjá sér hákarlsbita til að bjóða upp á. Starfsmenn SR kveðja í dag góðan vin og félaga, sem gott var að leita til ekki síst þegar illa gekk. Fyrir hönd SR þakka ég vel unnin störf og tryggðina og ósérhlífnina, sem hann sýndi fyrirtækinu þau 46 ár sem hans naut við. Við, samstarfsmenn Sigurðar, vottum eiginkonu hans Ingibjörgu, bömum þeirra, tengdabömum og bamabömum, samúð okkar vegna hins skyndilega fráfalls ástríks eig- inmanns, föður og afa. Jón Reynir Magnússon Skjótvirkur stíflueyóir Eyðir stíflum fljótt • Tuskur • Feiti • Lífræn efni • Hár • Dömubindi • Sótthreinsar einnig lagnir One Shot fer fljótt að stíflunni af því að það er tvisvar sinnum þyngra en vatn. Útsölustaðir: Shell- og Esso -stöðvar og helstu byggingavöru- verslanir. Dreifing: Hringás hf. s. 77878, 985-29797. * Guðmundur Astráður Magnússon - Minning Hvað verður fegurra fundið en friður og rósamt geð, angur úr huga hrundið, hjartað glaðvært þar með, innbyrðis elskan hreina, með æru í hveijum stað, heims eftirlætið eina, eflaust dæmi ég það. Heilbrigði, hjartans kæti, hér með samviskan góð, ástvina eftirlæti, fyrir utan trega og móð, frómt líf og farsæll dauði fylgjast með réttu að, af hverjum heimsins auði helst vilda’ ég kjósa það (Hallgrímur Pétursson) Guðmundur Ástráður Magnús- son, eða Ásti eins og allir þekktu hann hefði orðið 76 ára í dag, en hann varð undir í baráttu við illvíg- an sjúkdóm þann 14. apríl síðastlið- inn. Ásti hefði viljað sjá sumarið koma því fáir elskuðu sólina og útivera meir en hann. Því miður varð honum ekki að ósk sinni en margir era þeir sólargeislar, sem speglast hafa af Ásta á okkur, sem notið höfum nærvera hans í gegn- um tíðina. Létt skap og einlæg kæti prýddu lund hans og smitaði aðra. Skipti ekki máli hvort í hlut áttu böm eða fullorðnir, allir hrif- ust af lífsgleði Ásta.' Vinskapur okkar hjóna og Svövu og Ásta spannar nær hálfa öld og era því margar ánægjustundir er við höfum átt saman, til að mynda í skemmtilegum ferðalögum Sjálfs- bjargar, en þar kom hlýtt hugarþel þeirra hjóna fram í hjálplegu við- móti og aðstoð við aðra. Einnig eig- um við góðar minningar af Bústaða- veginum en vart er hægt að hugsa sér betri grannaen Svövu ög Ásta. Við þökkum Ásta fyrir samfylgd- ina og allar þær ánægjustundir, sem við höfum átt saman. Gerða og Bjami t Innilegar þakkir fyrir hlýhug, samúðarkort, blóm og kransa, vegna andláts og jarðarfarar eiginmanns míns, sonar okkar, föður, tengdaföður og afa, HELGA ÁRNASONAR, Hruanbn 116. Fyrir hönd okkar allra, Katrfn S. Einarsdóttlr. t Þökkum innilega öllum sem vottuðu okkur samúð við andlát og útför ÓLAFS HAUKS ÓLAFSSONAR lœknis og heiðruðu minningu hans. Ásdfs Kristjánsdóttir, Ólafur Haukur Ólafsson, Sigurbjörg H. Gröndal, Einar Benedikt Ólafsson, Eva Heattner Ólafsson, Ásdfs Katrfn Ólafsdóttir, Pál O. Borgen, Sigrfður Edda Ólafsdóttir, Magnús Jón Sigurðsson, Kristján Már Ólafsson og barnabörn. Lokað Lokað þriðjudaginn 30. maí vegna jarðafarar HÓLMFRÍÐAR GUÐSTEINSDÓTTUR. Verslun Guðsteins Eyjólfssonar sf., Laugavegi 34. Eigendur og útgefendur skuldabréfa: Vegna mikillar eftirspumar óskum við eftir góðum skuldabréfum í umboðssölu. , ffármál eru okHBT fagl UERÐBRÉFflUIÐSKIPTI SAMVINNUBANKANS SUÐURLANDSBRAUT 18 • SÍMI 688568

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.