Morgunblaðið - 30.05.1989, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 30.05.1989, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. MAI 1989 fclk f fréttum Linda Péturs- dóttír ásamt íbúum vist- heimilisins á Holtavegi. Tal- ið frá vinstri Bergdís Jóns- dóttir, Þórey Rut Jóhannes- dóttir, Kristinn Sigurður Ás- geirsson, Þór- hallur Jónsson og Sigríður María Sigur- geirsdóttir. UNGFRÚ HEIMUR Linda heimsækir barnaheimili Eitt af verkefnum Ungfrú heims, Lindu Pétursdóttur, er að heimsækja börn um víða veröld. Það er lögð áhersla á að fegurðar- drottningamar heimsæki börn í þróunarlöndum og veki athygli fólks á stöðu bama þar. Nýlega heimsótti Linda vist- heimilið við Holtaveg þar sem 5 fjölfötluð böm á aldrinum 12-17 ára dveljast að staðaldri. Vistheim- ilið var opnað á síðasta ári og er rekið af svæðisstjóm Reykjavíkur. Ingibjörg Harðardóttir forstöðu- kona sagði í viðtali við Morgun- blaðið að Lindu hefði verið vel tek- ið af bömunum og yrði þeim lengi í minni. Slíkar heimsóknir vektu athygli og fengi fólk til að hugsa um þá sem minna mega sín í þjóð- félaginu og Linda ynni gott starf með heimsóknum sínum. Morgunblaðið/Keith Butcher Herrarair hér á myndinni eru engir aðrir en söngvarinn Rod Stew- art, Guðni Bergsson og markvörður Tottenham, Erik Torsvedt. Þeir sitja hér kampakátir inni á einum frægasta næturklúbbi Lund- únaborgar, Stringfellows. ROD STEWART Langar að heimsækja Island Rod Stewart er mikill íslandsvin- ur en hann kom hingað til lands árið 1985. Nýlega var hann staddur á Stringfellows, einum þekktasta næturklúbb Lundúnaborgar, þar sem hann hitti meðal annars félaga úr Tottenham, þá Guðna Bergsson og Erik Torsvedt, markvörð liðsins. Umræðuefnið á Stringfellows var að sjálfsögðu fótbolti og Island. Rod er nýkominn úr hljómleikaferð um Bandaríkin og kom hann fram í sjónvarpsþætti þar vestra. Með tilliti til þess að Rod hefur farið í nánast hvem krók og kima heimsins var hann spurður einhvers í þá áttina hvaða land væri honum minnisstæð- ast. Hann sagði í þættinum að ísland væri landið sem hann langaði helst til þess að heimsækja aftur og halda þar tónleika. Þegar hann kom til landsins um árið var hann viðstaddur krýningu fegurðardrottningar íslands, Hólm- fríðar Karlsdóttur. Við brottför varð eftir stráhattur einn sem verið hefur vörumerki hans í gegnum árin og sagði Rod þeim félögum á String- fellows að hann myndi eflaust koma einn daginn til íslands í tónleikaferð — hann myndi nota tækifærið og sækja hattinn! Rod er mikill fótboltaunnandi og í samræðunum þetta kvöld rifjaði hann upp leik á milli íslands og Skot- lands árið 1985 sem hann sá hér uppi á íslandi. Skotar unnu og sagði hann það mjög ósanngjaman sigur; íslendingar hefðu átt að vinna þann leik. Hins vegar er hann mikill aðdá- andi skoska liðsins og fylgir því gjaman hvert sem það fer. Rod Stewart er nú á fömm til Kanada en hver veit nema hann komi til íslands á einhverri tónleikaferð sinni um Evrópu. HVERVANN? 344.454 kr. Vinningsröðin 27. maí: 121 -111 -X11 -122 12 réttir = 241.199 kr. 7 voru meö 12 rétta - og fær hver í sinn hlut kr. 34.457,- 11 réttir = 103.255 kr. 193 voru með 11 rétta - og fær hver í sinn hlut kr. 535-. SELFOSS Grýlupottahlaupið 20 ára Undanfarin 20 ár hefur fijálsíþróttadeild Ungmennafélags Selfoss staðið fyrir hlaupi, seinni hluta vetrar, sem nefnt er eftir ömefnum á Selfossi og kallað Grýlupottahlaup. Hlaupið er rúmlega 800 metrar. Hlaupararnir hlaupa frá íþróttavellinum og í kringum svonefnda grýlupotta sem eru á túni austan við völlinn. Á hveiju ári em haldin sex hlaup en lokaúrslit em reiknuð út frá samanlögðum tíma eft- ir fjögur hlaup. Mjög góð þátttaka hefur alltaf verið í hlaupinu enda vinsælt af yngri kynslóðinni. í þessu hlaupi stíga margir af bestu íþróttamönnum og konum staðarins sín fyrstu keppnisspor. 20 ára afmæli hlaupsins var í ár og af því tilefni haldin vegleg verðlauna- hátíð. í ár hlupu 197 hlaup- arar einu sinni eða oftar og 135 luku íjóram hlaup- um. 1985 luku 144 §ómm hlaupum en 1973 var met- þátttaka í einu hlaupi sam- tals 205 hlauparar. Að þessu sinni vom það fyrir- tækin Árvirkinn hf. og Málningaþjónustan sem gáfu verðlaunin og bæjar- stjómin sá um veitingar á verðlaunahátíðinni. - Sig. Jóns. Verðlaunahafar á afmælishátið Grýlupottahlaupsins. MorBunblaðlð/s>gJons

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.