Morgunblaðið - 30.05.1989, Blaðsíða 46
46
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. MAI 1989
4
Morgunblaðið/Eyjólfur M. Guðmundsson
Frá fundi Lögreglufélags Gullbringusýslu með forsætisráðherra,
dómsmálaráðherra og sveitarsljórnarmönnum á Suðurnesjum.
Lögreglan á Suður-
Styrktaráskrift
Aðstoð þín er ómetanleg
Dagskrá frá Samhjálp er vandað tímarit um trúmál
sem kemur út 4 sinnum á ári.
Samhjálp leitar aðstoðar þinnar með styrktaráskrift
fyrir aðeins 720 krónur.
fomhjálp
SAMHJÁLP HVÍTASUNNUMANNA
Hverfisgötu 42, 101 Reykjavík, Sími 91-11000 og 91-666148
nesjum of fáliðuð
Vognm.
Lögreglufélag Gullbringusýslu telur að Suðurnesjamönnum sé ekki
tryggð ámóta löggæsla og önnur þéttbýlissvæði njóta og lögreglumönn-
um ekki tryggt eðlilegt öryggi við störf vegna fámennis.
Lögreglufélagið efndi ti! fundar
með forsætisráðherra, dómsmálaráð-
herra og sveitarstjómarmönnum á
Suðurnesjum fyrir nokkru til að
kynna þeim stöðu mála. Þar kom
fram að lögregla væri of fáliðuð, en
á hinn bóginn bentu ráðherrarnir á
að ríkisstjórnin stefndi að hailalaus-
um fjárlögum og að eftir ijárlögum
yrði að fara, þess vegna yrði ekki
um fjölgun að ræða, en málefni lög-
reglunnar væru til skoðunar.
Um síðustu áramót var fækkað í
lögreglunni um 4 menn og þótti þeim
er til þekkja það alvarleg þróun, seg-
ir í ályktun frá Lögreglufélaginu.
Nú er fyrirhugað að segja upp lausr-
áðnum mönnum, samtals 8, þar af
eru 5 sem hafa lokið eða eru að ljúka
námi.
Undanfarin ár hefur fjöldi lög-
reglumanna verið nokkuð breytilegur
og ætíð nokkru meiri en föst stöðu-
gildi hafa sagt til um. Lögreglufélag-
ið telur að fjöldi lausráðinna manna
og ekki síður skólaganga þeirra, sem
nú á að segja upp störfum, staðfesti
að stjórnvöld hafi viðurkennt þörf
fyrir fleiri löggæslumenn í umdæm-
inu en föst stöðugildi gefa tilefni til.
Lögreglufélagið krefst þess að
stjórnvöld sýni ábyrga stefnu sem
tryggi Suðurnesjamönnum ámóta
löggæslu og önnur þéttbýlissvæði
njóta og til að lögreglumenn njóti
eðlilegs öryggis við störf þurfi að
fjölga föstum stöðugildum við emb-
ættið þannig að að minnsta kosti 6
menn verði á vakt hveiju sinni á lög-
reglustöðinni í Keflavík eins og var
fyrir síðustu áramót áður en gripið
var til uppsagna lögreglumanna.
- EG
Tré og runnar
Ný útgáfa
ÚT ER komin hjá Erni og Örlygi
endurútgáfa bókarinnar Tré og
runnar — Handbók ræktunar-
mannsins — eftir Ásgeir Svan-
bergsson.
Bókin kom fyrst út árið 1982 en
nýja útgáfan er stóraukin og endur-
bætt. Bókin er gefin út að frum-
kvæði Skógræktarfélags
Reykjavíkur en höfundurinn hefur
venð græðireitsstjóri félagsins.
í bókinni eru um 170 litmyndir
af tijám og runnum, allar fengnar
úr safni Skógræktarfélagsins.
Bókin Tré og runnar — Handbók
garðyrkjumannsins — er prentuð í
Prentstofu G. Benediktssonar og
bundin í Arnarfelli. Litgreiningar
gerði Prentmyndastofan hf.
Sumaráætlun SVR
tekur gildi l.júní
Sumaráætlun SVR gengur í gildi 1. júní á sama. hátt og undangeng-
m sumur.
Vagnar á leiðum 2-12, að báðum
meðtöldum, ganga á 20 mínútna
ferðatíðni kl. 7-19 mánudaga til
föstudaga. Akstur kvöld og helgar
verður óbreyttur.
Vagnai; á leiðum 13 og 14 aka
á 60 mínútna ferðatíðni kvöld og
helgar, en akstur þeirra er óbreytt-
ur á tímabilinu kl. 7-19 mánudaga
til föstudaga.
Jafnframt gildistöku sumaráætl-
unar verða breytingar er varða leið-
ir 1 og 17 og 15C og 18.
Vagnar á leiðum 1 og 17 aka inn
Hverfisgötu að Barónsstíg í upp-
hafi hverrar ferðar frá Lækjargötu,
en ekki um Klapparstíg og Njáls-
götu.
Leið 15C ekur eftir 1. júní um
Fjallkonuveg að Keldnaholti og í
Mjódd í Breiðholti á leið frá Grafar-
vogshverfi, en endastöð vagnsins
verður sem fyrr í Álftahólum, þar
til skiptistöð SVR í Mjódd verður
tekin í notkun síðar á árinu.
Leið 18 ekur ekki eftir 1. júní,
en farþegum sem hafa notað leið
18 er bent á leið 15C, sem ekur á
sama hátt og leið 18 í morgunferð-
um og mjög svipað síðdegis.
Tafla sem sýnir nýja leiðaáætlun
leiðar 15C er til dreifingar á skipti-
stöðum SVR á Hlemmi, Lækjar-
torgi og Grensási og í vagninum á
leið 15C.
(Frcttatilkynning)
4
4
4
4
4
4
i
<
c