Morgunblaðið - 30.05.1989, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 30.05.1989, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. MAÍ 1989 „Albert snýr aftur“ BRESKA fjármálablaöið The Financial Times heldur úti daglega dálki á leiðaraopnu sinni sem kallast Observer. Þar eru tíndir til ýmsir molar, sem taldir eru forvitnilegir en ekki beinharðar fréttir og einatt íjallað um þá í léttum tón. í síðasta fímmtudags- blaði FT segir til að mynda frá því í Observer-dálkinum að Albert Guðmundsson sé kominn til Frakklands undir fyrirsögn- inni „Albert snýr aftur“. Þar segir: „Frægur knatt- spymumaður hefur snúið aftur til Frakklands í nýju gervi. Al- bert Guðmundsson — þekktast- ur sem bara Albert — lék á sínum tíma fyrir Glasgow Rang- ers, Arsenal, FC Nancy, AC Milan, Racing Club de Paris og OGC Nice. Þar sem hann varð síðar fjármálaráðherra íslands á ámnum 1983 til 1986 kemur hið nýja hlutverk hans ekki jafn- mikið á óvart. Þessi fyrrum innherji, sem nú er 65 ára að aldri, hefur verið skipaður sendiherra lands síns í Frakklandi sem og hjá OECD sem aðsetur hefur í París. Hann verður í forsæti á fundi fjár- málaráðherra OECD landanna í næstu viku en hingað til hefur Albert’s back ■ A famous footballer has returned to France in a new guise. Albert Gudmundsson - known usually as plain Albert - has played for Glas- gow Rangers, Arsenal, FC Nancy, AC Milan, Racing Club de Paris and OGC Nice in his time. Since he went on to become Iceland’s Finance Min- ister from 1983 to 1986, his new role is less of a surprise. The former inside forward, now 65, has been appointed his country’s ambassador to ■^■■■■MaáUiwUUwUtaálMkfiHÍSa mestur tími hans farið í að fagna gömlum knattspymufélögum sem komið hafa til að bjóða hann velkominn." Ráðherrafundi OECD stýrir reyndar Jón Sigurðsson, við- skiptarðaherra. Gúmmíbáturinn, sem pilturinn tók til handargagns, kominn á þurrt land og i vörslu yfirvalda. Olvun á Viðeyjarsundi HAFNSOGUMENN sáu bát eða rekald á floti við Viðey á tíunda tímanum í gærmorgun og var dráttarbáturinn Jötunn sendur til kanna hvað væri á ferð. í ljós kom að um yfirbyggðan björgunarbát var að ræða og um borð svaf 19 ára piltur ölvunarsvefni. Þá var í gær tilkynnt um stolna smátrillu og staðfesti lögreglan að samband virtist vera þarna á milli, pilturinn hefði stolið trillunni og hefði hún / DAG kl. 12.00: Heimild: Veðurstofa Islands (Byggt á veðurspá kl. 16.15 I gær) VEÐURHORFUR I DAG, 30. MAI YFIRLIT í GÆR: Yfir íslandi er 1030 mb hæð sem þokast suð- austur en vaxandi lægðardrag fyrir norðan land hreyfist austur. Á morgun fer að hlýna í veðri, einkum norðanlands og austan. SPÁ: Hæg vestlæg átt og víða léttskýjað. Hiti 3—7 stig. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á MIÐVIKUDAG OG FIMMTUDAG: Hæg vestlæg átt og heldur hlýnandi. Lítilsháttar súld vestan til á landinu en þurrt og bjart um allt austanvert landið. /, Norðan, 4 vindstig: " Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / * / * / * / # Slydda / * / * * * * * * * Snjókoma * * * ■\ o Hitastig: 10 gráður á Celsius V Skúrir * V El = Þoka = Þokumóða Súld •> •> OO Mistur —|* Skafrenningur [y Þrumuveður * Ifcr 1% VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma hlti veður Akureyri 2 léttskýjað Reykjavik 6 léttskýjað Bergen 8 skýjað Helsinki 17 skýjað Kaupmannah. 14 skýjað Narssarssuaq 9 þoka Nuuk 5 rigning Osló 15 skýjað Stokkhóimur 15 skýjað Þórshöfn 4 haglél Algarve 21 skýjað Amsterdam 17 skýjað Barcelona 20 þokumóða Berlín 22 skýjað Chicago 13 þrumuveður Feneyjar 24 þokumóða Frankfurt 24 skýjað Glasgow 12 skýjað Hamborg 16 skýjað Las Palmas 22 skýjað London 21 léttskýjað Los Angeles 14 léttskýjað Lúxemborg 22 léttskýjað Madríd 20 skýjað Malaga 18 rignlng Mallorca 22 skýjað Montreal 13 skýjað New York 17 skýjað Orlando 23 þoka París 23 léttskýjað Róm 23 heiðskírt Vín 23 léttskýjað Washington 16 léttskýjað Winnipeg vantar sokkið, en hann með einhverjum hætti komist i gúmbátinn. Hreinn Sveinsson hafnsögumaður, sem var einn á Jötni, kom að þegar gúmíbátinn var að reka á land norð- antil í Viðey. „Ég sneri bátnum þann- ig að ég sæi inn í hann og sá þá manninn liggjandi þama. Ég kallaði til hans en fékk ekkert svar og hélt að hann væri látinn," sagði Hreinn. Þegar til hafnar kom var trossa sett í gúmmíbátinn og hann hífður upp á bryggjuna. „Þá heyrðist þetta skerandi öskur og þá kom í ljós að drengurinn hafði verið meðvitundar- laus vegna ölvunar. Þegar við reynd- um að tala við hann gat hann ekki einu sinni sagt til nafns,“ sagði Hreinn. Reykingar bannaðar í Mallorcaflugi TVÆR flugvélar á vegum Sam- vinnuferða- Landsýnar fara fiill- ar af farþegum til Mallorca í dag. Það sem er óvenjulegt við þessar ferðir er að reykingar eru bannaðar. „Við erum að gera tilraun með þetta og ég veit ekki til að reykinga- bann hafi áður gilt í millilanda- flugi,“ sagði Helgi Jóhannsson framkvæmdastjóri Samvinnuferða í samtali við Morgunblaðið. „Það var tilkynnt með góðum fyrirvara um þetta bann, m.a. í sumarbækl- ingi okkar, svo þetta á ekki að koma neinum á óvart. Fjöldi bama verður í báðum þessum ferðum og þetta er ekki síst gert fyrir þau. Við ætl- um að gera skoðankönnun meðal farþega þegar fluginu lýkur hvort reykingabann er það sem koma skal í leiguflugi okkar,“ sagði Helgi. Eldur í Domus ELDUR kom upp í verslanahús- inu Domus við Laugaveg 91 síðdegis á laugardag. Upptökin voru í ruslageymslu. Talið er að kveikt hafi verið í. Reyk lagði um allar hæðir og þurfti slökkvilið að reyklosa húsið með búnaði sínum. Guðmundur Jón Hjaltason látinn Guðmundur Jón Hjaltason lést í gær á sextugasta og sjötta aldurs- ári. Hann sat meðal annars í sjó- dómi og tók mikinn þátt í félags- málum. Hann gengdi einnig for- mennsku í Sjálfstæðisfélagi Selt- jarnarness um nokkurra ára skeið, var í stjórn styrktarsjóðs SKFÍ og í stjórn Stangaveiðifélags Reykjavíkur. Guðmundur fæddist í Reykjavík 1923 og var sonur hjónanna Hjalta Jónssonar (Eldeyjar-Hjalta) og Sigríðar Guðmundsdóttur. Guð- mundur var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Sigríður Jóhanna Sveins- dóttir og áttu þau tvö böm. Síðari kona hans var Unnur Ingibjörg Guð- jónsdóttir. Guðmundur lauk gagnfræðaprófi 1936, farmannaprófi 1944 og í skip- stjórafélagið fór hann 1954. Hann var meðal annars í stjóm þess fé- lags. Hann varð háseti á togurum 14 ára og háseti 'og stýrimaður á ýmsum skipum til 1954. Skipstjóri á MS Hvassafelli frá 1954 til 1961. Guðmundur Jón Hjaltason Frá 1962 til ,1970 var hann yfirverk- stjóri hjá Slippfélaginu og síðan vann hann meðal annars við fiskirækt og hjá embættum Borgarverkfræðings og Byggingarfulltrúa. Jón Haraldsson arkitekt látinn LÁTINN er í Reykjavík Jón Har- aldsson arkltekt, 58 ára að aldri. Hann fæddist í Reykjavík, 17. október, 1930, sonur hjónanna Haralds Björnssonar leikara og Júlíönu Friðriksdóttur hjúkrun- arkonu. Jón lauk stúdentsprófi í Reykjavík 1950 og tannlæknaprófi frá Háskóla íslands 1956. Hann vann við tannlækningar hérlendis 1956 en síðan stundaði hann nám í húsagerðarlist við Norges Tekn- iske Hogskole í Þrándheimi og lauk þaðan prófi 1960. Næstu ár stund- aði Jón framhaldsnám og starfaði í Finnlandi, Kaupmannahöfn og ít- alíu en hefur starfrækt eigin teikni- stofu í Reykjavík frá 1962. Jón Haraldsson teiknaði fjölda húsa fyr- ir einstaklinga, fyrirtæki og stofn- anir, bæði hér á landi og erlendis. Einng vann hann að skipulagi fyrir sveitarfélög, meðal annars Hafnar- fjörð og Seltjamames. Jón Haraldsson. Jón Haraldsson kvæntist Ás- laugu Stephensen árið 1956. Hún lifír mann sinn ásamt fjórum upp- komnum börnum þeirra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.