Morgunblaðið - 30.05.1989, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 30.05.1989, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. MAÍ 1989 Gunnar Nielsen fv. skrifstofustjóri Fæddur 16. séptember 1914 Dáinn 18. maí 1989 Kveðja frá aðalstjóm Fram Við fráfall Gunnars Nielsens, fyrrverandi skrifstofustjóra Hita- veitu Reykjavíkur, sér Fram á bak góðum og traustum félaga. Svo nátengdur var Gunnar félaginu, að nafn hans og Fram voru gjaman nefnd í sömu andrá. Segja má, að hvert það félag, sem hefur innan sinna vébanda menn á borð við Gunnar Nielsen, sé ekki á flæðiskeri statt. Slíkir eldhugar em íþróttahreyfingunni á íslandi ómet- anlegir og án þeirra væri hún ekki það sterka afl, sem hún er í dag. Þegar Fram var að koma sér upp sinni fyrstu eiginlegu íþróttaað- stöðu fyrir neðan Sjómannaskólann eftir síðari heimsstyrjöldina, var Gunnar framarlega í hópi hinna vösku félagsmanna, sem lögðu dag við nótt til að skapa félaginu betri aðstöðu. Þá hafði félagið deilt með öðmm aðstöðu á gamla Melavellin- um. Að mörgu þurfti að hyggja við slíka stórframkvæmd og beita út- sjónarsemi. Jafnvel vöraskipti við herinn komu þar við sögu til að hægt væri að ljúka verkinu. Þannig útveguðu Framarar hernum grús vegna framkvæmda á Reykjavíkur- flugvelli, en fengu í staðinn öndveg- isefni í efsta lag nýja malarvallar- ins. Draumurinn um eigin völl og félagsheimili rættist innan tíðar og á þessu athafnasvæði undu Framar- ar glaðir við sitt í 25 ár og eiga margir þeirra ljúfar minningar frá gamla Framsvæðinu, sem Gunnar og félagar hans stóðu fyrir að koma upp. Það mun ekki ofmælt, að Gunnar Nielsen hafi verið nokkurs konar faðir handboltans innan Fram. Eng- inn var áhugasamari en hann um stofnun handknattleiks innan fé- lagsins og driffjöður i starfsemi deildarinnar var hann um langt skeið. Auk stjórnarsetu sem gjaldkeri félagsins um nokkurra ára skeið um og eftir 1940, var Gunnar tvívegis formaður Fram. í fyrra skiptið 1949 til 1950 og síðara skiptið frá 1952 til 1953. Arið 1939 er merkisár í sögu Fram. Það ár varð félagið íslands- meistari í knattspymu eftir nokkurt hlé og þetta sama ár fóm knatt- spyrnumenn félagsins í keppnisför til Danmerkur og var það jafnframt fyrsta keppnisför félagsins til út- landa. Var Gunnar í hópi Dan- merkurfaranna. Því miður komst Gunnar ekki í kaffisamsæti, sem Fram hélt íslandsmeisturanum og Danmerkurföranum um miðjan þennan mánuð til að minnast þess, að 50 ár era liðin frá þessum at- burði, því að þá lá hann helsjúkur á spítala. Hans var saknað í hópi gömlu félaganna, þegar ferðin var rifluð upp í nýja Framheimilinu í Safamýri, enda hafði Gunnar verið hrókur alls fagnaðar í ferðinni forð- um. Eftir 1957 dvaldist Gunnar all- mörg ár við störf í Bandaríkjunum, en eftir heimkomuna tók hann upp þráðinn frá því sem áður var horfið og tók að starfa með knattspymu- deildarmönnum Fram. Þótt tölu- verður aldursmunur væri á honum og ungu mönnunum í knattspymu- deildinni, tók enginn eftir neinum aldursmun. Gunnar var einn af strákunum. Aðalstjóm Fram kveður heiðurs- félaga sinn Gunnar Nielsen með söknuði og hlýju og þakkar honum vel unnin störf í þágu félagsins. Bláhvítu litimir munu fylgja honum á nýjum brautum. Alfreð Þorsteinsson, formaður Gunnar Nielsen var fæddur 16. september 1914 í Kaupmannahöfn, sonur hjónanna Chr. Fr. Nielsens umboðssala frá Miklabæ í Os- landshlíð í Skagafirði og Guðrúnar Benediktsdóttur Nielsen, sem var systir Hallgríms Benediktssonar stórkaupmanns. Foreldar Gunnars áttu heima í Reykjavík og Kaup- mannahöfn til ársins 1923 er þau fluttu með alla fjölskylduna til Kali- forníu. Þar dvaldi Gunnar til ársins 1933, er hann kom til íslands aftur og stundaði hér skrifstofustörf. En á árinu 1957 flytur hann aftur til Ameríku og vann þar í verslunarfyr- irtæki til 1965 er hann kemur al- kominn heim og réðst sem skrif- stofustjóri hjá Hitaveitu Reykjavík- ur. Þar vann Gunnar til ársloka 1979 er hann lét af störfum við 65 ára aldursmörk er hann setti sér sjálfur — hann „vildi ekki eiga það á hættu að starfskraftar fjöraðu út á meðan hann væri á fullum laun- um“. Hann lést 18. þ.m. eftir mik- inn_ uppskurð. Ég kynntist Gunnari fyrst er hann kom til Hitaveitunnar 1965. Hafði þá vantað skrifstofustjóra um skeið, þar sem ekki voru auðfengn- ir góðir menn í starfið á þeim laun- um sem vora í boði. Gunnar var þá nýkominn fra Ameríku og benti mágur hans, Ólafur Halldórsson, mér á að Gunnar myndi ekki bregð- ast, ef hann gæfi kost á sér í starfið. Er skemmst frá því að segja að fljótt kom í ljós að Gunnar var af- bragðs góður bókhaldsmaður og svo vandvirkur og samviskusamur í starfi að fágætt er á þenslu- og kröfutímum eftirstríðsáranna. Hann Iagði stolt sitt og heiður í það að allt sem hann átti að sjá um væri í lagi. Stundum var nótt lögð við dag til þess að sannprófa bókhald, alltaf var munað eftir gjalddögum og öðram skuldbind- ingum og því sem búið var að ákveða. Hann var ákaflega trúr sínu fyrirtæki og vildi hag þess sem bestan í hvívetna. En Gunnar var líka mjög hjálp- samur við samstarfsmenn og fé- laga. Hann var mönnum ávallt inn- an handar með skattauppgjör og aðra greiðasemi. Hann reyndist mörgum raungóður ráðgjafi í fjár- hagsmálum og hjálpaði mönnum, sem ekki var sýnt um þess háttar mál, að komast á réttan kjöl. Eftir að Gunnar var hættur störf- um helgaði hann sig þessum hjálp- arstörfum. Hugsaði hann sérstak- lega vel um gamla félaga og sjúka, heimsótti þá daglega á heimilum þeirra um allan bæ, og á sjúkrahús- um og elliheimilum. Hann var sífellt í útréttingum allskonar fyrir þessa menn og tók þá oft í bílferðir til skemmtunar og dægrastyttingar. Gunnar var mikill knattspymu- maður á yngri áram og áhugi á þeirri íþrótt hélst til dauðadags. Hann hélt sömu tryggð við íþrótta- félag sitt og vinnufyrirtæki. Gár- ungarnir sögðu að hann skipti mönnum í tvo flokka, íþróttafélaga sína og aðra. Ef einhver sótti um vinnu hjá Hitaveitunni gat komið fyrir að Gunnar segði: Þetta er ágætur maður, gamall Framari. Gunnar gekk ekki heill til skóg- ar, alla ævi þjáði hann dauf heyrn, sem mun hafa stafað af slysi sem hann varð fyrir á barnsaldri. Þetta háði honum og fann hann mjög til þess. Af þeim sökum mun hann ekki hafa notið mikils skólalær- dóms. En lífsins skóli er drýgri en sumir halda. Hann kunni þau störf, sem hann tók að sér, til hlítar og leysti þau verkefni sem honum vora falin fljótt og vel af hendi. Hann var ekki gefinn fyrir vangaveltur og fundarhöld. Ég á bágt með að hugsa mér Gunnar sem ráðstefnu- eða nefndarmann á nútímavísu, það var ekki hans háttur. Af ijóram systkinum Gunnars era nú á lífi systumar Guðrún og ' Shöfrá, séfh 'e'r í Amefíkii: Finnsku veggskápasamstæóuraar eru komnar Stgr. verð 79.800 Bæsuð eik. HUSGOGN OG I ^INNRFTTINGAR SUDURLANDSBRAUT 32 n* 68 69 00 Stórvirki Stúdentspróf er stór áfangi í lífinu. Mikið verk er unnið — góðum áfanga náð. Það er við hæfí að nýstúdentinn fái eitthvert stórvirki bókmennta okkar að gjöf. GÓÐBÓKAGJÖF Á STÓRUM DEGI ORN OG Síðan Gunnar kom heim til ís- lands í síðara skiptið hefur hann átt heima hjá Guðrúnu systur sinni og Ólafi Halldórssyni skrifstofu- stjóra, manni hennar. Þau hafa reynst honum vel á allan hátt og vora honum ákaflega kær. Gunnar var ókvæntur. Nú þegar Gunnar er allur er hans saknað af félögum sínum og samstarfsmönnum. Gömlu félag- arnir og þeir sjúku hafa þar af mestu að sjá. Um leið og ég þakka samstarf og vináttu Gunnars Nielsens votta ég systram hans og mági og öðram aðstandendum innilega samúð. Blessuð veri minning hans. Jóhannes Zoega Kveðja frá knattspyrnudeild Gunnar Nielsen var í forystu- sveit Knattspyrnufélagsins Fram um árabil, var formaður félagsins um tveggja ára skeið og heiðurs- félagi frá árinu 1968. I raun var hann miklu meira, því alla tíð var hann einn traustasti bakhjarl fé- lagsins. Við í knattspymudeild Fram þekktum fæstir mikið til starfa Gunnars fyrr á árum. Upp úr 1980 kom Gunnar smám saman aftur til starfa í félaginu og haustið 1982 var hann orðinn ómissandi umsjón- armaður getraunastarfsins. Vetur- inn 1983 til 1984 hélt hann opinni skrifstofu deildarinnar. Skörp greind Gunnars, velþekkt ná- kvæmni og starfsreynsla nýttust honum vel til starfans. Laun vildi hann engin og taldi reyndar að sér væri óheimilt að þiggja þau þar sem hann væri heiðursfélagi! Það var öragglega ekki tilviljun að Gunnar bauð krafta sína til aukinna starfa á þessum tíma. Mótbyr var haustið 1982 og meistaraflokkur Fram í knattspymu fallinn í 2. deild. Gunn- ar taldi sín þörf og vildi leggja sitt af mörkum til að efla félagið að nýju og koma liðinu upp í hóp þeirra bestu. Minningar leita á hugann við frá- fall Gunnars. Ógleymanlegt var að sjá hann að tafli við pólska þjálfar- ann Andrzej Strejlau. Þeir notuðu ekki skákklukku, tóku tímanum með ró eftir hádegið og léku einfald- lega þegar besti leikurinn var fund- inn. Minnisstæð er einnig heim- koma Framara frá Akureyri haustið 1984, þegar ljóst var ap Fram héldi sæti sínu í 1. deild. Óveður var í lofti og fæstir bjuggust við för heim um kvöldið. Gunnar beið hins vegar staðfastur í Framheimilinu með þær veitingar sem hann hafði heitið hópnum. Vandvirkni einkenndi upp- gjör Gunnars á getraunasölu þann- ig að öllum mátti vera ljós staða mála. Stundum stemmdi uppgjör ekki nákvæmlega í fyrstu tilraun og tilkynnti Gunnar þá formlega að við værum undir eða yfir eftir atvikum. Varð það að málvenju í okkar hópi. Gunnar Nielsen hafði alla tíð eld- legan áhuga á starfí Knattspymu- félagsins Fram og velgengni þess var honum hjartans mál. Hann gat aldrei orðið hlutlaus áhorfandi að starfi félagsins; til þess var greind hans og skap of mikið. Hann hafði skoðanir á öllum málefnum félags- ins, einnig leikskipulagi og einstök- um leikmönnum, taldi einn ekki skila sínu og annan vanmetinn eins og gengur. Starf íþróttafélaga er margþætt, en byggist mestallt á mannlegum tengslum. Knattspymumenn leika í ýmsum stöðum með liði sínu á leikvellinum. Einn er harður varnar- maður, annar áræðinn sóknarmað- ur. Gunnar Nielsen var traustur og sterkur tengiliður í Fram í öllu sínu lífi. Blessuð sé minning hans. Halldór B. Jónsson, Sigurður J. Svavarsson. í dag kveðjum við hinstu kveðju vin okkar, Gunnar Nielsen. Við þökkum allar þær ánægju- legu stundir er við áttum með hon- um, bæði í íþróttum og félagslífi í knattspyrnufélaginu Fram og á heimili okkar. Gunnar var okkur mikill og kær vinur. Við söknum hans mikið. Blessuð sé minning hans. Við sendum okkar innilegustu samúðarkveðjur.. . ■—Hukla-og-ÞórhalIur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.