Morgunblaðið - 30.05.1989, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. MAÍ 1989
45
Blaðberinn á sjaldnast sökina
Til Velvakanda.
Mig langar að skrifa hér nokkrar
línur til kaupenda Morgunblaðsins.
Barnið mitt ber út Morgunblaðið
og hefur gert undanfama mánuði
og hef ég fylgst með starfinu og
aðstoðað ef með þarf.
Nokkur atriði hafa komið mér á
óvart og orðið til þess að ég get
ekki orða bundist því þessi atriði
em hreinlega til þess fallin að
hrekja börnin úr starfinu.
Kvartanir berast samviskusam-
lega frá skrifstofu eða afgreiðslu
Morgunblaðsins, sem er milliliður-
inn milli kaupenda og blaðbera.
Allflestar þessar kvartanir eiga sér
orsakir sem ekki geta talist á
ábyrgð blaðberans, en samt þarf
hann oft að fara aðra ferð með blöð
sem af ýmsum orsökum hafa ekki
borist til kaupandans.
Mig langar að nefna nokkur at-
riði:
1. Illa merktur eða ekkert merkt-
ur inngangur (bréfalúga).
í svona tilviki þarf blaðberinn hrein-
lega að giska á hvar viðkomandi
kaúpandi býr, því oft eru tvennar
eða þrennar dyr á sama húsi, sér-
staklega í eldri hverfunum. Reyndar
berast kvartanir strax til nýs blað-
bera og hann fær nánari upplýsing-
ar, en væri ekki þægilegra að setja
nafnið sitt við dyr eða bréfalúgu,
því annars endurtekur sagan sig í
hvert sinn sem nýr blaðberi (bréf-
beri) hefur starf.
2. Engin bréfalúga.
Þetta er ekki algengt í dag en þekk-
ist þó. í slíku tilviki þarf blaðberinn
að tylla blaðinu á hurðarhúninn og
er blaðið þá auðveldur fengur fyrir
vegfarendur sem virða ekki eigur
annarra. Kaupandinn fær ekkert
blað og blaðberinn þarf að fara
aðra ferð með nýtt blað þegar
kvörtun berst frá skrifstofunni.
3. Nágrannaerjur.
Þetta getur verið af ýmsum toga,
algengast er þó að íbúar í sama
stigagangi taki blað kaupanda
ófijálsri hendi, sérstaklega em
helgarblöðin freistandi. Og þá ger-
ist sama sagan, kvörtun berst og
blaðberinn þarf að fara aftur með
nýtt blað, þrátt fyrir að hann hafi
sinnt starfi sínu fyllilega áður.
Svona mál em ekki á ábyrgð
blaðberans og ætti að vera kaup-
andans að ræða við sína nágranna
og ætlast til þess að þeir láti eigur
hans í friði. Slíkt er ekki alltaf auð-
velt í framkvæmd og gfetur leitt til
þess að kaupandi verði að gera sér-
stakar ráðstafanir til að fá blaðið
sitt með skilum. Eitt getur verið
að fá sér póstkassa fýrir hveija
íbúð, annað að biðja blaðberann að
hringja á bjöllunni þegar hann kem-
ur með blaðið.
En hver sem ráðstöfunin er,
gleymið því ekki að blaðberinn er
búinn að sinna sínu starfi, líkt og
þegar pósturinn hefur borið út bréf
í hús, þá er tæplega hægt að kvarta
yfír því við hann hvað annað fólk
gerir við bréfin (blöðin) ef móttak-
andi gerir sjálfur engar ráðstafanir
til öryggis.
Ég er sannfærð um að þessar
síendurteknu kvartanir sem eiga sér
orsakir sem blaðberinn getur litlu
eða engu breytt um, verða að lokum
til þess að börnin missa áhugann á
starfinu og hætta fyrr en ella.
Foreldri blaðbera
„'égviL bara, Lá-ta. alla hér v\ta, ab
hingað -til hefur mér t’il<aé> \/el ab stArfo.
héma."
*
Ast er____
.. .að eiga hana á vegg-
spjaldi.
TM Reg. U.S. Pat Otl. —all rights reserved
° 1989 Los Angeles Times Syndicate
Með
morgunkaffinu
fá skothelt vesti.
Víkverji skrifar
*
Ifréttum Morgunblaðsins um
helgina kom fram, að vöruinn-
flutningur hefur minnkað um 15%
á fyrstu mánuðum þessa árs saman-
borið við síðasta ár. Þessi tala end-
urspeglár þann mikla samdrátt,
sem hér hefur verið í viðskiptum á
undanfömum mánuðum. En er
nokkur ástæða til að líta svo á, að
þessi samdráttur sé neikvæður fyrir
þjóðfélagið? Er þetta ekki einfald-
lega aðlögun að eðlilegu ástandi frá
óeðlilegu ástandi?
Bæði fyrirtæki og einstaklingar
hafa brugðizt við þessum sam-
drætti með þvi, að draga verulega
úr útgjöldum og í mörgum tilvikum
hefur verið um óhófseyðslu að ræða.
Áhrifin af þessum samdrætti eru
heilbrigð að þessu leyti. Það er líka
jákvætt, að meira jafnvægi skuli
komið á vinnumarkaðinn, þannig
að atvinnurekendur bjóði ekki í
starfsmenn og sprengi upp laun á
einstökum starfssviðum. Þegar
minnkandi vöruinnflutningur er
skoðaður í þessu ljósi er hann óneit-
anlega til marks um batnandi
ástand í efnahagsmálum. ,
XXX
Einn af viðmælendum Víkveqa
hafði orð á því, að framkvæmd
á símalokunum gæti verið með öðr-
um hætti en hér hefur tíðkazt. Þessi
aðili hélt því fram, að sums staðar
væri þetta gert þannig , að ekki
væri hægt að hringja úr sima þess,
sem ekki hefði greitt símareikning
sinn, en hins vegar væri. hægt að
hringja í þann hinn sama. Rökin
væru þau, að sá sem hringir hefði
staðið í skilum við Póst og síma og
engin ástæða til að loka fyrir mögu-
leika hans á að komast í samband.
Er þetta tæknilega framkvæman-
legt?
XXX
Forráðamenn Kópavogsbæjar og
Reykjavíkurborgar verða að
gæta þess, að sorpdeilan þeirra í
milli þróist ekki á þann veg, að
báðir bíði álitshnekki af. Tilefni
þess, að Reykjavíkurborg sagði upp
sorpsamningum við Kópavog var
deilan um Fossvogsdalinn. Nú er
hún komin í nýjan farveg eftir að
hugmyndir komu upp um jarðgöng
í gegnum Kópavog, sem forráða-
menn þess bæjarfélags hafa tekið
vel. Þar af leiðandi hefur deilan um
Fossvogsdalinn horfið að mestu.
Hins vegar er bersýnilegt, að sorp-
deilan er að komast á nýtt stig eft-
ir að Kópavogsbær setti fram sínar
hugmyndir um urðun sorps. Er ekki
tímabært, að leiðtogar þessara
sveitarfélaga setjist niður og leysi
deilumálin í friði fyrir ijölmiðlum?
HÖGNI HREKKVISI
„ER pETTA EKKI RÓAiiPHANS HÖGNA?.'"