Morgunblaðið - 30.05.1989, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 30.05.1989, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. MAÍ 1989 fire$tonc Firestone sendibíladekk CV-2000 eru sérstaklega gerð fyrir sendibíla með mikla burðargetu. JÖFUR HF Nýbýlavegi 2, Kópavogi Sími 42600 12 OG 220 VOLTA LITSJÓNVARPSTÆKI 1 4 tommu PHILIPS Verð kr.: litasjónvarp meö spennubreyti Frábær mynd- og tóngæöi, 10 stöðva minni, innbyggt loftnet. Tenging fyrir heyrnartól. Verð kr.: 29 950 stgr. Heimilistæki hf iglunni • 691520 , ó SOMfunguttC Sætúni8 • Kringlunni SÍMI: 69 1500 SÍMI:69 1520 Efiiahagsmálatillögur dönsku stjórnarinnar: Boðar nýj a tíma og uppgjör við fortíðina Stjórnarandstaöan tekur tillögunum þunglega Tillögurnar kynntar. Uffe Ellemann-Jensen utanríkisráðherra og Poul Schliiter forsætisráðherra. Efnahagsmálatillögur dönsku stjórnarinnar, sem lagðar voru fram fyrir helgi, hafa fengið held- ur kuldalegar móttökur hjá stjórn- arandstöðunni og verkalýðshreyf- ingunni en Poul Schliiter forsætis- ráðherra og talsmenn ríkisstjórn- arflokkanna segja hins vegar, að hér sé um að ræða tímamótatillög- ur, sem eigi að sníða vankantana af dönsku samfélagi, nokkurs kon- ar „heljarstökk inn í framtíðina". Það, sem einkum einkennir tillög- urnar, er gífurleg fjármagnstil- færsla þar sem ríkið ýmist afsalar sér miklum tekjum vegna lægri skatta eða aflar þeirra aftur með auknum sparnaði og nýjum álög- um. Þegar Poul Schliiter kynnti efna- hagsmálatillögumar sl. föstudag sagði hann, að ekki væri verið að leggja til einhverjar smálagfæringar upp a gamla móðinn, heldur bylting- arkenndar breytingar, sem ætlað væri að sníða vankantana af dönsku samfélagi; sjálfa meinsemdina, sem valdið hefði árlegum greiðsluhalla um aldarfjórðungsskeið, lítilli sam- keppninsgetu dansks iðnaðar og miklu atvinnuleysi. Tillögur stjómarinnar gera ráð fyrir, að á næstu fjórum árum verði 40 milljarðar danskra króna færðir til innan fjárlaganna og aðallega vegna mikilla skattalækkana. Þá er áætlað að breyta verulega reglum um skattfrádrátt og auka annan spamað í opinberum rekstri. Verður skattalækkununum ekki síst ma?tt með því að fækka um 40.000 heils- dagsstörf í þjónustu ríkisins. Skattar af fyrirtækjum og félög- um verða lækkaðir um 5,5 milljarða danskra króna en á móti kemur, að flóknar afskriftarreglur verða einfal- daðar. Stefnt er að því, að Danmörk verði að eins konar skattaparadís fyrir atvinnureksturinn og skatt- prósentan lækkuð úr 50% í 35%. Skattar einstaklinga til ríkis og sveitarfélaga verða lækkaðir um 29,5 milljarða dkr. en á móti kemur, að ýmiss konar skattfrádráttur, til dæmis persónu- og vaxtafrádráttur, verður lækkaður. Hámarksskattur verður lækkaður úr 68% í 52% en fólki verður hins vegar gert að greiða sjálft fyrir ýmsa opinbera þjónustu, sem áður var ókeypis. Skattalækkan- irnar koma fram á öllum skattþrep- um en ekki sfst á háum launum. Ymsir skattar, til dæmis vatnsskatt- ur, þungaskattur, vegaskattur og skattur af dísilolíu, verða hækkaðir og með breyttu fyrirkomulagi á dag- peningagreiðslum ætlar ríkið að spara sér sjö milljarða dkr. Schlúter segist viss um, að verði tillögumar samþykktar muni draga- úr atvinnuleysinu í Danmörku strax á næsta ári en að því er stefnt, að störfum í einkageiranum fjölgi um 100.000 á næstu íjórum áram. Hall- inn á greiðslujöfnuði Dana við útlönd á að vera úr sögunni í síðasta lagi árið 1993. I vetur þegar þessar tillögur vora í undirbúningi hafði Schlúter og ríkisstjórnin á orði að bera þær und- ir þjóðaratkvæðagreiðslu ef ekki næðist um þær samstaða á þingi en frá því hefur verið horfið. Vilja ríkis- stjórnarflokkarnir nú semja um þær við stjórnarandstöðuna og einkum við jafnaðarmenn. Era það aðallega radikalar, sem krefjast þess. Jafnað- armenn hafa hins vegar ekki tekið tillögunum vel. Svend Auken, for- maður Jafnaðarmannaflokksins, seg- ist hafa orðið fyrir miklum vonbrigð- um með þær og telur þær ekki einu sinni vera „samningsgrandvöll". Heldur hann því fram, að með þeim sé fjóram fímmtu þjóðarinnar gert að standa undir auknum lúxus fimmtungsins. Talsmenn verkalýðs- hreyfingarinnar hafa tekið í svipaðan streng en þó ekki án undantekninga því að Erik Nygaard, varaformaður danska alþýðusambandsins, vill beita sér fyrir opinskáum viðræðum við stjórnvöld um ýmislegt, sem að tillög- unum lýtur. Á þessari stundu veit enginn hvernig tillögum dönsku ríkisstjórn- arinnar mun reiða af en ef farin verður gamla, danska málamiðlunar- leiðin er hætt við, að þær verði á endanum orðnar ærið þynntar. í fjöl- miðlum stjómarandstöðunnar hefur þeim verið fundið flest til foráttu en aðrir hafa fagnað þeim sem tíma- mótaviðburði. Segja þeir, að í aldar- fjórðung hafi Danir hampað skuldar- anum og refsað sparifláreigandan- um; safnað erlendum skuldum og sett heimsmet í skattaáþján og út- þenslu ríkiskerfisins með þeim afleið- ingum, að atgervisfólk og fyrirtæki hafi flúið í stóram hópum frá landinu. Nú sé kominn tími til að brjóta í blað og snúa af þessari óheillabraut. Svar grænfriðunga við grein Jónasar Kristjánssonar: Tilhæfiilausar ásakanir „Ásakanirnar í myndinni [Lífsbjörg í Norðurhöfum] eru tilhæfu- lausar og grænfriðungar reyna að hindra útbreiðslu þeirra með öll- um lögmætum aðferðum," segir í bréfi í lesendadálki dagblaðsins Intemational Herald Tríbune frá David McTaggart, forstöðumanni Greenpeace Intemational, og Lloyd N. Cutler, lögfræðilegum ráð- gjafa grænfriðunga. Bréf þeirra, sem birtist þriðjudaginn 23. maí, er svar við grein Jónasar Kristjánssonar, ritstjóra DV, „Hvernig missa má vini og skaprauna fólki“, sem birst hafði í blaðinu 9. maí. í grein Jónasar era grænfriðung- ar sakaðir um að gera ísland að blóraböggli í hvalamálinu og færa sér sakleysislegt augnaráð selskópa í nyt. „Þetta vora augu lifandi sela sem drepnir vora af raunveralegum veiðimönnum með ekta kylfum. Þarna var engin Hollywood-svið- setning eins og haldið var fram í heimildarmyndinni," segir í bréfinu. Skoðanakönnun í írlandi: Haughey með meirihluta Dyílinni. Reuter. SAMKVÆMT fyrstu skoðanakönnuninni fyrir kosningamar, sem Char- les Haughey boðaði til í skyndingu síðastliðinn fimmtudag og haldnar verða 15. júní næstkomandi, fær forsætisráðherrann hreinan meiri- hluta á írska þinginu. Flestir kjósendur sögðust þó telja kosningarnar óþarfar. Haughey forsætisráðherra missti þolinmæðina í síðustu viku, þegar minnihlutastjóm hans varð undir í atkvæðagreiðslu á þinginu, í sjötta sinn á tveimur áram, og boðaði til almennra kosninga í landinu. Samkvæmt skoðanakönuninni, sem birtist í dagblaðinu The Star, fær flokkur forsætisráðherrans, Fianna Fail, 51% atkvæðanna, og nægir það Haughey til myndunar meirihlutastjómar. Varðandi þá fullyrðingu Jónasar að þær hvalategundir sem íslend- ingar veiði séu ekki í útrýmingar- hættu segja bréfritarar: „Allar hvalategundir sem íslendingar drepa eða vilja drepa heyra undir viðauka 1 („í útrýmingarhættu") í sáttmálanum um Alþjóðleg við- skipti með tegundir í útrýmingar- hættu. Flest ríki jarðar hafa skrifað undir þennan sáttmála en ekki ís- land.“ Höfundar bréfsins segja mat íslenskra stjórnvalda á fjölda hvala við ísland hreina ágiskun. Vísinda- nefnd Alþjóðahvalveiðiráðsins hafi ekki fengið aðgang að þeim gögn- um sem mat stjórnvalda sé byggt á og engar sannanir séu fyrir því „að hvalastofnamir við ísland fari stækkandi með einni hugsanlegri undantekningu, hnúfubaknum, sem hefur verið friðaður áratugum sam- an.“ Varðandi þá ásökun að grænfrið- ungar noti hvala- og selamálið sem fjáröflunarleið segja bréfritarar að meira en 70 af hundraði tekna Greenpeace séu árgjöld stuðnings- manna sem styrkja alla starfsemi samtakanna en ekki einstaka þætti hennar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.