Morgunblaðið - 30.05.1989, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 30.05.1989, Blaðsíða 48
ÞRIÐJUDAGUR 30. MAI 1989 VERÐ I LAUSASOLU 80 KR. Flugfískurinn til Asíu; Kæligeymsla reist á Keflavíkurflugvelli ÚTFLUTNINGUR á ferskum sjávarafiirðum á vegum Flugfax og Flying Tigers vex stöðugt og í tengslum við hann hefiir OLIS hafið byggingu þjónustuhúss og kæligeymslu á Keflavíkurflugvelli. í dag fara utan með Flying Tigers um 16 tonn af sjávarafurð- um. Mest er af laxi en einnig tölu- vert af flatfiski og nokkuð af fersk- um humri. Fyrirhugað er að bæta við einni ferð héðan austur til Asíu er líður á sumarið og með haustinu er talinn möguleiki á tíðara flugi. Á morgun verður flogið með tæp- lega 100 hross til Danmerkur með leiguflugi á vegum Flugfax og viku ; síðar með nokkra tugi vestur um haf til Bandaríkjanna og Kanada, en reiknað er með að útflutningur lifandi hrossa eigi eftir að verða reglulegur á um mánaðar fresti, bæði til Danmerkur og Banda- ríkjanna, er fram líða stundir. Flug- faxmenn huga nú að möguleikum á flutningi á lifandi flatfiski til Japans í nokkrum mæli. í því skyni hefur komið til tals að félagið út- vegi sérstök kör og súrefniskúta til að auðvelda þessa flutninga. Verð fyrir lifandi flatfisk á fisk- markaðnum í Tókýó getur numið þúsundum króna á hvert kíló. OLÍS tók fyrir skö'mmu að af- greiða eldsneyti á flugvélar Flying Tigers á Keflavíkurflugvelli á móti Skeljungi og fyrir skömmu hóf OLÍS að byggja þjónustuhús á Vellinum og verður þar meðal ann- ars kæligeymsla. Samstaða Sigrúnar valin í Laugardalinn VERKIÐ Samstaða eftir Sig- rúnu Eldjárn hefur verið valið til að rísa við íþróttasvæðið í Laugardal í Reykjavík. Eftit var til samkeppni um slíkt listaverk og var dómneftidin skipuð full- trúum sem tilneftidir voru af menntamálaráðuneytinu, Borgarráð; 54,5 milljónir til sumarvinnu Reykjavíkurborg, Iþróttasam- bandi íslands og Olympíunefnd íslands, auk þess sem dómari sat frá Sambandi íslenskra lista- manna. Verk Ragnhildar Stefánsdóttur hlaut annað sætið og Björgvin Gylfason er höfundur verksins, sem dómnefndin skipaði í þriðja sætið. Þrenn verðlaun voru veitt, alls að upphæð 850.000 krónur, 450.000 fyrir fyrsta sætið, 250.000 krónur fyrir annað sætið og 150.000 krón- ur fyrir þriðja sætið. wunglinga BORGARRÁÐ samþykkti í gær að veita 54,5 milljónum króna til sumarvinnu unglinga. Að sögn Magnúsar L. Sveinssonar, forseta borgarstjórnar, verður fénu fyrst og fremst varið til sérstakra verkeftia á sviði um- hverfismála, gróðursetningar og snyrtingar á hinum ýmsu svæð- um í borginni. Magnús sagði aðspurður að sam- tals væri varið hundruðum milljóna til sumarstarfa fyrir unglinga hjá Reykjavíkurborg, en það fælist mjög víða í fjárhagsáætlun borgar- innar. Sigrún við verk sitt. Hækkana- beiðnir tekn- ar fyrir í dag VERÐLAGSSTOFNUN hefúr fengið hækkanabeiðnir frá Flug- leiðum, nokkrum orkuveitum, sér- leyfishöfúm og leigubílstjórum. Búist er við að á fúndi verðlagsr- áðs í dag verði tekin afstaða til beiðnanna ásamt erindi olíufélag- anna um bensín- og olíuhækkun. í beiðni Flugleiða er óskað eftir 15,4% hækkun á far- og farmgjöld- um í innanlandsflugi. Nokkrar orku- veitur biðja um hækkun gjaldskrár sem nemur hækkun byggingavísi- tölu. Þá óska sérleyfishafar eftir 14—17% hækkun og leigubílstjórar eftir 13% hækkun. Morgunblaðið/Rúnar Þór * I bjarginu Grímseyingar eru fyrir nokkru farnir að síga í björg eftir eggj- um. Fengurinn eftir daginn er nokkuð misjafti, en dæmi eru þess að menn hafi náð um 1.500 eggjum á einum degi. Fólksfækkun á tólf þétt- býlisstöðum TÓLF þéttbýlisstaðir í stijálbýli höfðu færri íbúa á liðnu ári en fímm árum fyrr, samkvæmt Árs- skýrslu Byggðastofnunar 1988: Garður, Borgames, Ólafsvík, Stykkishólmur, PatreksQörður, Bolungarvík, Siglufjörður, Ólafs- Qörður, Húsavík, SeyðisQörður, EskiQörður og Vestmannaeyjar. Samkvæmt skýrslu Byggðastofn- unar 1988 fjölgaði íbúum höfuð- borgarsvæðisins um 4.000 manns sl. ár og hefur þá fjölgað_ um rúmlega 22.000 á tíu árum. Á sama tíma fjölgaði íbúum utan höfuðborgar- svæðisins um tæplega 5.000 manns. Sjá forystugrein í miðopnu. Sigurður Már Einarsson fískifræðingnr Yeiðimálastofíiunar í Borgamesi: Spáir mestu stórlaxagöng- um í Norðurá í áraraðir Grímsá gefi þó líklega mestu heildarveiðina eins og í fyrra FISKIFRÆÐINGAR hafa spáð mikilli laxveiði í flestum lax- veiðiám landsins í sumar, ekki síst í Borgarfirðinum, en þær fyrstu á þeim slóðum verða opn- aðar fyrir stangaveiði fimmtu- daginn 1. júní. Eru það Norðurá og Þverá. Aftur á móti er mjög Kvennaguðfræðingar: Sækja ekki messur páfa KVENPRESTAR sem jafiiframt eru kvennaguðfræðingar munu ekki sækja messur páfa hérlendis. Ástæðan er, að sögn séra Auðar Ei r Vilhjálmsdóttur, að páfi veitir konum ekki prestvígslu. „Ég veit að margar kaþólskar konur hafa þjáðst vegr.a þessarar afstöðu páfans og við höfum talað okkur saman nokkrir kvennaguð- fræðingar um að leiða heimsókn hans hjá okkur,“ segir Auður Eir. Eín úr hópnum, séra Ragnheiður Erla Bjarnadóttir í Raufarhöfn, hyggst raunar sækja messur páfa og vill með því vekja athygli á að hér starfi kvenprestar. Auður Eir segir að sér sé ekki kunnugt um hvort aðrar konur úr presta- stétt ætli að hlýða á boðskap páfa. „Vissulega hef ég velt fyrir mér að sækja guðsþjónustur páfans, þar sem ég er fylgjandi samkirkju- starfi og vegna kaþólskra vin- kvenna minna,“ segir Auður. „En okkur kvenprestunum sem lesum saman kvennaguðfræði þykir af- staða Jóhannesar Páls páfa til kvenna stórt skref aftur á bak fyrir kaþólsku kirkjuna. Við höf- um komið saman í átta ár til að ræða um kvennaguðfræði og sjáum að barátta kaþólskra kvenna hefur gengið þunglega síðustu ár.“ Auður Eir kveðst líta á heimsókn páfa hingað til lands sem augnablik er kemur og fer, og telur ekki ástæðu til að ijúka upp til handa og fóta vegna heim- sóknarinnar. óljóst hvað er um að vera í und- irdjúpunum, því ekki var nóg með að netaveiðibændur hafi lítið getað athaftiað sig vegna flóða, heldur hafa engin net ver- ið í Hvítá síðan á miðvikudags- kvöld vegna lögboðinnar friðun- ar og fiskræktarátaks. Netin verða ekki lögð aftur fyrr en á þriðjudagsmorgun, og því hefúr engin vísbending fengist um fiskför fram árnar, utan, að lax var farinn að veiðast í lagnir frá Hvítárvöllum síðustu dagana áður en netin voru tekin upp. Svo virðist þó sem nokkur lax sé genginn í Norðurá, áhuga- menn sem voru þar á ferð um helgina sáu lax víða í ánni, t.d. neðan Laxfoss, á svokölluðum flryggjum og Stokkhylsbroti. „Það er rétt, ég hef spáð því að í Norðurá í Borgarfirði gætu geng- ið 5-600 stórlaxar í sumar, en venju samkvæmt munu þeir flestir ganga í ána í maílok og framan af júní. Ef spáin rætist er óhætt að segja það mestu stórlaxagöngur sem komið hafa í Norðurá í mörg herrans ár. Þá má búast við góðum smálaxagöngum þannig að heild- arveiði sumarsins ætti að verða með mesta móti. Þverá mun að öllum líkindum fá stórauknar göngur á sömu forsendum og Grímsá verður þeirra best ef að líkum lætur,“ sagði Sigurður Már Einarsson fiskifræðingur, for- stöðumaður útibús Veiðimála- stofnunar í Borgarnesi, í samtali við Morgunblaðið. Sigurður sagði enn fremur að þessar spár byggðust á þeirri svör- un sem virtist vera milli smálaxa- gangna eitt árið og stórlaxa- gangna næsta ár á eftir. Einnig gæfí reynslujafna sem skipti smá- löxum og stórlöxum eftir kynjum þessa niðurstöðu. Smálaxaspáin byggðist á seiðamælingum en þær bentu til að sterkur árgangur seiða hefði haldið til sjávar í fyrravor. Allt væri þetta þó háð því hvernig laxinum reiddi af í sjónum, erfið- ara væri að fylgjast með því og spá um það. Sem fyrr greinir, hefst veiði í Norðurá og Þverá miðvikudaginn 1. júní, í Kjarrá um leið og færð leyfir og í Grímsá 20. júní. Vegna aðstæðna er lítið vitað um göngur enn sem komið er. Sigurður Már telur að veiðimenn á bökkum Norð- urár og Þverár gætu lent í venju fremur glæstum veiðiveislum í júnímánuði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.