Morgunblaðið - 30.05.1989, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 30.05.1989, Blaðsíða 7
7 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. MAÍ 1989 Frá slysstað á Hringbraut. Morgunbiaðið/Júiíus Barn fyrir bíl SEX árá drengur varð fyrir bíl við gangbrautarljos á Hringbraut á sunnudagskvöld og fótbrotnaði. Drengurinn var á leið suðuryfir Hringbraut, kom að gangbrautarljós- unum, ýtti á takkann sem skiptir ljósunum og gekk svo rakleiðis út á götuna, áður en hann hafði fengið grænt ljós. í sama mund var fólksbíl ekið yfir gangbrautina og skall drengurinn á hlið hennar og síðan í götuna. Hann var fluttur á sjúkrahús. Námsmannaátakið ’89 Reynt að skapa 1000- 1200 störf í sumar í MEGINDRÁTTUM voru tillög- ur nefndar þeirrar sem unnið heftir að undanförnu að því að ftnna leiðir með hvaða hætti megi tryggja sem flestum náms- mönnum störf í sumar, sam- þykktar á fúndi ríkisstjómarinn- Kókaínsmygl: Þriðji maður- inn í gæslu Að kröfu fíkniefhalögreglunn- ar hefúr maður um tvítugt verið úrskurðaður í gæsluvarðhald í 10 daga, gmnaður um aðild að umfangsmiklu kókaínsmygli. Fyrir sitja tveir menn á líkum aldri í gæsluvarðhaldi vegna máls- ins, en upplýst er að mennirnir hafi smyglað til landsins um 430 grömmum af kókaíni frá Banda- ríkjunum. ar sl. laugardag, en ákvæðið um að veija í þetta átak um 200 milljónum króna var fellt út, þar sem ríkisstjórnin taldi ekki rétt að njörfa niður ákveðna upphæð í þessu sambandi. Halldór As- grímsson, sjávarútvegsráðherra, sem nú gegnir störfúm forsætis- ráðherra í Qarveru hans sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að frekari útfærslu þyrfti á mál- inu, en það væri í vinnslu. „Það er reiknað með því að reyna að nokkru leyti að skapa þessi nýju störf á því sviði sem heyrir undir mín ráðuneyti," sagði Steingrímur J. Sigfússon, landbúnaðar- og sam- gönguráðherra og því kæmi hann að áframhaldandi undirbúningi þessa máls. Hann sagði að reynt yrði að vetja meiri peningum en áætlað hefði verið í að skapa störf fyrir námsmennina á sviði land- græðslu-, skógræktar- og umhverf- ismál. Endanleg upphæð sem yrði varið í þetta verkefni myndi ráðast af aðstæðum sem yrðu og þörfmni. hreppar“: F egrunarátak í sveitum NOKKRIR aðilar hafa sameinast um fegrunarátak í sveitum lands- ins á sumri komanda, en átakið, sem hlotið hefúr nafnið „Hreinir hreppar", beinist einkum að því að flarlægja af jörðum bænda óþarfa og ónæýta hluti, hreinsa strendur og útivistarsvæði og fegra heimreiðir, auk þess að mála býggingar og vélar. I framkvæmdanefnd fegrunará- taksins hafa verið tilnefndir fulltrúart frá Búnaðarfélagi íslands, Stéttar- sambandi bænda, Kvenfélagasam- bandi íslands, Sambandi íslenskra sveitarfélaga og landbúnaðarráðu- neytinu. Leitað hefur verið til sveitar- félaga og landshlutasamtaka þeirra um skipulag og framkvæmd söfnunar og útvegun urðunar- og geymslu- staða, og óskað hefur verið eftir því við hreppabúnaðarfélögin að þau annist ráðgjöf og framkvæmd, en kvenfélög hafa verið beðin um að annast samræmingu á framlagi ann- arra samtaka. Framkvæmdanefnd fegrunarátaksins mun beita sér fyrir magninnkaupum á málningarvörum þar sem þess er óskað, en átakið byggist á þátttöku bænda og jarðeig- enda, og verður starfið að mestu sjálf- boðaliðastarf. „Tökum á - tökum til“: Hreinsun á rusli meðfram þjóðvegum landsins UNGMENNAFÉLÖG um allt land undirbúa nú hreinsun á rusli með- fram þjóðvegum landsins, sem fram fer dagana 10. og 11. júní næstkomandi. Um átta þúsund fé- lagar úr 233 ungmennafélögum munu taka þátt í hreinsuninni und- ir kjörorðinu „Tökum á - tökum til“. Fyrirhugað er að hreinsað verði um fimm þúsund km. svæði við þjóð- vegi landsins, og ér reiknað með um 100 tonnum af rusli. Gert er ráð fyr- ir að hvert ungmennafélag sjái um hreinsun á sínu svæði, að minnsta kosti 15-20 km vegalengd, en flest félögin munu þó hreinsa lengra svæði. Víða verða ýmsar uppákomur tengdar hreinsunarátakinu, til dæmis grillveislur síðari hluta dagsins. Ýmis fyrirtæki styðja við hreinsunarátakið, og meðal annars mun Vegagerð ríkis- ins útvega ruslapoka og jafnframt sjá um að safna þeim saman á mörg- um'stöðum. STORHOSmó, VEKÐLÆKKUNtt v ÁVEfWLÆmíN! Sfórkostlee verihMm tíljúnúma á wUrutn trilwn afár&ri 198$ Gríptu gctt iœkíjkrijýrir wnknUýftr hzkkanir. Góigníiuluigör riajóóír nctaóir bítarlehmr upp í vérá. BiLVANGUR Sf? HÓFÐABAKKA 9 SÍMI 687BOO

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.