Morgunblaðið - 30.05.1989, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 30.05.1989, Blaðsíða 36
36 . MORGUNBLAÐIÐ ÞRÍÐJUDAGUR 3Q. MAÍ 1989 Stjörnu- speki Umsjón: Gunnlaugur Guðmundsson f dag er það umfjöllun um Vatnsberann (21. janúar — 19. febrúar) í bemsku. At- hygli er vakin á því að einung- is er fjallað um hið dæmigerða fyrir merkið, enda er ekki hægt í stuttum pistli að fjalla um þær breytingar sem önnur merki skapa hjá hveijum og einum. SjálfstœÖur Eins og við er að búast er dæmigert Vatnsberabam fljótt sjálfstætt og fer eigin leiðir og vill verða óháð for- eldrum að svo miklu leyti sem slíkt er unnt. Litli Vatnsberinn vill sjá um sig sjálfur og fara sínu fram. Það má því segja að hann sé að öllu jöfnu fyrir- hafnarlítið en sjálfstætt bam. Það sem kannski er einna mesta einkennið á Vatnsber- anum er hversu þægilegur hann er í samskiptum við aðra og hversu lítið hann er fyrir að vera upp á aðra kominn. Fullorðinslegur Vatnsberinn er yfírleitt greindarlegur sem bam og duglegur þegar eitthvert vandamál kemur upp á. Hann er sjaldnast smábam eða óviti, heldur tekur vel eftir um- hverfínu og fylgist með því sem er að gerast. Hann er ekki síður skynsamur í bemsku en á fullorðinsárum. Hnyttin tilsvör Undirritaður hefur tekið eftir því með nokkur böm í Vatns- beranum að þau gefa um- hverfinu og fólki sérstök nöfn, þ.e. skíra aðra upp á nýtt fyr- ir sjálfa sig. Oft era þau einn- ig hnyttin í tilsvörum. Einn lítill Vatnsberi kallaði langömmu sína alltaf ömmu. Hann bjó í Hveragerði og einu sinni sem oftar þegar hann var að fara í heimsókn til langömmu sinnar hitti hann frænda sinn á leiðinni. „Hvert ert þú að fara?“ spurði frænd- inn. „Ég er að fara til ömmu,“ svaraði stráksi. „Þú meinar til langömmu þinnar," sagði þá frændinn. „Hún er nú ekkert lengri en aðrir," svaraði þá strákur góður með sig. Þetta atriði er að sjálfsögðu ein- staklingsbundið en sammerkt fyrir alla er kannski það að hver Vatnsberi hefur sína sér- visku eða sérkenni. UmrœÖa og réttlœti Það er ríkt í eðli Vatnsberans að viija vera sanngjam og rétt- látur. Hann er loftmerki og stjómast af orku hugsunar og hugmynda. Það er því mikil- vægt að foreldrar virði hann sem skynsemisveru, spyiji hann ráða og umfram allt ræði við hann. Hegðun for- eldra og allra á heimili verða einnig að vera sanngjöm og réttlát, því annars ér hætt við að Vatnsberinn dragi sig í hlé og verði fjarlægur og fámáll eða jafnvel uppreisnargjam. r Það er því betra að útskýra af hveiju Jón hafi fengið þetta en Gunnar ekki o.s.frv. Dulur Foreldrar Vatnsbera þurfa ekki að undrast þó hann sé duiur um persónulega hagi sina og líðan, því hann er stolt- ur og teiur mikilvægt að vera yfirvegaður í hegðun gagnvart umheiminum. Hann er því yfírleitt fámáll þegar vanda- mál em annars vegar. Ef hann á í vandræðum þýðir alls ekki að vaða á hann með tilfinn- ingasemi og gusugangi. Slíkt leiðir til þess að hann hörfar enn lengra burtu. Það sem helst þýðir er að tala við hann um málin af yfirvegun og skynsemi. í slíkum tilvikum verður hins vegar að gefa honum kost á að eiga fyrsta leikinn því Vatnsberinn þolir fátt vera en ágengt fólk og þá sem em að vasast í hans persónulegu málum. GARPUR BRENDA STARR \BR£NOA HUGSAR UM FVKHueRAHD) ; bjskhosa s/nu , /WKhau-, sem ! AJÚ HBJT)/? MIGUBL ,.. BKKER-TGLEBUR BLAÐAMAHU 'MLiR EM ER VBL GBHGUR MEÐ riZÉTT.., / '-/n •— r 'V NOKKOD, GRACIB- þö BR.T SUo KLOK. HO é<5 <5E&/ þie HELMINGSHLUT. HAFA /' \S)B>SKIprVA4, ‘ AAfNUAA. I VATNSMYRINNI Ef þér er svona illa við að aka í skólabílnum, af hveiju leigirðu þá ekki einkabíl? Þakka þér fyrir. Hún er álíka góð og að liggja í bælinu allan daginn! Þetta er sú besta hugmynd sem ég hefí heyrt... BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Vestur opnar á einu eðlilegu laufí, norður og austur passa og þú átt þessi spil í suður: Norður ♦ ¥ ♦ + Suður *Á5 ¥2 ♦ ÁKD85 ♦ KG1093 Það em allir á hættu. Hvað viltu segja? Hér þarf að vega og meta tvö sjónarmið. (1) Passið gefur NS vafalítið töluna, svona 100-300. Sem get- ur verið hámarksárangur í þá átt. Suður á lítið í hálitunum, sem þýðir að andstæðingarnir eiga sennilega ágæta samlegu í öðmm hvoram og gætu fundið hana ef suður meldar. Því ber að passa. (2) Passið gefur aldrei stóran vinning og er því fráleitt þar eð NS geta hæglega átt geim. Því ber að segja einn tígul ekki dobl, því hálitasögn hjá makker er aðeins tii ama. Þegar spilið kom upp í sveita- keppni vora suðurspilaramir á öndverðum meiði. An þess að fella dóm um það hvort sjónar- miðið er réttara þegar á allt er litið, leikur enginn vafi á því hvor hafði rétt fyrir sér í þessu spili: Vestur ♦ DG3 TKD98 ♦ 6 ♦ ÁD875 Norður ♦ K62 ¥ Á643 ♦ G109752 + - Austur ♦ 109874 ¥ G1075 ♦ 3 ♦ 642 Suður ♦ Á5 ¥2 ♦ ÁKD85 ♦ KG1093 Vestur Norður Austur Suður 1 lauf Pass Pass 1 tígull Pass 4 lauf Pass 4 spaðar Pass 5 hjörtu Pass 6 tíglar Pass Pass Pass Útspil: hjartakóngur. Í rauninni hálfslappt að ná ekki alslemmunni, því 13 slagir era upplagðir með víxltrompun. En hálfslemman gaf 15 IMPa, því á hinu borðinu fengu NS 200 fyrir vörnina i einu laufi. SKÁK Umsjón Margeir Pétursson Á hinu árlega alþjóðamóti í Wijk aan Zee í Hollandi í janúar kom þessi staða upp í B-flokki í viðureign Hollendingsins Bos- boom og v-þýzka stórmeistarans Ralf Lau, sem hafði svart og átti ieik. 39. — Hxc5! (Það var auðvitað ekkert upp úr 39. — Bxcl? 40. Dxe5 að hafa) 40. Dxc5 — Dd2 og hvítur gafst upp.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.