Morgunblaðið - 30.05.1989, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. MAÍ 1989
27
Ljósmyníia-
sýning
ítilefiii
komu páfa
LJÓSMYNDASAFN Reykjavík-
urborgar hefur opnað sýningu á
ljósmynduni af Jóhannesi Páli II
páfa, í tilefni af komu páfa hing-
að til lands. Myndirnar eru eftir
pólska listljósmyndarann Adam
Bujak.
Ljósmyndasýningin var opnuð
síðastliðinn laugardag. Við það
tækifæri flutti Gunnar Eyjólfsson
leikari texta eftir Jóhannes Pál II
páfa og séra Josef Gorzelany flutti
ávarp. Alfred J. Jolson biskup opn-
aði sýninguna.
74 myndir eru á sýningunni og
eru allar til sölu. Þær eru ýmist
svart/hvítar eða í lit. Að auki er
sýnt á stórum skermi myndband
frá ferð páfa til Suður - Týról árið
1986.
Sýningin er í Borgartúni 1 og
er opin klukkan 11.00 til 19.00
alla daga. Sýningunni lýkur 18.
júní.
„Smokie“ heldur
tvenna tónleika
á Hótel íslandi
BREZKA hljómsveitin Smokie
er væntanleg hingað til lands á
næstunni og heldur tvenna tón-
leika á Hótel Islandi 9. og 10.
júní n.k.
Smokie kom hingað til lands á
Listahátíð 1980. Þekktustu lög
sveitarinnar eru „Living next door
til Alice“, „Lay back in the arms
of somone“ og „Needles ans pins“.
Miðasala er hafin á Hótel Islandi.
(Fréttatilkynning)
Bíóhöllin sýnir
„Setið á svikráð-
um“
BÍÓHÖLLIN hefur tekið til sýn-
inga myndina „Setið á svikráð-
um“. Með aðalhlutverk fara
Debra Winger og Tom Beren-
ger. Leikstjóri er Costa Gavras.
Yfirvöld í Bandaríkjunum vita,
að víða eru öfgahópar í landinu,
enda víða róið undir — meðal ann-
ars af prestum og öðrum slíkum,
sem eru þó fyrst og fremst að
hugsa um eigin frama.
Margir hugsa helst um að safna
fé í þágu „góðs málefnis", þótt
afraksturinn lendi oft í eigin vasa.
Náttúruverndarfélag
Suðvesturlands:
^ Kvöldferð um
Ása og Njarðvík-
urfitjar
í KVÖLD, þriðjudaginn 30. maí,
klukkan 21 stendur Náttúru-
verndarfélag Suðvesturlands
fyrir gönguferð frá skrifstofúm
Njarðvíkurbæjar.
Gengið verður upp í Ása og síðan
niður á Fitjar. Þaðan verður farið
að rústum Stekkjarkots og áfram
að aðalgatnamótum gömlu þjóð-
leiðanna á Suðurnesjum.
Sumardvöl
barna í sveit
STÉTTARSAMBAND bænda
mun í samvinnu við Félag fóstur-
mæðra í sveitum hafa milligöngu
um vistun barna á sveitaheimil-
um í sumar. Stéttarsambandið
hefur gefið út kynningarbækling
um þe’ssa þjónustu.
í bæklingnum kemur fram að
Stéttarsambandið hefur aðeins
milligöngu um vistun barna á heim-
ili sem hlotið hafa meðmæli við-
komandi barnaverndarnefndar.
Einnig þarf að liggja fyrir skýrsla
læknis um húsakynni, heilbrigðis-
vottorð heimilisfólks og sakavott-
orð húsráðenda. Þá er það sett sem
skilyrði að húsráðandi hafi sótt
námskeið þar sem leiðbeint er um
þarfir og væntingar barnsins, mat-
arræði og næringu og skyndihjálp.
Sean Connery í
Háskólabíói
HÁSKÓLABÍÓ hefur tekið til
sýninga mynd með Sean Conn-
ery og Mark Harmon í aðal-
hlutverkum. Leikstjóri er Peter
Hyams.
Sean Connery leikur ofursta sem
hyggst leysa morðgátu án þess að
til brota á siðvenju hersins þurfi
að koma. En hann átti ekki von á
að þurfa að starfa með klókum
lögreglumanni sem hann hafði
hvað minnst dálæti á sem fyrrum
nemanda.
Háskólafyrir-
lestur um skáld-
skap
Prófessor Lars Huldén frá
Helsinkiháskóla flytur opjnber-
an fyrirlestur í boði heimspeki-
deildar Háskóla íslands þriðju-
daginn 30. maí 1989 í stofu 101
í Lögbergi kl. 17.15.
Fyrirlesturinn nefnist „Nordens
gudar í fmlandsvensk diktning“ og
verður hann fluttur á sænsku.
Lars Huldén hefur fengist við
rannsóknir á örnefnum, mállýskum
og skáldskaparlist, m.a. Hann er
einnig þekktur fyrir skáldskap
sinn.
Fyrirlesturinn er öllum opinn.
Nafii féll niður
í GREININNI „Áttu leið um
Kaupmannahöfii á næstunni?" á
bls. 18 í laugardagsblaði Morg-
unblaðsins féll niður nafii höf-
undar.
Höfundur er Sigrún Davíðsdótt-
ir, og er hún búsett í Danmörku
og skrifar greinar í Morgunblaðið.
Morgunblaðið biðst velvirðingar
á þessum mistökum.
Háskólabíó sýnir nú mynd með Sean Connery og Mark Harmon í
aðalhlutverkum.
Atriði úr myndinni „Setið á svikráðum" sem Bíóhöllin sýnir um
þessar mundir.
Fiskverð á uppboðsmörkuðum 29. maí.
FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfirði
Hæsta Lægsta Meðal- Magn Heildar-
verð verð verð (lestir) verð (kr.)
Þorskur 55,00 35,50 50,49 36,336 1.834.708
Þorskur(smár) 36,00 36,00 36,00 0,314 11.286
Ýsa 88,00 59,00 77,76 11,375 884.519
Karfi 29,00 15,00 16,16 0,199 3.210
Ufsi 28,00 28,00 28,00 1,142 31.986
Steinbítur 45,00 44,00 44,67 0,444 19.841
Langa 34,00 34,00 34,00 0,643 21.860
Lúða 300,00 90,00 190,39 0,919 174.920
Koli 60,00 60,00 60,00 0,039 2.340
Keila 12,00 12,00 12,00 0,029 348
Skata f82,00 82,00 82,00 0,262 21.451
Skötuselur 155,00 135,00 149,67 0,627 93.833
Hnísa 10,00 10,00 10,00 0,065 645
Samtals 59,19 52,392 3.100.947
í dag verða m.a. seld 40 til 50 tonn af grálúðu úr Otri HF, 15
tonn af þorski, 15 tonn af ýsu, 1,2 tonn af skötusel, 2 tonn af
kola, og óákveðið magn af ufsa, löngu, lúðu og fl. teg. úr bátum.
FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavík
Þörskur 60,00 47,00 55,84 24,379 1.361.288
Þorskur(smár) 30,00 20,00 25,69 0,478 12.280
Ýsa 90,00 57,00 71,50 11,334 810.397
Karfi 33,00 28,00 31,00 18,083 560.546
Ufsi 32,50 25,00 31,76 43,585 1.384.326
Ufsi(smár) 20,00 15,00 17,25 0,507 8.745
Steinbítur 51,00 31,00 42,75 1,073 45.866
Hlýri 33,00 30,00 30,14 0,508 15.309
Langa 31,00 30,00 30,10 0,732 22.025
Blálanga 39,00 34,00 37,73 1,705 64.335
Lúða 250,00 190,00 229,58 0,381 87.470
Grálúða 55,00 49,00 50,94 163,581 8.333.106
Koli 60,00 34,00 51,54 1,516 78.142
Keila 20,00 6,00 19,60 0,670 13.134
Síld 34,00 34,00 34,00 0,025 850
Samtals 47,64 269,347 12.830.918
Selt var aðallega úr Breka VE, Viðey RE og Má SH. í dag verða
m.a. seld 105 tonn af grálúðu úr Jóni Vídalín ÁR, ufsi úr Freyju
RE og óákveðið magn af bl. afla úr neta- og handfærabátum.
FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf.
Þorskur 63,00 32,00 56,91 26,674 1.517.969
Ýsa 83,00 57,00 67,16 13,314 894.141
Karfi 35,50 29,50 31,78 12,172 386.784
Ufsi 33,00 15,00 32,29 16,867 544.620
Steinbítur 31,00 25,50 29,40- 0,551 16.201
Langa 30,50 15,00 30,43 2,690 81.859
Skarkoli 49,00 35,00 48,28 0,508 24.528
Háfur 15,00 15,00 15,00 0,801 12.015
Samtals 47,67 74,017 3.528.586
Selt var aðallega úr Oddgeiri ÞH, Happasseli KE, Sighvati GK,
Hrungni GK og frá Rafni hf. í dag verða meöal annars seld 45
tonn, aðallega af þorski, úr Eldeyjar-Hjalta GK.
Minning:
Krisiján Lundberg
rafvirkjameistari
Fæddur 19. apríl 1926
Dáinn 18. maí 1989
í dag verður jarðsunginn frá
Norðfjarðarkirkju frændi okkar og
mikill vinur, Kristján Lundberg,
rafvirkjameistari frá Neskaupstað.
Óvænt barst til okkar frænd-
fólksins í Mosfellsbæ að Lalli frændi
hefði orðið bráðkvaddur á ferðalagi
og dvöl erlendis. Þeir sem til þekktu
vissu að hann var veill fyrir hjarta,
en það var fullt af hlýju, vináttu
og gleði. Ótímabært var kallið og
skarðið enn vandfylltara.
Kristján Lundberg, eða Lalli, eins
og hann var oftast kallaður, fædd-
ist 19. apríl 1926 í Neskaupstað.
Foreldrar hans voru þau Anton
Lundberg og Sigurborg Eyjólfs-
dóttir. Lalli var elstur þriggja systk-
ina, þeirra Kristínar Lundberg og
Jóns Lundberg. Kona Lalla var
Ema Þorsteinsdóttir, en hún dó 13.
október 1980. Þeirra synir eru fjór-
ir, Þorsteinn útgerðarstjóri á Eski-
firði, Sigurbergur rafvirki í
Reykjavík, Jóhann stýrimaður á
Eskifirði og Kristján Örn sjómaður
og nemi í Neskaupstað.
Lalli bjó lengst af á Blómsturvöll-
um 1 í nálægð við Nýjabæ þar sem
var heimili afa og ömmu á meðan
þau lifðu. Þar áttu hann og Erna
afskaplega fallegt heimili, en Erna
lést langt um aldur fram aðeins
rúmlega fimmtug að aldri. Erna
lagði Lalla mikið lið meðan þau
ráku verslun í raftækjabúðinni sem
síðan varð fataverslun og gjafa-
vörubúð. Meðan Ernu naut við var
mikill stíll yfir búðinni og mikil
smekkvísi réði vömúrvali. Nú
síðustu árin bjó Lalli í lítilli íbúð úti
á Bökkum þar sem hann undi vel
sínum hag, hann kom daglega í
heimsókn til Stínu systur sinnar til
að sýna sig og sjá aðra eins og
hann sagði og einnig ef hann gæti
tekið þar að sér eitthvert viðvik.
Það er erfitt að hugsa sér að
koma á heimaslóðir í Neskaupstað
án þess að hitta Lalla frænda,
spjalla saman, fara í bíltúr eða fá
hann ekki lengur í heimsókn þegar.
hann átti leið til Reykjavíkur. Nú
síðast var hann í heimsókn hjá okk-
ur í afmæli og lék á als oddi og
hlakkaði til utanfarar. Sama
lífsgleðin fylgdi honum utan allt til
hinsta dags og fréttum við að hann
hefði fengið sérstaklega hlýjar mót-
tökur á hótelinu sínu þar sem hann
var fyrsti gesturinn sem kom öðru
sinni á hótelið úr hópi sem dvaldi
þar fyrir ári frá íslandi.
Margs er að minnast á æviferli
sem spannar lífshlaup mitt og Lalla,
en ávallt var hann besti frændinn,
boðinn og búinn til að aðstoða mig
rétt eins og sína eigin syni. Fengju
hans strákar eitthvert skemmtilegt
leikfang, reiðhjól, veiðistangir eða
annað sem alla stráka langar í, var
ævinlega keypti eitt auka handa
Sigurði litla frænda og allir gátu
leikið sér glaðir áfram án þess að
einhver ætti meira en hinn. Þegar
allir strákarnir á Melunum voru að
safna í brennu fyrir gamlárskvöld
var Lalli frændi alltaf fyrstur til
að gefa áheit um olíu til að skvetta
í brennu og máttum við hafa okkur
alla við að klára þá olíu sem hann
gaf okkur.
Lalli frændi var rafvirkjameistari
og rak um margra ára skeið raf-
tækjaverkstæði Kr. Lundberg á
Neskaupstað. Þar voru oft margir
rafvirkjar, bæði að læra og vinna,
enda mörg verkefni í bæ eins og
Neskaupstað, þar sem húsbygging-
ar voru miklar auk verkefna í síldar-
bræðslum og ýmsum fyrirtækjum í
bænum. Þegar rafverkefnum fór
að fækka og umsvif minnkuðu
breytti Lalli verkstæðinu að hluta
og rak verslun um tíma, uns hann
breytti húsnæðinu í gistiheimili fyr-
ir ferðamenn og veitti hann mörg-
um aðkomumanni gistingu og góð-
an beina. Nú síðustu árin dró hann
saman seglin og settist í helgan
stein, enda farið að gæta veilu fyr-
ir hjarta. Með þessu móti gat Lalli
notið lífsins, notið hvíldar og farið
í ferðalög eða heimsóknir eftir sínu
höfði og tekið lífinu með ró sem
áður hafði verið of erfitt þegar
umsvif vorú sem mest í raflögnum
og viðgerðum. Með það fyrir augum
að mega njóta lífsins við aðstæður
sem hann kaus, notalegt umhverfi,
gott hótel og glaða ferðafélaga,
lagði Lalli upp í sína hinstu ferð,
sæll og glaður, með fyrirheit um
að eiga rólega og notalega daga í
sólríku umhverfi á Spánarströnd.
Við söknum öll elsku frænda
sáran, en við höldum tryggð við
minningu hans og von um endur-
fundi.
Við frændfólkið í Mosfellsbæ
sendum Þorsteini, Silla, Jóhanni og
Kristjáni og fjölskyldum þeirra,
systkinum og fjölskyldum svo og
öðrum vinum, hugheilar samúðar-
kveðjur og samhryggjumst með
ykkur úr fjarlægð.
Sigurður Ragnarsson