Morgunblaðið - 30.05.1989, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 30.05.1989, Blaðsíða 37
MORGtfNBLÁÐÍÐ ÞMÐSÖDAGíSR' 30. MAÍ 1989 Minning: Guðmundur Agnars- son bifreiðasljóri Fæddur 4. september 1915 Dáinn 19. maí 1989 í dag er lagður til hinstu hvílu Guðmundur Agnarsson bifreiða- stjóri á Hreyfli. Mig langar að minn- ast hans með nokkrum orðum. Okkar kynni hófust fyrir u.þ.b. ein- um og hálfum áratug þegar ég fór að vinna á Hreyfli. Við komumst að því að við áttum sameiginlegt áhugamál sem voru gömlu dansam- ir. Þetta varð upphaf að vináttu sem aldrei bar skugga á, þó á milli okk- ar væri eitt kynslóðabil. Guðmundur átti önnur áhugamál sem hann stundaði af þeim áhuga og krafti sem vom hans einkenni, en það voru hestamennska og brids. Guð- mundur var ekki allra, en sannur vinur vina sinna og hvort það var gleði eða sorg var gott að eiga Guðmund að. Mér fínnst það for- réttindi að hafa átt hann að-vini, og ég á eftir að sakna hans lengi. Það var af hinu góða að banalega hans var ekki nema tvær vikur, því þó hann væri kominn á efri ár átti hann svo langt í að verða gamall. Við á afgreiðslu Hreyfils söknum þess að heyra ekki hressilega rödd hans bjóða góðan daginn. Fyrir hönd mannsins míns og afgreiðslu Hreyfíls sendi ég börnum hans og öðmm aðstandendum sam- úðarkveðjur. Þú skalt ekki hryggjast, þegar þú skilur við vin þinn, því að það, sem þér þykir vænst um í fari hans, getur orðið þér ljósara í fjarveru hans, eins og íjaligöngumaður sér Qallið best af sléttunni. (Kahlil Gibran.) Guðrún Siguijónsdóttir Okkur langar í örfáum orðum að minnast vinar okkar, Guðmund- ar Agnarssonar, sem lést 19. maí sl. eftir stutta sjúkdómslegu. Við kynntumst Guðmundi fyrir um 6 ámm en þá hófst vinskapur milli hans og ömmu okkar. Upp frá því var hann eins og einn úr fjöl- skyldunni. Guðmundur var mikill atorku- maður og vildi alltaf hafa eitthvað fyrir stafni. Tómstundir sínar stundaði hann því reglulega, hvort sem það vom hestamennska, spila- mennska eða dans. Ósjaldan bauð hann okkur krökkunum á hestbak og mátum við þær stundir mikils. Örlæti og góðmennska em orð sem lýsa Guðmundi best, því höfum við öll fengið að'kynnast. Hann var maður sem þótti svo sannarlega sælla að gefa en þiggja. í sumar hafði hann ákveðið að bjóða ömmu okkar í utanlandsferð, ferð til þess að hvílast frá amstri hversdagsins og skoða heiminn um leið. Sú ferð verður ekki farin. Ferðin sem Guð- mundur fór í er mun lengri. Við vitum þó öll að nú líður honum vel. I þeirri trú þökkum við honum góð- ar stundir. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé Iof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Fyrir hönd fjölskyldna okkar vottum við aðstandendum Guð- mundar okkar dýpstu samúð. Rakel og Rebekka Nú er Guðmundur vinur minn Agnarsson riðinn um Gjallarbrú og eflaust búinn að taka undir hnakk- inn gamla vini eins og Bleik og Liston. Fyrstu kynni mín af Guð- mundi hófust fyrir tæpum þijátíu árum, er ég fékk að fara með hon- um á hestbak. Var það lærdómsrík- ur tími fyrir þrettán ára ungling, gekk Guðmundur mér nánast í föð- urstað hvað hestamennsku snerti. Ekki var alltaf hljótt í kringum Guðmund, stundum heyrðist í hon- um, hann var kappsmaður og vildi láta hlutina ganga. Þeir sem kynnt- ust honum og áttu hann að vini vissu að hann hafði stórt hjarta. Margan folann tamdi Guðmundur sem aðrir höfðu gefist upp á að temja. Þrautseigja hans við folana var með ólíkindum. Ekki er hægt að láta hjá líða að minnast starfa Guðmundar á kapp- reiðum. Frá því ég man fyrst var hann alltaf ræsir á hvítasunnukapp- reiðum Fáks og víðar. Fórust hon- um þau störf einkar vel úr hendi og er á engan hallað þó sagt sé að hann hafi verið einn besti ræsir landsins. Nú er þessi sérstæði maður horf- inn og skilur eftir sig stórt skarð í mínum huga. Guðmundur ætlaði að koma við hjá mér á Selfossi þegar hann riði austur í vor. Á stundu sem þessari er mér þakk- læti í huga fyrir að hafa fengið tækifæri til að kynnast Guðmundi. Minning um merkan mann lifir. Börnum Guðmundar færi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur. Steingrímur Viktorsson TÓmSTUnDflHÚSIÐ HF Laugavegi 164, sími 21901 .Anglýsinga- síminn er 2 24 80 asindala VénhAxía LOFTRÆSIVIFTUR GLUGGAVIFTUR - VECCVIFTUR BORÐVIFTUR - LOFTVIFTUR Ensk og hollensk gæðavara. Veitum tæknilega ráðgjöf við val á loftræsiviftum. Það borgar sig að nota það besta. Þekking Reynsla Þjónusta (FftLKINN SUÐURLANDSBRAUT 8 SÍMI 84670 37 ÁS-TENGI Allar gerðir Tengið aldrei stál - í - stál SauBtaiMgjw ms*ns®®»n <3t <S® VESTURGÖTU 16 SÍMAR 14680 21480 flFGflSRULLUR fyrir bílaverkstæði ESSO Olíufélagið hf 681100 Success GUARANTEED ^ ^ FtRFFCT iN ftffiF^lQ 8 MINUTES Framandi og ógleymanlegur hrísgrjónaréttur. Löng hrísgrjón blönduð með ses- am, möndlum og núðlum og kryddað á afar sérstæðan hátt. Svo sannarlega öðruvísi kjúktingaréttur. Fyrir 4 — suóutími 8 min. Heildsölubirgðir: KARL K. KARLSSOrskCO. Skúlatúni 4, Reykjavík, sími 62 32 32 1 x67 @67676711 1 1 Steindór Sendibílar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.