Morgunblaðið - 30.05.1989, Síða 35

Morgunblaðið - 30.05.1989, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. MAÍ 1989 35 í bernsku. Hún lærði ung að árum að vera ákveðin og stóð fast við sínar skoðanir og tókst á við lífið eftir því. Uppgjöf eða sjálfsvorkunn voru henni ekki að skapi. Ég minnist þess þegar móðir mín sagði okkur systkinunum sögur frá bernsku sinni í Hrísey. Þegar afa fannst ástæða til að taka í iurginn á einhveijum úr krakkaskaranum var refsingin jafnan að loka viðkom- andi inni á „kontor“, sem svo var kallaður, og dúsa þar, eða biðjast fyrirgefningar ella. Fjóla tók sem fyrri daginn örlögum sínum af æðruleysi og sat út vistina, frekar en að biðjast vægðar. Þannig var hún, vol og víl var ekki að hennar skapi. Pjölskyldan hafði þann sið í seinni tíð að koma saman einu sinni á ári og vera saman daglangt. Á þessum ætíarmótum var Pjóla einna ötulust við að koma fólkinu saman og efla fjölskylduböndin. Mér finnst sem ég heyri hláturinn hennar innilega, sem var svo sér- stakur, þegar ég hugsa til baka. Þegar hún virti fyrir sér yngstu kynslóðina og lifði sig inn í þeirra hugarheim. En þannig var hún, kom auga á svo margt sem fram hjá öðrum fór. Hún hafði þann hæfi- leika, að sjá það smáa og sérstæða í lífinu, sem gefur því raunverulegt gildi. Nú hefur elsku frænka kvatt okkur í bili og við sitjum hnípin eftir. Laugardagsmorgunkaffið sem ég var alltaf á leiðinni í, verður ekki drukkið hérna megin að minnsta kosti. Líf hennar var sann- arlega okkur sem eftir lifum til eft- irbreytni, hvarvetna skildi hún gott eftir sig og minningarnar eru bjart- ar og fagrar. Margur saknar nú vinar og mikilvægur hlekkur er slit- inn úr fjölskylduböndum. Þetta ót- ímanlega áfall ætti einmitt að verða til þess að þrýsta okkur enn meira saman, slíkt væri áreiðanlega henni að skapi. Elsku Kári og Kristján, þið hafið misst mest, megi algóður guð styrkja ykkur á erfiðum stundum og megi minningin um jafn mæta og göfuga konu og Fjóla var, gefa ykkur styrk. Sigurveig Hauksdóttir í dag, þriðjudaginn 30. maí, verð- ur til moldar borin föðursystir mín, Pjóla Brynjólfsdóttir frá Hrísey. Hún lést laugardaginn 20. maí í Landspítalanum eftir stutta en erf- iða-sjúkdómslegu. Mig langar til að minnast hennar hér með nokkr- um fátæklegum orðum. Á svona sorgarstundum þegar minningarnar sækja á er eins og renni upp fyrir manni hvað það er undarlegt með okkar mannanna börn á jörðu hér að við gerum okk- ur kannski ekki grein fyrir því hvað við getum lært hvert af öðru fyrr en leiðir skiljast og kannski er það hluti af skóla lífsins. Af Fjólu mátti svo sannarlega margt læra. En nú þegar ég rita þessar línur er mér efst í huga þakklæti og ekki síst fyrir hönd barna minna að þau skyldu verða þeirrar gæfu aðnjót- andi að kynnast mannkostum frænku sinnar, enda er hennar sárt saknað. Pjóla var á margan hátt einstök, hafði yndi af börnum og var þess vegna í miklu uppáhaldi hjá smáfólkinu í fjölskyldunni. Er safnast var saman af éinhveiju til- efni var hennar ævinlega beðið með eftirvæntingu og þegar Pjóla var mætt fór hún gjarnan afsíðis með börnin og hófst þá gamanið. Farið var í skollaleik sem þótti alveg ómissandi, spilað á spil eða farið í aðra leiki. Því hún hafði ávallt nægan tíma fyrir bömin og þau kunnu svo sannarlega vel að meta það. Fjóla skilur eftir einlægar og góðar minningar um skemmtilegar samvemstundir. Aðalsmerki Fjólu fannst mér vera trygglyndi og velvilji og þeim þætti hennar fengu ég og fjölskylda mín vel að kynnast. Aldrei brást það að ef henni var gerður greiði, gefin uppskrift, eða eitthvað sem ekki var orð á gerandi, leið aldrei langur tími þangað til Fjóla hringdi til að þakka fyrir sig eða jafnvel bara til að þakka fyrir síðast. Fáa hef ég séð gædda þeirri ein- stöku vandvirkni og natni sem ein- kenndi hana alla tíð. Það virtist allt leika í höndunum á henni og það var ósjaldan sem hún rétti börn- unum peysu sem hún hafði pijónað. Oft undraðist ég hvernig henni tókst að hafa smákökurnar svona fínar, allar jafnstórar og eins á lit- inn. Öll þessi atvik úr fortíðinni undirstrika vandvirkni og gleði Fjólu í starfi. Hún var mjög áhuga- söm að halda ættinni saman og að yngra fólkið í fjölskyldunni fengi að kynnast og átti hún dijúgan þátt í því að haldin hafa verið ættar- mót árlega í seinni tíð. Nú að leiðar- lokum vil ég með þessum fáu orð- uðm kveðja elskulega frænku mína og bið henni guðsblessunar til handa í nýjum heimkynnum. Eigin- manni, fóstursyni, unnustu hans og systkinum svo og öðrum ættingjum votta ég samúð okkar. Blessuð sé minning Fjólu Brynj- ólfsdóttur. Sigurveig Sigtryggsdóttir og flölskylda. Talaðu við okkur um ofna SUNDABORG 1 S. 68 85 88 - 68 8589 Talaðu við okkur um eldhústæki SUNDABORG 1 S. 6885 88 -6885 89 Talaðu við okkur um þvottavélar SUNDABORG 1 S. 6885 88 -6885 89 iDE -hurðimar frá Bústofni með fræstum „fullningum" prýða heimilið og gefa því virðu- legan blæ. Þær fást gegnheilar eða með „frönskum" gluggum, sem hleypa birtu á milli herbergja. Frönsku hurðirnar eru einnig fram- leiddar tvöfaldar. Hurðirnarfaravel í nýtízku húsakynnum sem og til endurnýjunar í eldri húsum. Þær eru því hvarvetna aðlaðandi og hagnýt lausn. Arkitektar og iðnaðarmenn hafa lokið lofs- orði á hurðirnar fyrir vandaða smíði. Tré er lifandi efni, sem rakastig loftsins hefur áhrif á. IDÉ-hurðirnar eru hannaðar og smiðað- ar til að þola 70% sveifluaukningu á rakastigi. • Hurðarfleki samlímdurog karmurúrmassívri furu eða greni með innfræstum spjöldum. • Allir karmar m/þéttilista • Allar hurðir fulljárnaðar með sterkum, sér- smíðuðum lömum. • Allar breiddir fáanlegar af ýmsum gerðum. • Verðið er vitaskuld hagstætt eins og á öllu öðru hjá BÚSTOFNI. — Biðjið um bækling.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.