Morgunblaðið - 30.05.1989, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 30.05.1989, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ VmjanPrijMVDINUIÍFÞRIÐJUDAGUR 30. MAÍ 1989 NÝ VERSLUN — Verslunin FIT, Bæjarhrauni 8, Hafnarfirði var nýlega opnuð. Sérsvið verslunarinnar er innréttingaþjóusta í einum pakka, þ.e.a.s. innréttingar, byggingarefni, fagleg ráðgjöf og vinna iðnaðarmanna í einum samningi. FIT býður allar innréttingar í eldhús og baðherbergi með tilheyrandi tækjum og innréttingum. Einnig máln- ingu, hurðir, gólfefni.ljós o.fl. ásamt öllum heimilistæki. FIT hefur einkaumboð fyrir eldhús og baðinnréttingar frá Kvik og Multiform í Danmörku. Á myndinni eru forráðamenn verslunarinnar Óm Jóhanns- son byggingatæknifræðingur og Ingi Þór Jakobsson innanhússarkitekt. BREYTINGAR — í versluninni SS Austurveri hafa verið gerðar breytingar með því markmiði að auka þjónustu við viðskipta- vini. Gangar hafa verið breikkaðir og uppstillingum hefur verið breytt viðskiptavinum til þæginda. Á myndinni eru Kristinn Skúlason verslun- arstjóri og Valur Blomsterberg markaðssljóri SS. Fyrirtæki Reykvísk endurtrygging með um 4 m.kr. íhagnað REYKVÍSK endurtrygging hélt aðalfund sinn á dögunum og skilar félagið liðlega 4 milljón króna hagnaði eftirskatta. Reykvísk er dótt- urfyrirtæki Tryggingamiðstöðvarinnar og samkvæmt ákvörðun stjórnar félagsins verður það rekið áfram sem sjálfstætt félag en hættir afskiptum af einstaklingstryggingum, svo sem heimilistrygg- ingum. Verður eftirleiðis lögð áhersla á fiskeldistryggingar, svo og aðrar vátryggingagreinar á sérviði auk þess sem Reykvísk mun halda áfram að sjá um fyrirtælqatryggingar, að því er fram kom á aðalfundinum. Bókfærð iðgjöld í öllum greinum frumtrygginga hækkuðu á sl. ári úr 77,3 milljónum í 131,6 milljónur eða um 53% milli ára. Bókfærð ið- gjöld í endurtryggingum lækkuðu á hinn bóginn úr 19,8 milljónum i 17,4 milljónir. Iðgjöld ársins, eftir breytingar á iðngjaldasjóði námu um 137 milljónum sem er um 80% hækkun milli ára, og endurtrygg- ingariðgjöld námu um 98,9 milljón- ir. Eigin iðgjöld ársins námu 38,4 milljónum en voru 24,5 milljónir 1987. Rekstrarkostnaður Reykvískrar endurtryggingar hefur lækkað á sama tíma og bókfærð iðgjöld árs- ins hækka, og er rekstrarkostnaður Tap KÁ um fímmtán nú um 22% af tekjum. Tjón ársins hækkuð allverulega á árinu og námu um 116 milljónum á móti 38 milljónum árið áður, en eigin tjón hækkuðu úr 11 milljónum í 17 millj- ónir. Á aðalfundinum kom fram að helsta breytingin í rekstri félagsins hafi yerið auknar niðurfærslur og tap á kröfum upp á 7,8 milljónir á móti 930 þúsund kr. árið áður. Kom fram að útistandandi skuldir væru orðnar verulegur áhættuþáttur í rekstri. Eigin sjóðir Reykvískar endur- tryggingar nema nú 51,4 milljónum og hækkuðu um rúm 20% og eigið fé nemur nú kr. 27,4 en það er 35% hækkun. Starfsmenn Reykvískar endur- tryggingar eru nú alls um 11 tals- ins en framkvæmdastjóri er Gísli Örn Lárusson. milljónir króna UM 15,2 milljón króna tap varð á rekstri Kaupfélags Ámesinga á síðasta ári en árið áður eða 1987 nam tapið alls um 13,5 milljónum króna. Þetta kom fram á aðalfundi Kaupfélags Árnesinga sem hald- inn var fyrr í mánuðmum. Heildarvelta kaupfélagsins á ár- inu 1988 var liðlega 1,6 milljarður en liðlega 1,2 milljarðar árið áður, og aukningin því 31,2% Vörusala félagsins nam um 1,270 milljónum og þar af um 170 milljónum vegna reksturs verslana í V-Skaftafells- sýslu og Vestmannaeyjum síðari hluta ársins. Mest var salan í Vöru- húsi KÁ á Selfossi eða um 677 milljónir sem er um 18,25% aukn- ing. Af minni verslunum var salan mest í Þorlákshöfn eða um 112,5 milljónir. Sala iðnaðar og þjónustudeilda var um 315,5 milljónir, sem er um 23% aukning milli ára. Söluhæstu deildimar voru bifreiðasmiðjur KÁ með um 70 milljónir, lyíjaverslun með um 70 milljónir, Trésmiðja KÁ með um 60 milljónir og Kjötvinnsla KÁ með um 53 milljónir. Innheimt- ur söluskattur hækkaði um 100% á árinu í 238,5 milljónir, og launa- kostnaður ársins var um 273,6 milljónir, vaxtakostnaður um 32 milljónir sem er um 13,4 hækkun milli ára og afskriftir námu 32 millj- ónum. Á árinu seldi KÁ gamla kaup- félagshúsið við Austurveg 2 og tók einnig yfir verslunarrekstur Kaup- félags Skaftfellinga og Kaupfélags Vestmannaeyja. Á aðalfundinum kom fram sérstök ánægja með ár- angurinn í Skaftafellssýslu þar sem hagnaður varð af rekstri flestra deilda. Nokkrir fundarmanna létu þó í ljós efasemdir um ágæti þess að félagið tæki við taprekstri ann- arra kaupfélaga m.a. vegna þess að KÁ kynni þá að hætta rekstri einhverra verslana í heimahéraði vegna tapreksturs. Á aðalfundinum var þó samþykkt mótatkvæðalaust tillaga þar sem aðalfundur heimilar stjórn KÁ að semja um samstarf eða sameiningu við Sambandskaup- félög í Suðurlandskjördæmi. Kaupfélagsstjóri KÁ er Sigurður Kristjánsson. Tap hjá Hjálmiá Flateyri NOKKURT tap varð á rekstri fisk- vinnslufyrirtækisins Hjálms hf. á Flateyri í fyrra, en aðalfundur þess var haldinn nýverið. Að sögn Einars Odds Kristjáns- sonar, framkvæmdastjóra, var velta fyrirtækisins á síðasta ári 340 millj- ónir króna, en tapið nam liðlega 7,5 milljónum króna. Segir Einar Oddur þetta blóðuga niðurstöðu, þar sem allar ytri aðstæður hafi verið fyrir- tækinu afar hagstæðar á síðasta ári — aflabrögð með albesta móti og reksturinn áfallalaus. Hagnaður fyr- irtækisins áður en tekið var tillit til fjármagnsgjalda umfram fjármagns- tekjur og skatta hefði einnig hækkað frá fyrra ári og numið um 21% af veltu fyrirtækisins. Það hafi því ver- ið fjármagnskostnaðurinn sem skipti sköpum um að fyrirtækið var gert upp með tapi á síðasta ári. Gengur salernispappírinn af sjónvarpsauglýsingum dauðum? Liprar, þéttar, sterkar, fallegar, einfaldar í notkun - vandaðar B HÉÐINN 33 Stórás 6 Sími 52000 eftir Bjarna Sigtryggsson Það er með markaðskannanir eins og biblíuna; það er ekki orðið sjálft sem veldur ágreiningi, heldur túlkun þess. Við sjáum þetta í hvert sinn sem mælt er sjónvarpsgláp og þegar kannað er fylgi stjómmála- flokka. Því þá er í rauninni um markaðskönnun að ræða. Menn greinir kannski ekki á um lokatölur könnunarinnar. Þeir eru bara ekki á eitt sáttir um það hvernig beri að lesa úr þeim og túlka þær. Eins er aragrúi sértrúarsafnaða líka merki um ólíka túlkun orða, sem ekki er ágreiningur um. Áköf viðbrögð Þannig getur guðspjall Ríkissjón- varpsins orðið trúarheit sumra, sem andvígir eru trúarjátningu Stöðvar 2. Kirkja heilags sjónvarpsgláps getur klofnað um það hvort vin- sældir nítáns-nítjáns mælist óeðli- lega litlar vegna þess að enn vin- sælli knattspyrnuleikur var á hinni stöðinni á sama tíma. Sömuleiðis hefur formaður Ófrjálslynda vinstri flökksins skýrin'gu á því hvers' vegna hann nýtur í rauninni meira trausts en fólk vill láta uppi í síma- könnunum; Sjálfstæðisbandalagið fékk óeðlilega athygli í fjölmiðlum vegna ársþings síns vikuna sem hringt var. Áköf viðbrögð við niðurstöðum álitskannana eru oftast nær skiljan- Ieg; það eru nefnilega miklir pen- ingar í húfi. Auglýsendur velja að öðru jöfnu þá sjónvarpsstöð sem nær til flestra áhorfenda. Tekjur stöðvanna fara því að miklu leyti eftir niðurstöðum vinsældakann- ana. Bræður hætta að beijast Svo getur það ótrúlega gerst, að stöðvar sem jafnan keppa sín á milli, snúa bökum saman og beijast gegn öðrum miðlum. Þetta gerðist nú nýverið í Bandaríkjunum, þegar Gerard Tellis, aðstoðarprófessor í markaðsfræðum við Iowa-háskóla, birti í tímaritinu „Joumal of Mar- keting Research" niðurstöðu könn- unar sem hann hafði gert á ákvörð- un fólks um kaup á salernispappír. ■ - Meginniðurstaða prófessorsins Meginniður- staðan var sú, að sjónvarps- auglýsingar ráða ekki mestu um inn- kaup heimil- anna. var sú, að áhrifamáttur sjónvarps- auglýsinga væri mun minni en talið væri. í rauninni réðu sjónvarpsaug- Iýsingar ekki mestu um innkaupa- venjur heimilanna. Meira máli skiptu þær aðgerðir sem færu fram á sölustað, svo sem verðlækkun, sértilboð og kynning. Tellis hafði ásamt nemendum sínum kannað í 30 vikur með hveijum hætti 250 fjölskyldur tækju ákvarðanir um kaup á salernispappír. Hætta á tekjuhruni Niðurstaða þeirra kom sem reið- arslag yfir eigendur sjónvarps- stöðva, því af þeim 118 milljörðum dollara, sem bandarískir auglýsend- ur notuðu í fyrra komu 25 milljarð- ar í hlut sjónvarpsstöðva, eða lið- lega fimmtungur. Stæðist það að áhrifamáttur sjónvarpsauglýsing- arinnar væri minni en talið hefur verið hingað til, þá gæti það þýtt fjárhagslegt fár fyrir rekstraraf- komu stöðvanna. Klósettpappírsskýrslan hefur nú þjappað eigendum stöðvanna sam- an, og þeir keppast við að lýsa Gerard Tellis óhæfan markaðs- könnuð, sem noti of lítið úrtak og fylgist ekki nógu lengi með því. Þeir hyggjast kosta i sameiningu viðamikla könnun á þessum pappírskaupum heimilanna, sem byggist á margfalt stærra úrtaki, og nái yfir mun lengri tíma. í Bandaríkjunum fara nú í hönd spennandi tímar fyrir notendur sal- ernispappírs, og þeir eru hreint • ekki svo fáir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.