Morgunblaðið - 30.05.1989, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 30.05.1989, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. MAÍ 1989 Minning’: Fjóla Brynjólfs- dóttir frá Hrísey Fædd 15. janúar 1926 Dáin 20. maí 1989 Kailið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og alit. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, Hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Sb. 1886 - V. Briem) í dag er til moldar borin ástkær '-frænka mín og nafna, Fjóla Brynj- ólfsdóttir frá Hrísey. Á stundu sem þessari skortir mann orð, en samt er svo margt að segja. Stóra Fjóla var alltaf hress og gott var að sækja hana heim. Mér fannst ekki ama- legt að fá að koma í heimsókn þeg- ar ég var lítil. Fá að skoða kisuna, drekka mjólk og borða smákökur. Hún var alltaf tilbúin með opinn faðminn á móti öllum, reiðubúin að hjálpa, hvernig sem á stóð hjá henni. Hún var jafnframt dul, og því komu veikindi hennar mér í opna skjöldu. Það var ekki laust við að maður tryði þessu ekki og innst inni hvíslaði rödd sem sagði — þetta getur ekki komið fyrir hana Stóru mína. En maður fær ekki breytt vilja Guðs og því er hún Stóra farin í langferðina sem við eigum öll fyrir hendi einhvern tímann. En ljós hennar mun skína skært í huga mínum og minningin um góða frænku mun aldrei gleymast. Um leið og ég kveð stóru Fjólu sendi ég mínar einlægustu samúð- arkveðjur til Kára, Kristjáns og allra ættingja og vina. Guð blessi ykkur öll. Fjóla Hauksdóttir Látin er í Reykjavík Fjóla Brynj- ólfsdóttir, Hraunbæ 138, og fer útför hennar fram í dag, 30. maí. Fjóla var önnur yngsta dóttir Brynjólfs Jóhannessonar útvegs- bónda og konu hans, Sigurveigar Sveinbjörnsdóttur, sem lengst af bjuggu í Hrísey. Systurnar voru fimm, en bræðurnir þrír. Sóley heit- ir tvíburasystir Fjólu, en hennar maður er Sigurður Pétursson. Lát- inn er einn bróðirinn, Jóhannes, er lést tæplega fímmtugur úr hjarta- áfalli. Fjóla fæddist 15. janúar 1926 og var því 63 ára. Hún hafði verið veik sl. ár, versnaði snögglega og lifði aðeins örfáar vikur eftir það. Eins og fyrr segir ólst Fjóla upp í stórum systkinahópi og var sam- heldni þeirra mikii alla tíð. Þannig bjuggu þau öll hér á Reykjavíkur- svæðinu, nema Sigtryggur, kvænt- ur Sigrúnu Pálsdóttur sem býr á Húsavík, eftir að hafa flutt á ýms- um tímum úr Hrísey. Sérstakiega var kært á milli tvíburanna og bjuggu þær með bróður sínum Jó- hannesi þar til þær giftust, og allt- af hafa þær búið nálægt hvor ann- arri síðan. Fjóla giftist Kára Eysteinssyni, sem lengst af hefur starfað hjá Rannsóknarstofnun byggingariðn- aðarins. Einn kjörson eiga þau, Kristján, sem þau tóku barnungan en er nú um þrítugt. Önnur systkini Fjólu en ég hefí minnst á eru: Jórunn fyrrum kaup- maður í Reykjavík og vinnur enn að verslunarstörfum, var gift Hauki Þorsteinssyni, Ásta, gift Alfreð Kristjánssyni, Sigurður, kvæntur Helgu (Deddu) Schiöth, og Hallfríð- ur, gift undirrituðum. Öll eru þau systkin trúverðug, dugleg og um- fram allt hjálpsöm. Höfum við Fríða oft notið þess að börnin okkar áttu góða að þar sem þeirra naut við og þá ekki síst Fjólu. Fjóla verður mér alltaf minnis- stæð sem einstaklega heilsteypt og hæfileikarík manneskja, enda vin- sæl og því vinmörg. Félagslynd og rausnarleg. Veifiskati var hún eng- inn, hún hafði ákveðnar skoðanir og hélt þeim fram með prúð- mennsku og stillingu, en hætti umræðum áður en hitnuðu og allir vissu hvað hún meinti fyrir það. Ánægðasta sá ég hana þegar margir gestir voru hjá henni og minnist ég þess t.d. að meðan ibúð þeirra hjóna rúmaði nánasta skyld- fólkið, þá voru alltaf jóladagsboð hjá þeim. Meðan tengdafaðir hennar, Ey- steinn, bjó, þá naut ég þeirra for- réttinda hjá henni, að hún gaukaði að mér mörg haust nokkrum kjömmum sérstaklega völdum. Hæfileikaleysi mitt til að afla okkur Fríðu berja hefur hún oft „reddað“. Stundum hef ég borðað ber eða sultu eða drukkið saft, „þetta er frá henni Fjólu". Það er margur sem má vera þakklátur henni og það er nú eigin- lega ástæðan til þess að ég minnist hennar á prenti. Ég gleymdi oft að þakka henni, en eitt er víst að þakk- látur er ég. að hafa kynnst slíkri manneskju. Ef maður lærir ekki eitthvað gott af slíkri persónu, þá er illa farið, svo miklu hafði hún að miðla. Fjóla vann bæði utan og innan heimilis. Lengst af hjá Olíuverslun íslands, en síðustu árin hjá Olíufé- laginu hf., þar til máttinn þvarr. Fjólu duldist ekki ferðalagið, sem var í nánd. Hún kveið engu, gerði vel „sjóklárt" og það. var hreint borð þegar kallið kom. Ég hef ávallt aðhyllst þá skoðun, að ekki lendi allir í sömu deild, þegar vistaskiptin fara fram. Það sé ekki víst að margir komist í úr- valsdeildina strax, en ef það er hægt þá fer Fjóla þangað beint. Við hjónin vottum Kára og Krist- jáni samúð okkar og hinni látnu virðingu okkar. Markús Guðmundsson Ástkær móðursystir mín, Fjóla Brynjólfsdóttir, lést hinn 20. maí sl. eftir stutta sjúkdómslegu. Það kom mér á óvart því að fjórum dögum áður heimsótti ég hana á sjúkrahúsið og var hún þá mjög andlega hress og kát. Ég vissi reyndar að hún átti við alvarleg veikindi að etja en ég fýlltist bjart- sýni og vonaði að allt færi á besta veg. Skömmu síðar hrakaði henni og varð hún að gangast undir erfíð- an uppskurð og komst hún ekki aftur til meðvitundar. Fjóla ólst upp í stórum systkina- hópi hjá foreldrum sínum, Brynjólfi Jóhannessyni útgerðarmanni (d. 1977) og Sigurveigu Sveinbjörns- dóttur (d.1960) í Hrísey. Böm þeirra hjóna átta að tölu komust öll á iegg, en þau vom: Jómnn, Ásta, Jóhannes (d. 1962), Sigtrygg- ur, Sigurður, Hallfríður og að lokum vom yngstar tvíburasysturnar Fjóla og Sóley. Sigurveig móðir Fjóiu veiktist af berklum og dvaldist um þriggja ára skeið á Vífílsstöðum, þar til hún lést þar árið 1950. Á þessum ámm fluttist Brynjólfur til Reykjavíkur og bjó í Efstasundi 96 hjá börnum sínum Jóhannesi, Fjólu og Sóleyju. Smám saman fluttust öll systkinin nema Sigtryggur til Reykjavíkur, en hann hefur verið búsettur á Húsavík. Sterk fjölskyldubönd og samheldni hefur verið mikil meðal systkinanna og var þá oft komið saman í Efstasundinu. Bemsku- minningar mínar tengjast heim- sóknum þangað með foreldram mínum og var þá oft glatt á hjalla. Tilhlökkunin var jafnan mikil að komast í Efstasundið því að þar var oft bragðið á leik með okkur krökk- unum undir forystu þeirra systra, Fjólu og Sóleyjar. Þegar ég hugsa til baka fyllist ég þakklæti fyrir að hafa fengið að njóta návistar Fjólu, sem var í mínum huga engin venju- leg frænka, heldur miklu frekar eins og systir eða einstök vinkona. Árið 1961 giftist Fjóla eftirlif- andi eiginmanni sínum, Kára Ey- steinssyni, rannsóknamanni hjá Rannsóknastofnun byggingariðn- aðarins. Þau eiga einn fósturson, Kristján, sem þau tóku að sér ung- an að áram og ólu upp. í byrjun hjúskapar síns bjuggu Kári og Fjóla við Langholtsveg, en fluttu þaðan að Háaleitisbraut og loks í Hraun- bæinn þar sem þau hafa búið ætíð síðan. Þar var Fjóla í góðu nábýli við hana Sóleyju systur sína, enda hafa þær ávallt verið mjög nánar vinkonur og samrýmdar. Fjóla starfaði um margra ára skeið við símavörslu og bókhald hjá Olíuverslun Islands en hætti þar störfum ásamt fjölmörgu öðra starfsfólki eftir allmikið umrót í fyrirtækinu. Hún taldi eins og margir aðrir að ýmsir í fyrirtækinu hefðu verð órétti beittir og slíkt gat hún ekki þolað. Eftir það starfaði hún við sömu störf hjá Olíufélaginu eða alit til dánardags. Eftir að ég giftist og eignaðist fjölskyldu varð engin breyting á góðu sambandi okkar Fjólu. Bömin mín hafa fengið að njóta þess ást- fósturs og hlýju í ríkum mæli sem hún hafði til að bera. Ofáar stund- irnar hafa þau verið í heimsóknum hjá Kára og Fjólu frænku við spila- mennsku, mjólkurdrykkju og smá- kökuát. Þetta hafa verið meðal þeirra ljúfustu stunda. Nokkram sinnum dvöldu þau í sumarbústað Olíufélagsins við Laugarvatn um vikutíma í hvert skipti. Alltaf var fjölskyldu minni boðið í heimsókn í veislumat og einhvetju barninu boðið að dvelja hjá þeim í bústaðn- um áfram það sem eftir var af dvöl þeirra þar. Ófá vora þau skiptin sem við voram saman í sumarbústað í sum- arleyfum. Þá fann maður mjög vel hversu næma tilfinningu hún hafði fyrir náttúranni og umhverfinu. Hvarflaði þá oft hugur hennar til eyjarinnar litlu í Eyjafirðinum, þar sem hún sleit barnsskónum, og átti svo djúpar og ijúfar rætur í hjarta hennar. Alla tíð hefur hún, reyndar eins og önnur systkini hennar, ver- t Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, HERMANN JÓHANNESSON, Eyjabakka 10, Reykjavfk, lést í Landspitalanum aðfaranótt sunnudagsins 28. maí. Guðbjörg Guðbrandsdóttir, Guðbrandur Hermannsson, Hjðlmfrfður Hafliðadóttir, Þorsteinn Hermannsson, Sigrfður Gunnarsdóttir og barnabörn. t Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, GUÐMUNDUR JÓN HJALTASON, Lindarbraut 39, Seltjarnarnesi. lést á heimili sínu laugardaginn 27. maí. Jarðarförin fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík, mánudaginn 5. júní kl. 10.30. Unnur Guðjónsdóttir, börn, tengdabörn og barnabarn. t Eiginmaður minn, PÉTUR PÁLSSON, Hraunbraut 1, lést sunnudaginn 28. maí. Steinunn Sæmundsdóttir. t Faðir okkar, tengdafaðir og afi, KRISTJÁN LUNDBERG rafvirkjameistari, Neskaupstað, verður jarðsunginn frá Norðfjarðarkirkju í dag, þriðjudaginn 30. maí, kl. 14.00. Þorsteinn Kristjánsson, Björk Aðaisteinsdóttir, Sigurbergur Kristjánsson, Hafrún Kristjónsdóttir, Jóhann Sigurður Kristjánsson, Ólöf Sigurðardóttir, Kristján Örn Kristjánsson, Aðalbjörg Einarsdóttir og barnabörn. ið afar stolt af æskustöðvum sínum og upprana í Hrísey. Mér er sér- staklega minnisstætt þegar ég dvaldi í sumarbústað í Flatey á Breiðafirði um vikutíma fýrir tveim- ur áram. Systurnar Fjóla og Sóley komu í heimsókn ásamt eigin- mönnum sínum og dvöldu þau hjá okkur í nokkra daga. Svo heppilega vildi til að veður var einstaklega gott allan þann tíma sem við voram í eynni og var bæði mjög hlýtt og sólríkt. Kyrrðin, sjávarloftið og sól- arlagið var með eindæmum fagurt og víðsýnt til allra átta. Hrifning Fjólu var ólýsanleg og fannst henni greinilega umhverfínu svipa mjög til æskustöðvanna. Þetta var ógleymanlegt frí og höfum við frænkumar oft rifyað það upp með þakklæti. Fjóla Brynjólfsdóttir var mikil mannkostakona sem ekki verður lýst í fáum orðum.. Aðalsmerki hennar voru kærleikur og tryggð. Ekkert var henni fyarlægara en veraldleg gæði og hégómi. Hún var vel gefín og fróð um margt er snerti land og þjóð. Ættfræði og íslenskar plöntur voru henni mjög hugleiknar og var hún bókstaflega eins og hafsjór af fróðleik um þessi efni. Skapgerð Fjólu einkenndist af glaðværð og höfðingsskap. Hún var með eindæmum gestrisin og lagði mikla rækt við frændsemi og vináttu. Fjóla og Kári hafa alltaf verið ákaflega dugleg og samhent við að bjóða fjölskyldunni heim og laða hana að sér. I huga fjölskyldu minnar hefur boð hjá þeim á jóla- dag átt fastan sess og verið ómiss- andi hluti af hátíðahaldinu. Allt þar til fyrir um ári var Fjóla mjög heilsuhraust. Eftir það höfum við öll vitað að hún hefur ekki geng- ið heil til skógar. Hins vegar vildi Fjóla aldrei gera neitt úr veikindum sínum og vildi ekki um þau tala. Óneitanlega verður mér nú hugsað til þess hvort hún hafí vitað hvert stefndi því að hún hringdi til mín nokkram vikum fyrir síðustu páska og sagðist endilega vilja bjóða okk- ur til sín í kaffi á páskadagsmorg- un. Þar sem ég vissi að hún hafði verið nokkuð lasburða skömmu áð- ur, spurði ég hana hvort hún vildi ekki að ég byði frekar heim til mín. Þá svaraði hún sem svo, „elsku Sigurveig mín, leyfðu mér nú að bjóða í þetta skipti, hver veit nema þetta sé í síðasta sinn“. Því varð það úr að hún bauð til sín vinum og ættingjum með þeim mikla rausnarskap sem henni var lagið. Um leið og við kveðjum ástkæra frænku með söknuði og trega send- um við okkar einlægustu samúðar- kveðjur til Kára, Kristjáns, unnustu hans og allra aðstandenda. Megi góður guð veita þeim styrk og trú á þessari sorgarstundu. Blessuð sé minning Fjólu Brynj- ólfsdóttur. Sigurveig Alfreðsdóttir og ijölskylda. Lífið er forgengilegt, en það vill oft gleymast þar til einhver okkur kær kveður skyndilega og hverfur á brott héðan. Ekki síst þegar sá hinn sami hefur lifað grandvöra og góðu lífi, en þetta er það, sem allir eiga víst, þó misjafnlega fljótt. Kallið er þó alltaf jafn óvænt og sárt. Það er líka misjafnt hvað sam- ferðamenn okkar eru meðvitaðir um aðra og iáta yfírleitt hag annarra skipta sig máli. Þann kost hafði Fjóla móðursystir mín í ríkum mæli. Hún gaf sér ævinlega tíma til að létta undir með öðram og gleðja. Barn fæddist ekki svo í ijölskyld- unni eða meðal vina, að hún pijón- aði ekki litla flík og sendi viðkom- andi og ekki nóg með það, hand- bragðið var svo fallegt að einstakt gat talist. Alltaf hafði hún tíma ef hennar var þörf og allt vildi hún bæta og laga. Fjóla ólst upp í stórum systkina- hópi, var yngst 8 bama ásamt tvíburasystur sinni Sóley. Hún sleit barnsskónum á fögram og rólegum stað útifyrir norðurlandi. Hvorki bílar né aðrir utanaðkomandi hlutir trafluðu daglegt líf eða þroska. Náin tengsl við sjóinn og það líf og þau störf sem mótast við nær- veru hans, mótaði líf hennar strax

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.