Morgunblaðið - 30.05.1989, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 30.05.1989, Blaðsíða 12
MÓRGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDÁ#^# MAÍ 1989 Í2 Kópavogsbær hefiir neitunar- vald á lagningu Fossvogsbrautar eftir Sigurð Helgason í 1. mgr. 6. gr. samkomulags milli Reykjavíkurborgar og Kópa- vogs frá 9. okt. 1973 segir orðrétt um breytingu á mörkum sveitarfé- laganna o.fl.: „Leiði endurskoðun á umferðarkerfi höfuðborgarsvæðis- ins skv. 5. gr. a í Ijós, að nauðsyn- legt reynist að ráðast í gerð Foss- vogsbrautar, þ.e. að í ljós komi, að ekki finnist aðrar viðunandi lausnir á umferðarkerfi höfuðborgarsvæð- isins að dómi beggja aðila, skulu eftirfarandi ákvæði gilda.“ Sá er þessa grein ritar var í bæjarstjórn Kópavogs fyrir Sjálf- stæðisflokkinn árin 1962-1975. Árin 1970—1978 var meirihluta bæjarstjórnar myndaður af Sjálf- stæðisflokki og Framsóknarflokki. Samkomulag þetta var því ekki síst gert á ábyrgð okkar Sjálfstæðis- manna og þykir mér rétt að rifja upp nokkur atriði varðandi tildrög þess og síðan í framhaldi af þeim þætti, umræður í bæjarstjórn. Á bæjarstjómarfundi á vordög- um 1973 var vakin athygli á því, af hálfu minnihluta bæjarstjórnar, að hafnar væru framkvæmdir við flölbýlishús í Seljahverfi, en það var í landi Fífuhvamms, sem tilheyrði Kópavogi. Snarpar deilur urðu um framkvæmdir, sem leiddu til þess að kosin var á næsta bæjarstjómar- fundi viðræðunefnd af hálfu bæjar- stjórnar Kópavogs, sem í voru: Axel heitinn Jónsson, Guttormur Sigurbjörnsson, Hulda Jakobsdótt- ir, Sigurður Grétar Guðmundsson og Ásgeir Jóhannesson. Formaður var kosinn Axel Jónsson og ritari hennar var Björgvin heitinn Sæ- mundsson, þáverandi bæjarstjóri okkar. Hér vom fulltrúar allra flokka og öll þaulkunnug í samning- um og hörð á rétti okkar Kópavogs- búa, þegar semja þurfti um hags- munamál sveitarfélagsins. Að sjálf- sögðu höfðum við Axel heitinn náið samband og ég hef undir höndum ljósrit úr fundargerðabók nefndar- innar, en haldnir vora 3 bókaðir fundir, þar sem fram koma mikil- vægar upplýsingar. Uppkast að nefndu samkomulagi kom fram í júní 1973, en var ekki frágengið fyrr en 9. okt. 1973 og vora því einstök atriði rædd ítarlega og breytingar gerðar. Það atriði sem skipti okkur Kópa- vogsbúa mestu, var hvemig skilja bæri það ákvæði, að samþykki beggja aðila þyrfti ef að mati þeirra ekki fyndust viðunandi lausnir. En mikil andstaða var þá þegar við lagningu þessarar brautar, þar sem á svæðinu er mikil gróðursæld, m.a. Skógræktarstöð Reykjavíkur, og einnig var ljóst að þama yrði mjög þýðingarmikið útivistarsvæði fyrir Kópavogsbúa í náinni framtíð. Á hvor tveggja þessara atriða og þýðingu þeirra er sérstaklega minnst í nefndu samkomulagi að hafa þyrfti í huga, áður en endan- leg ákvörðun væri tekin. Þann 8. ág. hélt áðumefnd samn- inganefnd okkar bókaðan fund með þáverandi borgarstjóra, Birgi ísleifi Gunnarssyni og borgarverkfræð- ingi, Þórði Þorbjarnarsyni, til þess að fá fram skilning þeirra á ýmsum atriðum samkomulagsuppkastsins, en þar segir orðrétt í fundargerða- bók nefndarinnar: „Meðal annars kváðu þeir sína skoðun að ákvörðun um lagningu Fossvogsbrautar eða ekki yrði tekin sameiginlega af yfir- _völdum beggja sveitarfélaganna, þ.e. að í raun væri um að ræða neitunarvald hvors aðila, ef að hans „Það er rangt sem Davíð Oddsson borgar- stjóri hefiir haldið fram að lagning Fossvogs- brautar í Kópavogs- landi hafi verið keypt með nefiidu samkomu- lagi. Byggir hann þessa skoðun á því, að Reykjavíkurborg hafi orðið að kaupa landið, sem hún fékk, þ.e. 30,6 hektara úr Fífii- hvammslandi, en látið í staðinn 33,7 hektara ókeypis vestan Reykja- nesbrautar. Þennan skilning er ekki hægt að túlka út frá nefiidu samkomulagi, enda væri þá fyrirvari um samþykki beggja óþarf- ur.“ dómi rannsóknir sýndu, að brautin væri óþörf eða að hægt væri að leysa vandann á annan hátt.“ Þessi ótvíræða túlkun samkomu- lagsins var síðan kynnt í bæjar- stjórn svo og að þannig væri einnig skilningur ráðamanna í Reykjavík. II Það er rangt sem Davíð Oddsson borgarstjóri hefur haldið fram að lagning Fossvogsbrautar í Kópa- vogslandi hafi verið keypt með nefndu samkomulagi. Byggir hann þessa skoðun á því, að Reykjavíkur- borg hafi orðið að kaupa landið, sem hún fékk, þ.e. 30,6 hektara úr Fífu- hvammslandi, en látið í staðinn 33,7 hektara ókeypis vestan Reykjanesbrautar. Þennan skilning er ekki hægt að túlka út frá nefndu samkomulagi, enda væri þá fyrir- vari um samþykki beggja óþarfur. Hér verður og að hafa í huga, að Reykjavíkurborg hafði þegar hafið samninga við eigendur Fífu- hvammslands um kaupin án vitund- ar Kópavogsbæjar og hafið þar framkvæmdir, þannig að við maka- skiptin kom engin greiðsla til Kópa- vogsbæjar. Hið glæsilega Skóga- og Seljahverfi var reist á þessu nýja landi Reykvíkinga, en í staðinn fengum við mjög dýrmætt land fyr- ir iðnaðarhverfi, sem þó var ekki hægt að nýta til fulls. Hér var því um gerólíka nýtingu umræddra landa að ræða. Það var og er alltaf skilningur bæjarstjómar Kópavogs, að umrætt samkomulag væri mjög til hagsbóta fyrir okkur, enda samn- ingsaðstaðan sterk eins og vikið hefur verið að. Samkvæmt nefndu samkomulagi í 5. gr. átti að skjóta ákvörðun um lagningu Fossvogs- brautar á frest í 2 ár á meðan aðil- ar könnuðu eftirfarandi: 1. Endur- skoðun umferðarkerfis bæjarins, sem báðir aðilar stæðu að. 2. Hvern- ig leggja mætti Fossvogsbraut þannig að hún ylli sem minnstri röskun. 3. Samtenging útivistar- svæðis beggja sveitarfélaganna yrði sérstaklega könnuð. Báðir aðilar ætluðu að kanna málið með opnu hugarfari og í góðri samvinnu. Nú eru liðin tæp 16 ár án þess að þessari athugun hafi verið lokið og forsendur að sjálf- sögðu gjörbreyttar. Það er viður- Sigurður Helgason kennt af hálfu yfirvalda í Reykjavík að hægt er að leysa umferðarvand- ann með því að fullgera Miklu- braut, enda þótt að þeirra mati sé sá kostur lakari og af hálfu Kópa- vogsbæjar hefur verið bent á að beina mætti umferðinni að hluta á væntanlegan Fífuhvamms- og Arn- arnessveg. Um þessar tillögur má deila, en það er þó alvarlegast og hefur komið í ljós, t.d. hefur rektor Háskóla íslands, Sigmundur Guð- bjamason, bent á, að hætta er á því að umferð um væntanlega Foss- vogsbraut geti valdið heilsutjóni, vegna t.d. útblásturs frá bílum, sem um brautina myndu fara. Hér er um hættuleg eiturefni að ræða. Efni sem valda mengun svo sem kolmón-, nítur-, og brennisteinsoxíð og ýmiss konar kolvetnasambönd, svo og blý og tjöraefni. Sérstaklega er hættan mikil vegna veðursældar Fossvogsdalsins, en þar era stillur tíðar og lítil hreyfing á lofti. Frá- leitt er fyrir bæði sveitarfélögin að leggja nefnda Fossvogsbraut ef að áliti sérfróðra manna væri um slíka hættu að ræða. Rök jafn virts vísindamanns og rektors vega þungt, sem ber að taka til sérstakr- ar athugunar. Nokkur orð um landgræðslumál í Mývatnssveit Björk, Mývatnssveit. Frá fréttaritara Morjfunbladsins. HverQall og Lúdent. MIKIÐ hefúr verið rætt og ritað á undanfömum árum um gróður- eyðingu og gróðurvemd i Mý- vatnssveit. Árið 1956 girti Landgræðsla ríkisins landsvæði á svokölluðum Röndum norðan þjóðvegar við Austariselslind. Þá leituðu land- eigendur Voga árið 1960 eftir aðstoð Landgræðslunnar við að girða ógróna mela norðan HveraQalls. Tók Landgræðslan mjög vel í þetta mál og lagði firam efiii í girðingu á þessu svæði, en landeigendur sáu um að girða árið 1962. Einnig útvegaði Landgræðslan fræ og gaf veralegan afslátt af verði áburðar. Síðan hafa bænd- ur á hverju ári borið áburð á þetta land og lagt fram mikið Qármagn í þvi skini. Nú er landið innan þessarar girðingar ótrú- lega vel gróið. Síðustu ár hefúr fé verið beitt um tíma á haustin í griðinguna. Ekki er sjáanlegt að landið hafi beðið neinn skaða vegna þessarar beitar. Um svipað leyti aðstoðaði Land- græðslan einnig bændur í Reykjahlíð við að girða og græða upp landsvæði vestan Nýjahrauns. Síðan vora tekin fleiri svæði á Aust- uríjöllum, oft var það að fram- kvæði bænda en með góðum og jákvæðum stuðningi Landgræðsl- unnar. Fyrst má nefna stórt svæði á Austari-Brekku 1967, Heiða- sporðarönd 1968, Miðfjöll 1974, Lúdent 1975 og Neistabörð 1977. Segja má að allgóður árangur hafí náðst í þessum girðingum við að hefta sandfok og græða land. Að sjálfsögðu hefur þetta gróður- starf kostað Landgræðsluna um- talsverða fjármuni, þá hafa bændur líka lagt sitt af mörkum. Mikil umræða hefur átt sér stað síðari ár um mellöndin milli Nýja- hrauns og Jökulsár á Fjöllum. Vitað er að frá fomu fari var hestum beitt á þetta landsvæði, jafnvel stundum árið um kring. Þegar flest var um 200 hestar allt til ársins 1950 er hestagöngu var þarna hætt. Þá er einnig vitað, að frá því fyrir aldamót var sauðfé rekið á þetta land snemma vors, þegar hart var í ári og hey á þrotum. Ennfremur var árið 1922 farið að reka fé á þetta land eftir göngur á haustin, og hafa það þar oft fram í desember, og þegar flest var um 2000 fjár. Síðasta árið sem sauðfé var rekið austur fyrir Nýjahraun þ.e. 1986 mun það hafa verið um 500. Ýmsar ástæður voru fyrir því að hætt var að beita á landið aust- an við Nýjahraun á haustin. Aðal ástæðan var sú hvað fáir bændur vora famir að reka þangað fé sitt síðustu árin. Þama er líka mikil víðátta og erfitt að smala og langt að sækja. Mörgum fannst því bros- legt þegar landbúnaðarráðherra gaf út reglugerð árið 1987, þar sem bannað er að sleppa sauðfé austur fyrir Nýjahraun eftir göngur. Bændur vora búnir að ákveða það sjálfir haustið 1986 að það yrði síðasta árið sem sauðfé væri rekið á þetta landsvæði að göngum lokn- um. Þá telja menn líka einnig sjálf- sagt að landeigendur ákveði það einir hvenær sleppt er á fjall á vor- in, og alls ekki fyrr en sauðgróður er orðin nægur. Síðustu ár hefur miklu færra sauðfé verið sleppt í mellöndin austan Nýjahrauns held- ur en áður var, er því talin hverf- andi hætta á ofbeit nú á landinu þar. Sauðfjáreigendur í Mývatnssveit búa við ein bestu sauðlönd sem fyr- ir finnast hér á landi, það er á Austurfjöllum. Það er líka sláandi dæmi að á svæðinu austan Nýja- hrauns sem mest hefur verið beitt á undanförnum áratugum er ekki talið að orðið hafi gróðureyðing vegna beitar. Hinsvegar fullyrða kunnugir menn að þar hafi orðið veruleg aukning gróðurs á stórum svæðum. Eins og áður segir hefur Land- græðslan unnið mjög gott starf við að græða upp land á Austurfjöllum Mývatns. Vonandi fæst fjármagn á næstu árum til að halda áfram þessu gróðurverndarstarfi. Benda má á hin víðáttu miklu gróðurlausu öræfi fyrir sunnan Austurijöll allt suður til Vatnajökuls. Þarna geisa oft óhemju sandstormar eins og menn minnast frá því í júnímánuði síðastliðnum. Þá var suðvestan stormur í marga daga, en ekki hafði komið úrkoma svo vikum skipti, og allt land því mjög þurrt. Enda barst þá líka óhemju magn af sandi norð- ur yfir öll Austurfjöll. Meðan allar aðstæður eru slíkar er ekki von á góðu, og veraleg hætta yfirvofandi á uppblæstri á þessu svæði. Varla er hægt að búast við að í náinni framtíð verði möguleiki að græða upp öll öræfi hér í suðri. Þessvegna þarf að einbeita sér að minni svæð- um. t.d. við Eilífsvötn og víðar þar sem þörfin er mest. Heyrst hefur að menn vilji kenna sauðkindinni um alla gróðureyðingu á Austur- íjöllum Mývatns. Fullyrða má að það er hin mesta fjarstæða, því sauðfé hefur farið ört fækkandi þar síðustu ár. Árið 1875 var mikið eldgos á Austurfjöllum þ.e. í Sveinagjá. Þá flæddi svokallað Nýjahraun yfir stórt landsvæði, sumt vel gróið. Hraun þetta er langt en frekar mjótt, um 20 km á lengd, en víðast aðeins 1—2 km á breidd. Það er apalhraun mikið brannið og ákaf- lega úfið og illt yfirferðar. I þessu gosi varð ein mesta gróðureyðing sem átt hefur sér stað á Austurfjöll- um. Með góðri samvinnu Land- græðslunnar og bænda,'hefur tekist að snúa vöm í sókn á undanförnum áram við að græða upp stór land- svæði. Má í því sambandi benda á allar girðingarnar á Austurfjöllum, þar sem mjög vel hefur gengið. Hinsvegar verður að átelja hina neikvæðu umfjöllun fjölmiðla af gróðureyðingu og uppblæstri á þessu svæði. Ber þá fyrst að nefna sjónvarpið sem sýnt hefur beinlínis villandi myndir héðan af nágrenni Mývatns. Hver er t.d. tilgangurinn með því að vera að sýna myndir af sandfoki ofan af Námafjalli? Vitað er að þar hefur aldrei, svo menn viti til, verið neinn gróður. Þá er líka verið að bera saman gróður á Hornströndum og í nágrenni Mývatns. Er það kannski vilji manna eða von, að öll byggð leggist af í Mývatnssveit, og húsin standi þar auð og yfirgefin á næstu áram líkt og á Homströnd- um? Trúlega verður þá hægt að rækta við Mývatn einhveija risa- hvönn eða álíka illgresi sem engum verður að gagni. Áróður gegn sauðkindinni og bændum er mjög ámælisverður, ög þeim sem það stunda til lítils sóma. Þá er eigi síður vítavert, þegar reynt er að hvetja neytendur til að hætta að borða kindakjöt. Því verður vart trúað að fólk vilji heldur leggja sér til munns innflutt hormóna kjöt heldur en af íslensku sauðkindinni. Hér með er þess vænst að bænd- ur um allt land standi saman og sýni í verki að vel er hægt að græða upp land þótt það sé líka nýtt til beitar. Þá finnst einnig mörgum að forsvarsmenn bændastéttarinnar hafi ekki nægilega vel verið á verði þegar ráðist hefur verið á bændur að tilefnislausu. — Kristján

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.