Morgunblaðið - 30.05.1989, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 30.05.1989, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ VIDSKIPIIAIVINNUIÍF ÞRIÐJUDAGUR 30. MAÍ 1989 29 Morgunblaðið/Þorkell IÐNAÐUR — Trausti Eiríksson framkvæmdastjóri Trausts- verksmiðju h.f. (t.v.) og Guðmundur Konráð Rafnsson sölustjóri fyrir- tækisins. Hagnaður Olíufélagsins hf. og dótturfélaga 100 m.kr. HAGNAÐUR af rekstri Olíufé- lagsins hf. á árinu 1988 varð á árinu 1988 64,6 milljónir króna eftir skatta sem námu samtals 61,5 milljónum. Að meðtöldum rekstri dótturfélaga Olíufélags- ins, Keilis hf., Húsafells hf., Olíu- stöðvarinnar í Hvalfirði hf. og Olíustöðvarinnar í Haftiarfirði hf. nam hagnaður eftir skatta rúm- um 100 milljónum króna. Samkvæmt efnahagsreikningi félagsins nam eigið fé þess í árslok 1988 samtals 1.898,9 milljónum króna en eigið fé í árslok 1987 var 1.590,7 milljónir. Hafði eigið fé því hækkað um 308,1 milljón eða 19,37%. Eigið fé Olíufélagsins og dótturfélaga nam í árslok 2.169,1 milljón að meðtöldu hlutafé sem nam 302,8 milljónum en frátöldu hlutafé Olíufélagsins í dótturfélög- um að íjárhæð 265,4 milljónum og eigin hlutabréfum að fjárhæð 50,8 milljónum. A árinu störfuðu að meðaltali 280 starfsmenn hjá félaginu miðað við heilsársstörf og námu launagreiðsl- ur og tengd störf 408,1 milljón. Markaðshlutdeild Olíufélagsins var á árinu 1988 44,56% og jókst lítil- lega frá árinu áður þegar hún var 44,28%. Á aðalfundi félagsins var samþykkt að greiða hluthöfum 10% arð. Marks & Spencer- menn ánægðir - auka viðskipti sín við Rækjuvinnsluna Hagnaður Sparisjóðs Bolungavíkur 6,9 m.kr. HAGNAÐUR af rekstri Spari- sjóðs Bolungavíkur nam rúmum 6,9 milljónum króna á síðastliðnu ári. Rekstrartekjur voru samtals 131,8 miHjónir, rekstrargjöld 115,6 milljónir og reiknaðir telqu- og eignarskattar 9,3 millj- ónir. í árslok voru innlán spari- sjóðsins 387,8 milljónir og höfðu aukist um 26,8%. Útlán voru 395,2 miHjónir í árslok og jukust um 37,6%. í árslok var eigið fé sparisjóðsins 118,8 milljónir eða 21,8% af niður- stöðutölu efnahagsreiknings og lækkaði á árinu um 0,6%. Eigið fé samkvæmt lögum um viðskipta- banka og sparisjóði var 37,4% og hafði lækkað árinu um 2,2%. Bók- fært virði fasteigna og búnaðar sem hlutfall af eigin fé er 21,3%. í stjórn Sparisjóðs Bolungavíkur sitja Guð- finnur Einarsson, formaður, Bene- dikt Bjamason og Valdimar L. Gíslason. Sparisjóðsstjóri er Sólberg Jónsson. Gjaldþrot norskra fyrirtækja ollu gjaldþroti Trausts hf. - segir framkvæmdastjóri Trausts-verksmiðju hf. Skagaströnd. RÆKJUVINNSLAN hf. á Skagaströnd hefur á undanförnum tveimur árum selt umtalsvert magn af rælgu til breska verslunarfyrirtækisins Marks & Spencer. Hafa þessi viðskipti töluverða þýðingu fyrir Rækju- vinnsluna þar sem M&S borgar gott verð fyrir rækjuna. Nú fyrir skömmu komu 3 fulltrúar frá M&S í heimsókn í Rækjuvinnsl- una til viðræðna og eftirlits, en M&S gerir miklar kröfur til þeirra fram- leiðslufyrirtækja sem þeir skipta við. Til dæmis er gæðaeftirlitið svo strangt að á klukkutíma fresti eru tekin sýni af framleiðslu Rækju- vinnslunnar víðs vegar á vinnsluferl- inu, niðurstöðurnar skráðar á skýrsl- ur sem M&S-menn fá síðan í hendur. Innkaupastjóri M&S sagði er hann ávarpaði starfsfólk Rækjuvinnslunn- ar að þeir hjá M&S teldu Rækju- vinnsluna vera eitt af tveimur til þremur bestu fyrirtækjum í sinni grein í Evrópu. Sagði hann að hús- næði, búnaður og vinnubrögð væru til fyrirmyndar og nefndi sem dæmi að á þessum tveimur árum sem við- skiptin hafa staðið hefði aldrei fund- ist galli í framleiðslunni, eiida hyggst M&S nú auka viðskipti sín við fyrir- tækið. Með M&S-mönnum í för var Ingimundur Konráðsson aðaleig- andi Marfangs hf., sem hefur séð um útflutning á rækjunni til M&S fyrir Rækjuvinnsluna. Afhenti hann við þetta tæifæri starfsfólki Rækju- vinnslunnar viðurkenningarskjöld fyrir vandaða framleiðslu. Sigurður Bjarnason veitti skildinum viðtöku. - Ó.B. „TRAUST HF. varð gjaldþrota vegna gjaldþrota norskra við- skiptavina fyrirtækisins,“ sagði Trausti Eiríksson, framkvæmda- stjóri Trausts-verksmiðju hf., á blaðamannafimdi sem hann boð- aði til fyrir skömmu. Hann sagði að Traust hf. hefði selt norskum fyrirtælgum stórar hörpudisk- verksmiðjur en fyrirtækin hefðu orðið gjaldþrota vegna verðfalls á hörpudiski vorið 1987 og ekki greitt Trausti hf. fyrir uppsetn- ingu á verksmiðjunum. Traust hf. hefði því tapað 20 til 25 millj- ónum króna og verið lýst gjald- þrota 7. desember siðastliðinn. Þá hefðu skuldir fyrirtækisins verið 190 milljónir króna en eign- ir 150 mil(jónir króna. Trausti Eiríksson sagði að Lands- bankinn hefði keypt eignir Trausts hf. á nauðungaruppboði. Hann sagði að Traust-verksmiðja hf. hefði frá síðastliðnum áramótum fram- leitt tækjabúnað sem Traust hf. hefði áður framleitt fyrir sjávarút- veginn. „Fjöldamörg einkaleyfi og tækniþekking, sem framleiðsla Trausts hf. byggði á, er persónuleg eign mín,“ sagði Trausti. Hann sagði að Traust-verksmiðja hf. hefði framleitt fyrir 40 til 50 milljónir króna frá áramótum en Traust hf. hefði framleitt fyrir 110 milljónir króna árið 1988 og 170 milljónir króna árið 1987. Trausti sagði að hann hefði stofnað Traust hf. fyrir 10 árum og hann hefði átt 70% hlutaljár í því fyrirtæki. Hann sagði að hluta- fé Trausts-verksmiðju hefði verið aukið úr einni milljón króna i 13 milljónir króna um síðustu áramót. „Ég á 35% í Trausti-verksmiðju hf. en um 30% af hlutafé fyrirtækisins eru í eigu útlendinga," sagði Trausti. Hann sagði að nú ynnu 27 manns hjá Trausti-verksmiðju hf. en um 60 manns hefðu verið í vinnu hjá Trausti hf. vorið 1987. GARÐASTAL Á þök og veggi = HEÐINN = STÓRÁSI 6, GARÐABÆ SÍMI 52000 Smurstöoin okkar er í alfaraleiö viö Laugaveginn Viö þjónustum allar tegundir fólksbíla, jeppa og flestar geröir sendibíla. Mjög stuttur biötími. — Þrautþjálfaöir fagmenn. Snyrtileg veitingastofa. — Smávöruverslun meö ymsan aukabúnaö og hreinlætisvörur fyrir bílinn ALUR EiGA LEIÐ UM LAUGAVEGiNN ■ - HEKLAHF Laugavegi 170-174 Sími 695500-695670

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.