Morgunblaðið - 30.05.1989, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 30.05.1989, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. MAÍ 1989 Haemers og kona hans. Brasilía: Mannræningi handtekinn Ríó de Janeiro. Reuter. BRASILÍSKA lögreglan hand- tók á laugardag Belgann Patrick Haemers, sem viður- kennt hefur að hafa rænt Paul Vanden Boeynants, fyrrum for- sætisráðherra Belgíu. Kona Haemers og félagi hans voru einnig tekin höndum, en tveggja Belga, sem viðriðnir eru mannránið, er enn leitað og er talið að þeir hafi flúið frá Bras- ilíu. Haemers sagði fréttaritara Reuters á sunnudag að hann hefði ákveðið að ræna Boeyn- ants eftir að hafa lesið greinar í dagblöðum, þar sem fram hefði komið að forsætisráð- herrann fyrrverandi væri vell- auðugur. Mannránið hefði ekki verið framið af stjórnmálaá- stæðum. Bretland: Kröfu um lög- bann á verk- fall hafiiað Lundúnum. Keuter. HÆSTIRÉTTUR Bretlands hafnaði í gær kröfu atvinnurek- enda um að lögbann yrði sett á verkfall í höfnum landsins. Stéttarfélag hafnaryerka- manna hafði áður boðað verk- fali vegna áforma breskra stjómvalda um að nema úr gildi lög, sem tryggja 9.400 hafnar- verkamönnum æviráðningu, en því var frestað er atvinnurek- endur kröfðust lögbanns. Suður-Afríka: Níu manns falla 1 átökum blökkumanna Jóhannesarborg. Reuter. NÍU manns féllu í átökum stríðandi fylkinga blökkumanna í Natal-héraði í Suður-Afríku um helgina. Lögregluyfirvöld sögðu að fórnarlömbin hefðu annaðhvort orðið fyrir byssu- kúlum eða hnífstungum. Um 350 manns voru handteknir í helstu borgum héraðsins um helgina í aðgerðum, sem að sögn lögreglu miðuðu að því að „koma í veg fyrir glæpa- starfsemi". Mikil valdabarátta hefur átt sér stað í Natal- héraði undanfarin fjögur ár milli tveggja stjómmálahreyf- inga blökkumanna, Sameinuðu lýðræðisfylkingarinnar (UDF) og Inkatha-hreyfmgarinnar. Rúmlega 1.000 manns hafa fallið í átökunum undanfarin tvö ár. Pólland: Áttunda geng- isfellingin á ár- inu Varsjá. Reuter. PÓLSKA stjómin felldi gengi zlotysins um 6% í gær og var það áttunda gengisfellingin í Póllandi á árinu. Stjómin hefur gripið til gengisfellinga reglu- lega frá ársbytjun vegna óða- verðbólgu í landinu, en talið er að hún verði um 100% á þessu ári. Anatólíj Lúkjanov kjörinn varaforseti á sovéska fiilltrúaþinginu: Gagnrýndur fyrir störf sín í stj órnmálaráðinu Moskvu.^Reuter. MIKHAIL Gorbatsjov, Sovétleiðtoga, tókst að tryggja frambjóðanda sínum, Anatólíj Lúkjanov, embætti varaforseta á sovéska fúlltrúaþing- inu í gær. Fresta varð kosningu varaforsetans á laugardag vegna harkalegrar gagnrýni á störf Lúkjanovs. Deilurnar um varaforsetaef- nið héldu áfram í gærmorgun áður en gengið var til kosninga með- al 2.250 fúlltrúa á þinginu. Lúkjanov var einn í framboði og hlaut 179 mótatkvæði en 137 sátu hjá. Mikil ólga var á fulltrúaþinginu á laugardag vegna þess að helstu talsmenn róttækra umbóta náðu ekki kjöri til Æðsta ráðsins. Það kom Sovétleiðtoganum einnig aug- ljóslega á óvart hve andstaðan var mikil við framboð Lúkjanovs. Andrej Sakharov, einn kunnasti andófsmaður í Sovétríkjunum um árabil, krafðist skýringa á þætti Lúkjanovs í nýlegri löggjöf um an- dóf gegpi ríkinu og beitingu her- valds gegn fjöldafundum en Lúkj- anov er formaður laganefndar stjórnmálaráðsins. Gennadíj Filsh- in, þingmaður frá Síberíu, vakti athygli á því að Lúkjanov bæri sem lykilmaður í forsætisnefnd fulltrúa- þingsins ábyrgð á lélegu skipulagi og slælegum undirbúningi þing- haldsins. Eins og áður segir var Lúkjanov kosinn varaforseti í gær án mót- framboðs. Valdsvið varaforsetans Grænlendinga á ís- lensk og dönsk skip Kaupmannahöfn. Frá N.J. Bruun, fréttaritara Morgunblaðsins. FÉLAGAR í samtökum græn- lenskra skipverja, KAIP, ætla að leggja fram þá kröfú að grænlenskir yfirmenn á togur- um grænlensku landsstjórnar- innar verði fleiri og að minnsta kosti fjórðungur skipveija á íslenskum og færeyskum bát- um, sem veiða úr grænlenska loðnukvótanum, verði Græn- lendingar. Nefnd, sem félagar í KAIP eiga sæti í ásamt Kaj Egede sjávarút- vegsmálaráðherra í grænlensku landsstjórninni, mun fylgja því eftir að fleiri yfirmenn á skipum grænlensku landsstjórnarinnar verði Grænlendingar. er illa skilgreint í nýju stjómar- skránni og raunveruleg staða hans ræðst af því hversu Gorbatsjov upp- fyllir þau loforð sín að færa völdin úr höndum flokksins yfir til ríki- skerfísins. Lúkjanov er náinn sam- starfsmaður Gorbatsjovs og voru þeir samtímis í lögfræði við Moskvuháskóla á sjötta áratugnum. Reyndar upplýsti Roj Medvedev, einn af fáum róttækum umbóta- sinnum sem náðu kjöri til Æðsta ráðsins, að Lúkjanov hefði verið yfirmaður Gorbatsjovs í ungliða- hreyfingunni Komsomol á sjötta áratugnum. Lúkjanov hefur verið félagi í kommúnistaflokknum frá árinu 1955. Hann var á sínum tíma skrifstofustjóri Æðsta ráðsins og yfirmaður ríkisendurskoðunar Sov- étríkjanna. Hann komst í miðstjórn flokksins árið 1985 og tveimur árum síðar varð hann einn af ritur- um miðstjómarinnar. I haust tók hann sæti í stjómmálaráðinu ásamt öðrum tiltölulega ungum fylgis- mönnum Gorbatsjovs en ráðið fer með æðstu völd í Sovétríkjunum. En kosningin gekk ekki orðalaust fyrir sig í gærmorgun. Telman Gdlíjan, þingmaður Moskvubúa sem lét af starfi saksóknara nýlega vegna opinberrar gagnrýni, krafðist þess að Lúkjanov, sem hefur haft stjórnkerfismál á sinni könnu, gerði grein fyrir afstöðu sinni til síaukinn- ar skipulagðrar glæpastarfsemi í Sovétríkjunum. Gdlíjan notaði einn- Anatólíj Lúkjanov. ig tækifærið og endurtók fyrri ásak- anir sínar þess efnis að yfirvöld hefðu látið leyniþjónustuna KGB stöðva rannsókn, sem staðið hefur í sex ár, á spillingu í flokknum. Félagi hans, Nikolaj ívanov, þing- maður frá Leníngrad, tók undir þessar ásakanir en hann olli miklu ijaðrafoki fyrr í mánuðinum með því að gera heyrinkunnugt að Jegor Lígatjsov hefði verið tekinn fyrir í rannsókninni á spillingu valdahafa. Aðrir komu Lúkjanov til varnar og lögðu áherslu á mikla reynslu hans og bentu á að sem frambjóð- andi Gorbatsjovs ætti hann skilið að hljóta stuðning fulltrúaþingsins. Frambjóðandinn sjálfur virtist fara hjá sér þegar ræður sumra þing- manna frá Mið-Asíu breyttust í lof- rullur, sem voru eins og afturgöng- ur mitt í hinu gagnrýna andrúms- lofti sem ríkt hefur á þinginu. ab-mjólk styrkir stöðu þíns innri mannsi Lestu textann á umbúð- unum og sjáðu hvað stendur á bak við a og b. ab-mjólk er kalk- og prótein rík eins og aðrar mjólkur- afurðir og kjörin sem morgunverður eða skyndi- máltíð, í hádegi eða að kvöldi, þá ýmist með blöndu af korni og ávöxtum eða ávaxtasafa. ab-mjólk - morgunverður sem stendur með þér!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.