Morgunblaðið - 30.05.1989, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 30.05.1989, Blaðsíða 25
 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. MAÍ 1989 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. MAÍ 1989 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Arvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 900 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 80 kr. eintakið. Byggðaröskun Aárinu 1988 vann Byggða- stofnun að úttekt á byggðaþróun í landinu að beiðni stjórnvalda. í skýrslu stofnunar- innar fyrir það ár kemur fram að íbúum höfuðborgarsvæðisins fjölgaði um fjögur þúsund manns á árinu — og hefur þá fjölgað um tuttugu og tvö þús- und manns á tíu árum. A sama tíma hallar undan fæti á landsbyggðinni. Aðeins einn af hveijum tólf Islending- um býr utan þéttbýlis í dag. Og tólf þéttbýlisstaðir á lands- byggðinni hafa færri íbúa nú en fyrir fimm árum: Garður, Borgames, Olafsvík, Stykkis- hólmur, Patreksfjörður, Bol- ungarvík, Siglufjörður, Olafs- fjörður, Húsavík, Eskifjörður og Vestmannaeyjar. Flestir þeir þéttbýlisstaðir, sem sætt hafa fólksflótta und- anfarin ár, eru sjávarpláss, út- vegs- og fiskvinnslubæir, sem skila miklum útflutningsverð- mætum og gjaldeyri í þjóðar- búið. Það er morgunljóst að við- varandi rekstrartap sjávarút- vegsfýrirtækja á dijúgan þátt í fólksflóttanum. Það kom glögg- lega fram í skoðanakönnun fyr- ir Húsnæðisstofnun að íbúar strjálbýlis telja stöðu atvinnu- mála helztu orsök búseturösk- unar næstliðin ár. Fækkun íbúa ár eftir ár dregur óhjákvæmi- lega þrótt úr viðkomandi byggð- um. Afleiðingamar em m.a. samdráttur í framkvæmdum, lægra fasteignaverð og vantrú á framtíðina. I stefnuyfirlýsingu ríkis- stjómar Steingríms Hermanns- sonar segir m.a.: „Höfuðverkefni hennar [ríkisstjómarinnar] er að treysta grundvöli atvinnulífsins, stöðu landsbyggðarinnar og undirstöðu velferðar á Islandi.“ Þetta höfuðverkefni ríkis- stjórnarinnar hefur ekki leikið í höndum hennar. Þvert á móti. Hallarekstur undirstöðugreina, samdráttur í atvinnulífinu, vax- andi atvinnuleysi og versnandi staða landsbyggðarinnar tala sínu máli þar um. Sjávarútvegur er undirstaða atvinnu og afkomu flestra byggðakjarna í stijálbýli, enda verður staða landsbyggðarinnar ekki skilin frá stöðu veiða og vinnslu. Líklegt er að sumstaðar megi styrkja stöðu sjávarút- vegsins með betri samhæfíngu veiða og vinnslu og sameiningu fyrirtækja. Þessi mikilvæga at- vinnugrein verður þó ekki stunduð svo vel sé nema frá allmörgum útgerðarstöðum í öllum landshlutum. Það á því að vera keppikefli landsmanna allra að styrkja stöðu sjávarút- vegsins og sjávarplássanna í landinu. Byggðastofnun, sem hefur það meginverkefni lögum sam- kvæmt að stuðla að þjóðfélags- lega hagkvæmri þróun byggðar í landinu, segir í nýrri árs- skýrslu, að framtíðarhorfur landsbyggðarinnar séu dökkar. „Tími er til þess korninn," segir þar, „að stjórnvöld grípi í taum- ana eða taki afleiðingunum ella... Nú þarf að finna nýjar leiðir til að styrkja og efla atvinnulíf á landsbyggðinni. Stórnvöld standa frammi fýrir því að ákveða, hvort þau vilja veita meira fjármagni til eflingar at- vinnulífs á landsbyggðinni eða horfast í augu við að geta þjóð- arbúsins til að fullnýta auðlindir til lands og sjávar minnki, að mismunur á kjörum íbúa á landsbyggðinni og á höfuð- borgarsvæðinu fari vaxandi og þar með togstreita milli íbúa þessara svæða.“ Fyrirbyggj- andi að- gerðir Umferðin tekur sinn „toll“, meðal annars í mannslífum og varanlegum örkumlum. Allt- of mörg umferðarslys orsakast af „mannlegum mistökum“: of hröðum eða ógætilegum akstri, brotum á umferðarreglum, til- litsleysi gagnvart náunganum og vanbúnum ökutækjum. Það er mjög mikilvægt að halda uppi viðvarandi miðlun upplýsinga-um orsakir og afleið- ingar umferðarslysa, ekki sízt þegar mesti umferðartími ársins fer í hönd. Á dögunum sáu áhorfendur sjónvarps „fórn- arlömb umferðarinnar“, fólk sem hafði slasast illa í umferð- arslysum, leggja sitt af mörkum í fyrirbyggjandi fræðslu. Þetta framtak var bæði áhrifaríkt og þakkarvert. Ástæða er til að hvetja alla ökumenn til varfærni í umferð- inni. Engum liggur svo mikið á að hann megi ekki vera að því að lifa. Skógræktarátak á Héraði U ndirbúniug’ur að skóg- ræktarátakí á Héraði hafinn Áætlunin gerir ráð fyrir að 36 til 60 milljónum lerkitrjáa verði plantað á næstu 40 árum og sauðflárbændur snúi sér að skógrækt. RÍKISSTJÓRNIN. ákvað á fúndi sínum á Þingvöllum á laugardaginn að veita fé, allt að 12 milljónum króna til undirbúnings, þannig að skógræktarátak geti hafíst á næsta vori og standi næstu 40 árin. Hér er um það að ræða að bændur í sex Hreppum á Fljótsdals- héraði snúi sér að skógrækt, og láti í mörgum tilvikum af sauðfjár- rækt, eða dragi úr henni. Steingrímur J. Sigfusson, landbúnaðarráð- herra segir að þetta gæti samsvarað því að ærgildum fækkaði á bil- inu 15 til 25 þúsund. „Þetta hefur verið undirbúið í talsvert langan tíma, því forveri minn skipaði undirbúningshóp og í framhaldi af því setti ég á fót verk- efnisstjóm, þar sem eru fulltrúar heimamanna, skógræktarinnar, ráðuneytisins og fleiri aðila,“ sagði landbúnaðarráðherra í samtali við Morgunblaðið. Allt að 12 milljónum til undirbúnings á þessu ári Steingrímur sagði að verkefnis- stjórnin hefði unnið frumtillögur, sem ríkisstjómin hafi fjallað um á þessum fundi sínum, því það yrði ekki dregið öllu lengur að heija undirbúningsstörf, sem kölluðu jú á ýmiss konar kostnað. Það yrði að liggja fyrir, þegar samningar við bændur á Héraði hæfust, og menn yrðu fengnir með formlegum hætti til þess að gerast aðilar að þessari áætlun. „Við tókum þá meginákvörðun á þessum fundi okkar, að við viljum beita okkur fyrir þessu skógrækt- arátaki og veija til þess einhveijum milljónum á þessu ári, allt að 12 milljónum, til þess að undirbúa það að átakið gæti hafist á næsta vori af fullum krafti," sagði ráðherra. Ráðherra sagði að áætlunin tæki að stórum hluta til sex hreppa á Héraði, þar sem væm um 130 býli í byggð, en auk þess einhveijir tug- ir eyðijarða. Þegar hefðu eigendur um 60 býla lýst áhuga sínum á þátttöku í þessu átaki. „Umfangið á plöntuninni gæti orðið um 300 til 500 hektarar á ári, þegar áætlun- in er fullu komin í gang. Það myndi þýða að allt hagstæðasta skógrækt- arlandið, innan þessara hreppa, myndi vera nýtt á 40 ámm. Ef við gefum okkur að meðaltalið yrði 400 hektarar á ári, þá þýddi það á 40 ámm 16 þúsund hektarar," sagði Steingrímur. 48 milljónir plantna á 40 árum Áætlað er að um 300 þúsund plöntur fari í hveija 100 hektara og yrðu hektaramir 400 á ári, eins og ráðherrann gerir ráð fyrir, væri um það að ræða að 1.200 þúsund plöntur bættust við ár hvert. Á 40 ámm þýddi það aftur að 48 milljón- ir tijáplantna væm settar niður. „Það hefur verið slegið lauslega á það, í þessari áætlun, að útlagður kostnaður, þegar allt er í fullum gangi, gæti verið á bilinu 40 til 60 milljónir króna á ári, en það er líka einungis gróf áætlun," sagði ráð- herra „og það er gert ráð fyrir því að þeir sem vildu hætta sauðfjárbú- skap og hefja skógrækt, hefðu viss- an forgang að þessu verkefni, auk þess sem þeir hefðu forgang, sem vildu fara í þetta sem fullt starf. Auðvitað verður það að vera þannig fyrir þá sem hverfa frá hefðbundn- um sauðfjárbúskap yfir í svona búskap, að þeir hafi einhveija áætl- un að ganga út frá, þegar þeir taka sína ákvörðun, þannig að þeir séu ekki að tefla afkomu sinni í tvísýnu. Því býst ég við því að það yrði reynt að hafa það til viðmiðunar, að þeir fengju ígildi vinnu við þessi störf, sambærilegt við það sem þeir hafa haft af búskap fram að þessu.“ Bændur þurfa að ákveða sig fyrir haustið Steingrímur sagði að eins og kunnugt væri hefðu margir bænd- anna á þessu svæði orðið að skera niður fé vegna riðuveiki. Nú háttaði Stórt innlegg í atvinnu- og byggðaþróun - segir Edda Björnsdóttir, formaður verkefiiisslj órnar „MER líst vel á þessa ákvörðun ríkisstjórnarinnar og get ekki annað en verið mjög kát með hana. Þetta er heilmikið innlegg í atvinnu- og byggðaþróun á þessu svæði, því þarna er ekki einungis um skóg- rækt að ræða, heldur einnig heilmikið byggðaverkefni," sagði Edda Björnsdóttir, formaður verkefnisstjórnar um skógræktarátak. Edda sagði að reiknað væri með að skógræktarátakið útvegi atvinnu sem nemur tuttugu ársverkum, sem væntanlega myndi skiptast á marg- ar hendur.„Það þykir gott í svona sveitum þar sem menn geta haft tekjur af einhveiju öðru með. Það er allt undirlagt af riðu á þessu svæði og menn hafa ekki séð fram úr því ennþá. Búvörusamningamir renna út 1992 og því er allt í óvissu framundan hvað sauðfjárræktina varðar.“ Edda sagði að Hagsmunasamtök skógarbænda hefðu verið stofnuð fyrir einu ári síðan, en það hafí verið gert í framhaldi af tillögu, sem þingmenn Austurlands fengu sam- þykkta á Alþingi. Síðan hefði land- búnaðarráðherra skipað nefnd til undirbúnings skógræktarátaki, en í þeirri nefnd hefðu, auk Eddu, átt sæti fulltrúar frá Skógrækt ríkisins og Byggðastofnun, og aðstoðar- maður landbúnaðarráðherra, og hefði sú nefnd unnið þær tillögur sem ríkisstjómin samþykkti á laug- ardaginn. „Fyrsti liðurinn í þessu verkefni verður að ráða sérstakan verkefnis- stjóra og síðan að gera samninga við bændur og taka jarðir þeirra út sem vilja taka þátt í þessu. Þá þarf að ljúka við gróður og grann- kortagerð og undirbúa plöntustöð, sem þarf að geta framleitt um tvær milljónir plantna á ári, og í haust byijar síðan grisjun í því skóglendi sem fyrir er en það er mikið verk,“ sagði Edda Björnsdóttir. þannig til að sumir þeirra gætu farið að taka fé á nýjan leik í haust og því hafi verið nauðsynlegt að ákvörðun lægi fyrir, þannig að þess- ir bændur gætu gert upp hug sinn um það hvort þeir væra tilbúnir að breyta yfir í skógrækt og taka ekki fé á nýjan leik. „Það er hugsanlegt að þama geti verið á bak við 15 til 25 þúsund ærgildi í sauðfjárrækt og því möguleiki á fækkun upp að þessu marki, ef niðurstaða bænd- anna verður á þann veg að þeir vilji snúa sér að skógrækt," sagði ráðherra, „og auðvitað fer það mjög vel saman við þessa breyttu land- nýtingu að sem flestir hætti sauð- fjárræktinni og snúi sér að þessu, eða öðrum búskap. Það getur vel verið að við reynum einnig að tengja þetta því að þeir sem hafa aðstöðu til, færi fullvirðisrétt sinn yfir í meiri mjólkurframleiðslu." Steingrímur sagði að verkefnis- áætlunin gerði ráð fyrir því að menn myndu vinna á sínum jörðum og öðram svæðum. Jafnvel færa menn yfir ákveðin svæði í vinnu- flokkum. Ákveðinn hluta ársins ynnu þeir svo utan sinna skóga og þá væri sérstaklega horft til skóg- anna á Hallormsstað, en þar væri mikið verk óunnið við grisjun á fleiri þúsundum hektara skóglendis. Steingrímur sagði að rætt hefði verið um þann möguleika, að stofn- að yrði nú sérstakt hlutafélag um plöntuuppeldi, sem sæi um að sá og hafa ársgamlar plöntur tilbúnar í nægjanlega stórum stíl að ári. Til þess að svo gæti orðið, yrði hugsan- lega að útvega slíku félagi lánsfé, sem stæði undir stofnkostnaði. Fyrirhugaðir nytjaskógar a Vaxandi áhugi er nú á nytjaskógrækt og hefúr verið ákveðið að verja miklu fé til skógræktarátaks. Verið að búa í haginn fyrir komandi kynslóðir - segir Hulda Valfysdóttir, formaður Skógræktarfélags Islands „Frá sjónarhóli áhugafólks um skógrækt á íslandi eru þetta mikil gleðitíðindi. Ef staðið verður við þessi fyrirheit munu þau marka tíma- mót í sögu íslenskrar skógræktar," sagði Hulda Valtýsdóttir, formaður Skógræktarfélags íslands, um ákvörðun ríkisstjórnarinnar um nytja- skógrækt á FUótsdalshéraði. „Mér finnst líka ánægjulegt að hvorki meira né minna en 60 bænd- ur hafa lýst sig fúsa til þátttöku og trúi ekki öðra en að þeir muni fyll- ast metnaði fyrir sína hönd og byggðarlagsins. Ábyrgð þeirra er líka mikil og reyndar allra sem að þessu standa. Ég tel íbúa Fljótsdalshéraðs jafn- framt öfundsverða af því að þeir hafa verið valdir til að vera braut- ryðjendur á þessu sviði — en á þeim hvílir líka sú skylda að kynna sér undirstöðuatriði í þessari nýju bú- grein og þeir þurfa jafnvel að til- einka sér nýjan lífsstíl að ýmsu leyti,“ sagði Hulda ennfremur. „Samkvæmt ákvörðun ríkisstjóm- arinnar er áætlað að gróðursetja árlega í 300 ha land — þ.e. 1,2 millj- ónir plantna á ári. Það er ef til vill ekki há tala á mælikvarða nágranna- þjóða ókkar þar sem gróðursett eru árlega hundruð milljóna plantna. En þetta er góð byijun sem ber vonandi þann árangur að tekinn verði upp sami háttur í öðram landshlutum þar sem skilyrði era góð til nytjaskóg- ræktar. Ég sé í þessari ákvörðun atvinnu- aukningu á landsbyggðinni — at- vinnuaukningu með jákvæðum for- merkjum. Hér er verið að búa í hag- inn fyrir komándi kynslóðir, þótt til- kostnaður sé nokkur í upphafi. Fái þetta mál farsælan framgang, rætist eitt helsta baráttumál aðildar- félaga Skógræktarfélags íslands,“ sagði Hulda Valtýsdóttir að lokum. „Þetta þykja okkur mik- il tíðindi hér eystrau - segir Jón Loftsson, skógarvörður á Hallormsstað „Það er næstum að segja hátíð í bæ. Þetta þykja okkur mikil tíðindi hér eystra og við erum óskaplega glaðir. Þetta hefúr haft sinn aðdraganda. Það er búið að tala um þetta nokkuð lengi, en nú er komin skýr viljayfirlýsing og hægt að fara að vinna að þessu með mun markvissari hætti,“ sagði Jón Loftsson, skógarvörður á Hallormsstað, aðspurður um „Er ekki í nokkrum vafa um að þetta horfír til sparnaðar“ - segir Halldór Ásgrímsson, sjávarútvegsráðherra HALLDÓR Ásgrímsson, sjávarútvegsráðherra, sem gegnir störfíim forsætisráðherra í Uarveru Steingríms Hermannssonar, segist telja að það muni heldur spara ríkissjóði fé en hitt, að skógræktarátak það sem fyrirhugað er á Hérað verði að raunveruleika. Hann segir að einungis nokkrum milljónum króna verði varið til undirbúnings átaksins á þessu ári, en þegar á næsta ári muni þurfa umtalsverðar fjárhæðir til verkefiiisins. „Það er um verulegt fíármagn að -ræða, á næstu árum, eftir að undirbúningi er lokið, en það liggur ekki ljóst fyrir ennþá hvað sparast annars staðar, í útflutningsbótum og öðru, við það að sauðfjárbændur hætti sauðfjárrækt,“ sagði Halldór, „en ég tel að aðgerðir sem þessar muni fremur draga úr útgjöldum ríkisins, en auka þau.“ Halldór segir að ef bændumir 60, sem lýst hafa áhuga sínum á þátttöku í þessu verkefni, létu af sauðfjárrækt og færa út í skóg- rækt, þá myndi það strax skila sér í minni útgjöldum ríkissjóðs. Halldór sagði einnig: „Þannig er ég ekki í nokkram vafa um það, að þetta horfir til sparnaðar, fyrir utan hvað það er skynsamlegra að eyða orkunni í að græða landið en að framleiða eitthvað sem við get- um ekki selt.“ ákvörðun ríkisstjórnarinnar um ræktun nytjaskógar. Hann sagði að verkefnið krefðist mikils undirbúnings, meðal annars ræktun tveggja milljóna tijáplantna árlega vegna þessa verkefnis ‘eins, ef miðað væri við að gróðursetja í 400-500 hektara á hveiju ári. Það væri gott ef hægt væri að byija að gróðursetja 1991 og væntanlega næðist þetta ekki í einu skrefi. Til samanburðar hefðu undanfarin ár verið gróðursettar 200-300 þúsund plöntur árlega á Hallormsstað og gamli birkiskógurinn þar væri um 800 hektarar að stærð, þannig að það væri um mikla aukningu að ræða. Jón sagði að plönturæktunin yrði aukin eitthvað óveralega í ár, því það væri búið að sá. Verkfall há- skólamenntaðra ríkisstarfsmanna hefði líka sett strik í reikninginn. Þá þyrfti til dæmis að byggja gróð- urhús fyrir plönturæktunina, sem öll færi fram í gróðurhúsum nú og einnig þyrfti að girða, en það hefði verið dýrasti framkvæmdaliðurinn í skógrækt til þessa. Nú yrðu forsend- urnar allt aðrar af því að búfénaður- inn yrði á braut. Nytjaskógurinn sem gróðursetja á tekur til sex hreppa, Fljótsdals- hrepps, Vallahrepps, Skriðdals- hrepps, Egilsstaðahrepps, Eiðaþing- há og Fellahrepps. Þar era talin samtals 130 býli, en þau eru ekki öll í byggð. Samtals er svæðið um 30 þúsund hektarar, en skógurinn tal- inn taka til um 15 þúsund hektara. Aðspurður sagði Jón að ef þetta gengi eftir yrði samfelldur skógur á svæðinu eftir 40 ár. Ef svæðinu væri skipt í þurrlendi, mýrlendi og ræktuð tún, yrði byijað á að sá lerki í þurrlendið. Það svæði væri í dag mjög rýrt og illa farið vegna beitar, en hentaði mjög vel til lerkiræktun- ar. í mýrlendið kæmu aðrar tegund- ir, sem ekki væri hægt að fullyrða um á þessu stigi málsins hveijar yrðu. Þar gæti til dæmis komið greni, fura eða ösp. í skjóli skóg- anna væri síðan hægt að stunda komrækt eða garðrækt, þegar fram liðu stundir. „Við höldum líka að mjög fljótlega muni bara friðunin sem slík fara að segja til sín. Þó skógræktarmenn hefðu ekki gert neitt annað á sínum tíma en girða af jörðina sem hét Hallormsstaður og hefðu síðan setið og beðið og haldið þeirri girðingu við, þá ættum við hér víðlendasta skóg landsins. Það sama kemur til með að gerast um stóran hluta Hér- aðs,“ sagði Jón. Hann sagði að það væri vel hægt að hugsa sér hafa búfé samhliða skógræktinni. Það þyrfti bara að stjóma beitinni og beita ekki á skóg- inn til þess að byija með. Eftir 15 til 20 ár mætti fara að vænta fyrsta afrakstursins af skóginum. 25 Hlutafj ár sj óður: Erindi 12 fyrirtækja liggja eftir Hlutafjársjóður hefúr nú til meðferðar erindi 12 fyrirtækja. I nokkrum þeirra tilfella hefiir sjóðurinn gert áætlanir um ljár- hagslega endurskipulagningu og bíður viðbragða lánardrottna fyrirtækjanna. Enn sem komið er hefiir ekkkert fyrirtæki hlotið jákvæða afgreiðslu sjóðsins. Upphaflega bárast sjóðnum er- indi frá 32 fyrirtækjum. Þijár vora strax lögð til hliðar, þar sem allar nauðsynlegar upplýsingar með er- indunum vantaði. Fjögur erindi vörðuðu sameiningu og vora einnig lögð til hliðar. Erindi frá 6 fyrir- tækjum uppfylltu ekki þau skilyrði, sem settar voru fyrir aðstoð sjóðs- ins og erindi 7 fyrirtælq'a hafa fall- ið burt af ýmsum ástæðum, en vandi þeirra flestra hefur verið leystur eftir öðram leiðum. Þá era eftir erindi 12 fyrirtækja, sem era á ýmsum afgreiðslustigum, en eins og áður sagði, hefur ekkert fyrir- tæki enn hlotið jákvæða afgreiðslu sjóðsins. Kaupmannahöfti: * Islensk málverk á uppboði Jónshúsi. SEX íslensk málverk voru rneðal mörg hundruð uppboðsmuna hjá Bruun-Rasmussen 23. og 24. maí. Sum þeirra eru úr dánarbúi frú Bodil Begtrup sendiherra, en önnur frá G. Sandö forsljóra. Svo brá við, að aðeins eitt málverk- anna seldist á uppboðinu, olíu- málverk Kristínar Jónsdóttur af Sellandafíalli við Mývatn, sem slegið var á 24 þúsund dkk. Fjögur hinna málverkanna, sem ekki fékkst nógu hátt verð fyrir, era eftir Svein Þórarinsson, en eitt eftir Guðmund Einarsson frá Mið- dal. Hið síðasttalda er af Hrafns- eyri við Arnarfjörð, málað í júní 1944 og metið á 30.000 krónur í sýningarskrá. Málverk Sveins Þórarinssonar era áf Eilífsfyalli, metið á 40-50 þúsund krónur og merkt frú Bodil Begtrap á silfurskildi; Útsýni til Heklu, olíumálverk metið á 30-40 þúsund krónur; Þingvallamynd frá 1971 sem ber áletrun G. Sandö forstjóra; og loks tilkomumikið málverk af Jökulsá í gljúfri, nærri jafnverðmikið og hin fyrrnefndu. - G.L. Ásg. ..... Særður með hnífí MAÐUR gaf sig fram við lögregl- una í Reykajvík um klukkan tíu að morgni sunnudags og kvaðst hafa orðið fyrir árás þriggja manna sem hefðu sært sig með hnífí. Að sögn mannsins átti atburður- inn sér stað á Laugavegi um klukk- an sex tim morguninn. Maðurinn var fluttur á slysadeild þar sem gert var að sárum hans og RLR fékk málið til rannsóknar. Að sögn RLR er margt óljóst um málsatvik en áverkar mannsins era taldir minniháttar. Ekki er vitað hveríir árásarmennirnir eru.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.