Morgunblaðið - 30.05.1989, Blaðsíða 13
, MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAQUR 3Q. MAÍ 1989
13
Humboldt-stofiiunin hef-
ur styrkt 28 Islendinga
m
Það er því ljóst að á grundvelli
samningsins höfðu stjórnendur
Kópavogsbæjar sterka aðstöðu og
neitunarvald, sem að sjálfsögðu
varð að byggja á nýjum tillögum í
umferðarmálum svo og sérstökum
rannsóknum á áhrifum Fossvogs-
brautar á umhverfið. Bæjarstjórn
átti einmitt að gera ályktun um að
hún óskaði eftir, að Fossvogsbraut
yrði felld niður sem möguleiki í
framtíðinni, enda lágu fyrir slíkri
ákvörðun fjölmörg rök.
Ef ágreiningur milli sveitarfélag-
Ég er þess fullviss, að jafnfjölhæfur
stjórnmálamaður og Davíð Oddsson
borgarstjóri svo og öll borgarstjórn
munu fljótlega breyta þessari af-
stöðu, þegar skynsemin nær yfir-
tökum að nýju. Látum ekki tíma-
bundnar illdeilur bitna á saklausum
borgurum.
IV
Það hefur valdið mér miklum
vonbrigðum, hvernig bæjaryfirvöld
Kópavogs hafa á fjölmörgum svið-
um að undanförnu teflt hagsmuna-
málum bæjarfélagsins í hættu með
anna yrði ekki leystur, sem ég tel
að vísu sennilegt að hefði tekist
miðað við aðstæður, þá væri ég
óhræddur fyrir hönd bæjarfélagsins
að leggja málið í gerðardóm skipað-
an fulltrúum frá báðum aðilum með
dómkvaddan oddamann af Hæsta-
rétti eins og samkomuiagið gerir
ráð fyrir. Hér ber og að hafa í huga
16 ára aðgerðarleysi, og að felld
var niður stofnbraut um Elliðaárdal
svo og margt fleira sem ekki verður
nánar rakið. Bæjaryfirvöld gátu
úthlutað lóðum á útivistarsvæðinu
með fyrirvara. Það ber aftur að
harma og mun lengi verá bæjaryfir-
völdum Kópavogs til skammar, að
álykta einhliða að samkomulagið
varðandi Fossvogsbraut sé úr gildi
fallið, en samningurinn þó í gildi
að öðru leyti. Allir sjá að slíkt get-
ur ekki viðgengist í fijálsum samn-
ingum. Gildi samninga yrði mark-
leysa ef þannig væri staðið að mál-
um. Þessi ákvörðun bæjaryfirvalda
fær heldur engan stuðning ábyrgra
aðila. Flokksbræður þeirra í
Reykjavík harma þessi vinnubrögð.
Ennfremur má nefna áform Skipu-
lagsstjórnar ríkisins um að fela
óháðum aðilum að rannsaka áhrif
Fossvogsbrautar á umhverfið og
sýnir gleggst að skipulagsstjórn
tekur ályktun bæjaryfirvalda ekki
alvarlega.
Það ber og að harma ákvörðun
borgarstjómar Reykjavíkur að
segja upp samkomulagi um sorp-
hreinsun, sem staðið hefur um
lengri tíma. Það er ljóst að þessi
sveitarfélög svo og önnur í ná-
grenni höfuðborgarsvæðisins hafa
samvinnu á fjölmörgum sviðum,
sem ekki mega verða háð tíma-
bundnum átökum milli þeirra, sem
alltaf geta komið upp. Slík sam-
vinna byggist og á velferð íbúanna
og er öllum til hagsbóta. Svipað
fyrirkomulag gildir á öllum Norð-
urlöndum og er þar fest niður með
rammgerðu heildarsamkomulagi.
röngum ákvörðunum, svo og verið
uppvís að því að fylgja ekki lögum
og reglum. Þrír fyrrverandi bæjar-
fulltrúar, þeir Ásgeir Jóhannesson,
Guttormur Sigurbjörnsson og Sig-
urður Grétar Guðmundsson, rituðu
opið bréf til bæjarstjórnar Kópa-
vogs þar sem þeir vara við því að
bæjarstjórn Kópavogs efni til átaka
við Reykjavíkurborg og hvetja bæj-
arstjómina til þess að leysa deilu-
mál sín við borgina með viðræðum
og samkomulagi. Málin voru rædd
af hreinskilni og velvilja og reynt
að forðast allt skítkast og bent á
friðsamlegar lausnir. Allt eru þetta
kunnir sveitarstjórnarmenn, sem
hafa lagt með heilladtjúgum störf-
um sínum grunn að fjölmörgum
málum til góðs fyrir sveitarfélag
okkar. Þrír núverandi bæjarfulltrú-
ar úr sömu flokkum, Guðmundur
Oddsson, Heimir Pálsson og Skúli
Sigurgrímsson, svara þeim með
skítkasti, þar sem þessi tilraun
þeirra er lögð út á versta veg og
tortryggð og kemur fram svo orð-
rétt: „Þið skrifið bréf ykkar í svo
skinhelgum friðartóni að hans heil-
agi páfinn hefði fallið í skuggann
ef hann hefði verið kominn til lands-
ins.“
Kópavogsbúar góðir, teljið þið
líklegt að bæjarfulltrúar' með slíkt
hugarfar, uppfullt af hroka og
stærilæti, séu líklegir til þess að
vinna bæjarfélagi okkar gagn í
framtíðinni?
Ég held að það sé hollast og
best að hér svari sérhver Kópavogs-
búi fyrir sig, því að það er endan-
lega í þeirra höndum fljótlega að
ákveða hveijum þeir eiga að fela
forystu í bæjarmálum á næsta
kjörtímabili.
Höfiindur er viðskipta- og lög-
fræðingur.
ALEXANDER von Humboldt-
stobiunin í Þýskalandi hefur frá
árinu 1934 veitt 28 íslendingum
styrki til vísindarannsókna við
þýskar stofnanir, að sögn dr.
Heinrich Pfeiffer, aðalritara og
framkvæmdastjóra stoíhunar-
innar. Dr. Pfeiffer heimsótti
Island fyrir skömmu, meðal
annars til að halda fyrirlestur
á málþingi sem haldið var á
Hótel Sögu í tilefhi af 40 ára
afxnæli Sambandslýðveldisins
Þýskalands. Pfeiffer sagði í
samtali við Morgunblaðið að
íslensku styrkþegarnir hefðu
langflestir kennt við Háskóla
Islands.
Heinrich Pfeiffer sagði að Alex-
ander von Humboldt-stofnunin
hefði fyrst verið sett á laggirnar í
Berlín árið 1860. Stofnunin hefði
starfað til ársins 1945 ’en Sam-
bandslýðveldið Þýskaland hefði
endurreist hana í Bonn-Bad Godes-
berg í Vestur-Þýskalandi árið
1953. Síðan þá hefði stofnunin
veitt um 12.500 vísindamönnum í
96 löndum styrki til rannsókna.
Vestur-þýska ríkið og einkafyrir-
tæki fjármögnuðu starfsemi stofn-
unarinnar en nefnd, skipuð
vísindamönnum, ákvæði hveijir
fengju styrkina.
Pfeiffer sagði að til að fá styrk
þyrftu menn að hafa háskólagráðu
Morgunblaðið/Bjami
Dr. Heinrich Pfeiffer heftir verið
aðalritari og framkvæmdastjóri
Alexander von Humboldt-stofii-
unarinnar frá árinu 1956.
og skrifað greinar í vísindarit.
Hægt væri að fá styrk til allt að
tveggja ára og hann gæti numið
allt að fimm þúsund mörkum (um
142 þúsund krónum) á mánuði.
Hann sagði að styrkþegarnir gætu
búið, ásamt fjölskyldum sínum, í
húsum sem stofnunin ætti í 28"
þýskum háskólabæjum.
Pfeiffer sagði að Alexander von
Humboldt-stofnunin legði áherslu
á að halda sambandi við fyrrver-
andi styrkþega og í mörgum lönd-
um hefðu þeir stofnað sérstök fé-
lög, til dæmis á íslandi. Hann sagð-
ist vilja hvetja íslenska fræði- og
vísindamenn til að sækja um styrki
stofnunarinnar til vísindarann-
sókna á háskólastigi. Sendiráð
Vestur-Þýskalands á íslandi og
Alexander von Humboldt-félagið á
íslandi væru ávallt reiðubúin að
aðstoða umsækjendurna og ekki
væri nauðsynlegt fyrir þá að kunna
þýsku.
Formaður Alexander von Hum-
boldt-félagsins á íslandi er Úlfar
Þorðarson læknir. Aðrir í stjórn
félagsins eru Geir Tómasson tann-
læknir og Sigfús Sehopka fiski-
fræðingur.
Leiðrétting
í afmælisgrein sem Helgi Seljan
skrifaði hér í blaðið á sunnudag um
Eyjólf Elíasson frá Reyðarfirði,
misritaðist nafn hans í fyrirsögn.
Afmælisbarnið, Eyjólfur og þeir
aðrir er hlut eiga að máli eru beðn-
ir afsökunar á þessari slæmu villu,
um Ieið og þessi misritun er leiðrétt.
SUMARNAMSKEIÐIN
í FULLUM GANGI!
^RtU MEÐ!
Hringdu strax
Allir finna flokk við sitt hæfi hjá
J.S.B.
(JUUkófx&M.
Suðurveri, sími 83730 liraunbergi, sími 79988
ÞRJAR
EINFALDAR LEIÐIR
HVERT A LAND SEM ER
Við einföldum þér leitina að hagkvæmasta ferðamöguleikanum.
í hinni nýju sumaráætlun okkar eru allar ferðir merktar með
rauðum, grænum og bláum lit. Blár litur þýðir ferð á fullu
fargjaldi, grænn þýðir 20% afsláttur og rauður 40% afsláttur.
Sumaráætlunin 1989 fæst á öllum söluskrifstofum Flugleiða,
hjá umboðsmönnum og ferðaskrifstofum.
Sumaráætlun Flugleiða - lykillinn
að ferðum þínum um landið.
FLUGLEIÐIR
INNANLANDSFLUG