Morgunblaðið - 30.05.1989, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 30.05.1989, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. MAI 1989 17 Guðmundur Jóhannsson Aðalbreið - Fæddur 11. mars 1900 Dáinn 23. apríl 1989 Þótt hverfi árin, líði líf við líkam’ skilji önd. Eg veit að yfir dauðans djúp mig Drottins leiðir hönd. (Margr. Jónsd.) Langri ævi er lokið. Þreyttur maður hefur kvatt þetta líf og hef- ur verið lagður til hinstu hvildar við hlið foreldra sinna í Melstaðar- kirkjugarði. Guðmundur fæddist á Fremri-Fitjum í Fremri-Torfustaða- hreppi. Foreldrar hans voru Jóhann Kristófersson og Ingibjörg Guð- mundsdóttir. Árið 1905 flyst fjöl- skyldan að Aðalbreið í Austurárdal og þar elst Guðmundur upp til full- orðinsára. Árið 1925 deyr faðir Guðmundar og tekur hann þá við búinu og býr með móður sinni þar til hún lést 1938. Á þeim árum fóru bændur ekki árlega til sólarlanda. Slíkur lúxus virtist í órafjarlægð. Aðalbreið er fremsti bær í Austur- árdal og var talin afdalajörð og lá undir Aðalból. En þrátt fyrir erfiðar aðstæður og þægindaleysi eins og títt var á sveitaheimilum í þá daga undi Guðmundur hag sínum vel fram í heiðarónni, og þar sem fjall- drapinn grær festi hann sínar ræt- ur. Honum þótti vænt um dalinn sinn og býlið sem hafði fóstrað hann. Á þessum stað komst hann snemma í snertingu við öræfin og þá töfra sem þau hafa upp á að bjóða. Arnar- vatnsheiðin, seiðmögnuð og heill- andis bauð honum faðminn og hreif hann inn í heim unaðssemdanna. Við Guðmundur frændi áttum margar skemmtilegar samveru- stundir fram við fjallavötnin fagur- blá á Aðalbólsheiði, bæði við veiði- skap og fjallleitir, vor og haust. Engir núlifandi manna voru jafn kunnugir á Aðalbólsheiðinni og hann, enda var hann snemma kos- inn fjallkóngur eða gangnastjóri í Minning báðum leitum og er óhætt að full- yrða, að hann leysti það starf mjög samviskusamlega og vel af hendi. Gegndi hann því starfi lengur en nokkur hafði þar áður gert. Eignað- ist hann í því starfi marga góða og trygga vini. Guðmundur var félagslyndur maður og tók virkan þátt í störfum ungmennafélagsins. Hann var góð- ur nágranni, hjálpsamur qg skemmtilegur heim að sækja. Ég man hvað okkur krökkunum þótti skemmtilegt þegar Guðmundur á Breiðinni kom. Þá brást varla að spilin voru tekin fram. Var þá sama hvað spilað var, hann hafði sérstakt lag á því að láta alla komast í gott skap og var þá oft hlegið mikið. Guðmundur var mikill dýravinur og hafði yndi af því að umgangast skepnur, sérstaklega hesta og sauð- fé og lagði áherslu á að kynbæta það eftir föngum. Það urðu örlög hans hin síðari ár að búa sem ein- í dag, þriðjudag 30. maí, kveðjum við Bjarna Engilberts í hinsta sinn. Hann var föðurbróðir minn. Bjami verður jarðsettur í kyrrþey í Kaup- mannahöfn, en hann var danskur ríkisborgari. Bjami Engilberts vildi aldrei láta hafa mikið fyrir sér, en hann var alltaf boðinn og búinn til að hjálpa öðrum og sérstaklega lítil- magnanum. Bjarni fór til Ameríku, ungur maður og síðan til Frakk- lands, þar sem hann lærði hatta- saum og hönnum. Bjarni Engilberts var glæsimenni mikið, sem allir tóku eftir og heims- borgari. Hann var fagurkeri og undi sér vel við listir. Fjölskylda setumaður. Allan þann tíma vom kindurnar hans líf og yndi. Úr sveit- inni fór hann ekki fyrr en heilsa og kraftar vom á þrotum. Sjálfs- bjargarviðleitnin var mikil, að vera upp á aðra kominn var eitur í hans beinum. Að lokum varð hann þó að láta undan síga og nú síðustu mín kom aldrei svo til Danmerkur, að hún heimsækti ekki Bjarna fyrst allra og hann var sá síðasti sem við kvöddum er heim var haldið. Við eigum honum margt að þakka, sérstaklega kærleika og hlýleika. Mér var það huggun í harmi, að frétta, að Bjarni hefði fengið hægt andlát á sínu fagra heimili á Tor- vegade 21 í Kaupmannahöfn á 95. aldursári. Nú er djúpt skarð höggvið þegar allir bræðurnir era búnir að kveðja þennan heim, Sigursteinn, Jón og Grimur og nú okkar ástkæri Bjarni. Megi þeir allir fá frið og megi Bjami minn hitta móður sína, Birg- árin dvaldi hann á Sjúkrahúsinu á Hvammstanga og naut þar góðrar hjúkmnar, sem hér er þökkuð. Sjálfsagt hafa honum fundist dagamir lengi að líða eftir að hann hætti að geta séð um sig sjálfur. En oft fékk hann heimsóknir vina sinna úr sveitinni sem styttu honum stundir. Ámý Kristófersdóttir á Bergsstöðum reyndist honum sem besta dóttir öll þau ár sem hann dvaldi á sjúkrahúsinu og hafi hún hjartans þökk fyrir alia þá hjálp, vinsemd og hlýju, sem hún auð- sýndi frænda sínum. Nú er gatan hérnamegin gengin á enda. Við frændur og vinir Guðmundar óskum honum Guðs blessunar á nýjum vegum og þökkum honum sam- fylgdina. Yndislega ættarjörð ástarkveðju heyr þú mína. Þakkarklökkva kveðju gjörð, kveð ég líf þitt móðir jörð. Móðir bæði mild og hörð mig þú tak í arma þína. Yndislega ættarjörð, ástarkveðju heyr þú mína. (S. Jónss. frá Amarv.) Benedikt Sveinbjamarson frá Bjargarstöðum. ittu, sem var honum kæmst allra á þessari jörð. Með hinstu kveðju. Birgitta Engilberts, Tove Engilberts, Gréta Engilberts. Minning: Bjarni Engilberts mayna BÍLABORG HF. FOSSHÁLSI 1. S.68 12 99. Athugiö sérstaklega: Greiöslukjör við allra hæfi! ____________________________ Opió laugardaga f ró 12-16 EITT MERKI - ÓTAL GERÐIR Það fást yfir 20 geröiraí MAZDA 323, ein þeirra hentar þér örugglega. Tildæmis MAZDA 323 SUPER SPECIAL HATCHBACK: • Nýtt glæsilegt útlit. • Lúxusinnrétting, nóg pláss fyrir höfuö og hné. • 1.3 L eöa 1.5 L vélar. • Fæst 5 gíra eöa sjálfskiptur. • Belti við öll sæti og dagljósa- búnaður. • Sérlega hagstætt verö. MAZDA 323... Blue Coral Super Wax er sannkallað ofurbón. Bónið er borið á og síðan þurrkað yfir með hreinum klút. Ekkert nudd, ekkert puð, tekur enga stund. Samt er árangurinn jafnvel betri en með venjulegu puðbóni. SVONA GERUM VIÐ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.